Liverpool 0 Southampton 0 [skýrsla]

Þriðja síðasta umferð. Markalaust jafntefli á Anfield. Vorbragur yfir báðum liðum. 2 stig af síðustu 9 á Anfield. Óbreytt staða í baráttunni um Wenger-bikarinn. Förum aðeins nánar yfir þetta.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Hér er fátt um fína drætti. Mignolet þurfti lítið að gera í markinu og vörnin greip vel inní þau fáu skipti sem Southampton-liðar komust í sjónmál við mark Liverpool. Sérstaklega fannst mér Matip nokkrum sinnum stela boltum vel. Annars tók ég varla eftir honum, Lovren eða Lucas í leiknum, slíkir voru „sóknartilburðir“ gestanna í dag.

SLÆMUR DAGUR

Framar á vellinum voru vandamálin. Þessi leikur snerist ekki um að vera þéttir aftur og passa umfram allt upp á að halda hreinu. Eitt stig eða núll skipti ekki svo miklu máli, þótt vissulega geti munað um stigið eftir 38 umferðir. Hér var möguleiki á að ná í þrjú stig, vitandi að Arsenal og United myndu mætast í seinni leik dagsins, og nánast gulltryggja 4. sætið með tvo leiki til góða. Svo fór að Arsenal lagði United í seinni leiknum, sem þýðir að ef Liverpool hefði unnið í dag gætum við opnað kampavínið í kvöld. Þetta jafntefli þýðir hins vegar að menn horfa áfram yfir öxlina, United er sennilega úr leik núna en Arsenal eru komnir á ný inn í myndina og okkar menn geta ekki leyft sér mikið fleiri töpuð stig án þess að opna óvæntan glugga fyrir Wenger og Skytturnar til að ræna og rupla í lokaumferðinni. Þetta er ekki kallað Wenger-bikarinn fyrir ekki neitt, við vogum okkur ekki að afskrifa Arsenal á meðan þeir eiga séns á 4. sætinu.

Það er skemmst að segja frá því að allt liðið fær falleinkunn í dag, þótt lak Mignolet hafi haldist hreint. Verkefni dagsins var að búa til marktækifæri fyrst, og síðan að nýta eitt þeirra hið minnsta, og það mistókst algjörlega. Liðið fékk varla færi í leiknum þar til Sturridge kom inná, og jafnvel þegar varnarmönnum Southampton fór að leiðast þófið og gáfu klaufalega vítaspyrnu upp úr engu tókst James Milner að gera það sem hann hefur ekki gert fyrir Liverpool hingað til og láta verja spyrnuna frá sér.

Þetta var bara drulluslappt. Það var engin pressa, enginn kraftur, engin sköpun. Klopp gaf tóninn með því að stilla upp of varnarsinnaðri miðju með Lallana, sem gat spilað 82 mínútur um síðustu helgi eftir meiðslin síðustu vikur, á bekknum og Lucas sitjandi alveg að óþörfu fyrir aftan tvo miðjumenn sem fóru ekki mikið framar. Wijnaldum virkar mjög þreyttur í lok tímabils á mig og Can gerði sitt besta, átti sennilega hættulegasta langskot leiksins en við getum ekki ætlast til að hann skori hjólhest í hverri viku.

Sóknarmennirnir, maður lifandi. Því minna sagt um þá því betra. Coutinho var örugglega meiddur, ég meina hann hlýtur að hafa verið meiddur því hann gerði ekkert. Og samt tókst Firmino að gera minna. Og enn tókst Origi að gera betur en þeir báðir. Hann skuldar okkur eftir þessa „frammistöðu“, svo lítið gerði hann.

Þetta hófst með liðsuppstillingunni, þreytu eftir langa mánuði, vorbrag og sólgleraugum á Anfield. Útkoman var fyrirsjáanleg.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

 • Liðsuppstilling Klopp var óþarflega varnarsinnuð. Með stórleikinn síðdegis þar sem a.m.k. annar keppinauta okkar var pottþétt að tapa stigum, og í baráttu við City um þriðja sætið og stórsigur þeirra í gær, var bara full ástæða til að stilla upp sóknarsinnuðu og láta vaða. Klopp var allt of varkár í dag og fékk það í andlitið.
 • Átti einhver von á því að liðið kæmi sér í lykilstöðu í baráttunni um Wenger-bikarinn með þremur útisigrum í röð, á meðan aðeins næðust 2 stig af 9 á heimavelli? Þetta lið er algjör ráðgáta. Alltaf þegar maður heldur að þetta sé búið vinna þeir, alltaf þegar maður heldur að þetta sé komið renna þeir á rassgatið. Ég er búinn að afskrifa þetta lið svona tíu sinnum í vetur, og hampa velgengninni svona tíu sinnum í viðbót, og alltaf tryggja þeir að ég líti heimskulega út með frammistöðu næsta leiks.
 • Daniel Sturridge hefði mátt fá meiri tíma en 25 mínútur hér, Lallana líka. Lalli gerði lítið í dag eftir að hann kom inná en Sturridge ógnaði og skapaði meira á 25 mínútum en allir liðsfélagar hans höfðu gert hinar 75 mínúturnar. Hann bjó sér sjálfur til besta færi leiksins en skaut beint á Forster inná teig og var annars hættulegur. Ef leikmenn eru svona þreyttir og sköpunargleðin svona útvötnuð, og ef pressan í liðinu er engin lengur (það var í allan vetur besta ástæðan fyrir því að halda Sturridge utan liðs, að hann pressaði ekki jafn vel og hinir) þá er alveg eins gott að leyfa Sturridge að byrja síðustu tvo leikina eins og að láta Origi þjást mikið lengur. Allt liðið virðist þurfa nauðsynlega á sumarfríi að halda en Sturridge er a.m.k. að reyna að minna á sig fyrir sumargluggann eða eitthvað. Gefðu honum séns, Jürgen.
 • NÆSTU VERKEFNI

