Liverpool v Southampton [dagbók]

(Þessi færsla er uppfærð á meðan á leik stendur. Nýjasta uppfærslan kemur efst.)

95. mín. Búið, 0-0. Töpuð stig. Ógeðslega slappt. Leikskýrslan kemur síðar í dag, eftir stórleik Arsenal og United.

87. mín. Skipting, Grujic inn fyrir Wijnaldum. Enn markalaust og engar líkur á að það breytist á næstu mínútum.

69. mín. Tvöföld skipting, Origi og Lucas út fyrir Lallana og Sturridge. Koma svo, vinna þennan andskotans leik!

64. mín. – Víti! Dómarinn dæmir víti á hendi á Stephens, sýnist mér, eða fyrir að rífa Origi niður. Hann var sekur um bæði, í raun. Milner steig upp en Forster varði vítið. Helvítis.

46. mín. – Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar. Vonandi vöknuðu menn aðeins í hálfleik.

Hálfleikur – Markalaust. Tíðindalaust. Tilþrifalaust. Það er frá nákvæmlega engu að segja eftir þennan hálfleik. Það er svakalegur vorbragur á þessu. Nennir einhver að senda háa sendingu á Can inná teig, takk?

15 mín. – Geisp. Ekkert að gerast enn. Firmino var að enda við að eiga hálffæri eftir að Romeu missti boltann við teig Southampton, en skot Firmino var blokkað.

12:30: Leikurinn er hafinn! Koma svo!


Í dag er það þriðji síðasti leikur tímabilsins, og sá næstsíðasti á Anfield. Það eru tvær vikur eftir af þessu tímabili sem hefur verið alveg jafn laaangt og öll hin. Níu mánuðir, og það ræðst á næstu fjórtán dögum hvort liðið nær Meistaradeildarsæti eða hvort við verðum í fýlu í allt sumar. Mótherjar dagsins eru Southampton og þá þarf einfaldlega að leggja. Keppinautar okkar um þriðja sætið, Manchester City, unnu fimm marka sigur á heimavelli í gær þannig að nú bara má ekkert klikka.

Byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Lucas – Can

Origi – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Lallana, Sturridge.

Þetta er must win, það er einfaldlega allt undir í dag. Koma svo!

Við minnum á tístkeðjuna okkar. Takið þátt í umræðum yfir leik með því að nota #kopis með tístum ykkar.


YNWA

125 Comments

  1. Hver er pælingin með að hafa Origi inni á kostnað Lallana?
    Sérstaklega þegar van Dijk er ekki með og Lalli spilaði siðasta leik nánast í heild sinni. Einhver með vitneskju eða pælingu?

  2. Hvernig er það vill maður sjá jafntefli í man-ars eða jafnvel að ars taki þetta?

  3. Ætli Klopp sé ekki að freista þessa að geta hvílt Lallana örlítið lengur til að koma í veg fyrir áframhaldandi meiðsli?

    Ég persónulega vona alltaf að United tapi, það breytist ekkert í dag. Mundi alveg sætta mig við jafntefli í þeim leik líka.

    Núna verða menn að mæta til leiks og sigra öruggan sigur. Þessir 3 síðustu leikir eru lokaprófin sem þeir hafa verið að læra undir í allan vetur, ef þeir falla er ekkert upptökupróf, það er bara annað ár í sama námi, engir auka CL kúrsar fyrir þá sem falla. Menn hljóta að koma tilbúnir í þennan leik.

    FORZA LIVERPOOL!

  4. Það hlýtur að vera einhver meiðsl hjá Lallana, annars væri hann a.m.k. á bekk
    Glatað 🙁

  5. Tvær spurningar. 1) Afhverju er Lallana ekki í byrjunarliðinu fyrst hann er á annað borð í hópnum? 2) Ef hann er ekki 100% fit til að byrja leikinn þá skil ég ekki afhverju Sturridge fær ekki sénsinn í byrjunarliðinu. Origi er búinn að vera mjög slakur undanfarið.

    Well, vonandi treður Origi skítugum ullarsokk upp í trantinn á mér og setur 2-3 kvikindi fyrir okkur á eftir. Koma svo rauðir!

    YNWA

  6. Nennir einhver að taka það að sér að drulla aðeins meira yfir Origi? Því þá er hann alltaf að fara að skora. 🙂

  7. Lallana er aldrei í 90 mín leikformi en já hefði viljað sjá hann byrja er sammála mönnum með það.

  8. Að við vinnum leikinn á eftir og jafntefli á Emirates væri besta niðurstaðan,held ég.

    Ég hefði viljað sjá DS í byrjun – Origi hefur staðnað svolítið upp á síðkastið,en hver veit,kannski á hann stjörnuleik.

