Wenger-bikarinn

Ath.: Vegna anna verður ekkert podcast í kvöld. Því miður.


Ég held að Liverpool hafi verið að tryggja sér topp fjóra í gær, ef ekki meira. Og þvílíkt mark hjá Emre Can, ef þetta sigurmark reynist hafa tryggt okkur Wenger-bikarinn þá er það vel. Svona mark á ekki að koma í tilgangslausum leik eða þegar úrslitin eru þegar ráðin. Svona mark á að skipta sköpum.

Þetta hefur verið skrýtið tímabil. Eins og Eyþór sagði í leikskýrslu í gær þá er þetta lið okkar stórfurðulegt. Átti einhver von á þremur útisigrum í röð gegn Stoke, West Brom og Watford, og þar af tvo 1-0 sigra? Og átti einhver svo von á að liðið myndi tapa fleiri stigum á Anfield en á útivelli eftir áramót, eftir að hafa rústað nánast öllum sem komu í heimsókn fram í janúar?

Óstöðugleikinn hefur verið stöðugur og það hafa margir gallar komið í ljós á liði og leikmannahópi Liverpool. Það er ágætt líka því hvort sem topp 4 næst eða ekki ætti að vera ljóst að það þarf að styrkja liðið verulega í sumar. Að vissu leyti getum við jafnvel leyft okkur að vera svekkt með að liðið hafi ekki gert enn betur í vetur, miðað við skort á leikjaálagi og stöðu í deildinni um áramót.

En það dylst samt engum að Liverpool er búið að vera eitt af fjórum bestu liðum deildarinnar í allan vetur, og á löngum stundum eitt af þremur eða tveimur bestu liðunum. Í raun hefur liðið verið í sérflokki með Chelsea og Tottenham í allan vetur ef frá eru taldir tveir slakir mánuðir í janúar og febrúar, þar sem liðið tapaði þremur af sex tapleikjum tímabilsins í níu leikja hrinu.

Skoðum fyrst töfluna eins og hún leit út um áramótin:

Þarna er liðið í öðru sæti og bara í titilbaráttu. Svo kom þessi slæma hrina í janúar/febrúar og það er annars konar Liverpool sem hefur rétt úr kútnum síðan þá, ekki lið sem skorar jafn mikið og það sem lék svo vel fyrir áramót heldur lið sem kann að berjast og innbyrða sigra á seiglu, jafnvel þegar spilamennskan er ekkert spes. Hér er gengið frá því að liðið tapaði gegn Leicester 28. febrúar sl.:

Aftur er liðið í öðru sæti þarna, aðeins Tottenham með betri árangur síðustu rúmlega tvo mánuðina. Níu umferðir, aðeins eitt tap og tvö jafntefli, 20 stig af 27 í boði. Þannig tryggja lið topp fjóra.

Ég heyrði annars áhugaverðan punkt í spjallþætti í dag. Þar kom fram að við séum orðin svo skemmd sem stuðningsmenn Liverpool að við getum ekki treyst liðinu, líka þegar gengið er gott. Ég hef heyrt þetta í dag, þeir mörgu Púllarar sem ég hef rætt við segja allir það sama: „Það væri týpískt ef liðið myndi svo tapa á heimavelli í næstu umferð.“

Má vera. Ég held hins vegar að topp fjórir sé í höfn. United eiga þrjá útileiki í röð og næsta viðureign þeirra er úti gegn Arsenal, þar sem a.m.k. annað þeirra getur stimplað sig endanlega út úr veikri von um topp fjóra. Ef okkar menn vinna Southampton um næstu helgi er þetta komið að mínu mati, hvernig sem leikur Arsenal og Utd fer. Ég sé þau tvö lið með sitt slappa gengi (ég veit að United tapa ekki leikjum en þeir eru heimsins dýrasta rúta sem heimsins ofmetnasti stjóri leggur fyrir framan mörk út um víða Evrópu í allan vetur, og fólk hrósar honum fyrir það) en hvorugt þessara liða er að fara að vinna alla sína leiki til að brúa það ef Liverpool klárar Southampton. Eða West Ham. Eða Middlesbrough.

Ég held að þetta sé komið. Og þá er tímabilið orðið nokkurn veginn eins og við bjuggumst við í haust. Þetta Liverpool-lið er stórskemmtilegt, frábært og meingallað. Það getur unnið alla á góðum degi en líka skotið sig í fótinn, eins og hefur gerst reglulega.

