Podcast: Gylfi losar okkur við Everton næstu árin

Í þessum þætti gerðu strákarnir upp tímabilið hjá hinum liðum Úrvalsdeildarinnar, ræddu fyrstu kaup sumarsins í Dominic Solanke frá Chelsea og spáðu í framtíðarhorfur Úrvalsdeildarliðanna.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kristján Atli.

MP3: Þáttur 154

14 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og yfirferðin á liðinni leiktíð var nokkuð góð þó taka hefði mátt tvo þætti til að gera henni skil. Hugmynd væri að fara yfir neðri hlutann, fallliðin og nýliðana í einum þætti og svo efri hlutann, meistarana og meistaraefni næstu leiktíðar í öðrum. Þá gefst meira tóm til pælinga en ef öll liðin eru undir í einu. Þá fær maður líka 2 þætti í staðinn fyrir 1 sem er plús. Þetta er bara hugmynd en ekki gagnrýni á ykkur Kop-arar sem eigið ekkert annað en lof skilið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Þar sem þetta podcast var notað til að gera upp tímabilið, þá er kannski ekki úr vegi að nota þennan þráð til að skoða aðeins hvernig spádómur Kop.is fyrir tímabilið gekk eftir.

    Gögnin má sjá hér:

    https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ATWJ7OfiwCffto9hCMwAO-0nE5MxR7kR8iyZsUFeOAc/pubhtml?gid=0&single=true

    Eins og áður er um að ræða frávikstölur, þ.e. ef spáin hljóðar upp á að t.d. Stoke lendi í 8. sæti en það lendir svo í 11. sæti, þá er þar um að ræða frávik upp á 3. Meðaltalið er svo reiknað af frávikstölunum fyrir liðin.

    Eins og sést var þetta nokkuð gott tímabil, meðalfrávik var upp á 2.8 sem er bara ágætt, það hefur farið niður í 2,2 þegar best lét (tímabilið 2009-2010), en verst 4.0 tímabilið 2011-2012.

    Samanlögð spádómsgáfa kop.is liða er betri heldur en hjá einstökum meðlimum. Í ár vor það Kristján Atli og Maggi sem náðu bestri útkomu með meðaltal upp á 2.9. Þeir voru enda frekar samhljóða hvað sínar spár varðar. Reyndar setti Maggi Middlesbrough bæði í 12. og 14. sæti, hann hefur líklega ætlað að setja West Ham í annað hvort sætið, og ef við gerum ráð fyrir slíkri leiðréttingu þá stendur Maggi með pálmann í höndunum, með frávik upp á annaðhvort 2,5 eða 2,7, eftir því hvoru megin Hamrarnir áttu að vera.

    Algengast var að menn héldu að Bournemouth myndi enda neðar en þeir gerðu, og að Middlesbrough myndi enda ofar en reyndin varð. Þá var spáin fyrir Leicester almennt skökk nema hjá Einari Matthíasi. Hann spáði aftur á móti WBA mun verri útkomu en varð svo niðurstaðan, SSteinn spáði Sunderland betra gengi en úr varð, og Kristján Atli spáði bæði Southampton og Crystal Palace neðar heldur en þau lentu.

    Jafnframt reyndist 6. sætið hjá United vera frekar óvænt hjá öllum nema hjá SSteini.

    Overall held ég að þetta sé bara nokkuð góður árangur. Er nokkuð viss um að ég væri ekki að toppa þetta, og líður bara ágætlega í því hlutverki að taka saman þessi gögn.

  3. Liverpool ekcho hefur verið að íja að því að Mohamed Salah sé á leiðinni til Liverpool. Þau leikmanna kaup myndu meika sens fyrir mér, raunar hundraðprósent sens. Hann er hraður og teknískur. Dálítil samblanda af Coutinho og Mane og gæti verið t.d verið góður sem vængmaður.

    þegar hann fór til Chelsea á sínum tíma fannst mér þau kaup aldrei meika hundraðprósent sens fyrir þá en hundraðprósent sens fyrir okkur, því hann fittaði einhvern veginn inn í pressu leikstíl Rodgers með Suarez innanborðs og svo núna inn í leikstíl Klops.