  Arsenal á útileik gegn Southampton á miðvikudag og svo útileik gegn Stoke á laugardag, áður en okkar menn heimsækja West Ham á sunnudaginn. Á sunnudag heimsækja Manchester United svo Tottenham. Ég er vongóður um að United og Arsenal vinni hvorugt leik í deildinni næstu 8 dagana, sem myndi nánast sjá um að innsigla topp fjóra fyrir okkar menn án þess að þurfa að vinna leiki sjálfir.

  En svona til öryggis vona ég að menn æfi sóknarleikinn og dusti rykið af hápressunni fyrir gríðarlega mikilvægan útileik gegn West Ham, þar sem sigur þarf helst að vinnast, til öryggis, og jafntefli gæti hreinlega reynst dýrt. Ekki getum við treyst á sigur á Anfield í lokaumferðinni, svo mikið er víst.

  YNWA

  52 Comments

  1. Þetta er priceless twitter coment sem ég las eftir leikinn:

   “None of our players want Champions League because they know they’ll get replaced if we get in.”

   Miðað við frammistöðu dagsins þá mætti halda að það væri tilfellið.

   Skrýtinn þessi fótbolti. Áður en við spilum nk. sunnudag þá gæti staðan verið sú að Arsenal verði úr leik í baráttunni um topp4. Arsenal á eftir að spila tvo leiki áður en við spilum, þ.e. á móti Southampton á miðvikudagskvöld og Stoke á laugardaginn. Báðir útileikir. United eru sennilega búnir að gefa deildina frá sér eftir slæmt tap áðan.

   Kannski lendum við í því að þurfa parkera rútunni nk. sunnudag þegar við förum til London að spila við West Ham.

  2. Sælir félagar

   Takk KAR fyrir að segja allt sem ég vildi segja bara á örlítið kurteislegri hátt. Jurgen Klopp féll á enn einu prófinu og liðið með honum. Enn og aftur erum við í reynd komnir uppá úrslit leikja hjá öðrum liðum. Enn og aftur erum við háðir gengi liðanna sem við ættum að vera búnir að skilja eftir.

   Það kæmi mér ekki á óvart þí Arsenal ynni sína leiki alla sem eftir eru. Það eru lið sem henta þeim vel. Lið sem pakka í vörn og þannig leiki vinna Nallarnir yfirleitt. Við aftur á móti megum þakka fyrir ef við náum jafntefli við WH sem munu spila eins og þeir spiluðu á móti Totturunum og það þýðir einfaldlega að þeir munu vinna okkur.

   Þetta verður því niðurstaða leiktíðarinnar sem Klopp sagði að við værum með mannskap í að klára og engar afsakanir væru til ef liðið næði ekki markmiðum sínum. 5. eða 6. sæti og Evrópudeildin. Fimmtudagsleikir sem enginn nennir að horfa á nema við bilaðir stuðningmenn Liverpool.

   Það er nú þannig

   UNWA

  3. Til að draga fram eitthvað jákvætt úr leiknum, þá fannst mér fínt að ég man ekki til þess að Southampton hafi fengið færi í leiknum og varnarleikurinn var almennt í góðu standi. Við höfum svo sannarlega haft ástæðu til þess að kvarta yfir varnarleiknum í vetur, oft í leikjum þar sem mótherjinn þarf varla að skapa sér færi til að skora, en í dag skilaði vörnin og Mignolet sínu. Vonandi skilar það sjálfstrausti hjá mönnum í þessum tveimur leikjum sem eftir eru, það getur reynst okkur mikilvægt.

   Var miðjan of varnarsinnuð? Mögulega. Ég tel þó að sóknarlínan hefði átt að klára þetta á eðlilegum degi.

