Mohamed Salah færist nær – Opinn þráður (slúður)

Allir helstu miðlar, sem vert er að taka mark á, birtu frétt í morgun þess efnis að Liverpool og Roma séu við það að ná samkomulagi um kaup á Mohamed Salah sem ferðaðist til London í morgun og mun í kjölfarið ganga undir læknisskoðun hjá Liverpool.

James Pearce, Paul Joyce, Bascombe og fleiri hafa allir staðfest þetta og verður því að telja ansi líklegt að við fáum að sjá Salah hallandi sér upp að merkinu áður en vikan er liðin. Echo segir að læknisskoðun muni fara fram á miðvikudaginn áður en kappinn skrifar undir 5 ára samning við félagið.

Hvað slúðrið varðar. Bæði Joyce og Bascombe sögðu í pistlum sínum í morgun að Van Dijk sagan væri langt frá því að vera búin og að Liverpool væri einnig enn á eftir Naby Keita og vinstri bakverði. Þeir gáfu aftur á móti ekki mikið fyrir slúðrið um Pierre-Emerick Aubameyang en sögðu að menn væru bjartsýnir að klúbburinn myndi ná að landa öllum sínum fyrstu kostum þetta sumarið!

Við sjáum hvað setur og bíðum í nokkra daga áður en við bjóðum Salah velkominn. Gefum annars Peter Crouch orðið

58 Comments

  1. Það er enþá nægur tími fyrir samninga menn Liverpool að klúðra þessu einhvernveginn

  2. aubameyang væri gaman að fá….. eeeenn það er ekkert launungamál að það þarf að leysa varnarmálin og fá einn gott ankeri á miðjuna

  3. Ekkert sem kemur á óvart hér. Mikið lagt í að klára þessi Salah kaup. Van Dijk kaupin þurfa sinn tíma. Ef Liverpool enda með að ná þeim tveim, Keita og alvöru vinstri bakverði þá verður þetta besta sumar FSG að mínu mati.

  4. Crouch hefur alltaf verið hress 🙂 þvílíkur fagmaður Haha 🙂
    Annars held ég að LFC klári þessi kaup og vonandi einhver óvænt kaup sem engin fjölmiðlamaður veit af. Það væri hressandi tilbreyting að klúbburinn myndi ekki leka upplýsingum jafn grimmt og íslenska lögreglan lekur rannsóknargögnum.

  5. Ég er fáranlega spenntur fyrir þessum kaupum, þessi drengur er með óhugnanlegan mikinn hraða og mjög góðan vinstri fót.
    Þessi kaup hljóta að þýða að Mane fari á vinstri kantinn og Coutinho á miðjuna.

    Vonandi klára menn þetta loksins í dag eða á morgun

  6. Crouch einfaldlega vann twitter með þessu.

    Salah er annars gríðarlega spennandi og eitthvað sem Liverpool vantaði sárlega í vetur. Hann er líklega einn fljótasti leikmaður sem félagið hefur átt (verði af þessum kaupum) og koma hans ætti að fjölga verulega mínútum Coutinho á miðjunni sem er mjög gott mál. Það vantar hraða í núverandi lið og það er eiginlega ekki hægt að kaupa meiri hraða en þann sem Salah kemur með.

    Vonandi er hann svo ekki eini kantmaðurinn sem Liverpool kaupir í sumar því það er alveg pláss fyrir fleiri í hópnum.

  7. Eg er bara ekkert spenntur fyrir Salah, chelsky reject med eitt gott timabil a italiu. Brandt, douglas Costa, kovacic, emre mor, pulisic. Allt meira spennandi leikmenn fyrirr mer. En hvad veit eg svosem vid treystum klettinum Klopp.

  8. Ertu þá að meina leikmaður sem Mourinho taldi sig ekki hafa þörf fyrir.
    En De Bruyne, Lukaku, Mata, Bertrand, David Luiz, Filipe Luis og Nemjana Matic t,d
    Allt eru þetta leikmenn sem Móri taldi sig ekki hafa þörf á.

    Salah er einfaldlega klassa leikmaður

  9. Númer 9

    Hann er búinn að eiga 3 góð tímabil á Ítalíu og tvö síðustu tímabil er hann búinn að skora 34 mörk og leggja upp 22. Leikmenn Roma segja að það sé bara einn maður í heiminum fljótari að hlaupa með boltann í löppunum og það er Messi.

  10. Ég ætla ekki að fara “hæpa” (eða gagnrýna) kaupin á Salah en það er svolítil mótsögn og rangfærsla í þessu hjá þér.