    Góða skemmtun 😉

  9. hmmm…ok, sá hann ekki á bekk áðan, sem betur fer rugl í mér 🙂 , gott að hafa hann til reiðu ef þarf sköpun á miðjuna

  10. Afhverju að velta fyrir sér byrjunarliðinu? Allir vita að Lallana og Daniel eru ekki klárir í 90mín. Þjálfararnir okkar taka aldrei sénsa með leikmenn.

  11. Koma svo Liverpool. Er þetta fimmti leikurinn í röð sem Höddi Magg lýsir hjá Liverpool. ? HVar er meistari Gben eða Rikki G?

  12. Jurgen Klopp has an identical record to Brendan Rodgers in his first 65 PL games at Liverpool: W33 D18 L14 (117 points). Pattern?

  13. Ég vil fá Lallana inn fyrir Lucas og Sturridge inn fyrir Origi í hálfleik. Slatta af sköpun

  14. Á móti sem spilar svona er miðjan alltof passiv. Lallana inn fyrir Lucas í hálflei.

  15. Það er bara ískalt íslenskt bað fyrir allt liðið í hálfleik og vekja þa almennilega.

  16. ekki það að það hefði eflaust skipt máli þar sem við gætum spilað 300 min án þess að skora í þessum leik en 1 min í uppbótartíma ég hætti að telja eftir 57 innköst í þessum fyrrihálfleik og þvílíka tímasóun

  17. Er ég eitthvað misskilja þetta allt saman? Erum við að spila upp á jafntefli í þessum leik??

    Vil sjá tvöfalda skiptingu á eftir, þ.e. bæði Sturridge og Lallana inn á fyrir Lucas eða Wijnaldum og Origi.

    Þessi spilamennska er bara ekki boðleg.

  18. Af hverju eru þeir ekki að spila sama fótbolta og fyrir jól?!? Þetta er svo fu***** lélegt og hægt og þröngt

  19. Eru einhverjir Southampton leikmenn inni á vellinum sem Liverpool hefur verið orðað við?

  20. Það er greinilega mikið undir hjá okkar mönnum sem eru að passa sig á að gera ekki misstök og missa boltan á slæmum stöðum en það hefur verið okkur á falli gegn Southampton í vetur.
    Gestirnir fara í park the bus og eru með þéttan varnarmúr og er hann mjög aftarlega sem gefur okkur mönnun engin tækifæri til að fara bakvið þá og þurfum við því að leysa þetta öðruvísi.
    Lovren/Matip hafa verið traustir að ráða við þennan eina sem er frammi.
    Lucas er alltof mikið með boltan og vill maður sjá Coutinho og Can fái að snerta hann meira til að skapa eitthvað.
    Þetta er rólegur leikur en mjög taktískur og tel ég að við munum sjá Lallana fljótlega inná fyrir annað hvort Origi (sem ég tel líklegast) eða Klopp segjir bara fuck it og tekur Lucas útaf og lætur Can vera aftastan og Lallana á miðsvæðið.

    Það eru 45 mín eftir og væri helvíti gott að ná í 3 stig en 1 stig er samt líka mikilvægt og megum við því ekki fara í eitthvað bull sem mun kosta okkur eitthvað í þessum leik.

  21. Bor………………wait for it……………………………………
    …………………………………………………..
    ……………………….ing.

  22. Southamton er með drullusterkt lið. Ég væri til í að fá Lallana og Sturridge inn í hálfleik í staðinn fyrir Origi og Lukas.

    Jákvæðu fréttirnar eru að vörnin hjá Liverpool hefur verið rosalega sterk og ekki gefið á sig færi en slæmu fréttirnar eru að við erum ekki að skapa nóg af færum. Það er erfitt að ætlast til þess þegar jafn sterkt lið og Southamton liggur svona aftarlega.

  23. Spekingarnir á Liverpool TV eru að fara yfir þetta. Þeir eru sammála um að Southampton eru ekkert að reyna að vinna leikinn heldur ná markalausu jafntefli. Halló!!! Á hverju áttu menn von á? Klopp er búinn að hafa eina viku til að búa sig akkúrat undir svona leik. Það er nákvæmlega ekkert óvænt í þessum leik hvað Southampton varðar. Þeir hata Liverpool og vilja eyðileggja fyrir okkur möguleikann að vera í topp4. Þetta vissu allir fyrir þennan leik!

