Lucas Leiva til Lazio

Lucas Leiva er farinn til Lazio eftir tíu ára dvöl hjá Liverpool sem er lengst allra í núverandi hópi.

Lucas hefur verið hjá Liverpool 1/3 af ævinni, hann hefur spilað fyrir Liverpool öll fullorðins árin sín og börnin hans eru meira Scousers en Brassar. Innan hópsins er augljóst að Lucas er og hefur lengi verið stór karakter, sérstaklega meðal leikmanna frá S-Ameríku og Spáni. Líklega eiga fleiri eftir að sakna Lucas heldur en bara félagar hans hjá Liverpool því það er alls ekki óalgengt að sjá S-Ameríku menn Manchesterliðanna á samfélagsmiðlum með Lucas. Að þessu leiti er augljóst að hans verður töluvert saknað þó auðvitað komi alltaf maður í manns stað.

Ferill Lucas innan vallar hjá Liverpool hefur vægast sagt verið sveiflukendur en skiptist í tvennt eftir á að hyggja að mínu mati. Fyrstu fjögur árin var hann oft glæpsamlega vanmetinn en eftir meiðslin árið 2011 hefur hann aldrei orðið sá leikmaður sem efni stóðu til sem er hrikaleg synd.

Lucas kom árið 2007 sem sóknartengiliður og leikmaður ársins í heimalandi sínu. Væntingarnar voru því töluverðar og ekki hjálpaði það honum að á undan honum í liðið voru bókstaflega bestu miðjumenn Liverpool síðan 1990, Gerrard, Alonso og Mascherano. Liverpool hefur ekki ennþá keypt leikmann á miðjuna sem er í þeirra klassa.

Eftir að Alonso fór 2009 stækkaði hlutverk Lucas til muna en hann náði alls ekki að fylla hans skarð það vonbrigðatímabil. Hodgson tók við af Benitez árið eftir og enginn leikmaður spilaði vel á þeim hræðilegu mánuðum. Lucas þó oftar en ekki skástur og eftir að Dalglish tók við um áramótin sprakk Lucas loksins út og var valinn besti maður liðsins tímabilið 2010/11. Hann var þar kominn aftast á miðjuna (Mascherano var farinn) og var í toppformi. Hann hélt áfram að blómstra undir stjórn Dalglish í byrjun næsta tímabils og var t.a.m. maður leiksins gegn verðandi Meisturum í Man City nokkrum dögum áður en hans tímabil endaði 1.desember 2011. Hann var töluvert frá tímabilið á eftir einnig og hefur satt að segja verið varaskeifa allar götur síðan. Hann er að byrja um 20 deildarleiki á tímabili og hefur undanfarin 3-4 tímabil oft verið nálægt því að fara. Þessu hefði enginn spáð árið 2011 þegar Lucas virtist ætla að verða næsti frábæri varnartengiliður Liverpool á eftir Hamann og Mascherano. Satt að segja hefur skarð hans ekki verið fyllt síðan 2011, miðverðir Liverpool hafa a.m.k. ekki fengið neina vernd svo heitið geti síðan þá.

Lucas er síðasti leikmaðurinn sem kveður sem keyptur var á valdatíma Gillett og Hicks þó líklega sé sanngjarnara og réttara að tala um hann sem síðasta leikmanninn frá Benitez tímanum. Hann hefur verið leikmaður Liverpool á einhverjum stormasamasta kafla í sögu félagsins og er líklega umdeildasti leikmaður félagsins meðal stuðningsmanna á þessum tíma. Engu að síður er ágætt að hafa í huga núna þegar Liverpool er að kaupa mikið af ungum leikmönnum og byggja upp ungt og spennandi lið að Lucas er eini leikmaður Liverpool sem kom á síðasta áratug. Það er enginn leikmaður eftir sem kom árið 2008, 2009 eða 2010. Samt var alltaf (fyrir utan sumarið 2010) verið að byggja til framtíðar og kaupa leikmenn fyrir næstu 5-10 ár.

Lucas er sá eini eftir sem Hodgson, Dalglish, Rodgers og Klopp hafa allir viljað hafa í sínu liði og haldið. Við förum yfir það seinna hvað varð um alla þá leikmenn sem keytir voru á þessum tíma.

