Uppfært – Dom Solanke að mæta á Anfield

Uppfært

Opinbera heimasíðan er er búin að staðfesta að Solanke mun ganga til liðs við Liverpool FC 1.júlí næstkomandi.

Fyrstu leikmannakaup sumarsins virðast vera klár.

Samkvæmt Liverpool Echo mun Dominic Solanke ganga til liðs við okkar menn nú í sumar. Hann er að renna út á samningi hjá Chelsea í sumar og hefur samþykkt launapakka Liverpool FC. Reiknað er með að við þurfum að greiða Chelsea 3 milljónir punda í uppeldisbætur.

Hér er á ferð strákur sem hefur verið mjög eftirsóttur nú í vetur eftir að varð ljóst að hann hefði ekki þolinmæði lengur að berjast um sæti í Chelsea liðinu og nú virðumst við hafa unnið það kapphlaup.

Hann er fæddur 1997 og hefur leikið fyrir öll yngri ensku landsliðin,nú síðast U21s árs liðið. Hann hefur mest spilað uppi á toppi sem hrein nía en líka leyst kantframherjastöður og sem tía undir framherjanum. Hann hefur leikið 17 mínútur fyrir Chelsea (í 6-0 Meistaradeildarsigri gegn Maribor haustið 2015) en lék í fyrra sem lánsmaður hjá Vitesse í efstu deildinni í Hollandi og hér er að finna klippur frá veru hans þar auk þess sem á kantinum er að finna fleiri slíkar klippur.

Þessi strákur hefur verið umtalað efni og er klárlega að fara að hefja leik í U23ja ára liðinu okkar. Það er þó alveg ljóst að hann er að skipta um lið eingöngu vegna þess að hann vill fara að spila alvöru leiki og það er morgunljóst að í umræðum við LFC hefur sú umræða verið í gangi.

Það er ljóst að framherjarnir eru orðnir ansi margir ef við rúllum upp Sturridge, Ings, Origi, Woodburn og Firmino í þessa jöfnu með Solanke. Hann getur þó vissulega verið á kanti líka sem eykur líkur á því að hann fái leiki en tíminn mun leiða í ljós hvað þetta þýðir fyrir meiðslapésana okkar í þessum hópi…eða fyrir þá ungu þar.

Það virðist allavega vera rétt sem Klopp sagði um það að Liverpool yrðu snemma á leikmannamarkaði sumarsins.

Velkominn Dom, megirðu vera óvænti demanturinn í okkar liði næsta leiktímabil!

26 Comments

  1. Ætla ekki að segja of mikið , þar sem ég veit ekki engan á þessum glugga.

    En er þessi gæi betri en þeir sem þú telur upp?

    Það er ljóst að framherjarnir eru orðnir ansi margir ef við rúllum upp Sturridge, Ings, Origi, Woodburn og Firmino

    Hann fer frá chelsea vegna spilstíma… þarf liverpool þá ekki að veita honum spilatíma?

    Ég chelsea væri að leita sér af striker tækju þeir
    Woodburn frá liverpool?

    Ég vona svo sannarlega að Fsg geri eitthvað stærra og meira í sumar í þessa stöðu…

  2. Við vonuðumst eftir Alexandre Lacazette en fáum einhvern varaliðsmann frá Chelsea. Eru FSG að fara að klikka eina ferðina en,ef svo er verður allt vitlaust í Liverpool.

  3. Það verður svolítið tíminn að leiða í ljós Fannar…ég held að það sé þó hægt að fullyrða það að þessi strákur er meira tilbúinn en Woodburn…sem á móti er uppalinn af okkur og það skiptir vissulega máli.

    Það er að mínu mati kraftaverk ef Danny Ings nær að verða leikmaður sem við getum nýtt okkur. Tvöfalt krossbandavandamál og nú enginn fótbolti í tvö ár einfaldlega segir sitt. Mitt mat væri að lána hann í EPL næsta vetur og sjá hvernig honum tekst upp í sínum bata.

    Sturridge er stórt spurningamerki sem verður gaman að sjá hvað verður um.

    Firmino er að mínu mati ekki hefðbundin “nía” en frábær í línunni þar fyrir aftan.

    Origi er með meiri reynslu en þessi strákur og er góður klárari en hefur í öðrum atriðum leiksins (t.d. link-up og pressu) átt erfitt. Hann og Firmino held ég að séu klárlega í plönum Klopp. Hvar Solanke raðast veit ég ekki og verður bara gaman að fylgjast með. Verðmiðinn á honum og launaupphæðin (20 þúsund pund) bendir til þess að verið sé að kaupa talent…demant í ruslinu og vonandi verður hann það.

