Liverpool 2 Crystal Palace 0 [æfingaleikur]

Liverpool spilaði í undanúrslitum Hong Kong bikarsins (eða hvað þetta heitir) í hádeginu í dag. Flestir leikmenn liðsins komu við sögu og urðu lokatölur 2-0 í ágætis leik. Liverpool voru betri en sóknarlína Palace minnti aðeins á sig á köflum. Ég var sérlega hrifinn af Trent og Salah (sá hraði, maður lifandi!) í fyrri hálfleik og Origi, Solanke og Coutinho í seinni.

Mörkin komu bæði í seinni hálfleik. 1-0 Solanke:

2-0 Origi:

Sigurinn þýðir að Liverpool leikur til úrslita í þessu móti á laugardag, en mótherjinn á held ég eftir að koma í ljós.

YNWA

15 Comments

  1. Crystal Palace fannst mér slakir og erfitt að meta einhvern varnarleik…alveg eins og í hinum leikjunum, glaður að sjá Gomez fá séns í hafsent.

    Deili skoðunum Kristjáns með góða leikmenn utan þess að mér fannst Hendo frábær…eins og hann hefur verið í leikjunum hingað til. Vá hvað við höfum saknað hans held ég.

    Svo fannst mér mjög áhugavert að sjá Woodburn á miðjunni. Hef áður sagt að hann er ekki hrein nía eða framherji og eiginlega fundist hann vanta upp á það að taka menn á til að vera kantsenter. Mér fannst hann líta vel út þarna fyrir framan Hendo við hliðina á Lallana og bara aldrei að vita nema þar sé staðan hans. Því hann er góður í fótbolta.

    Vonbrigðin mín í dag tengjast Marko Grujic. Hann er öflugur skotmaður vissulega og langi boltinn hans flottur, en hann er ekki nægilega kvikur finnst mér ennþá inni á miðjunni og í EPL hefði hann verið rekinn útaf fyrir fólskulegt…eða mjög klaufalegt allavega…brot inni á miðjunni.

    Leicester á laugardaginn, ætti að verða skemmtilegt.

  2. Hvað með málin með Keita, ef 66mp var hafnað hvað þurfum við að fara hátt? Er ekki kominn tími að leita að öðrum alternatives. Hvað með Leon Goretzka? Manni hálf svíður að sjá við séum að fara eyða yfir 70 mp kannski í miðjumann með eitt gott season á bakinu, þótt þetta sé nú eflaust helvíti góður leikmaður jú.

  3. Solanke
    Rán. Kemur mér ekki á óvart ef hann endar með fleiri PL mörk en Morata sem endar hjá Chelski

  4. Vá hvað ég er að heillast að Solanke ég man þegar ég var að æfa fótbolta ( fyrir c.a. 120 árum síðan reyndar ) en þá sagði einn að mínum þjálfurum við mig að munurinn á top striker og ágætum striker er að top striker tekur eina snertingu og snerting númer tvö er skot. Alveg eins og Solanke gerði áðan.

    Ég er nokkuð viss um að Origi hefði klappað boltanum amk 4 sinnum í þessari stöðu. Ekki það að Origi sé ekki fínn leikmaður, hann er bara ekki með þetta deadly striker instinct eins og Solanke virðist hafa.

  5. Sælir félagar

    Deili viðhorfum með Kristjáni og Magga. Mér finnst Marko Grujic hægja mjög á sóknarleik Liverpool og tók sérstaklega eftir þessu í leiknum við Wigan. Hinsvegar fannst mér liðið líta mjög vel út og yfirburðirnir miklir gegn (slöku) CP. Andstæðingarnir komu sé samt einum þrisvar sinnum í vænlegar stöður en skorti hæfni til að nýta sér það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Nr.9

    Róum okkur aðeins, Solanke hefur varla spilað aðalliðsleik nema aðeins í Hollandi og hann var ekkert lúðra þeim of mörgum inn þar. Origi hefur verið að fá sénsinn hjá Belgum undanfarið 2-3 ár í samkeppni við Lukaku og Benteke t.a.m. Auk þess sem hann hefur spilað í efstu deildum Englands og Frakklands.

    Þeir eru báðir ungir og fullkomlega óljóst hvernig ferill þeirra kemur til með að þróast. Já og Origi skoraði auðvitað líka í leiknum og lagði upp hitt markið.

    Er svo ekki sammála varðandi Grujic, þar finnst mér við eiga töluvert efni, hann spilaði 39 mínútur í deildinni í fyrra, grunar að hann fái mun fleiri í vetur. Hann er auðvitað hrár ennþá, hvað þá í júlí í miðju æfingatímabili en virkar hörkuleikmaður.

  7. Hvernig er það, eru bara Keita og VVD sem eru orðaðir við félagið ásamt kannski Ox hjá arsenal.

    Það fer að verða nokkuð ljóst að þessir eigendur hjá soton og leipzig ætla ekki að selja þessa leikmenn.
    Fyrir 120 miljonir punda hlýtur að vera hægt að finna 2 aðra leikmenn og ég hef reyndar enga trú á því að þessir 2 kæmu báðir inn.
    Væri ekki alveg eins gott að sleppa þessu varnarmannig og miðjumanni og fá bara Suarez til baka fyrir þennan pening.
    Vá hvað ég gæfi mikið fyrir þessa sóknarlínu.

    Mane—-Suarez—-Salah

    Það færu margir varnarmenn bara á snemmbúinn eftirlaun

  8. Ég er allvega hjartanlega sammála þér Einar með Grujic hann er mjög efnilegur svo mikið er víst hann hreyfir sig mikið á miðjunni og klipti niður besta mann þeirra að mínu mati í þessum leik ZAHA sem var að komast í gott hlaup fram reyndar svolítið klaufalegt enda gult fyrir Enn
    Hann átt hörku gott skot og virðist vera góður í skotum ég vil líka meina að hæð hanns geti verið kostur fyrir Liverpool ef við erum að lenda á móti liðum sem pakka þvi hann er að ég tel góður skallamaður einnig.
    Enn sigur er alltaf sigur og gaman að sjá þessa nýju kalla stimpla sig inn með mörkum það er alltaf gott fyrir áframhalið og sjálfstraustið.

Of mörg misheppnuð leikmannakaup

Always look on the bright side of… eða eitthvað þannig!