Liverpool 1-0 Crystal Palace

Markið: Sadio Mané  73’mín 1-0  

Jæja erfitt var það en hafðist. Okkar menn komu ákveðnir til leiks og þá sérstaklega Robertson í sínum fyrsta leik. Sóknarlega vorum við daprir í fyrri hálfleik og miðjan virkaði frekar hugmyndasnauð á meðan vörnin spilaði óaðfinnanlega. Það svosem gerðist fátt í fyrri hálfleik fyrir utan tveggja frábærra sendinga fyrir frá Robertson sem Matip og Mané  hefðu mátt nýta.  Firmino átti svo ágætt skot sem Hennesey varði. Mignolet varði svo ágætlega í skyndisókn Palace manna.

Síðari hálfleikurinn var svo líflegri og nokkur færi litu dagsins ljós en þetta virkaði allt hálferfitt. Crystal Palace fengu dauðafæri eftir að Loftus Cheek fór illa með Klavan en sem betur fer skóflaði Benteke honum yfir. Á 61 mínútu kom svo Salah inn fyrir Sturridge og lífgaði uppá leikinn. Henderson færði sig framar á meðan Milner tók stöðu hans sem djúpur miðjumaður og þá varð þetta ögn líflegra, en þó vantaði töluvert uppá sköpunargleðina. Það var svo á 75. mínútu sem markið kom. Boltinn hrökk til Mané af varnarmanni Palace sem átti ekki í vandræðum með að skora. Þetta mark skildi liðin að og færðu okkur gríðarlega mikilvæg þrjú stig á heimavelli.

Bestu menn Liverpool

Ég ætla að gefa Robertson titilinn maður þessa leiks. Hann kom með kraft og hraða inní sinn fyrsta leik og átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Í fyrri hálfleik heppnuðust 85% sendinga hans, hann átti sjö krossa og  af þeim sköpuðust þrjú hættuleg færi. Eins átti hann afbragðs síðari hálfleik og átti eitt hörkuskot sem Hennessey varði vel. Aðrir tveir sem er rétt að nefna eru Matip og Mané sem skoraði markið. Mané hefur oft átt betri dag en er þessi x-faktor sem stígur upp þegar á reynir.

Slæmi dagurinn

Mér fannst svosem engin eiga beint slæman dag. Það vantar töluvert uppá að Henderson og Wijnaldum finni sig. Maður veit ekki hvort Henderson sé að kljást við þessi eilífu meiðsli sín en hann er langt frá sínu besta. Milner tók smá Lucas á þetta og gaf hættulegar aukaspyrnur í fyrri hálfleik en hann var að öðru leyti mjög stöðugur á miðjunni. Við söknum svo klárlega Coutinho til að skapa og opna á miðjunni og eins alvöru djúpan miðjumann til að verja vörnina í hina áttina. Klavan lét Loftus Cheek fara illa  með sig í þeirra besta færi en að öðru leyti komst hann vel frá leiknum. Klavan er ágætur uppá breiddina en við getum ekki stólað á hann í vetur og við verðum að kaupa miðvörð og það sem fyrst.

Umræðan eftir leik.

Þetta voru gríðarlega mikilvæg þrjú stig og gott að geta nýtt hópinn því framundan er hörkuleikur gegn Hoffenheim á Anfield og gott að geta hvílt menn örlítið.  Eins eru næstu tveir deildarleikir heima gegn Arsenal og svo úti gegn Manchester City og því mikilvægt að fara ekki í þá leiki með eitt stig í farteskinu.

 

 

 

50 Comments

 1. Mjög ánægður með leikinn. Sigur, hreint lak, og bæði Robertson og Solanke áttu góðar innkomur, sérstaklega sá fyrrnefndi. Á post-match þræðinum á reddit er talað um að hann hafi verið að gelta skipanir til bæði Milner og Firmino um það hvern ætti að dekka, og það er mjög jákvætt að vera kominn með einhvern sem er til í að stýra mönnum í kringum sig. Hann leit sannarlega ekki út fyrir að vera að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið. Almennt fannst mér langflestir vera að standa sig vel, fólk var að jesúsa sig fyrir leik þegar það sá Klavan í liðinu en hann var bara solid. Einna helst að miðjan sé ennþá hálf dauf, en við vitum af hverju það er.