Þetta er líka eitt af fjórum bestu liðum ensku Úrvalsdeildarinnar, og hefur verið það í níu mánuði núna. Koma svo strákar, siglið þessu heim.

42 Comments

 1. Og Stoke, WBA og Watford eru þrjú hávöxnustu lið deildarinnar. Watford-menn m.a.s. að meðaltali 10 cm hærri en okkar menn. Ágætt að menn hafi fundið uppskriftina að því hvernig maður vinnur “stóru” liðin.

  En jú, ætli þetta sé ekki komið.

 2. Þessi pistill verður auðvitað “móðir allra jinxa” ef illa fer. Vonum að svo verði ekki. Það er mikið til í þessu hjá KAR, en ég verð ekki í rónni fyrr en þetta verður tölfræðilega tryggt.

 3. Greinilega uppsöfnuð gremja hjá Klopp í garð Carragher, sem hefur verið duglegur að gagnrýna Klopp eftir áramótin. Veit ekki hvort þið sáuð SKY Sports í gærkveldi, en þar var Klopp í viðtali eftir leikinn þar sem m.a. spekingarnar Carragher og Pardew spurðu hann út í leikinn.

  So when Klopp was asked by Sky Sports how much it would hurt if we missed out on a Champions League spot, he wasn’t especially impressed!

  “After a win like this you tell me it could slip through our fingers. That’s how a lot of Liverpool fans feel, Mr Carragher also,” the boss said.

 4. Hver er þessi Anna eiginlega? Við þurfum að ná í skottið á henni og segja henni að skila podcastinu!

  Huehuehuehuehue

 5. Sammála Daníel. Ég hreinlega trúi ekki því sem ég var að lesa hérna. Ég bókstaflega man ekki eftir öðru eins jinxi hér á kop. Hélt að menn væru búnir að upplifa allt í kringum þennan klúbb. Nú er ég kominn með stóran kvíðahnút fyrir lokasprettinn 🙂

  Bara minna á að við eigum Southampton eftir. Við höfum spilað þrisvar sinnum við þá í vetur og ekki unnið einn leik. Reyndar ekki skorað mark á móti þeim 270 mín.

  Svo er það West Ham. Slaven Bilic elskar að spila á móti Liverpool og hefur oftar en ekki náð góðum úrslitum gegn þeim. Sló liðið útúr Evrópukeppninni með Besiktas. Náði jafntefli á Anfield fyrr í vetur. Þá vann West Ham Liverpool í tvígang í deildinni á síðasta tímabili og það sló Liverpool auk þess útúr bikarnum sama tímabil. Ef það er til Pulis grýla þá Bilic grýlan enn verri.

  Þá vil ég bara minna á að Middlesbro hefur unnið einn útileik í allan vetur. Hvaða lið getur mögulega verið annað liðið á leiktíðinni að tapa fyrir þeim? Hversu týpískt Liverpool væri það.

 6. Sælir félagar

  Það er nákvæmlega sama hvað KAR segir hér uppi á Íslandi. Það hefur engin áhrif á gang leikja í Englandi. Eða er það ekki rétt hjá mér annars?

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Vona að leikmenn í Liverpool séu ekki eins uppteknir af “önnum” eins og okkar ástkæru Kop-arar. Það hlýtur mikið að ganga á hjá Kop-mönnum til að gera okkur þetta eftir þriggja kvölda helgi. Þurfti svo á því að halda í kvöld að fara snemma upp í og ná fyrri hálfleik fyrir væran blund og spóla svo á seinni hálfleikinn annað kvöld.
  Finnst samt að Maggi hefði átt að bjóða upp á opna línu eða símatíma í kvöld…
  Er það ekki annars góð hugmynd að bjóða okkur að hringja inn í símatíma öðru hverju þegar þættirnir eru teknir upp?

 8. Sko, ef þið haldið að ég hafi verið að skrifa þennan pistil til að stríða jinxhræddum Púllurum … þá er það alveg rétt hjá ykkur! Ég er aðallega að vonast eftir að vinur minn Einar Matthías sjái þetta og fái hjartaáfall á golfvellinum í Búlgaríu. 😉

  En án gríns, tökum orð Klopp til okkar. Eftir svona sigur og þá stöðu sem við erum í, með heimaleik um næstu helgi, leyfum okkur að brosa aðeins og vera jákvæð frekar en að stressast yfir því að Southampton gætu unnið á Anfield. Sem þeir geta klárlega, en það er ekki málið. Njótum.