Fyrir mér er Lucas Leiva ekki eitthvað sem ég myndi kalla goðsögn hjá Liverpool. Eins er ég á því að það sé kominn tími á næsta kafla í hans ferli og finnst jákvætt að hann verði skrifaður annarsstaðar. Engu að síður er Lucas leikmaður sem á skilið hellings virðingu frá stuðningsmönnum Liverpool og hann verður aldrei sakaður um að hafa ekki gefið sig allann fram. Hann er frábær fyrirmynd fyrir unga leikmenn félagsins í dag og að mínu mati er alls ekki ólíklegt að við sjáum Lucas aftur hjá Liverpool eftir að ferli hans líkur sem leikmaður. Virkar á mann sem þannig týpa og hann er nú þegar að afla sér þjálfararéttinda.

Lazio og Seria A hljómar mjög vel fyrir mér. Öðruvísi fótbolti sem líklega hentar Lucas betur og gott lið. Hann ætti að eiga nóg eftir og persónulega finnst mér betra að sjá hann þarna en í öðru liði á Englandi þar sem hann gæti mætt Liverpool.

Lucas kom við sögu í 31 leik á síðasta tímabili sem er nokkuð magnað miðað við að liðið var ekki í Evrópukeppni. Hann byrjaði 12 deildarleiki og kom inná í öðrum tólf. Hann er því að skilja eftir sig skarð sem þarf að fylla, sérstaklega með Evrópubolta á þessu tímabili.

Vörnin
Takist Liverpool að kaupa Virgil van Dijk færast allir hinir miðverðir liðsins aftar í röðina (haldi Klopp sig við sama leikkerfi). Matip eða Lovren verða þannig varamenn þegar allir eru heilir. Klavan er að mínu mati engin bæting á Lucas þannig en ef Joe Gomez er ennþá jafn efnilegur og hann var áður en hann meiddist þarf að fara gera ráð fyrir honum sem valkost fyrir aftan þessa menn. Þannig að ef eina breytingin verður van Dijk inn fyrir Lucas og heill Joe Gomez erum við að tala um stökkbreytingu á miðvarðastöðunni.

Miðjan
Lucas var nú þegar kominn aftarlega í röðina á miðjunni og hefur hreinlega ekki þann kraft til að spila þessa stöðu lengur. 2011 útgáfan af Lucas hefði svoleiðis smellpassað inn í leikstíl Klopp.

Henderson og Can hafa leyst þetta hlutverk hingað til og verða væntanlega hugsaðir þar áfram. Wijnaldum getur alveg spilað aftast og komi t.d. Keita er alveg hægt að sjá hann (Wijnaldum) færast aftar á miðjuna.

Ef við segjum að miðjan sé Henderson, Can, Keita og Wijnaldum er augljóst að það er lítið sem ekkert pláss fyrir Lucas. Það er engu að síður sorglega algengt að fimmti kostur þurfi að spila helling hjá Liverpool. Þá er hægt að hugsa til þess að Klopp þarf einhversstaðar að gera ráð yfir Grujic og Ejaria, eða öðrum ungum leikmönnum sem félagið vill augljóslega sjá koma upp. Trent Alexander-Arnold gæti einnig þróast í að verða varnartengiliður eins og hann hefur oft spilað í yngri flokkum.

Fyrir utan þessa leikmenn erum við að hugsa Coutinho og Lallana sem miðjumenn einnig þó þeir hafi aldrei verið að keppa við Lucas um stöðu.

Hvernig sem samkeppnin er þá skilur Lucas eftir sig skrað í hópnum, innan sem utan vallar. Utan vallar þurfa aðrir að stíga upp eins og gengur og gerist í knattspyrnufélögum. Innan vallar er vonandi verið að bæta töluvert við það sem Lucas var að gefa Liverpool undanfarin ár. Þau eru óteljandi skiptin sem maður hefur séð nafn Lucas á leikskýrslu klukkutíma fyrir leik og óttast það versta en endað á að gefa honum nafnbótina maður leiksins.

Við tökum feril Lucas líklega betur saman í næsta podcast þætti og mögulega vill einhver af strákunum taka hans tíma betur saman en hér er gert.

Að lokum mæli ég mjög mikið með að þið hlustið á þetta

Takk fyrir allt Lucas Leiva, toppmaður.

11 Comments

  1. Whoa, whoa, whaoooo,
    Whoa, whoa, whaoooo,
    His first name is Lucas,
    Is Lucas,
    Is Lucas,
    His second name is Leiva,
    Is Leiva,
    And that’s the way we like it,
    We like it,
    We like it,
    In fact we f*cking love it,
    We love it,
    We love it…

  2. Það eru tvö móment sem ég mun alltaf tengja við Lucas.

