Vilt þú skrifa fyrir Kop.is?

Kop.is ætlar að bæta við sig penna fyrir komandi tímabil!

Við leitum að skemmtilegri og vel skrifandi manneskju til að taka þátt í almennum pistlaskrifum hjá Kop.is í vetur. Við erum að tala um almenna pistla auk upphitana og leikskýrslna í kringum leiki liðsins á komandi leiktíð og næstu árin ef báðum aðilum líkar vel.

Hæfniskröfur eru einfaldar: kanntu að skrifa? Telurðu þig geta skrifað pistla og/eða leikskýrslur á Kop.is sem lesendur síðunnar gætu haft gaman af? Þetta er ekki flóknasta verkefni í heimi, en það getur samt verið furðu snúið. Fyrst og fremst leitum við að fólki sem hefur persónuleika sem skín í gegn þegar það vélritar orð á tölvuskjá og hefur brennandi ástríðu fyrir besta félagi í heimi.

Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um! Á þrettán ára líftíma Kop.is hefur kona aldrei sótt um þegar við bætum við penna, það væri gaman að breyta þeirri tölfræði núna. Ekki svo að skilja að konur fái forgang og karlar þurfi ekki að sækja um. Ef þú hefur áhuga, karl eða kona, sendu mér póst og við munum svo velja hæfustu manneskjuna í plássið.

Áhugasamir geta sent mér póst á kristjanatli (hjá) gmail. Ég hef samband við alla umsækjendur.

Í umsókn vil ég sjá eftirfarandi: nafn, almennar upplýsingar, smá pistil um hvers vegna þú heldur með Liverpool og hvað þú hefur gert það lengi, og vísanir á skrif á netinu ef þú hefur slíkt til að vísa í. Reynsla af skrifum á netinu er að sjálfsögðu kostur en ekki nauðsynleg.

YNWA

2 Comments

  1. Sælir félagar

    Mjög gott hjá ykkur að breikka hópinn og dreifa álaginu. Í stóru leikjunum verður samt hið gamalreynda byrjunarlið að taka á sig ábyrgðina því leikirnir vinnast ekki með eintómum kjúklingum. En að öllu gamni slepptu þá held ég að þið séuð að gera rétt með þessu og eins og Kristján bendir á – konur sem hafa áhuga væri ánægjuleg viðbót. Ég efast ekki um getu þeirra.

    Það er nú þannig

    YNWA

Podcast – Liverpool sannfærandi rétt fyrir mót

Uppfært: Hoffenheim framundan í CL / Lallana meiddur