    Deili þeirri skoðun að ég vill sjá stærra nafn en hann í framherjastöðurnar.

  4. Eins og svo oft áður þekki ég nánast enga leikmenn aðra en okkar eigin, og ætla því ekki að tjá mig um þennan strák strax. Gefum honum a.m.k. ár með klúbbnum, og þá er *kannski* hægt að fara að vega og meta hvort þetta séu góð kaup eða ekki.

    Eins og Maggi segir, þá vonar maður að kaupin í sumar verði ekki eingöngu óþekkt nöfn. En bottom line er auðvitað bara hvort við fáum leikmenn sem styrkja hópinn, og það er engin leið að dæma um það fyrirfram.

  5. Já, svo sem allt í góðu. Akkúrat engin áhætta fólgin í þessum kaupum á ungum og efnilegum framherja. En eigum við ekki að bíða aðeins með að panikka varðandi sumarkaupin. Það er magnað að sjá sumar færslur hjá stuðningsmönnum. Þið vitið alveg að það er maí sem er að klárast, ekki ágúst?

    Þessi strákur mun klárlega auka breiddina. Ég er ekki á því að Woodburn sé framherji, allavega ekki í plönum Klopp. Þessi strákur mun væntanlega verða c.a. 4 – 5 kostur uppi á topp. Ég er að vonast til þess að Ings fari bara á lán, þannig að hægt verði að sjá hvort hann eigi afturkvæmt í þetta efsta level. Origi er bara nýorðinn 22 ára og er samt nokkuð reyndur landsliðsmaður hjá einu besta landsliði í heimi. Sturridge er svo frábær fótboltamaður sem við höldum vonandi og getum notað þegar hann er heill. Þessir strákar, plús svo einn alvöru framherji í viðbóð, þá færi ég að verða ansi hreint sáttur við stöðurnar fremst á vellinum. Firmino fengi þá að fara meira aftur í sína(r) eiginlegu stöðu(r).

  6. Sælir félagar

    Er ekki Keita á leiðinni, það eru stór kaup ef af verður. Dæmum ekki fyrr en að leikslokum

    Það er nú þannig

    Ynwa

  7. Eg fagna aukinni breidd á okkar hópi. Er mjög spenntur fyrir þessum gutta og blæs á neikvæðnina sem ríður hér rækjum. Er hrikalega sáttur við vinnsluhraðann á okkar mönnum, það mun hjálpa mikið til svo við getum mætt á fullu gasi i ágúst!

  8. Hann virðist (ef marka má youtube) hafa góða fyrsta snertingu og næmt auga fyrir spili. Mér lýst vel á kauða, með þeim fyrirvara að ég hef aldrei séð hann spila.
    Algjör óþarfi að panikka strax og dæla neikvæðni út í kosmósið, alveg nóg að gera það í ágúst 😉

  9. Mér líst nú bara nokkuð vel á þetta, það hefur verið látið vel af þessum strák. Svo man ég ekki betur en að síðasta Chelsea framherja reject sem við keyptum hafi bara staðið sig alveg hreint ágætlega… þegar hann hefur verið heill þ.e.a.s.

  10. Eitt af mörgum skrefum í endurbyggingu félgagsins hjá klopp. 3m búnar 197 eftir 🙂

  11. Nákvæmlega. Kom ekki sturridge einmitt úr ruslinu hjá chelsea?
    Einnig var dortmund ekki mikið að kaupa stór nöfn heldur meira að búa þau til.
    Strákur fær amk að njóta vafans að sinni, en sammála þeirri von að stærri nöfn séu á innkaupalistanum

  12. Klassískur Klopp.

    Einn í safnið til notkunar eftir 1-2 ár.

    3 millur, ekkert verð, höfum keypt óreynda miðjumenn á miklu meira.

  13. Ef þessi gaur er hugsaður sem a-liðs-maður hljóta þeir að sjá eitthvað við hann. T.d að hann hafi rosalega mikinn hraða, boltatækni, leikskilning og hlaupagetu.

    Eina sem ég sá á videóum var að hann virtist fínn í að klára færin sín og vera með fína boltatækni.

    Klopp ætlar greinilega að fara sínar leiðir og vinna eftir svipuðum aðferðum og hann gerði með Dortmund. Finna leikmenn sem eru hálf óupgvötaðaðir og reyna að breyta þeim í stórstjörnur. Honum hefur tekist það marg oft áður og hef enga ástæðu til þess að vantreysta þessi kaup.