    Það fyrra var í opnunarleik tímabils fyrir nokkrum árum, minnir að það hafi verið gegn Southampton, fyrsta tímabil Rogers eða seinna tímabil Kenny. Leikurinn gekk illa en menn voru nokkuð brattir, svona óheppnis tap. Svo meiðist Lucas, illa. Það var bara eitthvað FOKK sem fór um herbergið. Þegar maður hugsaði um liðið á hans fattaði maður hversu mikilvægur hann var.

    Seinna er auðvitað síðasta markið hans fyrir Liverpool, gegn einhverju C-deildar liði í bikar Leikurinn var drepleiðinlegur og Liverpool skorar úr horni. Ég og pabbi svona lítum á hvorn annan og segjum “flott,basic.” Svo sýnir skjárinn að Lucas Leiva hafi skorað og við stökkvum á fætur og öskrum eins og liðið hafi verið að skora í úrslitaleik. Manni fannst hrikalega vænt um Lucas kallinn, vona að honum gangi sem best í framtíðinni. YNWA

  3. Ég minnist hans helst fyrir fagmennsku, hvílíkur atvinnumaður fram í fingurgóma. Endalaust hringl með að orða hann frá klúbbnum og í gegnum árin hefur hann fengið vel yfir meðallagi gagnrýni á sig héðan og þaðan og ekki síst stuðningsmönnum lfc, ég sjálfur engin undantekning þar en aldrei nokkurn tímann kvartaði hann þó svo að hann hafi viðurkennt það að hafa alltaf verið drullufúll þegar hann er ekki í hópnum.

    Tek undir með Einari að ferillinn hans gjörbreyttist með meiðslunum 2011 og hann hefur í raun ekki verið sterkur kostur í neina sérstaka stöðu eftir það að mínu mati amk ekki fyrir lið sem stefnir á topp 4 í PL. Það að hann hafi þó verið þetta lengi hjá klúbbnum eftir það held ég að skrifist á hversu mikill fagmaður hann er og hefur verið öðrum stuðningur ásamt því að vera alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Mér hefur reyndar yfirleitt fundist hann stíga upp í stærri leikjum ef eitthvað er en það er þá bara lýsandi fyrir hversu mikill karakter hann er.

    Það má velta fyrir sér hvort að meðalmennska lfc á leikmannamarkaðinum síðustu 7 árin endurspegli það að Lucas hefur verið leikmaður liðsins svona lengi. Kannski þýðir þetta að Keita málið sé komið lengra en mann grunar.

  4. Ég var aldrei neitt sérstaklega glaður að sjá Lucas í liðinu , en þegar aðrir tóku að meiðast þá var yfirleitt hægt að treysta á Lucas til að redda málum. Núna kemur bara betri maður í hans stað vonandi.

  5. Ég minnist hans fyrir að hafa komið sem besti leikmaðurinn úr brazilísku deildinni. Ég minnist hans fyrir að hafa myndað miðjupar með Javier Mascherano. Ég minnist hans fyrir að hafa átt góðan leik gegn Man City. Ég minnist hans fyrir að hafa verið undir stöðugu aðkasti frá öllum allan hans Liverpool feril.

    Það er svo loksins komin tími til að kveðja Lucas Rafason og þakka honum fyrir vel unnin störf. Traustur leikmaður sem gott var að hafa í hóp. Brottför hans segir mikið til um gæðin sem komin eru í liðið en ekki hvað hann er lélegur leikmaður.

    Salah in, Lucas Out. Frábært sumar hjá FSG hingað til.

  6. Ég efast ekkert um að við séum að fá meiri gæði inn fyrir Lucas enn spurning hvort við séum að fá sama hugarfarið og þá fórn fyrir LFC er mér efst í huga á þessari stundu ?
    Takk Einar vel gert.

  7. Sælir félagar

    Það eru blendnar tilfinningar sem fara um mann þegar Lucas Leiva er kvaddur hér. Það er margs að minnast frá þessum áratug og ég þakka EM fyrir yfirlitið á þeirri sögu. Ég man væntingarnar til hans þegar hann kom og þá þolinmæði sem honum var sýnd í fyrstu og svo fór að lokum að hann varð blóraböggull fyrir allt sem aflaga fór. Hann þurfti stundum ekki einu sinni að spila leiki til að fá skammir.

