Byrjunarliðið gegn Arsenal

Þá er komið að fyrsta stórveldaslag Liverpool á tímabilinu og það er Lundúna-liðið Arsenal sem mætir á Anfield Road í dag. Byrjunarliðin hafa verið kunngerð og þau eru eftirfarandi:

Á bekknum hjá Liverpool eru Ward, Klavan, Alexander, Grujic, Milner, Solanke og Sturridge.

Arsene Wenger stillir sínu liði svona upp:

Stóru fréttirnar sem fóru að kvissast út í morgun eru þær að Simon Mignolet hefur misst sætið í byrjunarliðinu og er meira að segja ekki í leikmannahópnum. Loris Karius kemur í markið í hans stað en þetta eru ansi merkileg tíðindi miðað við að Mignolet hefur ekki gert mikið af sér í byrjun tímabils. Það stefnir því í að Simon og Jurgen gætu þurft að finna sér eldhúspartýkrók og fara á smá trúnó til að ræða þetta mál maður á mann.

Barnalukka Liverpool-leikmanna þessa vikuna heldur áfram og Andrew Robertson var að hampa nýfæddu barni á Instagram fyrr í dag sem útskýrir hans fjarveru úr hópnum. Wijnaldum og frú tímasettu hins vegar sínar barneignir betur og Gini er mættur aftur frá Hollandi til að halda sínu sæti í byrjunarliðinu. Joe Gomez kemur inn fyrir Alexander-Arnold sem fær sér sæti á bekknum eftir að hafa verið tæpur fyrir leikinn.

Alexis Sanchez kemur beint inn eins og spáð hafði verið en Oxlade-Chamberlain hefur ekkert verið sparaður þrátt fyrir söluumræðu til okkar eða Chelsea.

Þá er að styttast í þetta! Hækkið í græjunum eða finnið ykkur sæti á pöbbnum. YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


53 Comments

 1. Klopp segist vera að hvíla Mignolet. Ég trúi því svona mátulega, ekki eins og markverðir séu hlaupandi 10 km í leik. Ég tel líklegra að hann sé einfaldlega að rótera, og ætli sér að nota þá alla að einhverju marki. En kannski er þetta allt bara afsökun, og hann vill fá Karius inn sem fyrsta kost.

 2. Karíus var svo lélegur í fyrra að ég hætti að horfa á leiki. Eins gott að hann verði algjör snillingur núna.

 3. Hvert er besta fría streamið á netinu þó víðar væri leitað?

  blabseal.com/frodo virðist því miður eiga í tæknilegum erfiðleikum í dag eins og staðan er núna 🙁

 4. Akkuru taka mignolet úr markinu ? Skil ekki svona minnir mig á þegar kenny daglish setti brad jones í markið á old trafford.Þegar það kemur af enska boltanum á Markmaður að vera gaur sem byrjar alla deilda leiki ekki vera rótera einhverju svona.Er núna skíthræddur.

 5. Sæl og blessuð.

  Er hreint ekki rólegur yfir þessum leik. Sansésinn er ógnandi og Lacazette … og við erum með … þessa vörn… og Karíus…

  Svakalega má nú gæfan vera okkur hliðholl ef ekki á illa að fara.

 6. Skil ekki alveg afhverju Milner virðist ekki koma til greina sem hægri bakvörður. Spilaði vinstri bakvörðinn nokkuð vel en í fyrra, góður varnarlega og mjög duglegur að sækja. Það eina sem var að flækjast fyrir honum var vinstri löppin sem væri ekki vandamál í hægri bakverðinum

 7. Frábært mark hjá Firmino, eftir flottan undirbúning.

  En vá hvað Joe Gomez var étinn af Monreal. Er hann svona hægur?

 8. Flottur hálfleikur 🙂

  Eina áhyggju efnið í leiknum eru hvað við klárum dauðafærin illa( þessi sem koma á 1stu fimm í leikjum)

 9. Hreint út sagt stórkostlegur leikur hjá okkar mönnnum í fyrri hálfleik. Það er kannski bölvuð frekja að vera með eitthvað væl í stöðunni 2 – 0 en hvernig í ósköpunum fór Salah að því að skora ekki úr dauða, dauðafærinu sínu??!!

  Þetta lítur vel út en Arsenal eru alltaf skæðir fram á við og leikurinn engan veginn búinn. Er samt mjög hissa hvernig þeir spila á móti okkar. Þetta er búinn að vera alger veisla fyrir Firminio, Salah og Mane í skyndiupphlaupum okkar.

 10. Þetta er nú meiri veislan! Vonandi fáum við eins skemmtilegan seinni hálfleik.

 11. Er orðinn svolítið smeykur um að Coutinho fari ódýrt m.v. spilamennsku liðsins í undanförnum leikjum.

 12. Sæl og blessuð.

  Þetta er fallegur fótbolti. Ættum að vera búin að skora tvö í viðbót. Salah karlinn þarf að halda áfram á skotæfingum, annars frábær. Hendo og Gini, alveg fyrsta flokks að ógleymdum Firmiono og Mané. Vörnin svolítið titrandi og væri e.t.v. búin að gefa manni smá hjartaflökt ef andstæðingurinn væri öflugri.

  Talandi um það. Nallarnir nota vafalaust leikhléð til að tala við umboðsmennina sína. Þetta er sökkvandi skip og gæfuleysið lekur af þeim. Skil svo ekki hvers vegna Welbeck er þarna frekar en Lacazette.

