Watford – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

0-1 Emre Can 45. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Eftir virkilega svekkjandi tap gegn Crystal Palace beið okkar erfiður útileikur gegn Watford. Við stóðumst ekki bara prófið heldur héldum við hreinu í þokkabót. Virkilega virkilega mikilvæg þrjú stig eftir að Arsenal, City og Utd töpuðu öll stigum í gær.

Okkar besti leikmaður í dag var Emre Can. Síðustu vikur (síðan hann komst yfir þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá hann meira og minna síðan hann var keyptur) hefur hann verið einn okkar allra besti leikmaður. Ég gagnrýndi hann mikið í haust. Það sem ég gagnrýndi einna mest var óstöðugleiki hans og að hans bestu leikir væru þegar pressan væri ekki til staðar og liðið að sigla lygnan sjó um miðbik deildarinnar. Hann hefur heldur betur þaggað niður í mér, í fjarveru okkar mikilvægustu manna (Coutinho, Mané, Lallana & Henderson) hefur hann stigið upp og leitt liðið.

Mark hans í dag er eitt af mörkum tímabilsins. Þetta var í raun það eina sem hann gat gert, sending Lucas var rétt fyrir aftan hann og Can með mann í bakinu. Frábært mark!

Mér finnst ég vera eins og rispuð plata en ég verð að hrósa Mignolet einnig. Hann varði frábærlega gegn Capoue og greip líklega fleiri fyrirgjafir í þessum leik en hann hefur gert samanlagt í öllum öðrum leikjum tímabilsins.

VONDUR DAGUR

Ég var nú spurður að því í commentum eftir síðustu skýrslu hvort það þyrfti alltaf að vera leikmaður sem fær tilnefningu í vondur dagur. Sammála því að það þarf alls ekki. Sigurinn í dag var ekkert sérstaklega fallegur en þetta var samt svona leikur sem að Liverpool þarf að eiga mun oftast (svolítið furðulegt að segja því við spiluðum ekkert sérstaklega). Þá meina ég að geta farið á erfiðan útivöll og gefið fá færi (eina alvöru færið þeirra kom á 93 mín) en fá samt 2-3 góð færi sjálfir til að klára leikinn. Sérstaklega mikilvægt þegar okkur vantar svona marga lykilmenn í sóknarleikinn!

Ég segi því að það hafi verið vondur dagur fyrir Liverpool stuðningsmenn að sjá Coutinho fara af velli sökum meiðsla. Fljótt á litið virtist þetta “eingöngu” vera högg á lærið og vonandi verður hann klár fyrir næstu helgi.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

  • Þetta er svo furðulegt lið. Eftir vonbrigðajafntefli gegn Bournemouth þar sem allir voru að missa sig í svartnætti koma tveir hrikalega sterkir útisigrar gegn Stoke og WBA. Í allri þessari jákvæðni og gleði tekur liðið upp á því að tapa sannfærandi á heimavelli gegn Crystal Palace en vinna svo viku síðar á útivelli gegn Watford. Þetta lið er hrikalega stöðugt í óstöðugleikanum!
  • Taka tvö: Emre Can og Mignolet. Fyrir nokkrum mánuðum síðan sagði ég að þessar stöður væru líklega forgangsatriði í sumar og þeir væru á leiðinni út. Við þurfum vissulega að styrkja liðið en þessir tveir hafa verið að spila frábærlega undanfarið. Emre Can hefur allt sem að miðjumaður þarf að hafa, nú þarf hann bara að sýna þennan stöðugleika áfram og skrifa undir nýjan samning í leiðinni!

NÆSTU VERKEFNI

Liverpool getur með sigri gegn Southampton náð 72 stigum og 7 stiga forskoti á United og 12 stiga forskoti á Arsenal áður en þessi tvö lið mætast síðar sama dag! Það myndi fara ansi lagt með að tryggja okkur topp 4 sæti og þar með CL þáttöku á næsta tímabili.

En….. síðan ég fór að fylgjast með Liverpool þá hafa þeir aldrei farið auðveldu leiðina. Ég þori því ekki einu sinni að vona.

YNWA

22 Comments

  1. Virkilega góð 3 stig, ekta Liverpool sigur, troða hjörtum stuðningsmanna eins langt niðrí maga og það kemst og snúa uppá helstu æðar og loka fyrir andveginn. Djöfull elska ég þetta.

