Leikjaplanið 2017/18 komið / Ferðir á vegum Úrval Útsýnar

Leikjaplanið fyrir komandi tímabil var gefið út í morgun. Okkar menn hefja tímabilið úti gegn Watford, enda það heima gegn Brighton. Borgarslagirnir eru í desember (Anfield) og apríl (Goodison), á meðan United og Mourinho munu leggja rútunni á Anfield í október og fagna jafntefli gegn okkar mönnum á Old Trafford í mars.

Við minnum sem fyrr á hópferðir Kop.is og Úrval Útsýnar. Við erum þegar búin að sigta út tvo eða þrjá leiki í haust og munum kynna þær hópferðir strax á næstu dögum svo endilega fylgist með því og komið með okkur að sjá þetta frábæra lið Jürgen Klopp í haust.


Úrval Útsýn eru einnig með frábærar golfferðir fyrir áhugasama en í haust verður hægt að bóka sig í styttri og lengri ferðir til El Plantio Resort við Alicante. Þar er boðið upp á 4, 7, og 10 nátta ferðir en á Plantio er allt innifalið og ótakmarkað golf í boði. Gist er í 4-stjörnu íbúðagistingu en hver íbúð hefur tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi – tilvalið fyrir tvo ferðafélaga sem vilja gista í hvoru herberginu! Einungis 5 mínútna keyrsla frá flugvellinum og 10 mínútna keyrsla frá miðbæ Alicante.

Við mælum með þessum ferðum. Ef þið hafið áhuga getið þið séð nánari upplýsingar á UU.is/golf.

Skellið ykkur í golf með Úrval Útsýn!

YNWA

14 Comments

  1. Ein spurning, veit einhver hvenær umspilsleikirnir í meistaradeildinni eru?

  2. #1 seinsasta umferðin, sú umferð sem við komum inn í er 15 – 16 og 22 – 23 ágúst.

  3. Maður er orðinn gríðarlega ánægður hvað okkar menn vaða í leikmannakaupin eins og talað var um 5 mín. eftir lokaflautið á móti Boro.
    ???????? ?????? voru flott kaup til að þétta vörnina og ??????? ????? voru náttla möst til að leysa þessa vinstri bakvarðarstöðu sem við vorum þunnskipaðir í (FSG virkilega fljótir að hugsa þarna) svo maður tali nú ekki um ???? ????? sem er fullskapaður striker með explosive hraða og klárar mjög vel færin, svo er líka frábært að hugsað sé um framtíðina með kaupum á Dominic Solanke sem kannski verður vonandi einhvertíman seinna góður í fótbolta.

    FSG lengi lifi.

  4. #5

    Hvernig væri að slaka aðeins á? Leikmannaglugginn er ekki búinn að vera opinn í viku og menn eru strax farnir að missa vitið. Ég treysti Klopp OG eigendunum fullkomlega fyrir þessu.

    Þar sem þú minnist á Solanke þá verð ég að segja að mér finnst það sem ég hef séð af honum hingað til benda til þess að hann sé bara nokkuð góður í fótbolta, jafnvel á þessum tímapunkti.

  5. Það er 9. júní á Englandi en 1. júlí í t.d. Ítalíu og Þýskalandi.

  6. Rólegir. Mane var keyptur 28.júní og Winjaldum 22. júlí held ég. Þá var reyndar Matip kominn og Grujic sem var klárað í janúar minnir mig. Nógur tími til stefnu.

  7. okkar ástkæri Jurgen Norbert Klopp er Fimmtugur í dag, til hamingju með daginn Jurgen 🙂

  8. Dear Kloop

    I’m sorry I could not come to your Birthday Party because of Anna.

    HAPPY BIRTHDAY !!!

    Yours, Stone Kilroy

    P.S. I will see you soon on the pitch. YNWA

  9. Það er sérstakt að eftir þetta svokallaða reiðarslag fyrir klúbbinn varðandi VvD þá bjóða Skybet upp á 1/1 eða stuðulinn 2.
    Sérstakt m.v. fullyrðingar um getuleysi klúbbsins hjá mörgum bæði hér og annars staðar!

    In Klopp I trust

Podcast – Afsökunarbeiðnir og slúður

Uppgjör 2016-17