Sami Hyypia og árshátíð Liverpoolklúbbsins

Enn eru nokkrir miðar eftir, ekki mun það drepa stemninguna mikið að okkar menn skyldu tryggja sér inn í Meistaradeildina í gær.

Það er ekki langt síðan við kvöddum Super Sami Hyypia með tárvot augun á Anfield. Eiginlega ótrúlega stutt síðan. En núna er þessi magnaði kappi að mæta til Íslands og heiðra okkur með nærveru sinni á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Árshátíðin fer fram næst komandi miðvikudag (frí daginn eftir) og á ég bágt með að trúa að menn láti þetta tækifæri framhjá sér fara. Hvað er betra en að skemmta sér í hópi Poolara og með annan eins heiðursgest og þennan finnska snilling.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta. Hátíðin verður haldin í Kórnum í Kópavogi og opnar húsið klukkan 19 með fordrykk, en borðhald hefst klukkan 20. Ennþá eru örfáir miðar eftir og hægt er að næla sér í slíkan á midi.is.

Læt hér fylgja texta af heimasíðu klúbbsins:

Árshátíð Liverpool klúbbsins með Sami Hyypia verður haldin í Kórnum þann 24 maí næstkomandi.

Sami Hyypia lék 464 leiki fyrir liði og skoraði 35 mörk. Hann vann Meistaradeild Evrópu 2005, Evrópudeildina 2001, FA Cup 2001 og 2006 með liðinu, league Cup 2001 og 2003.

Hann var sjö sinnum valinn knattspyrnumaður ársins í Finnlandi ásamt því að hafa verið valinn í lið ársins af UEFA árið 2001.

Sagan hefur sýnt að Hyypia er einn besti varnarmaður í sögu klúbbins og völdu stuðningsmenn liðsins hann í 38 sæti í þáttunum 100 Players who shook the Kop á Liverpool Tv.

Ljóst er því að spennandi kvöld er framundan!

Húsið opnar kl 19 fyrir fordrykk þar sem gestum gefst færi á að taka mynd af sér með heiðursgestinum.

Borðhald hefst kl 20 en 3ja rétta veislumáltið í boði Gumma Meiriháttar, matreiðslumeistara af Laugaás, sem tryggir að enginn fer svangur heim.

Ingvar Jónsson, Papi, sér um veislustjórn.

Aðrir sem koma fram eru Hreimur og Rúnar Eff, Arnar Dór og dj Jón Gestur sem klárar kvöldið til kl 1.

Frábær tilboð á barnum.

Matseðill:

Forréttur
Hægelduð bleikja krydduð með birki, fennel, fennelgrasi, capers og dill borin fram á brioche brauði.

Aðalréttur
Sæt basilkryddað lambafille, ljúffeng skógarsveppa kremsósa ásamt timian krydduðum kartöflum, ristuðu rótargrænmeti og basil olíu.

Eftirréttur
Karamellu súkkulaði með hnetu crumble, myntussírópi, jarðaberjum og mangó sorbet.

2 Comments

  1. Rassálfarnir mæta allir sem einn (fyrir þá sem ekki vita eru það vegabréfasnillingarnir og fylgifiskar þeirra úr kop.is ferðinni gegn Man U í janúar 2016).

  2. Djöfull vantar einn þráð með mögulegum sumarkaupum, veit kannski það er snemmt en ég er að missa mig yfir fréttum!

Liverpool – Middlesbrough 3-0 (leikskýrsla)

Podcast: Meistaradeild