Mohamed Salah til Liverpool – staðfest!

Liverpool hefur staðfest kaup sín á Mohamed Salah frá Roma á rúmlega 34 milljónir punda en kaupverð hans gæti hækkað upp í einhverjar 40 milljónir punda nái hann og Liverpool einhverjum ákveðnum árangri. Búist var við að kaupverðið myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins en svo er víst ekki og á Andy Carroll á enn þann titil mörgum árum seinna, þrátt fyrir að Liverpool hafi keypt leikmenn eins og Salah, Firmino, Mane og Benteke sem allir eru rétt fyrir neðan það verð. Innskot: Roma segir kaupverðið vera 36 milljónir punda og aðrar sjö milljónir muni geta bæst við svo samkvæmt því er hann dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en félagið hefur að minnsta kosti ekki staðfest það hingað til.

Við höfum heyrt talað um áhuga Liverpool á Salah frá því í janúar 2014 þegar Liverpool reyndi að kaupa hann frá Basel en einhverjir hnökrar voru hjá Liverpool í viðræðunum við Basel og Chelsea skaust inn á milli og nældi sér í kappann.

Ferill hans hjá Chelsea var ekki dans á rósum en hann fékk lítin spilatíma og tók þátt í mjög fáum leikjum fyrir þá. Hann tók þátt í 19 leikjum með Chelsea í öllum keppnum og byrjaði inn á í aðeins sex þeirra.

Líkt og flest allir ungir leikmenn sem eru á lager hjá Chelsea þá endaði hann á að fara á lán til annars liðs og endaði hjá Fiorentina á Ítalíu. Dvöl hans hjá Fiorentina var nákvæmlega það sem hann þurfti eftir erfitt fyrsta tímabil hjá Chelsea og var lánaður í janúar 2015 og spilaði hann 26 leiki í öllum keppnum fyrir þá fjólubláu og skoraði níu mörk. Orðspor hans var aftur farið að rísa og þótti dvöl hans hjá Fiorentina vel heppnuð.

Sumarið eftir fékk Roma hann lánaðann og hélt hann áfram að gera það gott á Ítalíu. Hann varð strax í mjög stóru hlutverki hjá Roma og spilaði hann 42 leiki það ár í öllum keppnum, byrjaði þá flesta og skoraði fimmtán mörk og níu stoðsendingar. Það var nóg til þess að Roma ákvað að festa kaup á kappanum og greiddu Chelsea fimmtán milljónir evra fyrir hann síðasta sumar.

Á síðustu leiktíð hélt hann ekki uppteknum hætti heldur gaf hann aðeins í. Hann óx mikið sem leikmaður og átti frábært tímabil hjá Roma. Hann skoraði 19 mörk og lagði upp 15 í 41 leik í öllum keppnum sem er frábært fyrir vængframherja.

Nokkrir áhugaverðir punktar frá síðustu leiktíð:
Salah created 22 chances for Džeko in 2016-17 of which 7 became assists–only Dembélé to Aubameyang was more lucrative with 10. (@StatsBomb)

Mohamed Salah has created more chances from inside the penalty area (51) in Serie A since 2015/16 than any other player.

Salah er mjög skapandi leikmaður og eins og sést þarna þá kemst hann mikið inn á teiginn og veldur gjarnan miklum ursla þegar hann er þar. Hjá Roma og Fiorentina hefur hann mest megnis spilað á hægri vængnum þó hann leiti nú stundum yfir á hinn vænginn og á miðsvæðið.

Hann sækir á vinstri fót sinn og er það eitthvað sem mótherjar hans eru mjög áræðnir í að stöðva þar sem hann nær góðum og kraft miklum skotum með vinstri fæti sínum og er með gott auga fyrir marki.

Einkennismerki Salah er samt án nokkurs vafa hraði hans. Ef þið hafið ekki séð til hans og ykkur finnst Sadio Mane vera hraður þá skulið þið bara bíða og sjá!

Leikur Salah hefur vaxið mikið á síðustu árum en hann hefur altlaf haft hraðann og tæknina til valda ursla í sókn en hann hefur þurft að bæta alhliða leik sinn og varnarskyldu sína á síðustu árum og hefur gert það vel hjá Roma undir stjórn Luciano Spalletti. Þeir unnu saman að því bæta tímasetningar hans, hvar hann á að skila sér þegar liðið tapar boltanum og að hann þurfi ekki að gera allt á fullum hraða heldur geti hann leyft sér að líta upp og meta stöðuna oftar. Þetta kom í hans leik og átti hann frábært tímabil sem einn skæðasti leikmaður ítölsku deildarinnar.