    Byrjum á Salah:

    Hann hefur spilað tvö og hálft tímabil í Seria A:

    2015, Fiorentina (kom að láni í lok janúar gluggans). 26 leikir, 9 mörk.

    2015-2016, Roma (lán). 42 leikir, 15 mörk.

    2016-2017, Roma. 41 leikur, 19 mörk.

    Á þessu tveimur og hálfu tímabili í Seria A hefur hann skorað 35 mörk í 81 leik sem kanntmaður sem gerir 0,43 mörk að meðaltali í leik (og lagt upp 20 mörk þar að auki). Þess má geta að Mané er með 0,36 mörk að meðaltali í leik í þeim 94 leikjum sem hann hefur spilað í EPL.

    Svo nefnir þú Kovacic, sem er miðjumaður, Douglas Costa, sem er að fara til Juve og Emre Mor sem hefur ekki einu sinni átt eitt gott heilt tímabil,

  11. Ekki aetla eg ad setja mig upp a moti thessari vel rokstuddu greiningu hja ykkur felagar. Eg hef bara “hunch” ad thetta se ekki besti kosurinn fyrir okkur en skal med glodu gedi eta suran og sveittan sokk med tomatsosu ef eg hef rangt fyrir mer og hann verdur lykilmadur hja okkur a naestu leiktid. YNWA!

  12. Ef Klopp vill fá hann til liðs við okkur og telur að hann styrki liðið þá er ég sáttur.
    Það má vel vera að verðið sé í hærri kantinum og Chelsea(Morinho)hafi ekki geta notað hann, það segir samt ekkert um gæði hans eða getu sem leikmanns.

  13. Ætla að gerast svo djarfur þrátt fyrir þetta „hunch“ að fullyrða að Salah sé aðeins betri kantmaður en Kovacic og Emre Mor, WTF?

    Pulisic er ekki falur og alls ekki víst að hann sé jafn tilbúinn og Salah enda ekki orðin 19 ára. Brandt er ekki heldur betri kostur en Salah ef skoðað er tölfræði eða bara tekið mið af orðum hans fyrri stjóra sem var hér um daginn. Væri alveg til í Costa en hann var varamaður í Bayern á meðan Salah var lykilmaður i næstbesta liði Ítalíu.

  14. Frábært.
    Þetta eru stór kaup.
    FSG fá credit þarna. Nú er vonandi að allt gangi upp, Keita og topp miðvörður.
    Dugar þá að hafa Sturridge – Solanke og Firminho sem strikers. Kannski bæta Vardy við?

  15. Salah hefur einn eiginlega sem maður er mjög spenntur fyrir. Hann er ótrúlega hraður og væri hugsar maður bara um Mane/Salah á könntum á fleigi ferð með Firminho fremstan til að bjóða sig og ógna. Fyrir aftan þá eru Coutinho og Lallana til að skapa.

    Það eru fullt af mörkum í þessu og annar valmöguleiki kominn til að reyna að klára litlu liðinn á heimavelli og eykur hann breyddina(ef hann kemur).

  16. Flott kaup! Ekki minn fyrsti kostur en Mané var það ekki heldur í fyrra. En þess vegna sér Klopp um þetta en ekki ég 🙂 Treysti Klopp 100% fyrir þessu. Þá er bara að bíða eftir staðfestingu!

  17. Kaupverð sagt um 39 mp.
    Laun sögð um 90 þús pund á viku.
    Samningur til 5 ára.
    Treyjunúmer #9

    Tekur við treyjunni af ekki merkari mönnum en Lambert, Aspas og Carrol.
    Sá seinasti sem gat eitthvað í þessari treyju var auðvitað Fernando Torres, það eru margir fúlir að hann sé mögulega að fá þetta númer því að þá verði trúlegast ekki fengin klassa sóknarmaður.

  18. Frábær kaup. Gæti orðið besti gluggi í sögu félagsins ef við náum að landa honum, Aubameyang, Keita, miðverði og vinstri bakverði sem myndu styrkja liðið.
    Vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.

  19. Mjög ánægður með að landa Salah. Við verðum samt að vona að þetta sé aðeins byrjunin og að eigendur liðsins sé tilbúnir að bakka almennilega við Klopp með það markmiði að ná settu markmiði. Þurfum að styrkja vörnina og fá einn góðan bakvörð. Fá kannski fáa leikmenn en allt mjög góða.

  20. Aubameyang er ekki á leiðinni til Liverpool FC. Ef hann væri á innkaupalista Klopp þá vissum við af því. Van Dijk eru stóru kaupin í sumar.