    Origi getur ekki haldið bolta og Lukas og Winjaldum hafa ekkert upp á að bjóða sóknarlega. Breytingar strax í seinni hálfleik eru nauðsynlegar.

  24. Mer synist lelega Liverpool vera inna i dag,allt of litill hradi.Bouring,Bring me action!

  25. Ég er sannfærður um að ég hef séð þennan leik áður..En það getur víst ekki verið…Hví í ósköpunum eru ekki gerðar breytingar í hálfleik?..Við höfum ekki fengið eitt hálffæri í heilum hálfleik.Hvi ætti það að gerast ef engu er breytt?

  26. Alexander, Lallana og Sturridge alla inná. Bæ Origi, Bæ Clyne, Bæ Can.

  27. Klopp er meira upptekin við að tuða i 4 dómara en að reyna að breyta þessum leik sér i vil.
    Skipta inna, og það strax!!!

  28. Við erum svo fyrirsjáanlegir og engar breytingar gerðar. Við eigum bara 4 sætið ekki skilið!

  29. niðurlæging…Milner skoraði ekki úr víti…hvað er að gerast hjá LFC

  30. Afhverju fékk F Foster ekki gult líka fyrir D synda þarna og ögra Milner?

  31. Geta Arsenal og United ekki bara bæði tapað á eftir 🙂

    En ef þetta fer svona þá erum við að halda með Arsenal allan tímann þar sem jafntefli hefði verið betri kostur ef við vinnum…eða er Arsenal bara alveg dottið út?

  32. það er svo hrottalega týpískt að soton setja eitt skítamark í lokin…….. ef ekki þá er þetta steindautt ógeðslegt jafntefli….

  33. Sturridge í byrjunarliðinu og við hefðum skorað. Alltaf hætta þegar hann er við teiginn.

  34. Klopp hvað þarftu marga leiki á móti Southampton til að vinna þá ? algjörlega óásættanlegt á Anfield !

  35. Hættið þessu helvítis kjaftæði um að þetta lið geti ekki spilað í CL – Auðvitað verður keypt stórt í sumar ef við komumst í CL

  36. Klopp féll á prófinu. Við erum að klúðra þessu meistaradeildarsæti.

  37. Á þetta lið skilið að komast í meistaradeildina? Enginn áhugi, allt gert með hálfum hug og menn ekki að vanda sig.

  38. ALGJÖRLEGA BÚNIR Á ÞVÍ líkamlega og andlega þeir geta ekki blautan ekki einu sinni með 50k manns að öskra þá áfram á þeirra heimavelli þetta er SORGLEGT og þeir skulda stuðningsmönnum afsökunarbeðni eftir svona skitu og líklegast að klúðra því að komast í CL.

  39. Ekki það að við myndum endast mikið meira en hálft tímabil í CL það myndi líklegast enda með að sjá klopp og aðstoðarmenn hans inná vellinum sökum meiðsla eftir það álag! en það er önnur saga.

  40. Þetta var fínn leikur. Það er ekki við okkar menn að sakast að þessi leikur var svona leiðinlegur. Souhtamton liggur svona aftarlega og frekar vil ég að okkar menn geri lítið af mistökum í stað þess að tapa endalaust á móti liðum í minni helmingnum vegna þess að við sóttum á of galsafullann hátt.

    Man Und á erfitt programm og þeir gætu þessvegna tapað bæði fyrir Tottenham og Arsenal.

  41. Þykir rosalega leitt að segja það en við eigum ekkert erindi í meistaradeildinni. Þetta lið hefur engan karakter og steingelt sóknarlega þegar lið leyfa okkur bara að vera með boltann.

    Sorry, svona er þetta bara.

  42. Þvílík fokking hörmung!

    Fullkomlega lýsandi fyrir hollningu liðsins og vægast sagt skringilega byrjunarliðs- og skiptingataktík gegnumgangandi allt helvítis andskotans tímabilið!

    Hugsa sér að missa af meistaradeildinni vegna lélegrar frammistöðu á heimavelli. Trúðurinn gjörsamlega sigraður….