 9. Ég tek undir þessi orð hjá KAR og lýsi frati á hverskonar ólukku sem menn telja að svona tal geti kallað fram. Ég segi bara kassann út og siglum þessu helvíti í land.

 10. Annað sem vinnur með okkar mönnum er að leikjaálagið er töluvert meira á bæði Arsenal og United á komandi vikum. Arsenal eiga 5 leiki eftir í deildinni sem þeir spila á 14 dögum, og United eiga 4 leiki í deildinni og a.m.k. 2 leiki í Evrópudeildinni. Sá fyrri er 3 dögum fyrir Arsenal leikinn (s.s. á morgun), og sá seinni er nokkrum dögum áður en þeir mæta Tottenham.

  Auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um Liverpool og úrslitin í okkar leikjum, en það er ágætt að vita að prógrammið hjá þessum tveimur liðum er þétt og alls ekkert gefið að þau vinni sína leiki.

 11. Mér finnst frekar ólíklegt að Liverpool vinni rest, það bara vantar of marga menn til að liðið mæti með 100% sjálfstraust.
  Á móti kemur þá er frekar ólíklegt að hin liðin vinni sína leiki sömuleiðis.
  Tökum United, þeir eiga að spila við Arsenal og Tottenham úti í næstu 2 umferðum á milli þess sem þeir spila við C.Vigo í Evrópukeppninni. Það er gjörsamlega brjálað að gera hjá þeim og kraftaverk ef þeir eru ekki á niðurleið.
  Arsenal eru ekki með frábært lið þetta tímabilið og þeir eru líklegri að klúðra útileik gegn Southampton eða Stoke heldur en við myndi ég segja.
  Man City eru líkir okkur að þeir eru með góða sókn en lélega vörn þannig að maður veit aldrei með þá.
  Tvö af þessum fjórum liðum eru að fara meika það. Ég myndi segja að við værum ansi líklegir.

 12. Sæl og blessuð.

  Þetta er það bjartasta sem maður les á internetinu í dag. Óforskömmuð bjartsýni liggur manni við að segja! Ef þessi Southampton leikur fer á versta veg (eins og hinir hafa gert…) þá er viðbúið að pressan verði óbærileg og Gerrard-slip-syndrómið gæti endurtekið sig. Össss…

  Hvað um það. Ef það skyldi nú ganga eftir að við verðum í fjórða sætinu … spyr eins og auli ég veit, ég veit … þýðir það nokkuð annað en umspil í CL? Við erum ekki örugg inn nema í þriðja sætinu.

  Svo er það þórðargleðin. Kómískt að Tottenham skuli ná svona líka súper-rönni tvö ár í röð án þess að næla sér í dollu. Ætli þeim fatist ekki flugið á næsta ári og þá naga þeir sig í handarbökin yfir því að hafa vantað herslumuninn gamla góða þessi tvö tímabil!

  Það er á hinn bóginn morgunljóst að hvernig sem fer, Evrópa eða Meistaradeildin, þá þarf að fara að setja djúsí auglýsingu í atvinnudálkinn í blöðunum: ,,Vantar haug af úrvals leikmönnum af öllum stærðum og gerðum. Sterk bein og góðar sinar, æskileg.”

 13. Það passar Lúðvík, fjórða sætið þýðir að liðið fer inn í loka play-off round, sem sagt umspil.

 14. Það er ekkert í spilamennskunni sem gefur til kynna að við séum með eitt einasta stig sjálfgefið í þremur síðustu leikjum okkar. En ef við tökum the Saints í næstu viku eru líkurnar orðnar þónokkrar.

 15. Fínar umræður. Hvað er þetta með stöðugleikann eða óstöðugleikann. Liverpool var þekkt fyrir stöðugleika svo árum og áratugum skiptir og þá sérstaklega á heimavelli. Held að samansafn leikmanna sé að kenna. Alltof fáir leikmenn eru uppaldir hjá félaginu og því fáir sem leggja allt undir fyrir félagið sitt. Undirrótin eru peningarnir sem flæða um knattspyrnuheiminn og gera allt til að eyðileggja þessa skemmtilegu íþrótt.