  4. Mér finnst það vera of mikil einföldun að kenna 3 sóknarmönnum um að hafa ekki sólað sig í gegnum 10 manna varnarmúr. Að mínu mati liggur sóknarvandinn aftar, hjá Can, Lúkasi, Milner, Matip og félögum. Þeir eru allt of hægir í að spila fram þegar boltinn vanst á miðjunni og sendingar þeirra voru engan vegin ásættanlegar í dag. Því var úr litlu að moða frammi, sérstaklega fyrir Origi sem er fljótur og sterkur ef boltanum er stungið inn fyrir vörnina. Svakalega held ég að miðjumaður með spyrnugetu í áttina að Gerrard, eins og Gylfi eða Febregas, myndi styrkja liðið.

  5. Er ég sá eini sem lít þannig á þetta hafi verið rándýrt stig í dag? Vissulega engin drauma úrslit en eftir Arsenal – Man Utd leikinn í dag, þá erum við með það í eigin höndum að halda fjórða sætinu.

   Eitt varðandi Origi, vissulega var hann ekki spila sinn besta leik – en þegar varnarlínan telur 9 menn… þá er erfitt að eiga einhvern stórleik. Mér finnst hann oft fá óþarflega mikið af neikvæðni – þessi drengur getur vel þroskast í það að verða top striker!

   YNWA

  6. Origi mörgum númerum of lítill fyrir okkur og vekur furðu á að velja hann fram yfir Benteke. Benteke er einmitt maðurinn gegn liðum sem liggja í vörn. Origi var efnilegur en verður ekki skorari.
   Bakverðirnir okkar geta ekki sent fyrir markið og það er engin ógnun af þeim að ráði þess vegna.

   En andstæðingar okkar virðast ætla að tryggja
   okkur fjórða sæti og er það vel.

   YNWA kv ingó

  7. Origi er og verður aldrei nógu góður til að leiða sóknarlínu Liverpool. Ef það er eitthvað sem vantar í þetta lið þá er það alvöru striker. Svona leikir fara 1-0 þegar menn eins og Fowler, Owen, Torres, Suarez og meira að segja Sturridge spila frammi.

   Hann er með lélegt marka record hjá Liverpool og mér bara finnst hann ekki nógu erfiður við að eiga fyrir varnamenni andstæðingsins. Það er ekkert bit í honum, ég man í fyrsta leik Torres á Anfield á móti Chelsea þá bakkar hann harkalega nokkrum sinnum inn í Terry og rífur kjaft við hann.

   Hér er myndbrand af atvikinu:
   http://www.youtube.com/watch?v=DHm7hThHcjc

  8. Mér sýnist staðan vera nokkuð góð ef við vinnum leikina sem eftir eru.

  9. Þú náttúrulega bauðst upp á þetta með síðasta pistli 🙂 En ég held samt að þetta sé nokkurn veginn komið (eins og þú sagðir í síðasta pistli) – hvort sem stigin verða 1,2 eða 3 úr síðustu tveimur leikjunum. Skoðum bara vandlega hvað Arsenal og Man U eiga eftir og líklega bjartsýnustu spá fyrir þeirra hönd:

   Man Utd:
   Tottenham = jafntefli
   Southampton = sigur
   Crystal Palace = sigur
   7 stig – enda með 72 stig.

   Arsenal:
   Southampton = jafntefli
   Stoke = sigur
   Sunderland = sigur
   Everton = sigur
   10 stig – alls 73 stig.

   Eins og ég segi, þetta er ofur bjartsýn spá fyrir þessi lið – þau munu ekki ná 70 stigum í þessu móti. Segi það og skrifa! Og við erum að fara að rústa Boro í síðasta leik.

  10. Æ, þetta er orðið svo þreytt.

   Fyrirsjáanleg úrslit á Anfield gegn “minni” liðunum – Liverpool hefði getað spilað í marga klukkutíma án þess að skapa sér lítið færi, hvað þá skora.

   Þreyttara verða samt frasarnir ekki – að lið komi til með að parkera rútunni eða þvíumlíkt. Við skulum bara hafa það að hreinu að þegar minni spámenn heimsækja stórlið, þá er undantekningalaust rútunni lagt og áherslan á að hafa 10 menn fyrir aftan bolta og verja stigið.

   Ég skora á alla sem nota þennan blessaða frasa – sennilega sömu aðilar og tala um að glasið sé hálffult o.s.frv. – að horfa á Real keppa við Granada. Eða Barca gegn Malaga. Eða Chelsea gegn Hull. Eða Tottenham gegn Stoke. Eða Bayern gegn Köln.

   Þetta á bara ekki að skipta máli. Munurinn er hins vegar sá að þessi lið eru með fleiri flinkari fótboltamenn á sinni launaskrá, leikmenn sem geta brotið niður varnarmúra.

   Klopp á að vita það að hann er með topp6 lið í höndunum og flest lið koma til með að leggjast í vörn gegn honum. Við eigum líka að vita það – en einhverra hluta vegna láta sumir eins og þetta komi þeim sífellt á óvart.

   Klopp stendur og fellur með þessu. Það var hans ákvörðun síðasta sumar að þetta væri nægilega sterkur hópur til að klára tímabilið með stæl. Það var hans ákvörðun í janúar að gera ekki einhverjar breytingar á hópnum. Og það er hans ákvörðun á spila á sömu mönnum leik eftir leik eftir leik, þrátt fyrir augljós merki um þreytu hjá sumum (gæti jafnvel talað um metnaðarleysi eða dugleysi).