  21. Ég fíla að við séum að landa honum og hefði ekkert á móti að fá líka þennan Gelson Martins sem við erum orðaðir við. Menn tala um að við þurfum alvöru markaskorara á toppinn en ég sé það ekki sem neitt svaka obstacle. Fyrir utan að hafa Bobby og Sturridge þá væri hægt að converta Mané á toppinn með Salah og Martins á vængjunum, ákveðinn hraði sem flestir nenna lítið að díla við.

    Naby Keita er líka efni sem ég er óvenju spenntur fyrir og það bara fyrir að lesa um hann og sjá youtube klippur. VVD væri awesome (ekki alveg að gleypa því samt að við séum að fara að borga þessa upphæð sem miðlar eru að gefa út). Eitthvað sexy við að hirða OXinn og gera hann að beasti en veit ekki hvernig kloppo hugsar að nýta hann. Lýst bara nokkuð vel á hvaða menn eru orðaðir við okkur, sérstaklega vitandi að kloppo er í brúnni en finnst skrítið hvað lítið er talað um vinstri bakvarðarstöðuna þar sem það virðist vera mest obvious staðan til að bæta.

  22. Auðvelt að missa sig.

    Fögnum Salah þegar við sjáum “Staðfest”
    Fögnum besta glugga í sögunni 1. september.

    Ég hef miklar væntingar til þess að svo gæti orðið.

    Klopp lærði örugglega mikið um liðið á síðasta tímabili.
    Kaupin á Salah leysa þó ekki að öllu leiti janúar krísuna þar sem Salah hverfur líklegast eins og Mané inn í frumskóga Afríku. Seinni hluti desember og janúar hefur alltaf verið mikill áhrifavaldur í deildinni.
    En hann mun létta á spilaálagi nokkurra annarra áður en miðsvetrardrullan og kuldinn fer að herja á liðið.

    Við þurfum fleiri pósta í liðið til að dreifa álagi og einhverja menn í viðbót sem verða heima hjá sér í janúar.

    Miðvörðurinn sem ekki má nefna, spái því að hann detti inn. Það er rót á Dýrðlingunum og stjórinn farinn.

    Vinstri bakk er vandfundinn.
    Megum við ekki kaupa Ryan Sessegnon þrátt fyrir að hann sé 17 ára og við í akademíubanni?
    Mér finnst allt í lagi að kaupa svona efnilegan ungling í þessa stöðu og prjóna hann inn smátt og smátt.

    Naby Keita gæti orðið flottur prímus mótor og ég að verða sáttur.
    Striker væri bónus, kannski ólíklegt að svo verði.

    En ef blekið fer að leka úr pennanum í vikunni þá er alger óþarfi að láta það þorna mikið.
    Áfram með smérið.

    YNWA

  23. jæja, maður fer bara að verða spenntur núna fyrir preseason. Sjá þá félaga Salah og unga strikerinn í action. Væri fínt að ná eins og eitt stykki van dijk fyrir mánaðarmót og eins og einn óslípaðan demant í strikerinn sem enginn hefur heyrt um og verður næsti Suarez fyrir lok sumars og allir sáttir með gluggann.

    Með komu Salah þá erum við að verða bara ansi fínir hvað sóknina varðar.

  24. Helvíti mikill peningur 40 m fyrir kappann, vonandi kemur hann. Mestu máli skiptir er að þeim langaði í leikmanninn og ætla sér að kaupa hann en ekki prumpa út í horni.

  25. Virkilega góð tilfinning að opna TIA síðuna og kop.is og sjá þessar fregnir eftir langan og skemmtilegan vinnudag.

    Hef fulla trú á því að Van Djik endi hjá okkur í sumar líka. Svo yrði auðvitað geggjað að fá Keita og í guðanna bænum farið að semja við Emre Can!

    Hef bullandi trú á þessu pre-seasoni okkar. Nenni ekki bölmóð og svartsýni.

  26. Þetta eru geggjaðar fréttir fyrir mig. Er rosa sáttur við fyrstu tvö kaup okkar sem virðist vera að ganga í gegn. Hef trú á að Solanke verði farin að spila með aðalliðinu áður en um langt um líður.
    Ef svo þeir sem við erum mest orðaðir við þ.e. Keita, Dijk og Benjamin Mendy koma þá meiga hin liðin fara með bænirnar sínar.

    Svo væri magnað ef að draumur minn rættist og Douglas Costa yrði fengin líka. (Litlar líkur)
    Algjört nauðsyn að fá svipaðar típur og Mané og Salha sem hverfa á braut um mitt tímabilið.
    Yrðum frekar í vondum málum ef svo Lallana eða Choutinho meiddust á sama tíma eins og raunin varð síðasta tímabili.