Liverpool hefur fylgst með þessum leikmanni lengi og var talað um að hann hafi verið einn þeirra leikmanna sem Liverpool horfði til síðasta sumar þegar bæta átti við kantmanni og nú loksins er leikmaðurinn á leið til Liverpool.

Hann er svakalega spennandi sem virðist henta leik Liverpool fullkomlega. Hann kemur til með að auka enn fremur við hraðann í sóknarleik liðsins og er mjög áreiðanlegur markaskorari af kantinum og skapandi. Hann er áræðinn, fórnsamur og duglegur svo það er erfitt að vera ekki virkilega spenntur fyrir þessum kaupum. Nú er Liverpool ekki eins “hátt” hraðanum í Mane og getur nú sótt hratt á báðum hliðum vallarins.

Eina stóra spurningin varðandi þessi kaup eru hvar hann og Sadio Mane munu spila. Mane var í fyrra á hægri vængnum og stóð sig frábærlega þar en þar sem þetta er besta staðan fyrir Salah og vinstri fót hans þá gæti þótt líklegt að hann færi sig yfir á vinstri og Liverpool færi sig í aðeins meira þriggja “framherja” kerfi og Coutinho færist ögn neðar á völlinn.

Það að Liverpool skuli fá svona spennandi leikmann á besta aldri eftir tvær mjög góðar leiktíðir hjá sterku liði í sterkri deild svona ódýrt er í raun nokkuð ótrúlegt. 34-40 milljónir punda er ekkert fyrir svona leikmann eins og markaðurinn er í dag. Jú, hann hefði getað fengist ódýrari fyrir nokkrum árum – líkt og t.d. Sadio Mane áður en hann fór til Southampton – en Liverpool er að kaupa leikmanninn tilbúinn og mikið betri en hann var fyrir þremur til fjórum árum síðan.

Mohamed Salah tekur við treyju númer ellefu af Roberto Firmino sem færir sig yfir í treyju númer níu sem á alltaf að klæða aðalframherja Liverpool.

Vonandi er þetta fyrstu af nokkrum stóru kaupum Liverpool í sumar. Mohamed Salah vertu velkominn til Liverpool og bakverðir hinna liðana í deildinni – þið eigið sko ekki von á góðu!

40 Comments

 1. ÞVílík fegurð! Þvílík spenna og þvílíkur hraði!

  Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af gleraugunum hans Klopps og ekki síður tönnunum hans! Vona að hann sé með góða heimilistryggingu.

 2. Glæsilegt! Sem betur fer tókst ykkur félögum ekki að jinxa þessu í þetta skiptið. 25 ára leikmaður, búinn að taka út flottan þroska, hefur vonandi góðan leikskilning og passar eins og flís við rass inn í byrjunarliðið. Eykur líka samkeppnina í sóknarstöðunum. Vona bara að enginn verði seldur því nóg verður að gera í vetur.

  Næst á dagskránni: miðvörður og vinstri bakvörður. Miðjumaður verður síðan rúsínan í pylsuendanum í haust.

 3. Vertu velkominn Salah

  Svona á að styrkja liðið og auka breydd. Ef við kaupum alvöru kalla sem gera tilkall í byrjunarliðasæti og komast þangað þá þýðir það að sterkur kall fer á bekkinn sem gerir liðið okkar bera betra og meira tilbúið að takast á við meiðsli og leikjaálag.

  YNWA og hrósið í dag fær Liverpool FC

 4. Frábært að þessi gaur sé loksins kominn til okkar og með hann sem viðbót við þá sem fyrir eru fram á við á vellinum erum við að verða mjög óárennilegir.
  Nú þarf Klopparinn að fara að skoða stöðuna aðeins aftar á vellinum og klára að styrkja okkur varnarlega.
  Hef fulla trú á því að hann nái að styrkja byrjunarliðið enn frekar , þ.e.a.s ekki bara auka breiddina sem auðvitað þarf að gera líka.
  Lífi Liverpool !!!

 5. Verðmiðinn er 42m evra plús 8m evra árangurstengdar, hvað er það í pundum? Ca. 37 + 7, mögulega 44m punda?

 6. Ótrúlega fljótur leikmaður..Klopp veit uppá hár hvað hann er að gera í leikmannakaupum…

 7. Ég segi nú bara Flottur Firmino! sést vel þarna hvernig manneskja hann er!
  En þvílík snilld að vera búin að landa þessum leikmanni.
  Hlakka mikið til að sjá preseason leikina!