  Þá er það bara Hoffenheim. Hver á afmæli næsta þriðjudag?

 2. Við fyrstu sýn, þá finnst mér Robertson betri heldur en Moreno. Hann virðist sterkari varnarlega og vera skynsamur sóknarlega. Mjög sollid framistaða hjá honum.

 3. Góð 3 stig í dag, nauðsynlegt að bæla niður Crystal Palace grýluna á Anfield.

  Vörnin var fín fyrir utan þegar Benteke klúðraði, þá hefði Klavan heldur betur fengið að heyra það. Robertson kemur og eignar sér bakvarðarstöðuna, Moreno fær vonandi einhverjar mínútur með varaliðinu í vetur. Gomez kom mér á óvart, hann splæsti í frammistöðu sem fær Klopp virkilega til að hugsa sig um hvern hann setur í hægri bakvarðarstöðuna á þriðjudaginn.

  Enn og aftur sýnir Mané styrk sinn og klárar leikinn. Salah með fína innkomu, ef ekki væri fyrir flotta frammistöðu Hennessey þá hefði hann skoraði gullfallegt mark í lokin. Annars virðist sem Hendo sé enn að koma sér í gang, átti nokkrar hroðalegar sendingar sem gáfu Crystal Palace mönnum möguleika á skyndisóknum, en vörnin var vel vakandi.

  Nú er að klára einvígið gegn Hoffenheim og þá er ég mjög ánægður með byrjun tímabilsins!

 4. Þrjú stig.

  Hreint lak.

  Mané er okkar besti leikmaður (á pari við eða jafnvel betri en Coutinho).

  Salah með mjög flotta innkomu.

  Solanke heldur áfram að vera spennandi. Virðist alltaf koma sér í færi.

  Robertson með margar góðar rispur og nokkrar góðar fyrirgjafir.

  Og mikið óskaplega er Bobby Firmino æðislegur fótboltamaður. Frábær.

  Ég er sáttur.

  Áfram Liverpool og góða helgi!

 5. 1-0 sigur og 3 stig svo að maður brosir.
  Robertson með flottan fyrsta leik og þetta er lið sem við töpuðum fyrir á Anfield á síðustu leiktíð.
  Það reyndi ekki mikið á vörnina okkar í þessum leik í 90 mín en við vorum stálheppnir að Benteke klúðraði dauðafæri eftir að Klavan leit skelfilega út.
  Heilt yfir vorum við auðvita miklu betri og fengum fleiri færi til að skora en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.
  Nú er bara að komast í meistaradeildina og þá er þetta bara ágæt byrjun(vorum c.a 60 sek frá fulkomni byrjun ef rangstöðu markið hefði ekki verið dæmt gilt gegn Watford).

  Mignolet – 7 hafði lítið að gera en það sem hann gerði , gerði hann vel.
  Robertson 8 – frábær fyrsti leikur. Hann verður ekki dæmdur af varnarleik en lítið að gera en sóknarlega virkilega flottur.
  Matip 8 – einn af okkar betri mönnum í dag. Vann boltan trekk í trekk og átti meiri segja sóknartilþrif þar sem hann átti að skora og fiskaði aukaspyrnu rétt fyrir utan.
  Klavan 6 – var nálagt því að vera skúrkur dagsins og leit tvisvar sinnum mjög illa út.
  Gomez 6 – Tapaði boltanum þrisvar sinnum mjög klaufalega á hættulegum stað og var í vandræðum með sendingar. Átti samt sold leik.
  Henderson 6- Dugnaður og barátta
  Winjaldum 6 – Dugnaður og barátta
  Millner 6 – Dugnaður og barátta. s.s þessir þrír eru ekki að skapa mikið sóknarlega en þeira vinnuframlag var gott en við söknuðum klárlega skapandi miðjumans.
  Mane 8 – flott mark og var ógnandi
  Sturridge 6 – gaman að sjá hann aftur og maður sér inn á milli hversu magnaður hann er þótt að hann skoraði ekki í dag.
  Firminho 7 – stopaði ekki í þessum leik. Var að djöflast og reyna að skapa eitthvað. Átti nokkur hörkuskot.

  Salah 7 – kom með kraft og ákefð.