    Afstaða mín til Lucasar var blendin stundum fannst mér hann góður og tímabilið áður en hann meiddist 2011 var hann magnaður og sýndi þá hvaða efniviður bjó í honum í raun. Hann náði sér aldrei á strik eftir það en samt var maður alltaf nettur Lucasar maður inn við beinið og ég skila honum virðingu minni, þakklæti og svona smá söknuði þrátt fyrir allt. Sannur LFC gaur alla tíð.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Það er bara ömurlegt að þessi mikli meistari og Scouser sé farinn. Nú veit ég ekki hvernig þessi vistaskipti komu til, en ég er drullusvekktur að það hafi ekki verið hægt að halda honum lengur.

  9. Lucas hefur aldrei gefið frá sér annað vibe en að hann sé eðal gaur með gott hjarta. Efast ekki um að það muni alla tíð slá fyrir Liverpool þótt nú sé hann róinn á önnur mið. Einn af köppunum sem manni mun alltaf þykja svolítið vænt um.

  10. Kveðja Lucasar til okkar stuðningsmanna, respect:

    When I first joined Liverpool 10 years ago, I had three main ambitions.

    First, I wanted to win a place in the team, which I managed to do. Next, I hoped to prove myself worthy of the shirt, an aim that others will be better placed than me to decide whether or not it was achieved. Finally, I looked ahead to the future with a hope that if and when the time came to leave this wonderful club I would do so on the best possible terms.

    That time has now come as I prepare for a new career at Lazio and while I am saddened that my days at Anfield are coming to an end, I can at least take comfort from the knowledge that my relationship with Liverpool and the supporters is stronger than ever.

    This is one of the greatest clubs in the world and my intention had always been to spend the rest of my career here but the less I have been able to play, the more I have realised that I need to go to another club if I want to play as much as I possibly can.

    When you love a club and a city as much as I love Liverpool that isn’t an easy decision to come to. The easiest thing for me to do would be to stay here for as long as I can even if I do not expect to play so often, but that would go against everything that I believe in as a footballer and as a competitor.

    It is for that reason that I will be joining Lazio, which means my sadness at leaving Liverpool is accompanied by a real excitement that I will be representing one of Italy’s great clubs. Before I made my decision to take the opportunity to go to Italy, I discussed my situation with Jürgen Klopp and the way he handled it showed once again how respectful he is to his players. I am grateful to him and to all of the managers I worked under at Liverpool, especially the ones who showed faith in me when it would have been easy to do the opposite.

    My priority now is to look ahead to a new chapter in my career in the belief that I can contribute to Lazio in the same way that I hope I have helped Liverpool. I have been blessed to live and work in this city, a place that I have come to realise is different to any other, and while living here I have been married and blessed with two wonderful children so whatever happens now we will always take Liverpool with us everywhere we go. I have also been fortunate to play with so many world-class teammates and shared their devotion to do everything that we could to help the club be as good as it can be.

    Off the pitch, I was honoured to become a trustee of the LFC Foundation and got to see at first hand the work they do in the local community. When I celebrated being at Liverpool for a decade recently, it meant a lot to hear some of the children who the Foundation has helped describe me as a Scouser.

    I might not have won as many trophies as I would have liked during my time here but to have people talk about me in that way means as much as any medal. The same goes for the video I was sent on Friday which showed the fans, many of them young, singing my name during the game at Wigan Athletic. To be the recipient of that support and that passion makes me so proud.

    It is for those reasons – and many, many more – that Liverpool Football Club and its supporters will always have a special place in my heart. On top of that, the personality, humour, dignity and integrity of the people of this city will also stay with me forever.

    From the bottom of my heart, thank you to every single Liverpool fan. My family and myself will always be grateful for your support and for being part of this great club, which means we will also be sad now that the time has come for me to leave. All I can say now is that I hope more than anything else that the new season turns out to be a great one for my new club and my old club.

    YNWA,

    Lucas

  11. Það eru blendnar tilfinningar að horfa á eftir Lucas. Það er svo sannarlega ástæða fyrir því að hann sá á eftir svo mörgum leikmönnum og þjálfurum frá L.F.C á sínum ferli. Þvílíkur stríðsmaður á velli og þvílíkur sendiherra utan hans. Það eina sem ég sé eftir er að geta ekki þakkað honum almennilega fyrir dvöl sína hjá klúbbnum. Er kannski möguleiki að einhverjir sem eru djúpt í leiknum geti staðið fyrir einhverskonar nafnakalli og sent kappanum þakkarbréf frá Íslandi?

Tilboði í Keita hafnað, enn von engu að síður.

Þriðju leikmannakaup sumarsins líkleg í þessari viku?