   Firmino er bara búinn á því. Hann er sennilega búinn að spila manna mest af okkar mönnum á leiktíðinni ásamt Milner. Coutinho er svona “lúxus” leikmaður – á pari við þá bestu í heimi á góðum degi en lítið skárri en ég á venjulegum degi. Við vitum alveg hvað Origi hefur fram að færa. Og þannig mætti halda lengi áfram (Lucas, Clyne, Gini…).

   Ég sagði eftir leikinn gegn Palace að það hefði verið leikurinn sem okkar menn töpuðu meistaradeildarsætinu. Þetta er samt ennþá í okkar höndum. Ég vona auðvitað að okkar menn sigli þessu í höfn en ég treysti þeim alveg til að klúðra þessu 🙂

   Eitt er víst – sumarið verður afar fróðlegt, hvort sem við erum að fara að spila í CL eða ekki.

   Homer

  11. Sæl og blessuð.

   Fótbolti er almennt séð ekki leiðinleg íþrótt. Jafnvel svona harðlífi eins og í dag er tilefni skemmtilegra umræðna og ætti að gefa fólki kost á að læra sitthvað. Hvað segir t.a.m. þessi leikur um liðið?

   1. Okkur vantar skapandi bakverði með ærlegt bit. Hvorki M né C rísa upp úr meðalmennskunni. Vítaklúðrið var síðasta kornið í mæli M. Ok. verum sanngjörn. Hefði Fosterinn ekki varið þrumuskalla Grujic eftir sendingu M þá væri maður jákvæðari en tempóið er of hægt og almennt er hann eins fyrirsjáanlegur og Staksteinarnir í Mbl. Hið sama má segja um C. Ekki gaman að horfa á þetta.

   2. Okkur vantar skapandi miðjumenn sem geta fært þyngdarpunktinn til á örskotsbragði með hnitmiðuðum langsendingum. Þó mér þykir vænt um Lucas og hann hafi strangt tiltekið átt sendinguna sem leiddi til vítadómsins, þá segir það sig sjálft að reiða sig á Lucas í þessu leikstjórahlutvekri er alveg banalt. Hann er til þess gerður að eyðileggja skapandi spil andstæðinganna og er ágætur í því. Held að brassarnir okkar frammi myndu nýtast miklu betur með slíkan stjórnanda.

   3. Okkur vantar fleiri hraða kantara. Brottför Mané skilur okkur eftir í öðrum gír og það er greinilega ekki nóg þegar svona leikir eru annars vegar. Þarf að hafa ærlegt bakköpp í þeim aðstæðum. Það er reyndar lærdómur ársins só far.

   4. Okkur vantar nýjan Fowler, Rush, Torres, Sturridge (eins og hann var!), nafna… etc. Þar erum við að tala um sóknarmenn sem geta nýtt sér veikleika andstæðinganna og eru eins og gammar utan á þeim. Vörninni líður eins og á þverhnípi – ein vitlaus hreyfing og þeir eru dauðir! Þetta setur allar varnir úr jafnvægi og kemur í veg fyrir svona hroka eins og hið leiðinlega Southampton-lið sýndi í dag.

   Mögulega eigum við kandídata í þetta. Grujic lofar góðu, mögulega þroskast Moreno og hvað veit maður hvað bíður Origis? Trent Alexander gæti líka orðið eitthvað þegar hann verður stór og áfram mætti telja. Það verður a.m.k. hrikalega gaman að sjá hvernig leikar þróast og nú reynir á heimavinnu Klopps og co.

  12. Þrír heimaleikir, 9 stig í boði – við náum 2 stigum. Hvað varð um “virkið” Anfield? Eru menn hættir að klappa skiltinu “This is Anfield” á leið inn á völlinn? “Brjóta niður múra og koma brjálaðir út hinumegin”.

   Við getum ekki kvartað yfir leikjaálagi síðustu vikur þannig að mér finnst það nú frekar ódýrt að tala um þreytu leikmanna fyrir ástæðu á slöku gengi.

   Nokkuð ljóst að ef Klopp ætlar sér í Meistardeildina á næsta tímabili þá þarf að styrkja hópinn allverulega – ekki efnilega til framtíðar, heldur mannskap sem er klár í slaginn og…

   …….. tilbúnir til að spila þungarokk í 9 mánuði!

  13. Svona leiki á bara að vinna og ekkert annað.Klopp átti að vera búin að sitja sturridge strax inn á á 50mín.Held að það sé frekar augljóst að hann orgi er ekki nóg of góður til að vera striker nr 1.

  14. Auðvitað hefði maður viljað þrjú stig og sérstaklega í ljósi þess að okkar menn fengu víti á móti A LA manjú-skipulögðu liði. Því miður tókst það ekki en við erum áfram í bílstjórasætinu og það er svakalega niðurdrepandi að lesa mörg komment hérna þar sem leikmenn og þjálfari eru rifnir niður og rakkaðir. Þetta stig okkar á móti soton-rútunni er verðmetið í milljörðum, að mínu mati.