 6. Lumar einhver á link til að horfa á upptöku af leiknum? (full match)

 7. Jordan henderson var algjörlega frábær í dag…. það var vitað mál að þetta yrði mikil stöðubarátta á miðjunni sem djúpur miðjumaður þá átti hann stórleik og það væri gaman að sjá tölfræði hversu margar tæklingar hann átti… Róbertsson kom mér skemmtilega á óvart og átti rosa flottan leik frá a til ö ….

  3 verðskuldaðir punktar á móti skrappy liði sem spila skrappy leik

 8. Fannst framlina þreitt, Hendo að koma til, en merkilegast fannst mér með hann Róbertsson, ég átti ekki von á að hann væri bæting en hann sannaði mig rangt, hægt og rólega yfir leikinn heillaði hann mig og það kom mér á óvart.

  annars voru bestu fréttirnar að tilboði Barca var svarað með “EKKI hafa sambsnd” skilaboðum. FSG eru komnir upp í áliti.

 9. Það koma alltaf highlights og upptökur af leikjum inn á fullmatchesandshows.com

 10. Alls ekki nógu gott. Jafntefli við Watford og á tæpasta vaði með CP. Það er skylda Liverpool að rúlla yfir þessi lið á meðan það gerist ekki ber að stilla fagnaðarlátum í hóf.

 11. Auðvitað fögnum við sigri! Engin ástæða til að eyða óþarfa mörkum á þessa mótherja, hvað skyldu núverandi meistarar hafa unnið marga leiki 1-0 í fyrra?
  Tek undir með þeim sem lofa Róbertsson, hann stóð sig með prýði, þarna virðist vera okkar besti vinstri bakvörður (jinx er ekki í minni orðabók).
  Jói var svo alveg ágætur í hægri bakverðinum, reikna með að Jörundur hafi ákveðið að hvíla Alexander fyrir meistaradeildarleikinn. Annars reyndi vissulega lítið á vörnina í dag, en við gleðjumst yfir þremur stigum.

 12. Missti af leiknum og hann er ekki kominn inn á fullmatchesandshows, bara highlights. Sýnist þeir ekki setja inn alla leiki eins og áður…

  Er einhver með link á allan leikinn núna?
  Sé hann svo sem á lfc tv, en ekki fyrr en eftir miðnætti…

 13. Þetta fór 1-0 eins og ég spáði og í nákvæmlega eins leik og ég ímyndaði mér. Var reyndar með Wijnaldum sem markaskorara. En þetta er bara nákvæmlega sama Liverpool lið og á síðasta tímabili. Þetta lið er ekki að fara að vinna neitt.

  Frábært að fá 3 stig í dag. Ánægður að liðið hélt hreinu og ánægður að Mane sé heill.

 14. Sigur er það sem skiptir öllu. Algjörlega ósammála nr 11 um skylduna að rúlla yfir einhver lið. Svoleiðis tal er algjört kjaftæði og á bara alls ekki rétt á sér í þessarri deild. Liðið er allt að koma til, nokkuð um meiðsli lykilmanna en sigur og jafntefli í deild og góðir möguleikar að komast áfram í Evrópukeppninni. Gleymum því ekki að undanfarin ár hefur okkar liði gengið herfilega að eiga við hin svokölluðu slappari lið í deildinni. Nýju mennirnir og guttarnir líta vel út en vissulega vildi maður hafa þá Lallana og Couthino með.

 15. þetta eru flott þrjú stig.
  liðið að klara undirbúnings timabilið

  komið með 2 útileiki í röð gegn likamlegu og baráttuglöðu watford liði og svo flug til þýskalands og til baka í erfitt verkefni eru þetta ekki 3 leikir frá laugd til laugd?

  rétt fyrir þetta prógram meiðist lallana og couto segist vera það lika eftir að hafa tjáð mönnum að hugur hans væri annar staðar toknaður á heila semsagt.

  2 sigrar og 1 jafntefli út úr þessu er bara eftir á bara ásættanlegt.

  þótt þetta virtist ekki samfærandi sigur í dag þá getur hann samt vel verið það i huga hans sem er að reyna setja þetta prógram saman fyrir félagið enda gat maður ekki annað séð en hann væri gríðarlega ánægður með hvernig þetta tókst í dag enda væntanlega ekki ætlað að setja upp flugeldarsýningu vitandi af leiknum í miðri viku sem skiptir skopum fyrir klúbbinn!.

  segi bara vel gert!