 16. Hafa menn aldrei secret-að hlutina?
  Ég trúi alla leið.
  Við klárum þetta.
  YNWA

 17. Sælir félagar, sigur um helgina og hagstæð úrslit í leiknum þar á eftir, jafntefli veðja ég á mun fleyta okkur langleiðina í meistaradeildina. Við eigum að sjálfssögðu að stefna að 3 sætinu svo við sleppum við umspilið en ég þygg það ef það verður veruleikinn 🙂 Middlesborough verða líklega fallnir og liðið andlaust, á að vera létt fyrir okkur, West Ham er aftur á móti leikurinn sem við þurfum að óttast hvað mest, þar sem Bilic er að spila upp á framtíðina sína hjá félaginu. S´ton eiga ekki möguleika á evrópusæti þannig að ég segi að þeir verða ekki hindrun fyrir okkur nema þeir vilji endilega eyðileggja fyrir fyrrum liðsfélögum. YNWA

 18. Ætla að gerast smá spekingur, LFC endar í 3-4 sæti, þannig allir sem einhvern vafa hafa, slappið af, so be it in end.
  YNWA

 19. Hvað eru menn að stressa sig, einu áhyggjurnar sem ég hef er að við náum ekki þriðja sætinu en fjórða sætið pfff það er löngu klárt 🙂

 20. http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-honour-kenny-dalglish-renaming-12982011

  “Kenny’s contribution to Liverpool goes beyond goals scored, points amassed and silverware placed in the cabinet. His values are Liverpool’s values – he represents what is best about this football club. The leadership and solace he gave to individuals, the club and city as it tried to come to terms with the trauma and tragedy of Hillsborough transcended sporting achievement. His name is synonymous with our club, with our home and the city of Liverpool. Now it will be as visible as it is palpable.”

  Þvílíkur klassi hjá FSG. Kýs þetta allan daginn frekar en nokkrar millur fyrir Dunkin’ Donuts Stand eða viðlíka. Frábært!

 21. “Ég held að þetta sé komið.” – Kristján Atli “After a win like this you tell me it could slip through our fingers. That’s how a lot of Liverpool fans feel, Mr Carragher also,” – Klopp.

  Ég held að eina leiðin til að missa þetta niður sé að vera of öruggur með sig, og spila ekki hvern leik eins og hann sé mikilvægasti leikurinn í heimi sem gæti farið hvernig sem er. Það skiptir auðvitað engu hvort við stuðningsmenn höldum að þetta sé komið, en ég held að það sé mjög hættulegt ef það er viðhorfið hjá leikmönnum og þjálfurum.

 22. Ég stórefa að það sé viðhorfið hjá leikmönnum og þjálfurum, Sindri.

  Ég bý hins vegar á Íslandi og spila ekki fyrir Liverpool. Ég held að þetta sé komið.

 23. Já, enda er það allt í góðu að við höfum þetta viðhorf… þ.e. stuðningsmenn lengst í burtu. Skiptir engu. Við erum ekki að spila þessa leiki. Ég held líka að þetta sé amk afskaplega nálægt því að vera komið.

 24. Svo er líka skemmtilegt að pæla í Man utd og Arsenal leiknum útfrá stöðuni.
  Jájájá ég veit ég veit þetta er bara í liverpool höndum og liðið á bara að klára sitt o.s.frv en segjum bara að liverpool lendir í smá basli undir lokinn hver væru bestu úrslitinn úr þessari viðureign.
  Man utd eru auðvita 4 stig fyrir aftan okkur og eiga 1.leik inni en prógramið þeira er gríðarlega erfitt það sem eftir og líklega Evrópukeppninn aðal áherslan(nema að þeir rústi leiknum í kvöld og þurfa ekki að hvíla leikmen fyrir síðari leikinn).

  Arsenal eru 9 stigum fyrir aftan okkur en eiga tvo leiki inni og geta minkað bilið niður í 3 stig. Svo að þeir halda í veika von en samt von engu að síður. Þeira prógram er mun auðveldara en Man utd svo að….