  43. Það verður betra ef Arsenal vinnur leikin á móti united og taka svo bara skitu aftur eftir hann vill ekki sja united svona nálagt okkur þetta er að verða ógeðslegt

  44. Þetta er ekki flókið. Þessir menn vilja ekki vinna leiki. Fari það til helv…

  45. Ég er brálaður útí Klopp með þessa uppstillingu í byrjun leiks. Það á ekki að hafa Lucas í byrjunarliði þegar lið sem koma og liggja til baka.

  46. Hahaha, þetta er svo glatað lið, eiga ekkert erindi í CL. Klopp gjörsamlega clueless eins og vanalega þegar einhver lítil lið á Englandi leggja rútunni.

  47. Búnir að spila í 6 klukkutíma gegn Soton á þessu tímabili og hafa ekki skorað eitt helvítis mark á móti þeim.

  48. Lið sem fær tvö stig á heimavelli í síðustu þremur leikjum móti Palace, S.hampton og B.mouth á ekkert erindi í meistaradeild.

  49. Vill ekki sjá Origi í treyjuni aftur fyrr en hann kemur inná sem alvöru framherji , Sturridge er búin að vera meiddur í 10 ár og sitja á bekknum og var meira ógnandi á 5 mín heldur en Origi síðustu 2 leiki

  50. Djöfull eru sorglegir svokallaðir stuðningsmenn sem skrifa hér inni undir nafnleind og drulla yfir klúbbin, þjálfarann og leikmennina sem þeir segjast elska þegar vel gengur, en vilja helst ekki kannast við þegar á móti blæs. RÆFLAR!!!

  51. Gunnar vinsamlegast vertu ekki að kalla menn ræfla þó þeir séu reiðir og sárir þetta er okkar spjall og þú hefur engan rétt á því að drulla yfir menn þó þeir sótbölvi eftir svona frammistöðu vertu úti vinur.

  52. Við eigum víst erindi í meistaradeildina. Hættið þessu kjaftæði. Ég þoli ekki þetta Southampton lið. Engu skárra en ManU.

  53. 360 mínútur á móti Soton án þess að gera mark. Geri önnur lið betur.

    Það var vitað að þetta yrði erfiður leikur. Í svona leik þar sem fátt er um færi er rándýrt að nýta ekki vítaspyrnu. Því miður gekk það ekki að þessu sinni. Þetta lítur ekki vel út amk verður næsti leikur ekki auðveldari.

  54. Fokkk síðustu 3 heimaleikir 2 jafntefli gegn bourmoth og southampton og eitt tap gegn palace.
    Af hverju getum við liverpool aðdáendur aldrei verið róleg þetta er ástæðan ?

  55. Það sorglegasta við þennan leik eru ummælin hérna inni eftir leikinn.
    Við fengum tækifæri til að vinna en tókst ekki því miður.
    Southamton spiluðu frábæran varnarleik í þessum leik. Skipulagðir, börðust og þeiira upplegg gekk upp.
    Ef Arsenal vinnur scums á eftir tel eg að meistaradeildarsætið sé komið.
    Ekki séns að Arsenal vinni rest og mórauði andskotinn mun leggja áherslu á evrópukeppnina.

  56. Já,þetta var leiðinlegur leikur og liðið valdið vonbrigðum eftir áramót.

  57. höfum akkurat ekkert að gera i meistaradeildina !! milner var ágætur i bakverði i byrjun áður en lið náðu að lesa okkur, en er klopp eini maðurinn i heiminum sem sér ekki hvað milner er glataður bakvörður ?!
    ef við komumst i meistaradeildina, ætlum við þá að reyna að gera einhverja hluti þar ? það yrði þá að vera a kostnað deildarinnar og við yrðum þá ekki i topp 10 !
    i dag þyrftum við svona 5-6 nýja leikmenn, ef við ætlum að einbeita okkur að deild, meistaradeild og jafnvel bikar, þá þyrftum við ca 10 nýja leikmenn i sumar. þvi það þyrfti að skipta ut milner, lucas, sturridge og stækka hópinn helling.
    en það vita allir að það er ekkert raunhæft að fá 6 nyja leikmenn inn i sumar, þannig eg sé okkur ekki eiga neitt erindi i meistaradeildina !

  58. Leiðinlegur leikur með afbrigðum enda tuttugu manns í vörn hjá andstæðingunum og bara spilaður ruðningur þeim megin. Jákvæður punktur samt að sjá Sturridge inná. Hann kann leikinn ennþá.