 16. Takk fyrir þrjú stig og hreint lak,
  ekkert reyndi á Simon, stuttar hornspyrnur en hann kom vel út. Robertson kom vel út og gleymum því ekki að verulegar breytingar voru gerðar á vörninni þannig að þetta var ekki létt verk. Vitlaus Ragnar eða Klavan er seigur og slapp fyrir horn en hann hefur staðið sig vel þegar liðið hefur þurft á honum að halda ef leikirnir eru ekki of margir í röð. Miðjan tja ekkimeira um það. Sóknin, að sjá Stu það lyfti deginum í aðrar hæðir ég verð að viðurkenna það en þá virtist Friminho frekar detta frá en ég hef séð hann á velli og vinnslan sem maður sér þá er mögnuð já ég gæti endurtekið það, en Mane og Salah eru með mikinn hraða sem á eftir að skila okkur mörgum mörkum í veturog Solanke er efnilegur og lofar góðu þannig að ýmislegt er til bóta. Takk.

 17. Hef svona aðeins verið að pæla með Milner og hvort hann eigi erindi hjá topp klúbbi. Duglegur vissulega en skapar lítið, eins fannst mér hann oft í dag koma samherjum í vandræði með erfiðum sendingum.

 18. Robertson, Gomez, Klavan og fleiri sýndu í dag að liðið lumar á meiri breidd en maður hafði óttast að væri tilfellið. Sjá t.d. bakvarðastöðurnar. Maður hugsaði beisiklí: “Úff, Clyne og Milner, svo bara Moreno og ungi Skotinn…”

  En nú höfum við séð TAA, Robertson, Moreno og Gomez leysa þessar stöður prýðilega í upphafi tímabils sem gerir t.d. kleift að líta fyrst og fremst á Milner sem cover eða skiptimann á miðjuna. Bara þetta breytir ótrúlega miklu m.t.t. meiðsla Lallana og vesensins með Coutinho!

  Í ljósi þessa væri ég alveg til í að sjá drjúgan pening fara í einungis tvo leikmenn, þá toppklassa miðvörð og einn öflugan á miðjuna. Treystum hópnum að öðru leyti.

 19. af hverju í andsk kaupir LFC ekki bara góðu leikmennina í minni liðunum til að styrkja hóp.. td Mahrez eða einhvern úr Leicester .. Drinkwater .. Vardy – Defoe – Antonio eða Fonte frá West Ham .. Meiri sauðirnir þarna í FSG !

 20. allt frábært í dag fyrir utan fyrirliðan okkar í dag sem var fínn varnalega enn með boltann þá gerði hann ekki einn hlut rétt. Henderson er ekki enþá mættur í mótið. Ekki miskilja mig ég elska þennan mann en hann þarf gjöra svo vel að fara girða sig. Ef hann vaknar ekki þá vil ég fá Arnold inn á miðjuna fyrir Hendo

 21. Góð úrslit, flott leikskýrsla og mörg mjög góð comment hér.

  Kjarninn í þessu er eftirfarandi:
  Vörnin stóð sig vel
  Robertson maður leiksins og verður örugglega í byrjunarliðinu nk. miðvikudagskvöld
  Miðjumennirnir okkar áttu erfiðan dag. Okkur vantar sárlega skapandi miðjumann um þessar mundir.
  Mane er í dag okkar langmikilvægasti leikmaður.

  Hvað eru menn annars að reykja þarna í Katalóníu?
  Samkvæmt nýjustu fréttum settu þeir Liverpool afarkosti eftir að LFC hafnaði 3. tilboðinu í Kút. Með öðrum orðum, þeir ætla að draga síðasta tilboð sitt til baka ef Liverpool skiptir ekki um skoðun fyrir lok morgundags!?

  Þeir eru aumkunarverðir og blaðamenn í Liverpool-borg eru að gera grín að þeim.

 22. 3 stig í hús. Mér væri sama hvort þeir hefðu skorað sjáfsmark á síðustu mínútu, 3 stig er það eina sem skiptir máli á þessum tímapunkti.

  Nú klárum við Hoff á mið og svo fer að styttast í þessu hjá okkur

 23. 25# Akkúrat!