    Þessi leikur var alls ekki skemmtilegur heilt yfir, en eftir að Can potaði inn boltanum gat maður séð markið fyrir sér í hvert skipti sem ekkert var að gerast á vellinum svo að seinni hálfleikur var mun betri.

    Slæmt að missa Coutinho útaf meiddan, en Lallana átti svaka innkomu, það góða að Watford svaraði með að taka hann úr umferð í seinni hálfleik. Virkilega ánægður með hann. Origi hins vegar, er einhversstaðar hægt að sjá hversu oft hann missti boltann? Sorry, en maður verður að tala um neikvæðu hlutina líka (alveg eins og jákvæða hluti eftir töp) en þessi ungi framherji virðist ekkert hafa að gera í þessari deild, ég er allaveganna alveg að missa trúnna á honum.

    Vörnin flott, miðjan flott, Mignolet enn og aftur að bjóða okkur uppá toppframmistöðu. Muniði eftir því þegar hann steig ekki metra frá marklínunni og ef hann neyddist til að fara út í teig þá sló hann boltann í burtu? Í kvöld var rigning og hann greip hvern boltann á fætur öðrum. Svei mér þá að ég sé ekki bara alveg hættur að taka andköf í hvert skipti sem mótherjinn sendir inn háa fyrirgjöf.

    1 down – 3 to go!

    P.S.
    Vill bæta því við að ég get ekki verið fullkomlega sammála Sigkarli í sambandi við dómarann og að hann hafi verið með heimadómgæslu. Allaveganna tvisvar sinnum var dæmd ranglega rangstaða á Watford og eitt skipti varði Mignolet boltann yfir og tók síðan útspark. Mér fannst dómarinn virkilega lélegur, en ekki aðeins gagnvart Liverpool.

  2. Sælir félagar

    Þrjú risastig í hús í dag og eins og Eyþór bendir á í góðri skýrslu þá getum við sett gífurlega pressu á Manchester liðin ef við vinnum Southampton í næsta leik á sunnudaginn kemur. Vika ætti að vera nóg fyrir Coutinho að jafna sig eftir högg á lærið sem er ansi sárt að fá en er yfirleitt ekki langvarandi. Maður jafnar sig á því á einum til tveimur dögum.

    Emre Can og Simon Mignolet eru orðnir algerir lykilmenn í liðinu okkar og megum við alls ekki við því að missa þá. Það sást gjörla í dag. Því skulum við vona að báðir þessir menn haldist heilir út leiktíðina og Can semji hið snarasta við klúbbinn. Með alla heila nema Mané og Hendo ættum við að vinna Southampton en það er nú samt þannig að ekkert er fast í hendi með liðið okkar. Það hafa undanfarnir leikir sýnt.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Stígið nú fram, allir þeir sem á neikvæðu nótunum hafa fóðrað þetta anti-Emre Can blæti og af hógværð biðjist afsökunar!
    ?

  4. Sælir
    Það er kannski búið að fara yfir þetta en EF man.utd. vinnur Evrópukeppnina. Þá verðum við að lenda í 3 sæti, ekki satt?

  5. Það var alls ekki slæmt að vera innan um stupningsmenn Liverpool i Watford i kvöld. Þvilika stemmingin. Sungið allan leikinn. Hvað þá að fa að sja svona sigur mark.

    Kveðja frá Watford.
    Hallur Kristján Ásgeirsson

  6. Það voru nokkrir mjög góðir í dag hjá Liverpool.
    E.Can – maður leiksins. Hann hafði verið á mjög góðu skriði en svo kom skita gegn Palace en hann var ekki einn þar. Ef maður ætlar að skora sigurmark þá er ekki verra að það lýtur svona út.

    Mignolet – virkilega traustur og var frábært að sjá hann eigna sér teygin í dag.

    Lovren – virkilega traustur. Vann háloftaboltana og las leikinn mjög vel( ég er einn af þeim sem er mjög sáttur að hann var að skrifa undir samning).

    Lallana – djöfull var gaman að sjá hann aftur inná(þótt að maður vildi ekki sjá hann koma inná undir þeim kringustæðum að Coutinho var meiddur) og hann er með þennan x-factor sem okkur vantar.

    3 stig í höfn og liðið að koma sér í dauðafæri. 3 leikir eftir gegn Southampton(Heima), West Ham(úti) og Boro(heima). Ég er á því að 7 stig úr þessum leikjum dugar í 4.sæti og 9.stig fara langt með 3.sætið en 4-6 stig er ekki víst að dugi til (3 stig duga ekki) .