  59. Fáum nokkur atriði á hreinu.
    1. Þetta var aldrei að fara að vera leikur fullur af fjöri þegar annað liðið pakkar svona í vörn. Þetta hægir á leiknum og gefur okkar mönnum meiri frið með boltan en fækkar líka færunum og gauragangnum mikið.
    2. Liverpool leikmenn eru ekki auminingjar eða ræflar. Þeim langaði mikið að vinna þennan leik og þeir lögðu sig allan fram í það verkefni. Liði einfaldlega náði ekki að skora þetta mark sem þeim vantaði.

    Staðan er einfaldlega þannig
    Liverpool 36 leikir 70 stig West Ham úti og Boro Heima
    Man utd 34 leikir 65 stig Arsenal úti, Tottenham úti, Southampton úti, Palace heima
    Arsenal 33 leikir 60 stig Man utd heima, Southampton úti, Stoke úti, Sunderland heima og Everton heima.

    Þetta er s.s galopið en þetta stig sem við náðum að minnstakosti í gæti reynst dýrmæt þegar upp er staðið.
    Ef Man utd vinnur á eftir þá eru þeir 2 stigum fyrir aftan okkur og eiga leik inni en gríðarlega erfiða leiki eftir.
    Ef Arsenal vinnur þá eru þeir 7 stigum á eftir okkur en eiga tvo leiki inn á okkur.

    Jafntefli er líklega bestu úrslitinn fyrir okkur eða Man utd tap. Því að við viljum Man utd ekki of nálagt okkur.

  60. þetta lið á ekki heima í meistaradeild og það á því miður ekki heldur heima í efstu 4 sætum í deildinni.

    Liverpool er orðið miðlungslið með miðlungs leikmenn og við erum aldrei að fara vinna neina titla með svona mannskap og það verður eitthvað stórkostlegt að gerast í sumar ef þetta lið að að geta gert eitthvað að viti.

    djöfull er ég fucking brjálaður!

  61. Klopp á þetta 100% Akkuru er enginn alvöru striker að spila hja liverpool ?. Akkuru gerir hann ekki breitingu þegar það er ekkert að gerast í klukkutima ? Akkuru er origi í byrjunarliðinu ? akkuru er lucas að byrja svona leik ? Akkuru akkuru akkuru ???

  62. Taflan lýgur svo ekki í endan. Ef Liverpool nær 4.sætinu þá eiga þeir það svo sannarlega skilið og allt þetta ” þetta lið á ekki heima í meistaradeildinni,, eða “þetta lið á ekki skilið að komast í meistardeildina,,

    Þau lið sem enda í top 4 eiga þetta bara skilið og eru okkar menn engin undartekkning.

  63. Ekki við neinu öðru að búast, Can og Lucas saman á miðjunni = hægasta og fyrirsjáanlegasta miðja í evrópu og til að bæta gulu ofan á grænt þá fær þessi Winjaldum endalausa sénsa þarna þrátt fyrir að hafa ekkert getað í allan vetur.
    Origi – Firmino – Coutinho sjást bara 6.-8.hvern leik.
    Enda gat þetta ekki annað en komið í bakið á Klopp fyrir að kaupa ekki vinstri bakvörð og senter sem allir,já ALLIR voru röflandi um síðasta timabil og í allt sumar..

  64. Þetta er svo langt frá því að vera búið. Leikurinn á eftir er nánast win win fyrir LFC. Arsenal á eftir að spila við þetta Southampton lið og hafa fyrir utan það ekki verið í frábæru formi. Ef þeir vinna Utd og klára sína leiki sem þeir eiga inni, eru þeir einu stigi á eftir LFC. United eru að farast úr meiðslum og eiga eftir að spila við Spurs úti. Ef þeir klára ekki alla sína leiki er þetta aftur í okkar höndum.

    Hvernig væri svo ef þeir sem drulla yfir liðið og stjórann eftir tapleiki og jafntefli væru jafn duglegir að hrósa þegar vel gengur?

  65. Ef United vinnur Arsenal er þetta búið hjá okkur. Þeir eiga léttan leik eftir á móti Tottenham sem hafa engu að keppa lengur. Mótið kláraðist hjá Tottenham þegar þeir töpuðu á móti West Ham sl. föstudagskvöld. 2. sætið er þeirra þó þeir tapi restinni.

  66. Nenna menn í alvörunni að pæla í þessum leik á milli Arsenal og Man Utd?
    Skiptir nákvæmnlega engu máli hvernig sá leikur fer. Við munum alltaf finna einhverja leið til að klúðra þessu sjálfir.

