Opinn þráður – leikmannakaup

Podcast á dagskrá í kvöld en opinn þráður fram að því.

Markaðurinn er auðvitað ekki opinn ennþá og flestir ef ekki allir leikmenn farnir í frí eftir langt tímabil. Það er eiginlega bara eitt lið sem er að klára kaup á leikmönnum fyrir þessi mánaðarmót og Dan Kennett var með áhugaverðar vangaveltur um það afhverju það gæti verið.

Á móti myndi maður ætla að Liverpool sé ágætlega statt eftir þetta tímabil hvað FFP varðar og með svigrúm til að bæta við leikmanni enda engu eytt í leikmenn á síðasta tímabili.

Liverpool hafa klárað sín innkaup nokkuð snemma undir stjórn FSG og miðað við orð Klopp um að leikmannakaup væru að miklu leiti frágengin myndi maður ætla að ansi margt gerist í júní (áður en undirbúningstímabilið hefst). Líklega eru flest liðin að hugsa þetta þannig.

Mín spá, við kaupum fæsta af þeim sem helst hafa verið orðaðir við Liverpool en eftir síðasta glugga treysti ég Liverpool mun betur en oftast áður til að bæta liðið. Klárlega betur en sumarið 2014 þegar liðið veiktist umtalsvert fyrir tímabil í Meistaradeild.

Michael Edwards var lykilmaður síðasta sumar og virkar betur á mann sem æðsti maður hvað þetta varðar í samanburði við Ian Ayre. Eins er Klopp með þá Buvac og Krawietz mun meira sannfærandi en Rodgers og Pascoe. Sé núverandi teymi ekki klúðra glugganum svo fullkomlega að hann endi á vali á panic kaupum á Balotelli eða öldruðum Eto´o.

3 Comments

  1. Ég treysti okkar mönnum vel í þessum glugga, en er um leið vel undir það búinn að skrúfa niður væntingar um “stór nöfn”.

  2. Liverpool mun kaupa þrjá menn ekki meira því við eigum demanta sem þarf að slípa með því að gefa þeim tækifæri.

Heysel

Uppfært – Dom Solanke að mæta á Anfield