Hópferðir / Dregið í riðla Meistaradeildar

Við minnum á hópferðir Kop.is núna fyrir áramót. Skráning hefur farið vel af stað og við hvetjum fólk til að slást í hópinn. Skellið ykkur með og sjáið markaveislur á Anfield:

Liverpool – Huddersfield, 27. – 30. október. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.

Liverpool – Everton, 8. – 11. desember. Nánari upplýsingar og skráning á vef Úrval Útsýnar.


Nú síðdegis var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi tímabil. Okkar menn voru loksins aftur sestir að borðinu á meðal þeirra bestu í Evrópu og voru dregnir í riðil E ásamt Spartak Moskvu, Sevilla og NK Maribor frá Slóveníu. Sterkur riðill og spennandi, erfiður en ekki óyfirstíganlegur.

Hér eru riðlarnir í heild sinni:

Hvernig lýst ykkur á þetta? Ég hlakka bara til, Rauði Herinn marsérar upp á meginlandið á ný!

YNWA

40 Comments

  1. Hefði verið gaman að fá Barcelona en þetta er flott. Áberandi léttasti riðillinn. Nú ríður á að klára verkið.

  2. Frekar óspennandi riðill. Það er evrópudeildar lykt af honum en það er þá í staðinn skýr krafa um að komast upp úr honum og helst að vinna hann.

  3. Hvernig getur sagt að þetta sé sterkur riðill ? Fengum eflaust léttustu liðin úr riðlum 1,2 og 4 styrkleika flokki.
    Það er einfaldlega skandall ef Liverpool vinnur ekki þennan riðil með þetta lið.

  4. Síðast þegar ég vissi þá vann Sevilla okkur í mjög mikilvægum leik ég tek öllum orðum um að þetta sé áberandi léttur riðill með fyrirvara.

  5. Held að þetta sé bara mjög gott. Mun betra en að lenda í einhverjum dauðariðli og komast ekki áfram.

  6. Það var best þegar hún kynnti Liverpool sem “five time European champions” og Tottenham sem “1963 European Cup final qualifiers”

    Ekkert útá þennan riðil að setja. Margir í verri málum en allt getur gerst!!

  7. Sögulega séð á þessi riðill að vinnast, en við erum í nútímanum, sem segjir okkur að menn verði að vera á tánum, ekkert vanmat. Segjum sem svo, við gátum verið óheppnari. Koma svo!
    YNWA

  8. Smá svekktur. Nánast eins laus við að vera sexý og hægt er. En þá er bara næst skref að toppa riðilinn.
    En auðvitað verður þetta veisla, sama hvaða lið við hefðum fengið.

  9. Það er rugl að bera saman Sevilla liðið núna og það sem vann okkur í úrslitaleiknum, allt annað lið nú en þá.. Lýst vel á þetta, eigum að enda á toppi riðilsins

  10. Þetta verður einfaldega verðugt verkefni. Við erum ekki það vitlausir að bóka sigri í riðlakeppni sem við höfum nú ekki verið áskrifendur að.
    Sevilla eru einfaldlega hörku lið með mikla reynslu í evrópukeppnum, það verður gríðarlega erfit að fara til Rússlands og Mariboi er það lítil skrifað lið að Liverpool á eftir að vera í tómum vandræðum með þá ef marka má árangur Liverpool gegn fyrirfram veikara liði.

    Djöfull er maður samt ánægður að sjá liðið sitt í þessari keppni og held ég að maður gæti bara vanist þessu 😉

  11. Djöfullinn að FH sé ekki þarna í stað Maribor. Annars bara voða fínt

  12. Ég myndi nú halda að Man Utd. hafi fengið léttasta riðilinn. Við erum svo með næst léttasta riðilinn á pappír. Annar sýnist mér flestir aðrir riðlar vera frekar erfiðir. Tottenham fær dauðariðil.

  13. Þetta gat held ég ekki verið verra fyrir okkur ætli það hefði ekki bara verið betra að lenda í dauðariðli þar sem við vinnum alltaf stóru liðinn jaa svona án gríns

  14. #13

    ekki gleyma árinu 2012. þegar manutd var með basel og benfica í riði enduðu þeir í 3 sætinu 🙂 !!

    annars er mér slétt sama hverjir eru þarna með lfc í riðli ég vildi aðeins sjá liverpool aftur í þessari deild og allir þeir anstæðingar sem munu spila gegn þeim er aukaatriðið.

  15. Snilldardráttur, nú er bara að redda sér miða á 16 liða úrslitin

  16. Við gátum ekki dregist í A, C og F riðla því þar voru fyrir ensk lið.
    B, D og H voru síðan frekar óárennilegir riðlar (þó mig hafi nú reyndar alveg langað í Juve og Barca :p ).
    Það skilur riðla E og G eftir sem físilegustu kostina og við fengum annan af þeim.
    Við getur ekki kvartað yfir erfiðum riðli en það þýðir ekki að áframhald sé sjálfsagt mál, það þarf að vinna þessa leiki og við eigum að njóta ferðalagsins og leikjanna 🙂

  17. Skítléttur riðill fyrir okkur sem við rúllum upp. Síðan gengur okkur alltaf vel á móti stóru liðunum þannig að ég sé okkur taka CL núna. 6 sinnum!!!!
    Við eigum góðan möguleika á að taka tvennuna þetta árið þegar mansararnir byrja að hiksta.
    YNWA

  18. #22 Svakalegt mark! Synd að sjá eftir svona gæðaleikmanni fara í smálið.