  Það lið sem tapar þessum leik er úr leik um meistaradeildarsæti en hvort liðið vill maður að tapi leiknum? Það sem er aðeins lengra frá okkur en á auðveldara prógram eða það sem er nær og á erfiðara prógram og líklega með meiri hugan við evrópu.

  Ég er á því að maður vill auðvita bara helst jafntefli úr þessum leik en ef maður vill láta taka eitt lið úr leik þá er það Man utd sem gætu með slæmum úrslitum í kvöld þurft að setja meiri áherslu á deildinna.

  p.s ég held samt að Liverpool nær að klára þetta sjálfir en gaman að pæla í öðrum í verri málum 😉

 25. Góðar pælingar. Eg vil jafntefli hja þessum liðum og svo eg vil eg að Aspas skori úr hornspyrnu a moti mu i kveld!

 26. Hvernig virkar þetta með Evrópudeildina.?? Ef man utd vinna hana hirða þeir þà Meistaradeildarsæti à kostnað liðs í 4 sæti eða fer fimmta liðið í umspilslotuna???

 27. WE ARE L I V E R P O O L TRALALALALALAAAAAAA….

  … ÞIÐ KUNNIÐ RESTINA, KOMA SVOOOO SINGJA MEÐ 🙂

  Hvort sem þið singið í huganum, í laumi, inni á baði, frammi í stofu, fyrir framan aðrar, í biðröðinni við kassan í uppáhaldsbúiðinniþinni ÞÁ Á ÞETTA AÐ VERA UPPÁHALDSLAGIÐÞITTALLASÍÐUSTULEIKINA SEM EFTIR ERU AF ÞESSU TÍMABILI….

  ..bið ekki um meira!

  Takk http://www.kop.is fyrir að hjálpa mér við að halda geðheilsunni…. Muhahahahaha!!!

  AVANTI LIVERPOOL – IN KLOPP WE TRUST – LFC4LIFE

 28. Dettur ekki 4.sætið út úr meistó ef United vinnur evrópudeildina? Þá fara efstu 2 sætin beint, 3 sæti fer í síðasta playoffs og 4.sætið er bara evrópukeppni. Virkar það ekki núna þannig?

 29. #33 #34 það gerist bara ef lið frá Englandi vinnur CL og er ekki í fyrstu 4 sætunum. Þá fellur 4 sætið út. Í fyrra voru 5 Spænsk lið í CL.

 30. Það geta að hámarki verið 5 lið frá sama landinu í CL

  Ef t.d. leicester hefði unnið CL og man utd EL þá dytti 4 sætið út.

  Annars er það alltaf topp 4 + aukasæti ef lið utan topp 4 vinnur evrópukeppni

 31. Jæja þá er það klárt.
  Chelsea englandsmeistari ( staðfest )

  Það er ekki hægt að taka það af þeim að þeir hafa verið rosalega sterkir í vetur en á sama skapi verið ótrúlega heppnir með meiðsli.

  Rosalegt stökk hjá þeim á milli ára.

 32. #37 “Rosalegt stökk hjá þeim á milli ára.”
  Já, en ekkert miðað við hjá Leicester í fyrra og jafnvel líka í ár 🙂

 33. City að gera okkur erfiðara fyrir með að jarða Palace.
  Markatalan er orðin þeim í plús núna.

 34. Þetta er fljót að breyttast í þessum bolta.
  Fortíð
  Liverpool tapar fyrir Palace = helvítist aumingjar og ræflar vilja þeir ekki komast í meiraradeildina.

  Framtíð
  Liverpool vinnur og Man utd tapar = alsæla og snillingar
  Liverpool tapar og Man utd vinnur = helvítist aumingjar og ræflar
  Liverpool jafntefli og Man utd jafntefli = aaaaaaa en eitt tækifærið til að klára þetta

  Núna
  Man City 5-0 sigur = jæja þar fór 3.sætið 😉 þrátt fyrir að liðinn eru með jafnmörg stig og þrír leikir eftir.

  Þetta er bara partur af því að vera Liverpool aðdáandi þetta er rússibanni en maður verður bara að passa sig að fara ekki of hátt upp eða of langt niður og meta ferðalagið þangað til að rússibanninn stopar í loktímabils 🙂

 35. City hefði aldrei unnið Palace ef Kristján hefði ekki skrifað þennan pistil, og hvað þá með 5 mörkum 🙂

Watford – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

Southampton á morgun