   Ég trúi á það sem Klopp er að gera og treysti því að okkar strákar klári dæmið.
   Mér leið doldið eins og ég væri kominn með í magann eftir að hafa orðið vitni af þessum leik en þegar ég sá að arsenik kláraði manhjú örugglega að þá leið mér dálítið eins og ég hefði náð að losa um magaóþægindin með viðrekstri. Kannski táknrænt því móri og félagar voru eins og lekandi blaðra.

   Eins pæling… Hvernig í fjandanum stendur á því að chelskí eru varla búnir að vera með einn mann í meiðslum í allan vetur??

  15. Southampton er með tak á Liverpool. Veit ekki hvort það er 3 metra rumurinn í markinu þeirra (afhverju er Liverpool ekki á eftir honum?). Hvort Southampton hatar þá svona mikið fyrir að stela leikmönnum þeirra, eða hvort Liverpool eru bara orðnir svona slasaðir og bæklaðir að hver einasti leikur er ströggl núna.

   Ég hallast að þetta sé samblanda af öllu þessu, hvort það dugar í meistaradeildarsæti er milljón dollara spurningin.

  16. Southampton er með tak á Liverpool. Veit ekki hvort það er 3 metra rumurinn í markinu þeirra (afhverju er Liverpool ekki á eftir honum?). Hvort Southampton hatar þá svona mikið fyrir að stela leikmönnum þeirra, eða hvort Liverpool eru bara orðnir svona slasaðir og bæklaðir að hver einasti leikur er ströggl núna.

   Ég hallast að þetta sé samblanda af öllu þessu, hvort það dugar í meistaradeildarsæti er milljón dollara spurningin.

  17. Er það ekki rétt munað hjá mér að ef manu vinnur Evrópudeildina að þá dugi ekki fjórða sætið til að fara inní Meistaradeildina?

   Löndin fá alltaf bara sinn “kvóta”, í þessu tilfelli er England með fjögur Meistaradeildarsæti, ef manu fengi eitt í gegnum Evrópudeildina, yrðu það þá bara efstu þrjú í deildinni sem gæfu sæti í Meistaradeild. Eða er ég að bulla :O

  18. Já, Siggi, ég var einmitt búinn að lesa þetta bull í Klopp varðandi gras og vind. Það er augljóst að Klopp telur slíkt ekki hafa áhrif á leik annara liða. Klopp ætti fyrst og fremst að setja sjálfan sig í rækilega skoðun. það er hann sem ber ábyrgð á spilamennsku Liverpool, en ekki gras og vindar.

  19. Þetta var varnarsinnað upplag og við fengum nákvæmlega það til baka steingeldir framávið en flott vörn sem var aldrei í neinni hættu.

   Þetta Origi dæmi er fullreynt bara algjörlega eini sénsin er að Sturridge fái að byrja þetta mögulega fær hann auka sjálfstraust eftir það en ég veit það ekki hann er búin að vera meiddur allt tímabil eða sitja á bekk það hlýtur að vera agalega mótiverandi fyrir þannig leikmann.

   Hann þarf að skora en held því miður það yrði alltof lítið og alltof seint allavega fyrir hann sem leikmann LFC og ég held það skíni í gegn um hjá honum um þessar mundir því miður.
   Er alveg til í að sja hann byrja samt í næsta leik frekar en sama upplag með Origi enda mun meiri ógn með Sturridge frammi.

  20. Við hættum að skora eftir að Firmino var tekinn úr sinni stöðu uppá topp, já og ég veit að það er gert útaf Mané. Þetta Origi rúnk að henda honum í stöðuna hans Firmino er orðið vel þreytt, frekar mætti henda Origi þá á annan hvorn kantinn, þar getur hann sólað sjálfann sig alveg jafn mikið.

  21. Ég gafst upp á að lesa athugasemdirnar á nr. 8 held ég þar sem menn eru í einhverju svartnætti sem þær ná sér ekki uppúr.

   Auðvitað voru þessi úrslit svakalega svekkjandi miðað við hvernig umferðin spilaðist og eiginlega miðað við hvernig þessi leikur spilaðist.
   Segjum að Sturridge hefði verið búinn að spila seinustu 5 leiki, hann hefði alltaf skorað úr þessum færum sem hann fékk. Skítkaldur gerir hann ekki mikið.

   Origi greyið fær það óþvegið frá flestum og er ég sammála því að hann var ekki að spila vel en hann var ekki svona lélegur eins og menn segja. Það þarf bara alltaf að finna einhvern til þess að drulla almennilega yfir (eins málefnanlegt og það er).

   Mig langar hinsvegar að benda á Mignolet sem mann leiksins. Hann var að koma flott útí teig í föstum leikatriðum og að koma boltanum fljótt í leik. Þetta er eitthvað sem fer framhjá mönnum því hann er bæta sig og gera þetta vel. Fannst hann flottur í þessum leik.