  Karmað er byrjað að bíta í barca. Suarez meiddist, sem gerist nánast aldrei. Þessi klúbbur er á niðurleið og megi fallið þeirra verða hart!

 24. Er ekki 1-0 alltaf sætustu sigrarnir?

  Áhugavert en jafnframt dapurlegt að fylgjast með hinu heiðurskrýnda Barca. Í raun er mér hlýtt til Barcelona enda bjó hluti fjölskyldunnar í borginni um árabil og fyrrverandi svili minn og vinur er Katalóni. Barca er miklu meira en fótboltalið heldur líka tákn um sjálfstæðisbaráttu Katalóníu og er mikilvægur hluti af þjóðerniskennd Katalóna. Rétt eins og Athletic Bilbao hjá nágrannaþjóðinni í Baskalandi.

  Nú er hún Snorrabúð stekkur því að rekstur FC Barcelona hefur verið afleitur síðustu ár. Eitt sinn var unglingaakademían stolt félagsins. Snillingar eins og Puyol, Xavi, Iniesta, Piquet og Jordi Alba koma úr La Masia og þá má ekki gleyma besta leikmanni allrar tíma (hugsanlega), Lionel Messi.

  Það er þó ekki svo að engir góðir leikmenn komi úr La Masia en þeir fá ekki tækfæri og fara því annað. Hugsanlega var stærsti missir Barca við brotthvarf Pep Guardiola ekki sjálfur þjálfarinn heldur stefnubreytingin eftir að Pep hætti. Luis Enrique fylgdi ekki stefnu forvera sín og vildi fyrst og fremst notast við “tilbúna” leikmenn. Þetta gengur þvert á það sem Katalónar vilja að félagið þeirra standi fyrir og er hugsanlega sá undirstraumur sem hefur sett Barca í núverandi stöðu örvæntingar og stöðunar.

  Engin hjá Barca bjóst við því í upphafi sumars að Neymar hyrfi á braut. Og það til PSG sem er vitanlega hvað sögu og stærð langt frá Barcelona auk þess að spila í 5-6 sterkustu deild Evrópu. Barcelona hefur síðan þá gengið sannkallaða píslargöngu og ekki er annað að sjá í dag en niðurlæging félagsins í lok þessa glugga verði algjör.

  Leikirnir við Real Madrid sýna svo ekki verður um villst að Barca er í tómum vandræðum innan vallar. Gamlir, hægir og ráðalausir á móti vel skipulögðu, ungu og þróttmiklu liði Real. Barca. Ekkert á bekknum og ekkert í akademíunni sem skiptir máli. Svo virðist að ekki sé annað til ráða en að reyna að kaupa sér velgengni og enn virðist sómi þessa fræga og stolta félags vera fótum troðinn með ófagmannlegum vinnubrögðum meira í ætt við ítölsku mafíuna en eins sigursælasta og vinsælasta félagsliðs allra tíma.

  Barca virðist ekki hafa önnur ráð en að fokka í hausnum á leikmönnum sem þeir hafa í augastað á í þeirri von að hægt sé að kúga eigendur þeirra til að selja. Dembele hjá Dortmund er svo ruglaður þessa dagana að hann er horfinn. Couthino er í einhverskonar verkfalli.

  Ef Uli Hoeness, forseti Bayern, segir að vinnubrögð Barca séu skammarleg ættu menn að leggja við hlustir.

  Barca á ekkert annað skilið en að súpa seyðið að eigin vanrækslu. Sem gamall aðdáandi félagsins átti ég ekki von á að segj að ég vona innilega að þeim verði ekki kápan úr klæðinu. Ég vona af öllu hjarta að hvorki Couthino eða Dembele spili fyrir Barca þetta tímabilið. Svona óheiðarleika á að stöðva með góðu eða illu.

 25. Við þetta vel orðaða innlegg, sem ég er hverju orði sammála eftir að hafa horft á síðasta leik Barcelona, þá vill ég bæta við að öll lið eru skammarleg að mati Uli Hoeness.

 26. Peningarnir í þessu eru allt í einu að byrja að hafa skemmtileg áhrif á boltann. Stóru liðin getra ekki jafn auðveldlega tekið bestu leikmenn minni liða. Eins og Liverpool hefur fengið að kynnast með aðal skotmörk Klopp.