    Svo er það þessi kappi sem er orðaður mikið við okkur núna. (Spennandi)

    http://www.calciomercato.com/en/news/liverpool-spurs-arsenal-join-juventus-in-the-race-for-monaco-sta-45672

    Gleðilegan glugga félaga.

    YNWL. Ingó

  27. Það er engin Afríku keppni næsta tímabil.
    En annars gott að fá Salan núna, tilbúinn leikmann sem hefði mögulega floppað hefði hann komið strax frá Basel. Gott að fá einn vel slípaðan demant.

  28. Ef mönnum finnst þessi upphæð há fyrir Salah þá má kannski benda á að united borguðu Mino Raiola umboðsmanni Pogba 41 miljón punda, fyrir minni pening fáum við klassa leikmann.

  29. Það er svona frammistaða (roma- napoli) sem lætur mann skilja hvað það er sem gerir Salah að draumaleikmanni fyrir Klopp:

    https://youtu.be/m2CQwU-k0W8

    Virkilega góður sóknarlega en eins og sést í þessum leik að þá er hann fullkominn í hápressuna sem Klopp vill spila. Svakalega agressivur og sterkur og hefur þennan vilja til að vinna boltann. Augljóst að hann er ekki að verjast af því að einhver skipar honum að verjast. Frábær leikmaður sem skrifar vonandi undir sem fyrst.

  30. #3 Hef nú bara lært af bituri reynslu sem stuðninigsmaður Liverpool að fangna aldrei fyrr en að kauði hefur verið myndaður í treyju á official síðunni með penna í hönd. En ef það gerist á morgun þá verð ég mjög glaður enda held ég að hann væri frábær viðbót.

  31. Þetta eru góð tíðindi og allir hljóta að vera sammála um það. Við erum svolítið eins og kvennþjóðin á hringnum sínum, og með minni dýpstu virðingu fyrir þeim elskum.

    Við notum hálfan daginn í að kvarta yfir metnaðarleysi eiganda Liverpool í að rífa budduna á loft og notum svo hinn helminginn í að kvarta yfir of háum kaupverðum. Kannski ekki alveg allir en nokkuð stór hluti held ég. Markaðurinn í dag er steiktur og það er alls ekki að fara að breytast neitt í náinni framtíð.

    Salah hefur verið algjör lykilmaður hjá mjög sterku Roma-liði og er missir þeirra mjög mikill. Þetta er leikmaður sem Klopp dreymdi um að hafa í sínu liði hugsa ég. Ég hef að vísu aðeins áhyggjur af 9 númerinu ef hann tekur það því ég er enn ekki búinn að gúddera Firmino sem striker. Mér finnst okkur vanta svona “killer instinct” framherja og það er Firmino bara alls alls ekki. Solanke er auðvitað ungur en samt ekkert svo ungur, fylgdist nokkuð vel með honum á HM U-20 og þar leit hann hrikalega vel út en að ætla sér í deild, meistaradeild, bikarana með hann, Sturridge, Origi, Ings og Firmino sem menn á toppinn kemur okkur ekki langt hugsa ég. Svo eru tveir þarna líklega á förum.

    Forgangsatriði er svo vinstri bakvörður og pípurnar í þeim efnum hljóta að vera að springa því þrátt fyrir góðan vilja er Milner ekki að fara að standa í þessu einn. Það væri mjög gott hinsvegar að hafa íþróttamanninn Milner upp á að hlaupa þegar kemur að breidd hópsins. Ég nenni ekki einu sinni að bera hvorki MIlner né aðra vinstri bakverði i heiminum við Moreno af virðingu við spánverjann.

    23-24.júní verður Salah vonandi orðinn leikmaður liðsins og talar um að móðursystir bróðir síns hafi verið stuðningsmaður Liverpool svo taugarnar hafi alltaf legið þangað og þá verða spekfeitir dagar eftir af glugganum sem Klopp og co nota vonandi gáfulega.

    Það verður svo spennandi að fylgjast með hverjir fara og fyrir hvað mikið – Sakho, Sturridge, Moreno, Ings og Markovic svo örfá dæmi séu tekin.

    Við sjáum til.