 13. Þessi Arsenal miðja er svo hörmuleg að það er rosalegt. xhaka og ramsey alveg vonlausir og özil… er hann inná ?
  Við njótum bara á meðan, áfram svona

 14. Flottur fyrirhálfleikur hjá Liverpool.
  Okkar menn hafa byrjað af krafti og verið ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Það má samt ekki gleyma sér og hafa Arsenal verið klaufar að nýta sér ekki yfirtölu í tvígang þar sem okkar menn misstu boltan á hættulegum stað.
  Einning hefur Gomez verið í smá vandræðum og er á gulu spjaldi og verður að passa sig.

  Salah átti að skora í upphafi leiks hann þegar hann klúðraði dauðafæri en fyrir utan það er lítið hægt að setja útá leik liðsins. Salah,Mane, Firminho alltaf óganandi en mér finnst miðjumenninir okkar vera þeir sem eru að stjórna leiknum. Winjaldum og Henderson hafa verið að spila frábærlega á miðsvæðiðinu og hafa verið að vinna boltan af gestunum aftur og aftur.

  Það eru 45 mín eftir og þetta er svo langt í frá búið. Liðið þarf að passa sig að taka enga séns og tapa boltanum á hættulegum stöðun en ég er viss um að ef við þéttum okkur aðeins þá höldum við áfram að fá færi en fáum færri á okkur.

  Klopp að gera vel með því að láta liðið spilað hálfgerðan 4-5-1 þegar lið er ekki með boltan en um leið og við vinnum hann þá er þetta 4-3-3 þar sem allt liðið tekur virkan þátt.

 15. Alan Shearer sagði að Arsenal litu út eins og menn sem hefðu hist í gær ákveðið að fara spila fótbolta og lent í því að þurfa fara spila á Anfield dagin eftir LOL!

 16. Frábær fyrri hálfleikur, bara gaman.

  Sá þetta lol á Twitter: “Arsenal cosplaying as Aston Villa”

  Koma svo og klára þetta!!!!!

  YNWA

 17. Þrátt fyrir að vera 2-0 í hálfleik hef ég pínu áhyggjur. Það getur varla verið að Arsenal spili seinni hálfleik eins og lið í firmakeppni félags múrarameistara. Yfirburðir okkar manna í fyrri hálfleik hefði átt að skila okkur að minnsta kosti þriðja markið – ef ekki meira.

  Rosalega jákvætt að sjá að bæði Can og Henderson eru mættir og farnir að stjórna miðjunni. Reyndar gegn verstu miðju sem ég hef séð.

 18. Er það bara ég, eða er Uxinn hreint ekki áhugaverður kostur í okkar ágæta lið???

 19. #29 í staðin fyrir hvern ætti Uxinn að koma fyrir samt mig langar að heyra það.

 20. Karius hættulegur, á vondum degi gæti hann nú þegar verið búinn að gefa Arsenal tvö mörk.

 21. Eigum við að ræða þetta eitthvað meira ???? menn sem voru að efast um Salah ?

 22. Djöfulsins rúst er í gangi. Klopp er með Wenger í vasanum síðan að hann kom til Englands.

  Oh Mané Mané du du du du du du!

 23. Þetta er ekkert annað en geggjað !!!

  Firminio er búinn að vera stórkostlegur. Salah og Mane geggjaðir !!!

  Wijnaldum, CAN stórkostlega geggjaðir !!! Þetta er bara geggjað !!!

  Loris Karius er hins vegar hættulegasti sóknarmaður Arsenal !

 24. Við erum að niðurlægja Arsenal, það verður gaman að horfa á Arsenal fan tv á eftir 🙂

 25. Sending hjá Salah var algjört konfekt og Sturridge gerir það sem að hann gerir best og klárar með stæl

 26. Frábær sigur og njótum þess eins og við getum. Ekkert sem kemur á óvart, jafnvel þó sigurinn hefði verið stærri, því eins og fyrri daginn þá hefur Liverpool allgóð tök á hinum svokölluðu betri liðum deildarinnar. Ef liðið heldur svona áfram þá er ekki neinu að kvíða, Hoffenheim leikurinn og þessi algjörlega frábærir. Henderson og Can fer fram í hverjum leik og e.t.v. eru þeir endanlega búnir að finna réttu rullurnar sínar. Kannski er liðið bara sterkara ef Couthino er ekki með hver veit en held þó að hann og Lallana geri liðið enn meira léttleikandi ef það er hægt. Áfram Liverpool.

 27. Hvernig er hægt að gagnrýna eitthvað sem LFC er að gera þessa stundina eftir svona performance , spáiði í þessu Coutinho er eitthver staðar í playstation að spila FIFA og við erum að spila svona þetta er algjörlega frábært í alla staði.

 28. Nú Tala ég alment. Vá hvað Arsenal spilaði flottan bolta hér á árum áður, Henry, Bergkamp, Pires ofl. þessi tími er liðinn, samt setja þeir steingerving sem stjóra aftur og aftur. Á móti, vá hvað við eigum flotta stráka núna, stráka sem eru svooooo tilbúnir í allt. Liverpoolfólk, við eigum að vera stollt af okkar liði

Upphitun: Liverpool – Arsenal

Liverpool 4 – 0 Arsenal