  Þegar svo minni lið einsog til dæmis Everton selja þá selja þau dýrt og geta þá keypt helling í staðin og byggt upp sterkt lið með breidd.

  Gæti ímyndað mér að það verði mikilvægara að halda einhverskonar virðinu innan þessa samfélags í framtíðinni. Ólíkt því sem Barcelona er að gera. Ég er sammála Guderian hér að ofan, ég vona hvorki Couthino né Dembele spili fyrir Barca þetta tímabilið.

  Nú fara samningar leikmanna að skipa meira máli en áður.

  Ég var búinn afskrifa Coutinho en ég er allt í einu farinn að vonast til að sjá hann jafna sig af bakmeiðslum og vera á bekk í næsta leik. Koma inná sem varamaður og fá frábærar mótökur.

 27. Er að horfa á Tottenham-Chelsea. Þvílík spilamennska. Þvílíkur kraftur í báðum liðum.

  Miðað við leikinn gegn Crystal Palace í gær er Liverpool þremur klössum neðar, því miður. Eitthvað þarf að breytast til að titlar skili sér í hús …

 28. Þetta er samt derby slagur og því alls ekkert óeðlilegt að það sé hasar í þessum leik.
  Alls ekki sammála að Liverpool sé 3 klössum neðar enda unnum við bæði þessi lið í fyrra.

 29. Ég er bara að bara saman fílinginn úr leiknum í gær og hasarinn í dag.

 30. Það er einn tafla sem maður þarf að fylgjast með í vetur.

  Man utd 6 stig 8+
  Liverpool 4 stig 1+
  Man City 3 stig 2+ eiga leik inni
  Tottenham 3 stig 1 +
  Cheslea 3 stig 0
  Arsenal 3 stig 0

  Þetta eru þau lið sem líklegast verða að berjast á toppnum.
  Man utd fer vel af stað en það gerður þeir líka á síðustu leiktíð.
  Liverpool voru klaufar að vinna ekki fyrsta leikinn en voru solid í þeim síðari
  Man City líklegastir í ár
  Tottenham voru mun betri en Chelsea í dag en það breyttir engu þegar þú færð ekki stig
  Chelsea líta út fyrir að sakna Costa og Hazard en eru mjög solid
  Arsenal ótrúlegt að sjá þá ekki klára Stoke miða við færin en þeir eru eins og við, hafa áhyggjur af vörn en sóknin er oftast skapandi.

 31. #33 Joyce er búinn að viðurkenna að hann hafði ekki rétt fyrir sér í þessu máli og að það sé ennþá búist við því að Lallana snúi aftur í nóvember.

 32. Frábært innlegg hjá Guderian. Þetta Barcelona lið er til skammar og hefur verið það í mörg ár. Það er með ólíkindum hvernig mönnum hefur tekist að klúðra málunum þar á bæ frá því að hafa verið með eitt besta lið allra tíma fyrir nokkrum árum.

  Þessi pistill sem ég skrifaði fyrir þremur árum eldist bara nokkuð vel (fyrir utan ótrúlegt traust mitt á Brendan Rodgers).

 33. Ég hef svo litlar áhyggjur. Coutinho verður áfram og áttar sig fljótlega á því að hann þarf að spila vel og gerir það. Hann má vera með skeifu alla leiktíðina fyrir mér ef hann skilar mörkum stoðsendingum og góðri spilamennsku. Það er glórulaust að fara kæla leikmann á hans kaliberi. Fari svo allt á versta veg þá hef ég enga aðra trú en við löndum einhverjum snilling hvort sem það verður Ceri hjá Lille, Keita eða eitthvað noname úr Hollensku deildinni. Það þarf bara einn sniðugan í hans stað og þeir eru allir á lausu fyrir rétta upphæð.

  Hvað vörnina varðar þá er tilfinningin að við séum komnir með nýjan solid náttúrulegan vinstri bak sem ætti að auðvelda öðrum hafsentnum töluvert mikið að einbeita sér að sinni stöðu. Það voru víst líka læti í honum, öskraði á mennina við hliðin á sér og stjórnaði þeim sem ekki hafa augu í hnakkanum. Matip er frábær og allt í einu eigum við heitasta unga bitann á markaðinum í Arnold og svo hefur Gomez allt að sanna.

