Byrjunarlið gegn Hoffenheim

Þá er komið að seinni leiknum sem mun skera úr um hvort Liverpool spili í deild hinna bestu á þessu tímabili, eins og flestir vita unnum við fyrri leikinn 2-1 á útivelli en Klopp hefur ákveðið að starta á sama liði og í þeim leik. Það kemur mér aðeins á óvart þar sem ég bjóst við að Andy Robertson hefði spilað sig inn í liðið um helgina en svo var ekki og lítur liðið svona út.

Mignolet

Trent – Matip – Lovren – Moreno

Wijnaldum – Henderson – Can

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Robertson, Klavan, Gomez, Milner, Sturridge, Solanke.

Það er því ljóst að með jafntefli eða sigri er liðið komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem við teljum að liðið eigi heima og búumst við því ekki bara við góðum sigri í dag gegn annars sterku liði Hoffenheim.

76 Comments

 1. Eigum við ekki að segja að við töpum sannfærandi 0-1 og munum fagna ógurlega í leikslok!

 2. Af hverju er moreno í liðinu robertson mun betri maður er alltaf hrætur þegar moreno er með boltan og þegar það er sótt á hann

 3. Andrew Robertson spilaði mjög vel á móti Palace,úr liðinu með hann.
  Setjum svo bara staðsetningablindann vinstri tengilið inn í staðinn. Vel gert.

 4. Jæja… Þá er það nokkuð ljóst.
  Hef verið að spá í hver tekur við af Lucas sem uppáhalds nöldurnafn sumra.

  Moreno is the new black!

  Annars segi ég bara YNWA og hef fulla trú á þessu liði!

 5. OMG þessi vörn. Það er augljóst að við munum þurfum mörk í kvöld. Nema við höldum áfram að vera svona heppnir.

 6. Ef við nýtum ekki færin okkar , þessi dauðafæri. Þá erum við ekki að fara áfram…. :/

  En sterk byrjun YNWA

 7. Yeeeeessssss!!!1

  Glæsilegt Mané + Can (með smá heppni 🙂 Mest Mané. Geggjaði Sadio Mané!!!

 8. Manééé Firminooo Caaaan!!!

  Djöfull er ég að elska þessa spilamennsku!!!

  Djöfull er Mané góður!!!!

 9. Þvílík unun að sjá liðið spila þegar hitt liðið þarf að sækja

 10. TAA og AM að klikka mikið í þessum leik. Megum þakka fyrir að hafa ekki fengið á okkur mörk.

 11. Varnarleikurinn lagast lítið. Og þá meina ég varnarleikurinn sem heild, ekki bara varnarmenn. Skrifast auðvitað á Klopp.

  Munum vonandi setja fleiri mörk.

 12. Góð byrjun. Gæti samt vel verið 3-3, ótrúlegt hvað þessi vörn lekur.

 13. Þetta er fáranlegur leikur og alltof opinn.

  Við fáum fullt af færum en í þessari stöðu þá erum við alltof graðir fram og erum að galopna vörnina okkar.
  TAA á í tómum vandræðum og þeir hafa verið að komast bakvið hann eða framhjá honum aftur og aftur.
  Lovren með ömurlega sendingu í markinu sem þeir skoruðu og má skrifa markið á hann en þeir skoruðu samt úr færi sem maður vill að Mignolet nær að verja og þetta var ekki nálagt því þeira besta færi í leiknum.
  Miðjan okkar er að taka þátt í pressuni mikið eins og hún á væntanlega að gera en þeir eru að finna eins og í fyrrileiknum pláss fyrir framan vörnina og aftan miðjumennina og ná því að keyra alltof of oft á okkur með jafnmarga og stundum í yfirtölu.

  Það vantar einhvern hundleiðinlegan varnar miðjumann hjá okkur sem passar varnarlínuna.

  Þessi leikur er langt í frá búinn. Það eru 45 mín eftir og þótt að við séum líklegir til að bæta við marki eða mörkum þá held ég að það myndi fara með mann ef þeir næðu að skora tvö mark fljótlega í síðari og öll heimsins pressa á okkar varnarlínu sem þolir litíð áreiti.

  = verum þéttir, minkum aðeins sóknargredduna því að við fáum alveg tækifæri þegar þeir koma sér framar en fáum kannski færri færi á okkur ef við hjálpu t.d Trent varnarlega.

 14. Ég ætla jinxa þetta hjá ykkur! þetta er búið ! það er ekki fræðilegt að þetta lið sem opnara en lfc sé að fara setja 3 mörk gegn lfc ánn þess að lfc skori ekki í seinni! bara gleymið þeirri hugmynd

 15. Ef menn eru neikvæðir núna í stöðunni 5-2 samanlagt fyrir okkur að þá mæli ég nú bara með að menn finni sér annað hobbí því þá eru menn bara einfaldlega ekki að fara að njóta neins í boltanum 🙂

 16. Ef allir fótboltaleikir væru svona skemmtilegir…omg…þetta er bara æðislegt….

 17. Já svona til að bæta aðeins við. Ég held að þetta sé alveg vel mögulega besti hálfleikur sem ég hef séð sóknarlega. Það væri ekkert ósanngjarnt að við værum með 5-6 mörk eftir þennan hálfleik.

 18. Gæðamunur á þessum liðum og markvörðurinn þeirra að koma í veg fyrir stærra tap.

 19. 44 komment er skammarlega lítið og lækin í algeru lágmarki. Menn ættu að skammast sín, ef við værum að tapa væru kommentin að nálgast 100 og lækin 3x.

