Uppfært: Hoffenheim framundan í CL / Lallana meiddur

Þá er komið í ljós hver mótherjinn verður í umspili fyrir Meistaradeildina.

Það er ekki einfalt verkefni að þessu sinni, þýska liðið Hoffenheim verður fyrirstaðan í því að við komumst inn í riðlakeppnina.

Við hefjum leik í Þýskalandi 15. eða 16.ágúst og síðari leikurinn er á Anfield viku síðar.

Það er bara ekkert sem heitir…við verðum að klára þetta dæmi!


Uppfært: Adam Lallana meiddur
Opinber heimasíða félagsins var að staðfesta það rétt í þessu að Adam Lallana verður meiddur í 2-3 mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut eftir síðasta leik. Enganvegin fréttir sem Liverpool mátti við og pressan er ekkert minni núna á félaginu að bæta við nýjum leikmönnum. Þessi neglir þetta vel:

34 Comments

  1. Hoffenheim er verðugt verkefni, en það er ljóst að þeir eru veikari en í fyrra. Seldu Niklas Süle til Bayern – hann var undirstaðan í varnarleiknum þeirra.

  2. Athyglisvert að þeir hafa selt tvo leikjahæstu menn sína á síðasta tímabili, Süle og Rudy, til Bayern.

  3. Þetta verður verðugt verkefni en alls ekki flókið. Ef Liverpool telja sig eiga heima í riðlakeppninni þá verða þeir einfaldlega að klára þetta verkefni en þeim tekst það ekki þá eigum við einfaldlega ekki heima í meistaradeildinni.

    Það er alltaf betra að byrja á útivelli, þeir leikir eru oftast rólegri og liðinn eru meira varkár í að skoða hvort annað og þora ekki að opna allt uppá gátt sem þýðir að það er oft ekki mikið skorað.
    Svo er síðari leikurinn á heimavelli og þá vita okkar menn nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera með stuðningsmenn liðins með sér.

    Klopp þekkir vel til Þýskalands og held ég að Hoffenheim komi okkur ekkert á óvart og þótt að þeir ásamt Nice voru líklega sterkasti möguleikinn þá er það oft þannig með okkur að við spilum betur á móti sterkum liðum en þeim veikari.

  4. Úff…virkilega erfiður andstæðingur.

    Hoffenheim er flott félag sem hefur iðulega verið frábærlega vel þjálfað. Núverandi þjálfari Hoffenheim er Julian Nagelsmann sem er líklega helsta vonarstjarna Þjóðverja hvað þjálfun varðar. Nagelsmann er aðeins 30 að aldri og hefur lært sína iðn undir handleiðslu frábærra þjálfara eins og Thomas Tuchel og Markus Gisdol sem eru stór nöfn í Þýskalandi.

    Liverpool á að ráða við Hoffenheim en líklega hefðum við samt ekki getað fengið verðugri andstæðing. Þetta verður ekki neitt walk in the park…það er alveg klárt.

  5. Ef eitthvað er að marka ,,Club coefficient” hjá EUFA, þá er Hoffenheim næst slakasta liðið sem við gátum fengið. Burtséð frá því (og ekki), þá væri það slys ef við komumst ekki í gegnum þetta lið.

    Jafntefli úti og öruggur sigur á Anfield. Pottþétt.

  6. Hefur einhver hugmynd um hvenær miðar á seinni leikinn fara í sölu?

  7. Klárlega verðugt verkefni en mér líst ekki illa á þetta. Klopp þekkir þetta vel og mun þægilegra en að þurfa að fara í einhverja tryllta suðupotta í Istanbúl eða Búkarest.

  8. Þetta verður vonandi til þess að klúbburinn fari á fullt í að styrkja sig fyrir mótið.

  9. Þeir töpuðu einungis 4 leikjum í deildinni á síðasta tímabili.
    Verðugur andstæðingur og ef við klárum ekki þetta lið,þá höfum við ekkert að gera þarna inni hvort eð er.

  10. Hoffenheim tapaði ekki leik í deildinni heima á sl tímabili. 11 sigrar og 6 jafntefli heimavið las ég einhversstaðar ef minnir svíkur ekki. Því nokkuð ljóst að við verðum að standa okkur í fyrri leiknum, ef hann fer illa þá hentar okkur ekki beint vel að eiga við lið sem pakka í vörn á Anfield.

  11. Fínt próf á liðið. Ég tek undir það með nokkrum hér að ofan að við eigum ekkert erindi í cl ef við klárum ekki þetta Hoffenheim lið með fullri virðingu fyrir því liði.
    Treystum Klopp og drengjunum í þetta verkefni.

  12. hoffenheim búnir að selja 2 bestu leikmennina sýna svo ég myndi ekkert vera að hafa áhyggjur af því hvernig þeir voru síðustu leiktíð.

    svipað og við værum búnir að selja mane og coutinho… værum steingeldir.

  13. Við viljum alvöru leiki, þetta eru ekki smáþjóðaleikarnir.

    Flottur dráttur, spennandi viðureignir framundan.