  Svo vitum við alveg hvað miðjumennirnir okkar geta. Ég er ekki einn um að hafa fundist Gini frábær og vaxandi á síðustu leiktíð. Hendo er að koma sér í gang (mun 100% vaxa allt seasonið) og Emre er auðvitað bara skrímsli.

  Við eigum svo Lallana í krúsídúllurnar frá og með nóvember og jafnvel Coutinho strax 1 sept þegar hann áttar sig á stöðunni.

  Finnst menn heldur svartsýnir. Það er mikið fíaskó í krignum klúbbinn og Klopp hefur engann vinnufrið. Mikið af spurningamerkjum. CRUCIAL að klára næstu tvo leiki. Eftir það kemur friðurinn og þá förum við að dansa.

  YNWA

 34. Eftir að hafa skoðað töfluna þá er ég bara ágætlega bjartsýnn, við erum búnir að tapa 2 stigum af 6 mögulegum. Tottenham, Arsenal og Chelsea eru eru öll með 3 stig. Ef að Gylfi brillerar á morgun þá gæti city verið í sömu stöðu og ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af Everton. Eina vandamálið þangað til að annað kemur í ljós er þessi 8-0 markatala hjá móra en það er eitthvað sem að ég ætla ekki að hafa áhyggjur af ennþá allavega. Helvítið af honum!
  Við fáum 1-2 fyrir lok gluggans og við erum að fara að keppa um titil, hvort sem að þá sé Sera, keita, VVD eða einhver annar. (samt ennþá soldið bitur yfir því að við höfum ekki farið á eftir lacazette)
  Ég var mega bjartsýnn fyrir 2 dögum fyrir fyrsta leik, með salah, coutinho, mane, lallana, firmino, studge í sókn var ekkert að fara að stoppa okkur. svo kom coutinho málið upp og það dvínaði svolítið.
  Núna hugsa ég, hvort sem að coutinho verði eða fari, að sóknarlína með Salah, Mane, Lallana, Firmino, Studge (ef að hann verður eitthvað heill) hljómi bara glæsilega, höfum oft verið verr settir og samt náð sæmilegum árangri. Tala nú ekki um ef að hin liðin skíta eitthvað meira. Vil samt ekki þurfa að treysta á hrakfarir annara liða til að við náum árangri.
  Svo ef höfum þessa tvo drengi sem að hafa verið að vinna góða vinnu í síðastu 2 leikjum í stöðum sem að hafa verið skelfilega veikar síðustu ár hjá okkur fyrir utan stöku leik hjá hinum og þessum. Vonum bara að það rætist úr þeim og þetta sé ekki bara keyrt á ofurgetu útaf adrenalíni.
  Verum bjartir, bíðum frétta af nýju leikmönnunum sem að ég er viss um að komi og klárum leikinn á móti hoffenheim og við erum bara í góðri stöðu.

 35. Sælir félagar

  Ég sá ekki leikinn en er búinn að skoða hápunktana úr honum og mér sýnist að það hefði verið ansi mikil óheppni ef Liverpool hefði ekki unnið þennan leik. Ég er sáttur með niðurstöðuna þó liðið okkar hefði ef til vill átt að skora fleiri mörk og CP ef til vill átt að setja eitt. Mér sýnist að miðað við færi væri 3 til 4 – 1 sanngjörn niðurstaða en svona er þetta bara og þrju stig í húsi sem er fínt. Mér sýnist að Salah muni eiga eftir að skora mikið í framtíðinni því það kemur að því að færin hans fara að detta inn.

  Það er nú þannig

  YNWA

 36. Mikið vona ég nú að þetta komi til með að standast.
  http://www.visir.is/g/2017170818794/loksins-fekk-skynsemin-ad-rada-i-brjaludum-heimi-felagaskipta
  Þetta rugl með að hafa félagsskipta gluggan opinn fram yfir upphaf leiktíðarinnar er að hafa áhrif á rosalega mörg félög í deildinni, eins og við erum að finna fyrir með Coutinho og VvD. Haldiði að það væri ekki afslappaðara andrúmsloftið ef fyrsti leikurinn hefði ekki getað farið í þetta uppnám sólarhring fyrir leik? Ef Klopp gæti talað um taktík og andstæðinga í staðin fyrir hugsanlegar sölur og kaup? Ef við stuðningsmennirnir (sumis) gætum sofið á nóttunni í Ágúst 🙂

 37. Danny Ings er öðlingur.
  Hann var einn fyrstur til að senda Gomez hrós póst eftir leikinn gegn Palace. Þeir voru tveir saman í endurhæfingu 2015/16 að berjast við stór meiðsli og hafa þeir myndað smá vinatengsl.
  “He’s a good mate of mine as everyone knows,” Gomez said.
  “I’m buzzing for Danny to be back and obviously it’s nice for him to look out for me like that.”