   Ef við horfum yfir bekkinn vantar alveg “Plan B” eða annað Plan A ef menn vilja kalla það það. Sturridge og Lallana eru jú á bekknum og koma inn en þeir koma allt of seint inn og gera lítið á þessum stutta tíma sem þeir spila.

   Ef að Lallana er ekki klár í næsta leik þá finnst mér að Origi eigi að hvíla og Sturridge komi inn. Hann er beinskeittari og mun hættulegri en Origi.
   Einnig myndi ég vilja sjá Moreno koma mögulega inn fyrir Milner…..ekki skjóta mig strax!
   Ástæðan er sú að ef að Antonio eða Lanzini koma fljúgandi á Milner á hann ekki roð í þá en Moreno gæti haldið í við þá. Jú, hraðinn er ekki allt en Moreno er ekki eins skelfilegur og menn hrópa allan daginn. Ég myndi hinsvegar vilja sjá Liverpool kaupa Wendell hjá Leverkusen í sumar í þessa stöðu. Hafa Moreno sem vara og Milner sem squad player.

   En ég ætla að hætta að rausa og sjá hvort menn tæti mig í sig.

   YNWA – In Klopp we trust!

  22. Það eru blendnar tilfingingar gagnvart okkar mönnum þessa dagana. Maður er ánægður með stöðuna núna og maður hefði tekið þessu allan daginn ef maður hefði boðist þetta í upphafi tímabilsins.
   Maður er samt svo brenndur á að liverpool nái ekki alveg að klára sitt dæmi. 2014 fílingur og þessi bikartöpp á síðastatímabili þegar var búið að mynda geðveikastemningu eru nærtækustu dæminn. Það er mikið stress í gangi því að meistardeildarsæti = gott tímabil en ekki meistaradeildarsæti = vonbrigðatímabili. Fyrir utan að meistaradeildarsæti kemur líka með penninga og meiri líkur að fá sterkari leikmenn.
   Ég er á því að við þurfum alltaf 6 stig til að komast áfram. Arsenal klárar sitt dæmi og lykilinn hjá okkur er þessi West Ham leikur úti. Það verður verðugt verkefni en ég er á því að ef við klárum hann þá náum við þessu 4.sæti .

   Ég er líka á því að ef við náum þessi 4.sæti þá eigum við það skilið og ef við náum við því ekki þá einfaldlega eigum við það ekki skilið.

  23. Ég skil ekki dramað og stressið í Liverpool stuðningsmönnum. Menn út um víðan völl að bölva Klopp og saka hann um að hafa ekki plan b og ég veit ekki hvað og hvað.

   Jújú, sagan segir okkur kannski að við séum meistarar í failure, en án þess að hafa gert nákvæma athugun á því þá get ég ekki ímyndað mér að Liverpool sé eitthvað öðruvísi en önnur félög. Ná stundum því sem þau ætla sér og stundum ekki. Ég skrifa hér að ofan að þetta sé komið. Ég stend við það, ekki af því að við munum sigra bæði West Ham og Boro, heldur náum við 3-4 stigum úr þessum tveimur leikjum og það mun duga því Man U og Arsenal munu ekki klára sína leiki. Það væri amk. kraftaverk ef þeim myndi takast það.

   Ég vona að þið félagar takið upp podkast í kvöld og ræðið þetta af yfirvegun eins og ykkar er von og vísa.

  24. Það sem ég skil ekki í umræðuni hjá mörgum sem halda að þetta sé komið hjá okkur. Maður horfir á Messuna, maður sér umræðuna á skysports og hér á spjallinu og allir tala um eins og liverpool séu bara búnir að klára þetta.

   Sem er auðvita algjör kjaftæði því að það er ekki eins og að West Ham úti sé leikur sem Liverpool eru sigurstranglegri í.
   Arsenan er núna eins að vinna Southampton í 50/50 leik 0-1 og verða aðeins 4 stigum á eftir okkur og leika við Stoke úti næst og geta minkað þetta niður í 1.stig s.s myndi setja gríðlarlega pressu á okkur fyrir West Ham leikinn og við erum einfaldlega lélegir undir pressu.
   Arsenal klára svo alltaf Sunderland og Everton. Annað er fallið og hitt liðið myndi elska að liverpool kæmist ekki í meistaradeildina.
   Ég er á því að Arsenal klára sína 4 leiki og ég er ekki viss um að liverpool klárar sína tvo.

  25. Nú væri gott að leggjast undir teppi og hlusta á podcast þátt.

  26. Ég er sammála Sigurði Einari, Liverpool endar í 5. sæti með 74 stig. Jafntefli við West Ham og sigur á móti Mboro. Arsenal nær 75 stigum. Leikurinn í kvöld var síðasta hálmstrá LFC, þ,e að Arsenal myndi tapa stigum. Þeir höfðu ekki unnið Southampton í 5 ár á útivelli held ég. Þegar þeir vinna Stoke á laugardag verður pressan óbærileg á okkar menn sem hafa í raun öllu að tapa en Arsenal allt að vinna.