    Bilbao, Watford, Hoffenheim, CP, Hoffenheim, Arsenal.
    Þetta verður góður mánuður.

    YNWA

  14. The dates for those two games have now been confirmed as Tuesday, August 15 (Rhein-Neckar-Arena) and Wednesday, August 23 (Anfield).

    Both are 7.45pm kickoff.

  15. Sterkt lið og mjög skemmtilegir leikir framundan. Ég amk hlakka mjög mikið til að sjá báða þessa leiki og frábært að eiga seinni leikinn á Anfield….evrópukvöldin þar eru skemmtileg, síðasti leikur á móti þýsku liði í Evrópu var amk einn af þeim betri sem ég hef séð í gegnum ævina 🙂

  16. Hef engar áhyggjur af þessu. Öruggur 0-1 sigur úti og svo svo 3-1 heima 🙂

  17. Flottir andstæðingar hef fulla trú á Klopp og hans liði að þeir taki þetta
    En strákar hvernig líst ykkur á þetta Neymar dæmi ?
    Mér finnst alveg frábært ( þó eg haldi með Barcelona í spænsku ) að það se komið fram við þá eins og þeir hafa látið við önnur lið rífa af þeim menn sem þau hafa ekki viljað selja. Þó verðið se nátturulega algjört rugl á manninum

    Svo vil eg bara þakka fyrir frábæra síðu og frábæra skrif hér

    YNWA

  18. Snilld! Get ekki beðið! Svo er bara rétt rúm vika í deildina! Get ekki beðið eftir því heldur! Svona langur skortur á Liverpool keppnisleikjum fer alveg með mann!

  19. Mjøg spennandi drattur! Er alltaf stressadur fyrir svona leiki en thad er gott ad vita ad heimaleikurinn er seinni leikurinn.

    1-1 uti og svo tøkum vid tha 2-0 heima!

    P.s. Hvada lid fengu arsenal?

    YNWA!!!!

  20. Þetta var nú svona það lið sem ég vildi hvað síst frá. Þetta er jafn sterkt lið og Villareal sem Everton fékk 2005 svo dæmi sé tekið. Fjórða besta lið Þýskalands á móti fjórða besta liði Englands og England kemur ekki vel út í samanburði þessara deilda í Evrópu undanfarin ár.

    Engu að síður kemur Liverpool klárlega inn í þennan leik sem stóra liðið og Hoffenheim voru líklega töluvert meira svekktir að fá Liverpool heldur en öfugt. Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að ná þriðja sætinu frekar en því fjórða og Liverpool voru klaufar í fyrra að henda því frá sér. Hoffenheim er meira en bananahýði, þetta er blaut hálka.

    En á móti er ekki hægt að búast við öðru en erfiðum mótherjum á þessu stigi enda loka inntökuprófið í Meistaradeildina. Önnur lið í pottinum á þessu stigi eru t.d. Sevilla, Napoli, Nice og CSKA Moskva.

    Byrjun tímabilsins verður ansi þétt með því að bæta þessum leikjum við leikjaprógrammið, ekkert óvænt við það.

    Einn kostur við Hoffenheim er Liverpool hefur aldrei mætt þeim áður, vinna við upphitun fer því að stað fljótlega.

  21. Núna var að koma í ljós að Adam Lallana verður frá í 3-4 mánuði.
    Ég held að Klopp verði að fá inn alvöru miðjumann í glugganum

  22. Lallana meiddur.

    Segjum sem svo að Matip myndi meiðast líka og verða frá í nokkra mánuði.

    Það má nákvæmlega ekkert út af bregða.

  23. Kæmi mér ekkert á óvart að Klopp væri bara vel sáttur með Hoffenheim. Klopp og hans menn þekkja náttúrulega þessi þýsku lið eins og puttana á sér, eins og t.a.m. leikirnir gegn Dortmund, voru það ekki undanúrslitaleikir, og Dortmund þá, mun sterkara en Hoffenheim núna. En það er hins vegar versti andskotinn ef aðalliðsmenn eru strax farnir að meiðast, 2-3 mánuðir frá hjá Lallana og stíft prógram framundan. Kannski að þetta verði víti til varnaðar fyrir FSG, og þeir bretti upp ermar í alvöru leikmanna kaupum

  24. FSG / Liverpool hausinn úr rassgatinu og kaupa takk. Þetta djók gengur ekki upp. Klopp að tala um í vor að menn væru búnir að vinna vel og ætluðu að klára kaup snemma…… Það er 4 ágúst! !!! Liverpool er í CL og álagið meira en I fyrra og ekki höndluðum við það vel. Man einhver eftir janúar / febrúar ?????

    Koma svo

  25. Það dó eitthvað inn í mér þegar ég sá að Lalli er frá í 2-3 mánuði!!!

  26. Þessi hópur má bara ekki við mikið af meiðslum annars fer illa, ég skil ekki hvað þetta gengur allt hægt. Nú þurfum við meiri breidd, byrjum í fjórum keppnum, verðum að fá 2-3 í viðbót.