    Verð að viðurkenna samt að þau komu mér á óvart.

  14. Ég vonast eftir því að Liverpool fari á eftir Marhez hjá Leichester svona fyrst hann vill fara frá liðinu. Hann myndi klárlega styrkja breiddina okkar og er með ótrúlega mikla tækni.

  15. Eru menn í alvöru að væla yfir fyrstu kaupum liverpool í sumar 30.maí 🙂

    anda inn anda út.
    Þótt að liðið næli sér í einn 19 ára framherja á 2-3m punda(klink í nútímafótbolta) þá eru það engin merki um hvernig næstu kaup/sölur munu lýta út.

    Gefum þessum kappa tækifæri á að sanna sig áður en við förum að flokka þetta sem metnaðarleysi hjá FSG og Klopp.

    Við munum fá fleiri leikmenn inn á næstu vikum og mánuðum. Ef við fáum eitthvað í líkingu við Matip, Mane og Winjaldum þá verðum við í góðum málum en við þurfum að átta okkur á því að stundum þarf að fá eitthvað ódýrt unga eða gamla til að fylla inn í holur og auka valmöguleika ef meiðslakrísa háir okkur.

  16. Enskur efnilegur leikmaður sem spilað hefur með öllum yngri landsliðum. Vonandi nær hann að verða meira en efnilegur, en er samt ekki nokkuð öruggt að endursöluverð hans verður alltaf töluvert meira en núverandi kaupverð ef hann meikar það ekki hjá Liverpool?

  17. Það eru enginn panik og enginn að skíta þennan leikmann út. Maður fagnar öllum sem vilja spila fyrir liverpool fc.

    En á móti er hægt að segja um öll kaup að það sé ekki hægt að dæma þau fyrr en á reynir.
    En það breytir ekki þeirri staðreynd að við hljótum allir að deila þeirri skoðun að vilja stærra og áhættuminna nafn í sumar í striker stöðuna einhvern sem hefur sannað sig á stóra sviðinu þó svo að í öllum kaupum fellst áhætta í en á móti koma fyrirsagnir og skilaboð að liverpool eru tilbúnir í hákarlaveiðarnar.

    Þessi kaup trufla mig svosem ekki neitt , bara velkomin drengur.

    Nú er þinn séns að berjast um mínútur í þeirri rauðu .

    Næsta mál á dagskrá er kaup á starting 11 striker
    Það er það sem menn hafa talað um í vetur og það er en þá leikur í gangi og FSG eru með boltan.

  18. Þetta er bara góður business.

    Hér er verið að bæta breiddina og það er nánast engin áhætta í þessum kaupum og töluverðar líkur á að þessi enski talent muni seljast á yfir 15 mills líkt og Jordan Ibe.

    Þetta verður gott sumar!
    . 🙂

  19. Enskur, ungur og ódýr miðað við 48 leiki með yngri landsliðum Englands og 24 mörk í þeim. Eiginlega alger þjófnaður ef hann yrði bara nothæf varaskeifa fyrir okkur. Fáum alltaf þessar litlu 3 millur til baka hvernig sem fer og því engin áhætta tekin. Sannkölluð Costco-kaup.

    Klopp hefur áður sýnt snilli sína í að þróa framherja þannig að þetta er fín byrjun á sumarinnkaupunum. Margir hafa nefnt kaupin á Sturridge frá Chelskí í þessu samhengi og réttilega, en það má líka benda að Chelskí fengu einmitt Sturridge fyrir uppeldisbætur frá Man City þegar hann var eingöngu 19 ára gamall.

    Mér líkar svona klókindi í innkaupfræðum okkar og við erum orðnir betri í þeim eftir dýrkeypt mistök í upphafi FSG með klúbbinn. Við þurfum á heilbrigðri heilastarfsemi að halda þar við höfum ekki efni á að borga einum umboðsmanni 41 millur fyrir ein leikmannakaup eða álíka brunaútsölu á peningum. Þurfum að láta hvert pund telja.

    Ég væri t.d. alveg til í að sjá okkur leysa vinstri bakvarðastöðuna með ókeypis Gael Clichy. Hefur alltaf verið solid, unnið nokkra titla og mikla Evrópureynslu. Ekkert mál að kaupa 17 ára Sessegnon líka og láta Milner og Clichy ala hann upp næstu árin. Minn fyrsti kostur í þessa stöðu væri samt Ricardo Rodriguez hjá Wolfsburg sem hefur lengi verið orðaður við okkur. Bara 24 ára en með mikla reynslu og miðað við vesenið á Wolfsburg þá ætti að vera hægt að kaupa hann þetta sumarið. Spyrnusérfræðingur og afar öflugur.