 8. Frábært að fá Salah.

  Nú skipta hann og Mane vængjunum á milli sín og taka á móti frábærum sendingum frá VVD ef allt gengur eftir.

  Liðið er aldeilis að mótast 😉

  YNWA

 9. Sæl og blessuð.

  Salah er málið og þetta eru greinilega kostakaup. Hann verðskuldar alveg að vera hærra skrifaður en hinn þungstígi Carrol.

  Veit ég á ekki mörg skoðanasystkin, en …

  Nú langar mig í Gylfa og Llorente. Gylfi tekur við af meiðslagripnum Henderson á miðjunni, dælir fram sendingum á þessa leifturfljótu kantmenn. Þvílík stjórn sem það væri á leiknum að hafa hann þarna. Svo þegar við mætum liðum af lakara taginu og andstæðingar ætla að eyðileggja flæðið með því að brjóta á leikmönnum trekk í trekk þá gefur okkar maður beint á kollinn á félaga sínum Llorente.

  Þar með erum við komin með plan A og B. Samtals kosta þeir félagarnir ca. 70 mills. sem er gjöf en ekki gjald miðað við þann árangur sem við fengjum.

  Já.

 10. Þetta eru svo góðar fréttir!

  Maður sá vel hvað hraði gerði fyrir liðið á síðustu leiktíð í formi Mané og hvað það vantaði sárlega þegar hans naut ekki við. Þessi gæji er fljótari að hlaupa en Mané! Næsta tímabil verður ennþá meiri veisla en það síðasta og ég get ekki beðið eftir að sjá raketturnar okkar tæta í sig stjarfa og stareyga bakverði sem vita ekki í sitt rjúkandi ráð!

  Ég spái því að Liverpool skori meira á næsta tímabili en það gerði á síðasta tímabili en ég er hræddur um að við fáum á okkur alveg jafn mörg, hvort sem Van Dijk komi eða ekki, ég held að það verði bara blásið til sóknar í ágúst og ekkert slakað á því fyrr en í maí, en það þýðir líka skemmtilegri leikir.

  Vona að ég hafi bara 50% rétt fyrir mér!

 11. Nr. 12

  Ég er fullkomlega sammála með Gylfa, held að hann myndi henda fullkomlega í liðið og bara hornspyrnurnar hans og vítin eru mikils virði og ég myndi líka vilja sjá hann taka aukaspyrnurnar en hann þyrfti að rífast við Coutinho um þær. Fyrir utan föst leikatriði þá er það líka bara þannig að Gylfi er klassaleikmaður sem á fullt erindi í klassalið.

  Ég sé hins vegar ekki að Llorente sé nógu góður kostur þar sem hann er bara orðinn svo gamall. Ef hann væri fenginn þá þætti mér það svoldið eins og þegar Lambert kom um árið, svolítið metnaðarleysi. Ég vil frekar að það verði fenginn almennilegur striker ef það á að breikka hópinn á þá áttina, en Llorente er svo sem hokinn af reynslu hann má eiga það.

 12. Magnað hvað hlutirnir eru fljótir að breyttast.

  Á síðustu leiktíð þá keypti liverpool Mane og menn voru ekki alltof sáttir eða allavega stór hluti og Winjaldum bætist við og menn fóru að tala um að þetta væri bara ekki það sem okkur vantaði.
  Klopp vissi alveg hvað hann var að gera og þessi menn stóðu sig vel.

  Nú kaupir hann Salah og menn eru einfaldlega komnir á þann stað að flestir treysta Klopp og líta á þetta sem góð kaup.

  I like it 🙂

 13. Hrikalega spennandi kaup. Ef menn haldast meira og minna heilir erum við komin með margvídda byrjunarlið sem ætti að hræða líftóruna úr mótherjum. Fyrir utan það er komin góð samkeppni á miðjuna. Ætlaði að sleppa því að horfa á pre season en svona er þetta víst; maður er sogaður inn í stuðið enn á ný.

 14. Flott bekkjasetja.Það á ekkert eftir að koma úr þessum kaupum er 100% viss um það,svona gaur er aldrei að fara meika ensku deildina á þessu levilli.Borini mættur á svæðið enn og aftur.

 15. #19

  Þú ert sjálfsagt að trolla en það er töluverður munur á tímabilunum sem þeir áttu hjá Roma áður en þeir komu.

 16. Mané er dýrasti leikmaður LFC hingað til 36 mills, Svo Caroll 35 og Salah 34 samkvæmt Sky sports

 17. Þetta eru frábærar fréttir. Ég hef fylgst mikið með þessum leikmanni síðan hann lék með Basel og varð virkilega sár þegar Chelsea rændi honum af okkur á sínum tíma.