  27. Jæja Lallana meiddur í nokkra mánuði og bæði Coutinho og Sturridge eru eitthvað hnjaskaðir og ekkert að frétta af leikmanna kaupum og svo fer að styttast í að allar keppnir fari í gang.

    ég veit ekki um aðra púllara en ég er farin að hafa áhyggjur af ástandinu og þetta FSG batterí er greinilega handónýtt þessi nýji innkaupastjóri er með ræpuna upp á bak.

    FUCK!

  28. við verðum sprækir í upphafi móts, svo bætast fleiri à meiðslalistann (Hendo með sitt hælsæri, Sturridge fær mjaðmalos o.sv frv) um àramótinn og við lemjum okkur í hausinn fyrir að vera bjartsýnir. Við höfum misst Lucas og Lalla a miðjunni … Salah hefur bæst við àsamt CL … ef enginn bætist við hópinn er sama sagan að endurtaka sig.

  29. Þetta er uppáhalds leikmaðurinn minn í dag með Liverpool. Þetta er mikið áfall fyrir liðið að Lallana sé meiddur en hann missti líka af slatta á síðustu leiktíð.
    Við erum að missa sókndjarfan miðjumann og lykilmann sem er vinnusamur og skapandi. Ég hef trú á því að núna mun Coutinho fara á miðsvæðið alfarið og verður lítið að spila í stöðu þeira þriggja fremstu en þær stöður verða líklega mannaðar af Firminho/Salah/Mane með Sturridge(þegar hann er ekki meiddur og Origi/Ings í aukahlutverkum.

    Ég vona að Liverpool nái í einn sterkan leikmann áður en glugginn lokar því að þessi hópur má ekki við miklum meiðslum og hvað þá áður en tímabilið byrjar.
    Í ágúst/Sept eru 6.leikir í deildinni og vonar maður að Lallana verður klár gegn Newcastle 1.okt.

  30. Ég veit ekki með ykkur en ég er þvílíkt “pumped” fyrir þessu einvígi,
    svo mikið reyndar að ég er búin að ná mér í miða á leikinn á Anfield.
    Þetta var það lið sem mig langaði mest til að fá í drættinum.
    Verðugur og sterkur andstæðingur og ef sagan segir okkur eitthvað þá er það að Liverpool gengur betur með sterkari andstæðinga en litlu liðin.
    Klopp þekkir þetta lið væntanlega mjög vel frá fyrri tíð og þetta verður hörku einvígi.

    Að missa Lalana í svona löng meiðsli rétt fyrir mót er blóðugt og ætti að ýta enn frekar á þörfina að styrka hópinn fyrir komandi álag og átök.

    Þetta verður mín fyrsta ferð á heilaga staðinn, loksins!
    Niðurtalning er hér með formlega hafinn.

    Góðar stundir !

  31. Það er mikil blóðtaka að Lallana hafi meiðst. Það er huggun harmi gegn að Liverpool stendur ágætlega hvað miðjumenn varðar. Það er búið að færa Coutinho inn á miðjuna og breiddin þar er ágæt.

    T.d er hægt að setja liðið upp

    Wijnaldum – Henderson – Coutinho –

    Eða

    Can – Henderson – Coutinho. Þar að auki erum við Grujik og svo gæti MIlner líka spilað á miðjunni ef Moreno og Andy robertson lofa jafn góðu og þeir virðast gera á þessu tímabili.

    Ég er þeirrar skoðunar að FSG hafi ekki verið að standa sig illa. Vandinn er sá að fjárhagstaða annarra liða er orðin svo góð að þau þurfa ekki að selja, jafnvel þó það sé boðið offjár í leikmenn. Þetta vita allir sem vilja vita það og þeir sem halda öðru fram eru ekki að fylgjast nægjanlega vel með eða eru í algjörri afneitun á því hvernig markaðurinn er í dag.

    Ég hef meiri áhyggjur af vörninni, verandi aðeins með fjóra miðverði. Klavan, Matip, Lovren, Gomez. Ef Van Dijk bætist í hópinn lyti hópurinn mun betur út. Raunar trúi ég ekki öðru en það er Plan – b miðvörður þarna úti sem þeir eru með augun á ef salan á Van Dijk klikkar sem ætti allavega að vera sterkari en Klavan.

    Það er algjör óþarfi að kaupa menn nema að

    A- Þeir bæta liðið
    B- Auki breiddina
    C- Fitta inn í leikstílinn.

    Það er ekki auðvelt að finna slíka menn.

  32. Það hlýtur að vera forgangsverk að auka breiddina. Fyrir mér mætti kaupa svona 3 leikmenn í svipuðum klassa og meðal úrvalsdeildarleikmenn í meðal liðum, frekar en ekkert (Það eru næg gæði í hópnum). Það verða margir leikir í vetur og liðið spilar bolta sem útheimtir mikið af leikmönnum.

Vilt þú skrifa fyrir Kop.is?

Vantar lágmark tvo í viðbót