 20. Algjörlega frábært kvöld hjá okkur!

  Nú vil ég að okkar menn faxi tilboð í VVD í fyrramálið!

 21. Jæja þá er riðlakeppni meistaradeildarinnar tryggð geðveikur vetur frammundan!!!!

 22. #50 Sennilega nokkuð til í því en hef samt smá grun um að ekki sé verið að tala um sömu áhangendur…og ekki frá því að sumir vakin jafnvel núna…?

 23. var ekki einhver sem tippaði á 5-3 sigur, það er enn möguleiki 🙂

 24. góður sóknarleikur, en vörnin alltaf vandamál. Riðlakeppni samt tryggð, en við eigum ekki alltaf eftir að skora 3 til 4 mörk í leik !

 25. Ætli við verðum ekki í 3 frekar en 4ja styrkleikaflokki á morgunn þegar dregið verður ?

  Flest lið myndu nú ekki vilja fá okkur í sinni riðill , sem 3 eða 4 lið.

 26. Til hamingju ósýnilegu vinir mínir á kop.is. Haustinu bjargað hið minnsta. Nú er gaman og við gleðjumst, er það ekki?

 27. Liverpool verður í poti 3 þegar dregið verður á föstudaginn.

  Það er ekkert lið í poti 1 og 2 sem vilja lenda á móti Liverpool og okkar hápressu. Þýskaúrvaldsdeildarliðuið Hoffenheim sprak gegn okkur tvo leiki í röð þar sem þeir voru gjörsamlega búnir á því gegn okkur undir lok leikjana.

  Við fengum sterkt lið á móti okkur en við sýndum öllum sem vilja sjá að við eigum heima í meistaradeildinni.

 28. Frábært…veit samt ekki hvort næsti leikur fer 5-3 eða 3-5….þetta er bara stuð….

 29. Frábær úrslit. Vinnum þetta allt saman svo lengi sem við skorum fleiri mörk en hinir. Varnarleikur er gróflega ofmetið fyrirbæri;-)

  YNWA

 30. Champions League Group Stage Draw
  Pot 1: Real Madrid, Bayern Munich, Chelsea, Juventus, Benfica, Monaco, Spartak Moscow, Shakhtar Donetsk
  Pot 2: Barcelona, Atletico Madrid, Paris Saint-Germain, Borussia Dortmund, Sevilla, Man City, Porto, Man United
  Pot 3: Napoli, Tottenham, Basel, Olympiakos, Anderlecht, Liverpool, Roma, Besiktas
  Pot 4: Celtic, CSKA Moscow, APOEL, Feyenoord, Sporting CP, Maribor, Qarabag, RB Leipzig

  Liverpool getur ekki lent á móti ensku liðunum.

 31. Sælir félagar

  Liðið okkar sýndi í þessu einvigi við eitt sterkasta lið Þýskalands að það á heima í meistaradeildinni, deild hinna bestu. Til hamingju með það félagar af öllum kynjum fjær og nær.

  Það er nú þannig

  YNWA

 32. Það er ansi stutt á milli hláturs og gráturs í fótboltanum. Ef Gnabry skorar úr dauðafærinu þá eru Hoffenheim komnir í 0-1 enn í staðinn skorar Can 1-0 nokkrum mínútum síðar. Við erum ennþá að gera of mikið af misttökum í varnarvinnunni. Enn við erum komnir í CL 🙂

 33. Sæl og blessuð.

  Þetta var glæsilegt í alla staði og nú erum við komin á þann stað sem allir líta til. Spái því að tíðinda sé að vænta á næstu dögum í leikmannamálum. Það væri nú ekki amalegt að fá varnarmenn sem mynda þrítugan hamravegg sem alla jafna er ómögulegt að klífa.

  Bakvarðablúsinn virðist vera á enda, þessir líka spólgröðu gladíatorar mættir á svæðið með þindarlaus hlaup og regnbogasendingar á færibandi. Mane er stórbrotinn leikmaður og Salah er allur að koma til. Ef varnarmiðjan og vörnin verða ærleg þá er þetta lið að fara að skrifa söguna upp á nýtt.

 34. Frábært kvöld að baki og meistaradeildar vetur framundan. Glæsileg frammistaða hjá liðinu sem stóðst pressuna. Trúið mér pressan um að komast í meistaradeildina hefur alveg örugglega verið mikil. Ég nenni bara alls ekki eftir svona leiki að hlusta á eitthvað ef þetta eða hitt. Stöndum saman stoltir stuðningmenn Liverpool og fögnum því að þessum áfanga er náð.
  YNWA

 35. Hrikaleg sóknargeta í þessu liði, einkum baneitraðar gagnsóknir í gegnum hápressuna. Ekki minnkaði hún með komu Salah. Það vantar ekki mikið upp á að úr verði algjört toppklassalið hjá Klopp. Nú er hann búinn að skila liðinu í meistaradeildina og á klárlega eftir að sýna meira.

  In Klopp we trust!

 36. Ég vona að við lendum á móti barca og rb leipzig í riðlakeppninni, svo bara real madrid 🙂

  Real Madrid
  barca
  LIVERPOOL FC
  rb Leipzig

  Flengjum barca út í riðlakeppninni !

  Eða þá

  Spartak M
  B Dortmund
  LIVERPOOL FC
  Celtic

 37. Höddi B. Lið frá sama landi geta ekki mæst fyrr en í 8-liða úrslitum

Langþráð Meistaradeildarkvöld á Anfield!

Liverpool 4-2 Hoffenheim