  Ég sá Ings spila með U23 um helgina og hann er allur að koma til og vona ég að hann fái að spreita sig með aðalinu í vetur.
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/joe-gomez-special-message-team-13506257

 38. Er að horfa á sterkasta Everton lið í langan, langan tíma. Menn ættu ekki að útiloka þá í baráttunni um Evrópusæti. Allt annað að sjá til Rooney.

 39. Sæl og blessuð

  Sat líka og horfði á leik MC og Everton. Synd og skömm að sjá hvernig þeir spila Gylfa. Hafa hann á kantinum og var öll aksjónin á hinum vængnum. Þá var enginn ærlegur sóknarmaður sem getur tekið við sendingunum hans, þá sjaldan hann fékk tækifæri til að gefa. Hann náði m.a.s. að hitta á hausinn á Rúní, þeim samanrekna stubb.

  Gæðin í MC eru á hinn bóginn ógnvekjandi. Siguviljinn var gríðarlegur. Manni undir, þá gjörsamlega áttu þeir leikinn og voru óheppnir að vinna þetta ekki. Everton komst ekki í eina einustu skyndisókn að heitið getur, bara kýlingar út i loftið og nauðvörn. Er ekkert yfir mig hrifinn af þessu liði og Rúní karlinn verður ekki með heilan skrokk ef hann ætlar að spila svona með hjartanu næstu leiki. Vonandi fær Gylfi að spila í ,,holunni” en ekki þarna úti í fjarskanum.

 40. Þessi deild er orðin svo sterk og jöfn. Liðið sem vinnur hana verður ekki með meira en 75 stig. Þetta verður eitthvað í ár.

 41. Ég verð að segja að ég er ekki alveg að sjá þessi svakalegu gæði í þessu Everton liði.

  Þetta er fínasta lið og eru líklegir í 7-8 sæti í deild en þeir eru ekki að fara að blanda sér í top 6 í ár. Þeir hafa verið að styrkja sig en þeir misstu auðvita sinn langbesta mann og markaskorara Lukaku og þeir hafa ekki náð að fylla í hans skarð.
  Man City voru mun betri en þeir þrátt fyrir að vera undir og hvað þá eftir að þeir urðu manni færi þá tók maður ekki eftir því á vellinum.
  Everton er samt lið sem getur unnið öll lið á góðum degi en ég held að mörg af minni liðunum þurfa ekkert að pakka í vörn á móti þeim á útivelli eins og þau myndu gera gegn top 6 liðunum í flestum tilfellum.
  Ég vona að Gylfi verður góður en þeir þurfa aðeins að versla meira til að auka gæðinn í byrjunarliðinu og auka breydd.

  Það er samt þvílíkur kraftur í þessu Man City liði og held ég að þeir séu líklegastir til að vera meistarar í ár.
  Skrítinn deild í byrjun.
  Arsenal miklu betri en Stoke en tapa
  Tottenham mun betri en Chelsea en tapa
  Man City mun betri en Everton en ná aðeins í eitt stig.
  Þetta er ástæðan fyrir því að þetta er skemmtilegasta deild í heimi 🙂

 42. #46
  Everton hefur lítið sem ekkert styrkst. Þó þeir hafi fengið Gylfa og Rooney þá misstu þeir Lukaku sem var þeirra aðalmarkaskorari.
  Gylfi styrkir þá en Rooney ekki nema að litlu leiti þar sem aldurinn er ekki að hjálpa honum. Liðið hefur yngst nokkuð og nokkrir efnilegir leikmenn að fá spilatíma.
  Everton verður í 6-8 sæti og þá aðeins að þeir fái góðan framherja og bakvörð.

Liðið gegn Crystal Palace

Podcast – Risastór vika