   Þeir tapa aldrei fyrir Sunderland heima og ég held að Everton séu ekkert að fara að hlaupa úr sér lungun til að tryggja Liverpool CL sæti.

   City á svo létta heimaleiki (Leiceseter og WBA) og svo Watford úti. Þeir mega gera jafntefli í einum þessara leikja. Vítið hjá Milner verður jafn örlagaríkt og þegar Gerrard rann hérna um árið.

   Og til að bæta gráu ofan á svart þá vinnur Man.Utd Evrópudeildina.

   Klassískasta setningin á þessu spjalli hlýtur að vera “Þetta er komið”,

   Ívar Örn setti upp spá sínu máli til stuðnings hér að framan. Þar gerir Arsenal jafntefli við Southampton en vinnur rest. Úfffffff

  27. Sæl öll.

   Sagan ekki beint með Klopp um þessat mundir. Tveir úrslitaleikir eftir og ekki hefur hann unnið þá marga upp á síðkastið. Fyrir tímabilið hefði maður helsáttur tekið CL sæti og tímabilið success. Nú þegar umspil eða bein þátttaka er í sjónmáli er pressan gríðarleg á leikmenn Liverpool. Klopp bað okkur um að trúa og ég geri það þrátt fyrir að síðasti leikur gefi ekki tilefni til þess. Klopp þú verður að galdra eitthvað fram.

  28. Jæja, við ættum kannski að gera meira grín af Arsenal og Wenger-bikarnum.

   Arsenal á eftir:
   Stoke (ú) nk. laugardag
   Sunderland (h) nk. þriðjudag
   Everton (h) sunnudaginn 21.5

   Við eigum:
   West Ham (ú) nk. sunnudag
   Boro (h) sunnudaginn 21.5

   Ef ég væri hlutlaus þá myndi ekkert vefjast fyrir mér að veðja á hvort liðið sé líklegra til að klára þá leiki sem eftir eru miðað við frammistöður undanfarnar vikur.

   Og já, takk Southampton fyrir frábæra frammistöðu á heimavelli áðan.

  29. Það er bara að renna upp fyrir manni að við náum ekki einu sinni 4 sæti!!! Þetta er skrifað í skýinn, slegið í stein.
   Erum bara allan daginn að fara að klúðra öðrum leiknum og Arsenal komið á sitt klassíska lokar run.
   BOOM her Klopp

  30. Hey lítið á björtu hliðarnar ,, United er komið aftur í 6ta sætið sitt.

  31. #32,

   Ef maður endurskilgreinir “úrslitaleik” til að falla að eigin bölsýni, já.

  32. Menn tala um ad Everton hjálpa okkur ekkert i lokaumferðinni, en það er það sama sem á vid um Westham þeir mundu ekkert hata það ad Arsenal færi ekki í CL,

  33. #38
   Ha, nú skil ég ekki. Hvað þarf að endurskilgreina? Það er í okkar höndum að vinna þessa tvo leiki sem eru eftir og þá verða úrslitin þau að við náum keppnisrétti að CL. Ég trúi að okkur takist að vinna þessa leiki svo hver er bölsýnin?

  34. Ég er ansi hræddur um að okkar menn vinni ekki rest en Arsenal geri það að sama skapi… Bilic hefur náð góðum úrslitum gegn Liverpool í gegnum tíðina. Síðustu tveir gegn West Ham (reyndar á gamla vellinum) hafa tapast og svo gerðu liðin jafntefli á Anfield fyrr í vetur. Þannig að, ekki hefur tekist að vinna síðustu þrjá leiki gegn þeim.

   Þetta er svartsýni ég geri mér vel grein fyrir því en því miður, þá held ég að Arsenal nái þessu.

  35. Þessi fjandans Wenger bikar (4 sætið) er aftur orðin líklegur fyrir Arsenal. Á meðan Liverpool nær ekki að skora mark á móti Southamton í 4 leikjum í vetur, tekur Arsenal sig til í gær og skorar 2 mörk á þá.

   Leikurinn gegn Southamton var must win og Liverpool gerði sér mikinn óleik með því að tapa 2 stigum gegn þeim því næsti leikur er úti á móti West Ham.

   Hræðileg tölfræði Liverpool gegn West Ham er ekki til sannfæra mann um að LFC verði í meistaradeild næsta vetur. LFC hefur ekki unnið WH í síðustu 5 leikjum. Með öðrum orðum þá hefur Klopp ekki unnið leik á móti WH síðan hann tók við LFC. Er nema von að maður sé skíthræddur um að LFC sé að missa gullið tækifæri til að komast í meistaradeildina.

  36. Eigum við samt ekki að slaka aðeins á í taugaveikluninni. Vissulega hefur maður áhyggjur af Arsenal…..en þeir eiga eftir að vinna Stoke á útivelli nk. laugardag.