  32. Jújú en það er kannski óþarfi að hafa enga trú á okkar mönnum 😉

  33. Flott upphæð, það náttúrulega gengur ekki lengur að Andy Carroll af öllum sé dýrasti leikmaður í sögu okkar ástkæra félags! 🙂

  34. þessi kaup á salah meika voða mikið sense fyrir mér ef maður tekur tillit til mané og hvernig hann hefur vaxið á einu tímabili hjá liverpool…… hann var alveg góður hjá southampton en síðasta tímabil hjá honum var 10 sinnum betra en hann hafði nokkurn tímann verið áður.

    eitthvað segir mér að það verði nákvæmlega sama með mohamed salah…. tölfræðin hans á eftir að batna umtalsvert hjá liverpool en hjá öðrum liðum sem hann hefur verið hjá og hann er pottþétt enn eitt púslið sem jurgen klopp er að smíða hjá okkur. það er ekki verið að kaupa”bara af því bara” heldur eru sterk rök fyrir þessum kaupum og allt tal um flopp og hunch eru verulega ótímabær það sama má segja um kaupverð.

    hversu oft hafa leikmenn annara liða komið í viðtöl og sagt að pressan og ákefðin í þessu liði er ónáttúruleg og hrikalega erfið viðureignar…. salah er að bæta 30% við þessa pressu held ég….

    GEGGJUÐ KAUP!!!!

  35. LFC þarf ekki fleiri menn. Aðeins þarf að finna út úr því hvernig eigi að halda leikmönnum heilum heilsu lengur en 4 – 6 vikur.

  36. Sælir félagar

    Mér finnst þetta ganga býsna vel enn sem komið er. En ég hvorki pirra mig meira né gleðst endanlega fyrr en skipti og önnur leikmannamál eru staðfest. Ég varð vitlaus útaf VvD klúðrinu og ætla ekki að láta það henda aftur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  37. Þar sem Salah er að fara velja sér treyju nr 9 er óliklegt að top class striker verði keyptur? En er það svosem heimsendir, við spiluðum á köflum langbest þegar Firmino fékk að vera uppá topp. Ég meina ég væri ekkert á móti einum Lacazette, en ætli við verðum ekki spilandi á þessum sem við höfum núna í dag plús það að Solanke er líka mættur.

  38. Hversu erfitt verður fyrir varnarmenn að þurfa mæta Mané og Salah ? það verður flugeldasýning held ég .
    EN við erum á leið í CL og mun vanta meiri breidd það sást vel á síðasta tímabili að það mun þurfa fleiri topp menn en bara Salah til að við verðum keppnishæfir út allt næsta tímabil en engu að síður líst gríðarlega vel á Salah.
    Virgil van Djik væri nátturlega frábær kaup en ætla ekki að halda í mér andanum fyrr en maður sér eitthvað meira en getgátur um það.

  39. Jæja ætli þetta sé ekki að takast.

    BREAKING NEWS

    Sky sources understand Mohamed Salah has arrived on Merseyside and is currently undergoing a medical at a local hospital.

    He will then head to Liverpool’s Melwood training ground to complete the move from Roma.

    We understand the fee could rise to €39m (£34.3m).

  40. Hvaða leikmaður kom seinast til Liverpool frá öðru toppliði í meistardeildinni sem lykilmaður.
    Er það ekki bara Suarez seinast og þar áður Torres.
    Það verður að hrósa Liverpool að ná Salah enda klassa leikmaður þarna á ferð.

  41. Nei hann var það ekki, en hann var samt alveg notaður og þeir vildu halda honum en þeir létu samningin renna út. Annars verð ég að viðurkenna að ég mislas þetta. Ég hélt að það væri bara verið að tala um leikmann sem kemur úr toppliði úr meistaradeildinni.

    Annars kom Matip frá Shalke og hann var klárlega lykilmaður þar en Shalke tels ekki topp lið í meistaradeildinni, þó þeir hafi oft staðið sig vel þar.

  42. Ég skil ekki afhverju það er ekki búið að staðfesta Salah?
    Hann fór í læknisskoðun kl 10 í morgun og síðan þá hefur bara ekkert heyrst.. er það ekkert sérstakt?

  43. Jú pínu sérstakt en það er þessi pappírs vinna líklega frá Ítalíu sem þarf að skila sér.
    Hann er löngubúinn með læknisskoðunina og tel ég að við sjáum hann ekki fyrr en á morgun í Liverpool búningnum.
    Svona hefur áður dregist á langin og ég veit að þið trúið þessu ekki en Liverpool er ekki eina liðið sem lendir í þessu þótt að margir halda það.

  44. Það eru að birtast myndir af honum í þessum töluðu orðum í Liverpool búning. Veit ekki hvort að þetta sé fake eða ekki.

  45. Jæja, þetta er komið!!

    Erum nú þegar búin að bæta við okkur herra Salah, sem er öskusnöggur og svo hrikalega spennandi Dominic Solanke.

    Síðan berast nokkuð öruggar fregnir að Djik vilji bara spila fyrir okkar lið næsta sísón, svei mér þá!

Uppgjör 2016-17

Mohamed Salah til Liverpool – staðfest!