  19. Sæl og blessuð.

    Áttum að snappa Gylfa upp fyrir framan blánefjuð nefin á C-liðinu. Það eru svona gaurar sem breyta leikjum.

  20. Ekki vanmeta spartak. Keypti buninginn teirra sidustu jol utaf eg var a? fila leikmannahopinn i klessu.

  21. Ég er ekki búinn að gleyma þegar Basel kláraði okkur og Ludogorets stóðu í okkur. Skulum fagna þegar við förum áfram en ekki eftir dráttinn takk!

  22. Líst vel á þetta. Spilum í Moskvu áður en verður of kalt fyrir okkar hröðu menn. Og svo er alveg hægt að ímynda sér að góð úrslit heima gegn Sevilla og úti gegn Moskvu og Maribor. Það myndi setja LFC í mjög góða stöðu að fara inní seinni leikina, hafandi tvo heimaleiki þá.

    Nú er bara að vona að EPL verði skynsamir og leyfi breytingar og frestanir á deildarleikjum þannig að aldrei líði minna en 72 klst milli leikja.

  23. Sko, ef Liverpool kemst ekki upp úr þessum riðli, þá verður það skandall. Þetta er riðill sem þeir eiga einfaldlega að vinna.

  24. Þá er Benedikt Höwedes á leið til Juve. Frábær miðvörður sem hefði getað hjálpað okkur en vonandi eru okkar menn klárir með aðra lausn.

  25. Dásamlegt að vera aftur spenntur yfir CL drættinum.

    Meistaradeildar mengið inniheldur þessi 32 lið sem öll hafa unnið sér rétt til þess að vera í þessum potti (eða pottum). Allt tal um að eitthvað lið sé ekki nógu spennandi eða sexy er skrítið að mínu mati því líkt og Liverpool FC þá er árangur á bak við hvert lið sem skýrir veru þeirra á þessu sviði. Liverpool hefur auk þess enga heimtingu á að vinna eitt né neitt bara út á nafn eða árangur fyrri ára (eða áratuga).

    Persónulega er mér nokkuð sama hvort mótherjar koma frá Madrid eða Maribor í riðlakeppninni. Ég mun hlussa mér í sófann undir CL stefinu og njóta hverrar mínútu af meistaradeildarfótbolta með uppáhalds liðinu mínu. Eðli málsins samkvæmt munu mótherjar síðan verða öflugri eftir því sem liðið kemst lengra.

    Til hamingju öll með að fá að njóta meistaradeildarfótbolta aftur. Megi það endast sem lengst.

    Ps.
    https://www.youtube.com/watch?v=0Qqd6T_A9LY

  26. Maður hefur áhyggjur af Liverpool á komandi tímabili. Við höfum lið sem getur lent í sæti 1-4 eða gengið vel í meistaradeildinni. Við höfum ekki lið til að gera vel í báðum deildum.

    Ef það er einhver sem getur gert kraftaverk þá er það Jörgen Klopp. Þrátt fyrir áhyggjurnar þá er spenna fyrir næsta tímabili.

  27. Ég ætla rétt að vona að leikmennirnir vanmeti riðilinn ekki eins mikið og stuðningsmennirnir virðast gera. Ef það er eitthvað sem við Liverpool-menn eigum að hafa lært í gegnum tíðina, þá er það að það skiptir ekki máli hvað liðin heita sem við mætum í Evrópukeppnum, þau geta öll bitið frá sér og komið á óvart.

  28. Ég er ekkert að vanmeta riðilinn, hvar pantar maður Liverpool miða á úrslitaleikinn?

  29. Hvernig er það, núna komst Everton í evrópudeildina og eiga að spila leik þann 7 des,, verður Liverpool-Everton leikurinn sem á að vera þann 9 des ekki færður eða frestaður ??

  30. Er það endilega vanmat að búast við því að við komumst upp úr þessum riðli? Veit ekki hvaða öðrum riðli við ættum frekar að komast uppúr og mér finnst nú ekkert að því að trúa því að liðið sem maður haldi með eigi góðann séns. Það er skylda leikmanna og þjálfarateymisins að vanmeta ekki mótherjana og mæta til leiks til þess að vinna, stuðningmennirnir mæta bara til þess að njóta þess og hvetja liðið áfram. Síðan hvenær varð það neikvætt fyrir stuðningsmenn að leyfa sér að dreyma? Er þetta ekki annars stuðningsmannasíða besta klúbbs í heimi? Það þarf enginn að segja mér það að besti klúbbur í heimi vinni ekki þennan riðill! Það er allavega mín trú 🙂

  31. Óþarfi að rífast um vanmat eður ei… njótum þess bara að vera komin aftur í CL. Ég hef trú á mínu liði, skiptir engu hver andstæðingurinn er. Þetta er magnað… ég er bara orðlaus. Takk Klopp og co 🙂

  32. Er virkilega svo að félagið ætli inn í þennan vetur með þetta þunnskipaðan hóp.

Liverpool 4-2 Hoffenheim

Upphitun: Liverpool – Arsenal