  67. Ég held að það væri sterkur leikur að kaupa markmanninn hjá Southemton,hvílikt tröll og svo er hann frábær markmaður. Ég væri sko til í að heyra hvað hann sagði við Milner þarna á vítapunktinum? Hann vann einvigið við hann þar og gerði því miður lítið úr fyriliðanum okkar sem verður sennilega ekki samur á eftir þílík niðurlæging. En frekar að kaupa markmanninn þeirra en Van Dick eða hvað hann nú heitir.

  68. Ótrúlegt að lesa þessi komment hér á undan. Southampton leggja rútunni fyrir framan markið og eru með menn sem eru eldsnöggir og stórhættulegir í föstum leikatriðum.
    Auðvitað áttum við að klára þennan leik og hefðum sjálfsagt unnið stórt ef Milner hefði ekki tekið upp á því að misnota fyrstu spyrnuna síðan 2009.

  69. Já, sammála mönnum um að Lukas á aldrei að byrja svona leiki, þ.e. þegar við erum að spila við lið sem parkerar rútunni í vítateignum. En það var ekki bara Lukas sem átti dapran leik. Can, Winjaldum, Firmino, Coutinho, Milner, Clyne og Origi voru ömurlegir. Það voru bara markmaðurinn og hafsentaparið sem áttu ágætis leik.

    Jú, jú, menn geta pirrað sig eins og þeir vilja yfir leikstíl Southampton. Staðreyndin er bara þessi, Southampton hatar Liverpool og eru núna að skála yfir því að lagt sitt af mörkum til að eyðileggja þetta fyrir okkur. Átti Klopp í alvörunn von á öðruvísi leik en við fengum í dag?

    Jú, jú, við eigum enn möguleika á þessi blessaða 4. sæti. Eigum það samt ekkert endilega sérstaklega skilið eftir þrjá síðustu hörmungarleiki á Anfield.

    Hvernig myndi það fara í sálartetrið okkar Liverpool-manna ef United myndi vinna Euro-league og hirða 4. sætið?

  70. Þegar maður les ummælin hér gæti maður haldið að Liverpool væri ekki í þriðja sæti og væri þegar úr leik í baráttunni um topp4. Ég get ekki ímyndað mér að þessi yfirgengilega örvænting sem grípur stuðningsmenn Liverpool þegar hlutirnir ganga ekki fullkomlega upp sé á nokkurn hátt hvetjandi fyrir leikmennina. Menn virðast gera ráð fyrir að hin liðin vinni alla sína leiki. Lið sem eru í baráttu um fjórða sætið tapa reglulega stigum, annars væru þau að berjast um titilinn. Þessi 70 stig sem liðið er komið með er a.m.k. 7 stigum meira en Liverpool hefur fengið á sex af seinustu 7 tímabilum.
    Síðan 2002 (ég skoðaði ekki lengra aftur) hafa lið sem hafa náð 73 stigum alltaf verið í topp4. Það þýðir samt ekki endilega að það dugi núna en það segir samt að atlagan að fjórða sætinu hafi verið góð.
    Ég held að orðatiltækið betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi eigi ágætlega við hérna. Liverpool er fimm stigum á undan Utd og 10 stigum á undan Arsenal. Þó að þau eigi vissulega leiki inni þá þurfa þau að vinna þessa leiki til að ná eða nálgast Liverpool. Það kæmi mér mjög á óvart ef annað hvort liðið ynni alla leikina sem það á eftir.

    Niðurstaðan er því: Anda með nefinu og styðja liðið þar til tímabilið er búið og þá getið þið hraunað yfir drengina.

  71. Ég spáði 1-1 fyrir leik. En þetta var óheppni að ná ekki í öll stigin. Milner skorar vanalega úr vítum. Liðið er í þriðja sæti og Klopp er ennþá í bullandi færi á Meistaradeild. Ég er bara glaður með að hafa Klopp og vera i þessari stöðu (miðað við eigendur). Liðið verður bara að halda áfram að reyna að finna leið til að skora mörk.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  72. Sæl öll.

    Ég ætla ekki að hrauna yfir einn eða neinn sá ekki leikinn sjálf en er að sjálfsögðu frekar döpur.Hins vegar langar mig að spyrja einnar spurningar…Ef svo fer að Man.Utd tekur 4.sætið og vinnur Evrópudeildina þá eru þeir með 2sæti í Meistaradeildinni og þá vantar 1 lið hvaða lið og frá hvaða landi kemur liðið?
    Ég trúi því hins vegar enn að mínir menn klári þetta og taki 3ja til 4ja sætið en þessi hugsun hvarlfaði að mér.