   Ef þeir vinna Stoke…….þá fyrst er kannski tilefni til að vera pínu órólegur, því árangur okkar gegn West Ham á útivelli síðustu ár er ekki til að hrópa húrra yfir.

   Við skulum líka ekki láta okkur dreyma um að Everton fari að gera okkur einhvern greiða í lokaumferðinni. Ég er ekki búinn að gleyma leik Everton – Man. City í 36. umferð tímabilið 13/14 þegar við vorum að berjast um titilinn.

  37. Vill einhver vera svo vænn að svara fáviskum manni.
   Ef Mansteftir júnæted vinnur Evrópukeppnina dettur þá fjórða meistaradeildarsætið út í deildinni?

  38. Guðmundur Óskarsson:

   Nei, 4ja sætið gefur alltaf sæti í CL.

   Ef manutd vinnur evrópukeppnina þá fara þeir inn í CL á næstu leiktíð sem fimmta enska liðið.

   Homer

  39. Takk. Homer. Ég get rólegur slefað í koddann í kvöld.

  40. Ég hef heyrt ýmsa spekulanta spyrja sig afhverju liðið spilar ekki sama fótbolta og fyrir áramót. Svarið er einfallt. Í rauninni eru tveir af fimm bestu leikmönnum liðsins leikfærir. Henderson og Mane eru meiddir og Lallana og Sturridge eru ekki að spila nema brota brot af leikjum, því það er of áhættusamt að láta þá spila meira. Lallana og Henderson, Mane voru hluti af þessu þenslalausa ógnargengi, auk Coutinho og Firmino sem brutu sig í gegnum hvaða vörn sem er og þeir einu sem gátu dekkað gæði þeirra voru Can, Wijnaldum og svo sturridge, sem væri líklega lykilmaður í þessu liði ef hann væri ekki svona hrjáður af meiðslum í tíma og ótíma.

   Origi er mjög sveiflóttur leikmaður og undanfarið hefur hann verið í lægð. Coutinho hefur ekki sýnt sitt besta og þó það var ekki neitt út á vinnusemi Firmino að setja gegn Southamton, náði hann ekki að sýna sínar bestu hliðar.

   Á sama tíma er t.d Arsenal nánast með alla sína lykilmenn meiðslafría og með mun breiðari hóp en við, vegna þess að hópurinn er hannaður fyrir meistaradeildina og þeir eru úr leik í henni. Ég er því nokkuð viss að Arsenal vinni alla sína leiki sem eftir eru og því er ekkert annað í boði fyrir Liverpool en að vinna þessa tvo leiki sem eftir eru og það er því miður of erfitt, því þeir eiga erfitt með að brjóta varnir sem liggja aftarlega. Meðal annars vegna þess að við höfum engan Benteke lengur eða Oliver Girroud, eða Diego Costa sem eru sérhannaðir í að skora gegn hávöxtnum og sterklega byggðum enskum varnarliðiðum.

   Ef það má gagnrína Klopp fyrir eitthvað þá er það fyrir að fjárfesta ekki meira af gæðum en því fylgir alltaf áhætta og það hefði verið ansi erfitt, því liðið stóð bæði fyrir utan Evrópudeild og meistaradeild, síðasta sumar. Við náðum þó allavega að kaupa Wijnaldum og Mane og þeir hafa sannað ágæti sitt.

   Mín skoðun sú var að Southamton er drullgott lið, sérstaklega varnarlega og í raun spiluðu þeir afbragðsvel gegn þeim. T.d fékk Southamton varla færi í leiknum, það sem vantaði upp á var þessi frægi herlslumunur en það er erfitt þegar við getum ekki verið með alla okkar bestu menn inn á vellinum á sama tíma.

   Mér fanst Liverpool miklu meira ógnandi með Lallana og Sturridge inn á gegn Southamton en verr og miður skilaði það sér í engu. Leikurinn gegn West Ham er lyk

  41. Er kominn með fráhvarfseinkenni vegna Podcastsleysis! Hlakka til að heyra í ykkur elsku kop’arar. Liverpool gerir jafntefli við WHU en vinna Middlesbrough þægilega, Arsenal á eftir að tapa stigum!

  42. United komnir í úrslita leikinn í Euro leuge og Real madrid komnir í úrslita leik í champa leuge. Ojjjj bara hræðilegt

  43. Afhv eru allir að tala um Arsenal? Þeir eiga ekki séns þeir ná okkur ekki. Það sem eg hef áhyggur af er að ef við endum i 4.sæti og Manu vinna Evrópudeildina þa er þetta búið. Verðum að ná 3.sæti þvi Manu geta alveg unnið Ajax i úrslita leiknum

  44. Gunnar Á – Eins og fram hefur komið nokkuð oft, meðal annars í þessum þræði þá fara alltaf 4 efstu liðin í meistaradeildina sama hvort Man.Utd vinni Evrópudeildina. Ef þeir vinna Evrópudeildina fara 5 lið frá Englandi í Champions Leauge.

  Liverpool v Southampton [dagbók]

  Podcast: Leiðinlegir leikir