Podcast – Risastór vika

Áhætta Klopp borgaði sig gegn Palace.
Er Coutinho sögunni lokið?
Hver er besti leikmaður Liverpool í dag?
Stærsti leikur Liverpool síðan í Basel framundan.
Þetta og fleira í podcast þætti vikunnar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Kristján Atli.

MP3: Þáttur 160

19 Comments

 1. Glen Johnson á afmæli á miðvikudaginn svo ég hef litlar áhyggjur. Solid 3-1 sigur. Firmino með tvö og Can með eitt.
  Ég held að Coutinho komi ekki að hópnum fyrr en eftir City leikinn. Verður á bekk gegn Burnley.

 2. Gæti það verið að Van Dijk sé að bíða eftir úrslitum úr Hoffenheim leiknum? ef Liverpool kemst áfram þá kemur hann ef við dettum út þá fer hann í Man. City eða Chelsea, bara smá tilfinning sem ég hef fyrir stöðunni hjá honum.
  ….Annars flott podcast hjá ykkur strákar.

 3. Snillingar.

  Ein bón samt!!! Væri hægt að senda inn link á SJÓNVARPSÚTGÁFUNA sem þið gerður hérna um árið!!!

  Hhahahaah… held að það væri svo gott stöff. Spurning um að endurtaka leikinn við tækifæri.

  Koma svo!!!

 4. Sælir og takk fyrir enn eitt snilldar podcast.
  #2 Ég er búinn að hugsa/segja þetta síðan Van Dijk klúðrir stóð sem hæst.
  En það getur líka verið að klúbburinn sé að bíða eftir þessum úrslitum líka. Engin meistaradeild, engin eyðsla.

 5. Leikurinn á Anfield fer 1-1. Firmino skorar í fyrri hálfleik. Hoffenheim skora ekki 3 á Anfield. Dautt. Eina

 6. Væri stórslys ef Liverpool fer ekki áfram. Ein aukapæling, ég held að Southampton sé enn að bíta í súra eplið að hafa selt Mané til okkar “ódýrt” Hann væri örugglega 70-80 milljóna maður miðað við hvernig sumarið er búið að vera. Þess vegna vilja þeir örugglega eitthvað svipað fyrir Van Dijk og Liverpool skal bara gera svo vel og borga þá upphæð.

 7. Gott podcast.

  Klára þetta skylduverkefni á morgun, komast í riðlakeppnina og svo mega menn spýta í lófana og koma með 2-3 nýja leikmenn inn takk.

 8. Fréttir frá Liverpool segja að Coutinho er tilbúinn að setjast niður með foráðamönum Liverpool og bæta andrúmsloftið og halda áfram að spila fyrir liðið.

 9. Southhampton er að kaupa varnarmann frá lazio svo vvd gæti farið að mjakast, svo kemur þarna kovacevic frá r.madrid. svo fer kúturinn ekki neitt svo þetta gæti farið að lýta vel út.
  Annars eru langir dagar núna, ekkert að gerast

 10. Ég verð á vellinum og er búin að panta raddbanda-ígræðslu í næstu viku.

 11. Þegar það er orðið Coutinho ljóst að hann sé ekki að fá sölu í þessum glugga þá er ekkert annað í stöðunni hjá honum en að setja pr vélina í gang og reyna að halda andlitinu gagnvart áhangendum liðsins. HM ár framundan og menn vinna sér ekki sæti í brasilíska landsliðinu sitjandi í fýlu einhversstaðar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni gefa allt í þetta season og um leið og hann sýnir það inni á vellinum þá verður honum fyrirgefið. Arsenal leikurinn er t.d. fullkominn vettvangur fyrir hann að ná sáttum við áhangendur.

  Mér finnst undarlega lítið um fréttir sem eitthvað er að marka varðandi þreifingar hjá LFC í aðra leikmenn en VVD og NK. Vonandi bendir það til þess að það sé meiri von en en látið er í veðri vaka um að fá þessa leikmenn. Vonandi bendir það ekki til þess að menn séu ekki með aðra kosti í þessar stöður.

  Ég er sammála Klopp að þessi hópur sem hann er með núna er alveg fínn og getur alveg spilað fótbolta. Ég er hinsvegar ósammála um að það sé nægileg breidd til staðar til að takast á við CL season af alvöru metnaði með tilheyrandi meiðslum sem tölfræðin einfaldlega sýnir að muni koma.

 12. Þetta verður einhver leikurinn á morgun. Ég og félagi minn ætlum að skella okkur og fagna gríðarlega þegar liðið er komið í riðlakeppnina 🙂
  Kristján fær líklega senda smá ferðasögu eftir þessa ferð á Anfield og vonandi nær maður að koma frá sér spennunni á vellinum sem er á evrópukvöldi.

 13. Hjartanlega sammála ykkur með Barcelona. Þvílíkt óbragð sem maður hefur af þessu liði núna. Og þeir eru ekki hættir… lögsækja Neymar fyrir að gera nákvæmlega það sem þeir vilja að Coutinho geri. Það er ekki í lagi með þetta hyski.

 14. Van Dijk fer ekkert samkvæmt fréttum í kvöld og 138 m punda tilboð að berast frá Barcelona í kùt.

 15. Ég er örlítið smeikur að þetta tilboð eins og það hljómar þarna verði samþykkt í couto þá ég vona að FSG standi í lappirnar.

  en varðandi dijk þá vona ég að kaup saints í gær færi hann nær lfc þó fréttir gefi lítið upp með það.

Liverpool 1-0 Crystal Palace

Langþráð Meistaradeildarkvöld á Anfield!