    Ég tek þessu með fyrirvara því það er augljóst að það er ekki verið að gefa upp miklar uppýsingar varðandi leikmannakaupin og því margar kjaftasögur á kreiki.

  4. Takk Daníel!

    West Ham var í 12.sæti hjá mér.

    Flott að fá svona samantekt varðandi spána. Varðandi það að skipta í tvo þætti þá ræddum við það og ágætt að fá pælingar varðandi það frá ykkur svona til að skoða. Við fórum býsna hratt yfir 10. – 17.sæti…en vorum ekki vissir um að þáttur um WBA, Stoke og Palace fengi mikla hlustun 😉

  5. Takk, Daníel. Gaman að sjá þetta. Auðvitað höfðum við Maggi mest rétt fyrir okkur, annað gat ekki verið. 🙂

    Annars fær Steini aðalverðlaunin fyrir að hafa verið sá eini sem sá sóma sinn í að segja satt um United og Mourinho. Köllum hann United-sérfræðinginn okkar framvegis enda er Steini með gráðu í Mourinho-fræðum.

  6. Flott, ég leiðrétti þá spána í skjalinu. Rétt skal vera rétt og allt það.

    Líka rétt að taka fram að SSteinn var ekki með United í 6. sæti frekar en aðrir, en hann var nær rétta sætinu en aðrir.

  7. djofuls veisla er að fá að hlusta á þetta í kvold. held ég hafi hlustað á hvert einasta podcast frá upphafi.. er þó enn að reyna að komast yfir þáttinn síðan í síðustu viku, byrja alltaf að hlusta þegar ég fer að sofa og sofna út frá þessu þannig get ég hlakka til alla daga að hlusta á podcast á kvöldin enda er ég yfirmeitt 3 til 4 kvöld í viku að komast yfir eitt podcast því ég sofna alltaf nokkrum sinnum yfir því en ekki af því það er leiðinlegt heldur bara að því að ég sofna alltaf mjög fljótt þegar ég leggst uppi rúm bara á 20 til 30 mínútum í mesta lagi… en ég er ánægður með þessa taktík hjá mér..

  8. Stórvel gert Daníel

    Tek fram að spá mín varðandi United var jinx, tók þar einn fyrir liðið.

    Djöfull að sjá þetta Sigkarl, hættum við í miðjum þætti að tvískipta þessu 🙂

    Eigum svosem eftir að skoða efri hlutan sérstaklega mun nánar í sumar.

  9. Sælir félagar

    Einar Matt ekki vera með kjaft við þér eldri og fallegri mann. En já skipta í tvennt, þá fær maður 2 klukkutíma af ykkur segja lókala brandara og svona. Það er mjög gott og maður sofnar ekki yfir því til þess er spennan í átökunum of mikil. Ekki síst þegar Steini tekur snúning á þeim bláu í Liverpool borg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Kjaftasagan varðandi Salah var nú ekki byggð á sterkum heimildum. Umboðsmaður Salah setti “like” á Liverpoolsíðuna á Twitter og hann tók mynd af flugmiða sem sýndi að hann væri á leiðinni til London en Liverpool hvu ganga mikið frá samningsmálum þar í borg.

  11. Flott að vanda .takk fyrir þættina í vetur þetta er búið að vera frábær hlustun.

  12. City virðist ætla hnappa Van Dijk með risalaunapakka. Shit hvað þeir eru ekkert að grínast í sumar. Kannski er til ennþá eitthvað passion í leikmönnum því hann á að vilja spila undir Klopp.

  13. City að fara á alvöru eyðslufyllery það er nokkuð ljóst.
    Guardiola er ekki að fara í annað tímabil án þess að kaupa sér titil.

  14. Man City are closing in on a £40m deal for Monaco full back Benjamin Mendy, according to Sky sources.

    Þeir ætla heldur betur að styrkja sig.

Uppfært – Dom Solanke að mæta á Anfield

Punktar varðandi sumarið