    Ég væri líka til í að sjá okkur lána bæði Ward og jafnvel Karius næsta vetur. Ward er augljóst mál en miðað við að Mignolet hefur fundið sitt mojo þá tel ég Karius þurfa einhvern spilatíma annan en deildarbikarinn. Sérstaklega að lána hann innan Englands til að skóla hann í þeim líkamlega bardaga sem fer fram í vítateignum á Bretlandseyjum. Til að taka enga sénsa þá væri hægt að fá ókeypis varamarkvörð á stuttan samning, t.d. Willy Caballero eða John Ruddy til að brúa bilið.

    Mér finnst einhvern veginn ólíklegt að við skellum 50 millum á borðið fyrir van Dijk en kannski væri hægt að bjóða Sakho upp í kaupin þannig að þetta væri ekki of blóðugt. Ég sé nefnilega fá splæsa 30 millum í Sakho sem ku vera okkar verðmiði en kannski væri hægt að fá svo gott sem það fyrir hann í skiptidíl. Örfættur hafsent fyrir annan og Saints hafa verið linkaðir við hann áður. Pæling.

    Enn ólíklegra finnst mér að við borgum 50 millur fyrir einhvern Naby Keita sem enginn vissi hver var fyrir 1 ári síðan. Eflaust fínn leikmaður og allt það en svona pening slettir maður ekki í leikmann sem á bara 31 leik í alvöru deild og það ekki einu sinni ensku eða spænsku. Manni finnst mun líklegra að við horfum til leikmanna í sömu deild sem eiga t.d. bara 1 ár eftir af sínum samningi og eru afar spennandi valkostir. Mahmoud Dahoud hefur sterklega verið orðaður við okkur og núna á hann bara 1 ár eftir af sínum samningi. Kæmi mér ekki á óvart ef við værum lúmskt búnir að tékka á honum. Sama með Leon Goretzka hjá Schalke sem hefur spilað fyrir þýska landsliðið og þykir mikið efni. Bara 1 ár eftir þar og væri ekki leiðinlegt að stela öðrum öflugum leikmanni frá Schalke annað árið í röð.

    En svona díla vil ég gera til að leysa ýmsar stöður praktískt til að geta einmitt splæst peningunum þegar þarf í Lacazette, Aubameyang eða álíka snillinga sem eru með þetta pedegry eftir margra ára góða frammistöðu.

    Svo á Messi bara 1 ár eftir af sínum samningi…. just sayin’ múahaha

    YNWA

  20. Ég spái því að Klopp muni kaupa 2-3 á þessu af þessu kaliberi og láni þá til Huddersfield. Komi svo inn í liðið eða ekki eftir 1-2 ár. Það er ekki algalið ef það gengur upp.

  21. De Bruyne var líka leikmaður sem Chelsea taldi sig ekki geta notað.

  22. Sælir félagar

    Mikið assgoti er ég ánægður með pælingarnar hjá Peter Beardsley #21. Algjörlega sammála honum og svona pælingar eru líka svo skemmtilegar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. #21 Dahoud er búinn að semja við Dortmund, annars skemmtilegar pælingar. En þegar þú talar um að splæsa vel í þekkta einstaklinga sem hafa staðið sig vel, væri ekki tilvalið að splæsa svoleiðis í varnarmann í sumar? Eins og VvD. Ég held að ef við fáum einnig góðann kantmann til að auka breiddina í framlínunni að þá muni Firmino fá að spila meira sem framherji og setja 20+ á næsta tímabili.
    Ég myndi helst vilja sjá okkar stærstu kaup vera vinstri bakvörður, miðvörður, og kantmaður. Svo bara að bæta breiddina í hópnum. Ég held að Solanke sé góð viðbót við hópinn og geti fengið spilatíma í bikarkeppnum og tekið sæti á bekknum þegar við glýmum við meiðsli. Sumt í spilastýl hans minnir mig óneitanlega á Lewandowski, vona að Klopp hafi fundið óslýpaðan demant í þessum leikmanni, þó það sé full snemmt að segja til um það.

    Velkominn Solanke!

  24. 19 ára til að spila með unglingaliðinu, kanski að hann á eftir að verða eitthvað, hefur spilað mikið með unglinga landsliðunum, en hann á ekki eftir að vera fastamaður á bekknum þetta árið.

Opinn þráður – leikmannakaup

Podcast: Gylfi losar okkur við Everton næstu árin