  Þetta er rosalega sterkt byrjunarlið

  Mohamed Salah – Firmino – Mane

  Coutinho – Henderson – Lallana

  Milner – Lovren – Matip – Clyne
  Mignolet

  Leikmenn eins og Can, Sturridge,og jafnvel Origi og Lukas,Ings og kannski Solanke, Grujic, gætu hæglega tekið líka stöðu í byrjunarliðnu án þess að veikja það.

  Ef við bætum við miðjumanni, vinnstri bakverði og miðverði sem eru með toppgæði, er klúbburinn á góðri leið að verða samkeppnishæfur um stærstu titlana sem eru í boði.

 18. Fljótur er ann og svo leggst hann á bæn og tilbyður Allha þegar hann skorar,það á eftir að stuða nokkra, en okkur er alveg sama bara ef hann heldur áfram að koma tuðrunni í netið fyrir Rauða Herinn.

 19. Frábært, enda góður leikmaður.

  En nú er koma Salah gamlar fréttir. Hver er næstur? Koma svo, við aðdáendur þurfum annað fix.

 20. Frábær kaup!
  Next up…. Aubameyang, öflugur hafsent(Van Dijk) og ungur efnilegur vinstri bakvörður. Þá má tímabilið hefjast fyrir mér.

 21. …og ekki gleyma markaðssetningunni sem er fólgin í þessu… …Egyptaland – þar búa tæplega 100 milljónir. Bara treyjualan verður í einhverjum tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda. Þetta er því afar snjallt út frá því sjónarhorni.

 22. Ef hann setur 15 stykki eins og hann hefur gert síðustu 2 season þá er ég sáttur,hlakka til að sjá hann í action.

 23. Virkilega hrifinn af þessum kaupum á Salah.

  En … við verðum að bæta í vörnina. Kaup á hafsent og vinstri bakverði eru algjört lykilatriði.

  Og … við verðum að halda Cautinho. Fékk þá óþægilegu tilfinningu að kaupin á Salah – sem að mínu mati voru ekki í forgangi – væru forleikur að sölu á Cautinho. Vona innilega að svo verði ekki.

  Áfram Liverpool.

 24. Ef rétt er, þá bauð Klopp 88 mill punda í Mbabbe og því tilboði var hafnað med det samme. Já hérna hér!!

 25. Þessir FSG gaurar, gátu nú ekki einu sinni klúðrað þessum kaupum!

  Frábært að fá Salah til okkar ástkæra liðs…það verður ekki minni flugeldasýning í sókninni á næsta ári 🙂

 26. Meiðslapési frá Arsenal til sölu. Nei, takk.

  Ég er búinn að kaupa 18 Liverpool treyjur fyrir stórfjölskylduna nr. 11 með Firmino á bakinu fyrir seasonið.

  Ætli hægt sé að fá endurgreitt? Hmmm

 27. Þetta er flottur pistill um flott kaup og ég er virkilega ánægður með að Salah sé orðinn leikmaður Liverpool. Vonandi kemur hann til með að gera gott mót á næsta tímabili.

  Eitt lítið atriði frá mér en stafsetningarhjartað mitt getur bara ekki horft á orðið usla verið skrifað með r-i = ursla. Maður veldur miklum usla en ekki ursla 🙂

 28. Talað um að Lacazette sé fáanlegur fyrir 44 milljónir punda, finnst skrýtið ef við ætlum ekki að blanda okkur í það miðað við núverandi markað.

  Eins ímyndið ykkur hvað Klopp gæti gert úr Mbappe (veit hann er ekkert að fara koma) miðað við sögu sína að búa til heimklassa strikera í Auba og Lewandowski.

 29. flott kaup, en kannski of dýrt, aðalatriðið núna er vinstri bakvörður og Can eða Milner í hægri bakvörð og burt með Clyne

 30. Ef þið hafið fylgst með Salah þá er þessi gaur með insane auga fyrir góðum sendingum það eru ekki bara mörkin sem hann skorar heldur býr til fáranlega mikið og virðist skilja leikinn gríðarlega vel og það er fyrir utan að vera einn hraðasti leikmaður í heimi um þessar mundir.
  Þetta er gott stuff félagar góðir.
  Mané og Salah saman á vellinum það verður interesting að sjá hvernig varnir hjá hinum eiga eftir að höndla þennan hraða.

Mohamed Salah færist nær – Opinn þráður (slúður)

Komdu með í ferð til Liverpool