    YNWA
    Sigríður

  73. #106 Ef United vinnur Euro-league og endar í 4. sætið þá fara þeir beint í riðladeild meistaradeildarinnar. 5. sætið gefurþá ekki rassgat í bala, nema sæti í þessari óþolandi Euro-league. Með öðrum orðum, Englendingar verða þá bara með 4 lið í meistaradeildinni. Það er hins vegar ljóst að Englendingar fá 5 lið í meistaradeild ef United endar í 5. sæti eða neðar og vinnur Euro-league.

  74. Klopp verður að átta sig á því hversu lélegt Liverpool liðið er.

  75. Ég hefði viljað að sjá smá breytingu á liðinu þetta er fjórði í röð og mjög bitlaust allt saman..

    En kannski er mikið stress og menn hræddir að taka sénsa og breyta í þessari skák um topp 4 sætin.

    Þetta hefði getað dottið eins og í síðasta leik drauma mark og víti núna en því miður

  76. Að horfa á þetta Manutd lið er hlægilegt. Spilið þeirra er með ekkert tempó. Eina sem þeir fókusa á er að verjast með alla fyrir aftan miðju. Þetta lið er hræðilegt. Ef þeir fá Meistaradeildar sæti en ekki við þá horfi ég ekki á meistaradeildina á næsta tímabili

  77. Ætlar Wenger að næla sér í Wenger-bikarinn……again!

    2 – 0 fyrir Arsenal.

  78. Um leið og eg skrifaði þetta þá fá þeir tvö mörk í andlitið. Sannleikurinn er sár

  79. Jæja þá er þetta aftur í okkar höndum(ég sé ekki þetta Man utd lið koma tilbaka)
    Arsenal 7 stigum fyrir aftan okkur og eiga 2 leiki inni.
    Southampton úti, Stoke úti, Sunderland heima og Everton Heima. s.s tveir erfiðir útileikir en ég reikna með að þeir klára síðustu tvo(Sunderland verður engi fyrirstaða og Everton hjálpar Liverpool aldrei).

    Svo að núna verðum við bara en og aftur að einbeita okkur að því að klára okkar síðustu tvo leiki.

  80. Arsenal að rassskella manú. Við getum farið í 76 stig (2 leikir eftir), Arsenal 75 stig (4 leikir eftir) og manú 74 stig (3 leikir eftir). Manú á Tottenham eftir úti, þannig þeir eru líklega út úr þessu. Arsenal gæti alveg tekið upp á því að vinna síðustu fjóra en samt ólíklegt.

    Við þurfum bara að drullast til að vinna Burnley úti og Middlesborough heima.

    Aftur algerlega í okkar höndum en megum ekki við að klúðra meira úr þessu.

  81. #114
    hmmm……..finnst eins og ég hafi heyrt þennan frasa áður. “Aftur í okkar höndum”. Við höfum farið rosalega vel með þá sénsa so far.

    En það er rétt. Tveir útslitaleikir framundan og sigur í þeim báðum gulltryggir 4. sætið. Vonum það besta.

  82. Ömurlega svekkjandi jafntefli.
    En það sem mér finnst leiðinlegast í þessu jafntefli er að lið byrja að tefja og hægja leikinn frá fyrstu mínútu. Finnst það ætti að breyta þannig að markmaður megi ekki taka boltan með höndum þegar hann er skallaður til baka óþolandi þegar boltinn er skallaður til baka og markmaður bíður eftir að mótherji komi og tekur hann svo upp og heldur á eins lengi og mögulegt er sem er svo önnur regla sem ég væri til í að breyta það er að stytta tíman sem markmaður má halda á boltanum. Svo er kanski erfitt að fá meiri hraða í innköst eða útspörk en það mætti alveg taka harðar á svoleiðis töfum, kanski ekki bara að leikmaður fái gult spjald fyrir að tefja heldur að anstæðingurinn fái einnig boltan, ef það er útspark þá fái hitt liðið hornspyrnu, ef það er innkast þá fái hitt liðið inkastið og það sama um aukapyrnur.

  83. # 116 Þetta er ekki frasi heldur einfaldlega staðreynd( kannski er þetta bara frasa staðreynd ?). Þetta er staðan sem við viljum vera í því að það er ömurlegt að þurfa að bíða og vona að aðrir klúðra sínu.
    Ef einhver hefði sagt mér fyrir tímabilið að ef liverpool þyrfti að vinna West Ham úti og Boro heima í síðustu tveimurleikjunum og þá væri meistaradeildarsæti okkar þá hefði ég tekið því.

  84. Sælir félagar

    Þetta var dapurt og spurning hvort Klopp gerir sér grein fyrir styrk þeirra leikmanna sem hann er með í höndunum. Að spila Origi leik eftir leik í leikjum sem þarf að vinna er í besta falli sékennilegt. Clyne er líklega sóknaheftasti bakvörður í deildinni og ekki nema sæmilegur varnarmaður. Af hverju er hann inná. Af hverju eru Lallana og , Alexander Arnold ekki á undan þessum mönnum í leikjun sem þarf að vinna? Ég bara skil það ekki.

    Arsenal mun vinna þá leiki sem þeir eiga eftir og fara létt með það. Klopp getur þá farið að búa til hóp sem “dugir” til að ná markmiðum næstu leiktíðar alveg eins og þessi hópur dugði fyrir markmiðum þessarar.

    Það er nú þannig

    YNWA

  85. Arsenal vann sem þýðir að ef öll top 6 liðin vinna alla sína leiki, sem eftir eru (það er ekki hægt) þá lendum við í fjórða sæti, stigi ofar en Asnanal og tveim stigum ofar en sameinuðu skíthælarnir.

  86. Alveg væri það týpiskt að Arsenal tæki 4 sætið af okkur og united myndi vinna uefa bikarinn og Liverpool yrði eina liðið af þessum topp 6 ekki í cl.
    Leikurinn í dag var einn af þeim leiðinlegri í langan tíma, menn virðast ekki vera að höndla það að tryggja sig í cl.
    Ég vona að Lallana og Sturridge byrji báðir næsta leik.

  87. Meistaradeildarstæði enn í höndum Liverpool eftir seinni leik dagsins.
    Ef Liverpool, Arsenal og Man Udt. klára sína leiki endar staðan svona:
    Liverpool 76 stig
    Arsendal 75 stig
    Man. Udt: 74 stig

  88. Það sem pirrar mig mest er það að við erum að horfa á vandamál sem liðið er búið að eiga við síðan löngu fyrir áramót.Lið sem pakkar í vörn á MJÖG góðan séns á að taka stig á móti Liverpool. Leikurinn í dag sýnir að lausnin á þessari varnartaktík er ekki komin hjá Klopp. Langt frá því. Það var eins og það væri verið að endursýna leik frá því fyrr í vetur….Næstum 70 mín eytt í akkúrat ekki neitt..Ekki hálffæri….Varla skot á ramman….Eftir hverju var Klopp að bíða? Við höfum reynt að hnoðast í gegn um svona varnir kukkustundum saman án árangurs. Liðin vilja greinilega að Lucas sé með boltann og pressa hann ekki einu sinni…Löturhægt spil úti á velli og síðan reyndar stuttar sendingar inn í miðja vörnina…þar sem hún er fjölmennust…Ég er eiginlega gapandi á að Klopp reyni ekki eitthvað byltingarkenndara Stjórar bæði West Ham og Boro horfa á þennan leik og eiga pottþétt eftir að stilla upp í svipað leikkerfi…..Þetta er vandamál liðsins númer 1,2 og 3….

    Úff hvað það tekur á að halda með þessu liði….

  89. Wijnaldum var ótrúlegur í þessum leik. Ég held að lýsandinn hafi einu sinni sagt nafnið hans í dag, eða tvisvar með skiptingunni. Ótrúlega pirrandi að hann hafi fengið að leika þennan feluleik i 86 mínútur! Myndi vilja sjá Grujic byrja næsta leik.

  90. Jæja, við ættum að gera meira grín af Arsenal og Wenger-bikarnum.

    Arsenal á eftir:
    Stoke (ú) nk. laugardag
    Sunderland (h) nk. þriðjudag
    Everton (h) sunnudaginn 21.5

    Við eigum:
    West Ham (ú) nk. sunnudag
    Boro (h) sunnudaginn 21.5

    Ef ég væri hlutlaus þá myndi ekkert vefjast fyrir mér að veðja á hvort liðið sé líklegra til að klára þá leiki sem eftir eru miðað við frammistöður undanfarnar vikur.

    Og já, takk Southampton fyrir frábæra frammistöðu á heimavelli áðan.

Southampton á morgun

Liverpool 0 Southampton 0 [skýrsla]