    Man city(baráttan um 3.sæti) Palace H , Leicester H, WBA H og Watford ú .
    Man utd(baráttan um 4.sæti) Arsenal ú, Tottenham ú, Southampton Ú, Palace H
    Arsenal (baráttan um 4.sæti) Man utd H, Southampton Ú, Stoke Ú, Sunderland H og Everton H.

    Það getur enþá allt gerst í boltanum og menn eru ekki að missa sig í gleðini strax en staðan er einfaldlega svona
    Liverpool 35 leikir 69 stig
    Man City 34 leikir 66
    Man utd 34 leikir 65
    Arsenal 33 leikir 60

    Við þurfum að halda einbeitingu og klára þá leiki sem við eigum eftir og þá getum við farið brosandi inn í sumarið

    YNWA

  7. B-Man, nei kemur því ekkert við. Leicester City þurfti að vinna Champions League líka til að eyðileggja vonir liðs í 4 sæti um sæti að ári.
    Fimm sæti örugg fyrir England ef það færi svo hræðilega af Man Utd myndi taka þessa dollu.

  8. Emre Can, 23 ára þýskt stál á miðjunni sem skorar mikilvæg mörk þegar á þarf að halda – a la Gerrard. Ég sé hann fyrir mér sem framtíðar fyrirliða hjá Liverpool.

  9. Eg spaði rett 1-0..eg var reyndar með Sturridge sem markaskorara en ekki Can ur hjohestaspyrnu upp i skeytin. Veit ekki hvaða ofurlaun strakurinn er að fara fram a en ..pay that man his money

  10. OptaJoe? @OptaJoe 6h
    3 – Lucas Leiva has provided 3 assists in his last 5 Premier League games, as many as in his previous 163 top-flight apps. Renaissance.

    Sá trausti og tryggi þjónn sem Lucas Leiva er búinn að vera og heldur áfram að vera. Eftir að Gerrard, Carra og fleiri hurfu á braut er hann í raun helsti Scouserinn í hópnum, eins undarlega og það hljómar. Vonandi höldum við honum sem squad player í 1-2 ár enn – sá á það skilið! Áfram Lucas!

  11. Og hér er frábært comment af RAWK:

    “LOL, how many games seem to end with a last-minute Lucas foul and an absolute clenched arsehole of a set piece?

    Lucas will always be in my heart… which is why I’m off to the emergency ward now…”

    Djöfull getur fótboltinn verið æðislegur!

  12. Mignolet hefur varla stigið feilspor í mörgum undanförnum leikjum og átt margar undraverðar vörslur. Emre Can hefur stigið upp með hverjum leik að undanförnu. Lallana er ómissandi í liðinu og síðast en ekki síst, blessaður Lucas Leiva sannar sig enn og aftur. Góðar minningar verða eftir þegar hann kveður og hans skarð verður vandfyllt. Vonandi sjáum við svo Coutinho heilan gegn Southampton. Þetta er efst í mínum huga eftir þennan leik.

  13. Algerlega frábær fótboltahelgi að baki, og maður lifandi, ég öskraði mig hásan þegar Can smurði hjólhestinn í samskeitin 🙂

    Nú þýðir ekkert að slaka á klónni, Southampton á Anfield verður alvöru verkefni sem mun krefjast fullrar einbeitingar.

    Til lukku öll.

  14. Ég skil ekkert í þessari jákvæðni gagnvart Can – það er honum að kenna að fjölmargir púlarar eru núna skelþunnir í vinnunni – á þriðjudegi 😉

  15. Var merkilega glaður að sjá sturridge koma aftur til leiks… alveg þangað til í uppbótartíma þegar liverpool nær skyndisókn 2 á móti 1 og hann ákveður að sóla þennan eina

  16. Geggjuð úrslit, geðveikt mark og við höfðum smá heppni með okkur í lokin.

    Mikið er nú gaman að vinna svona leiki annars lagið, þ.e. leiki þar sem við erum ekkert sérstakir en náum að kreista fram úrslit.

    Vil aðeins minna á Lucas. Horfði á Liverpool tv eftir leikinn í gærkveldi þar sem m.a. var rætt um Lucas. Menn eru þeirra skoðunar og ég er hjartanlega sammála að við megum ekki missa hann ef við komumst í Chamipions league. Þá þurfum við á reynslu hans að halda auk þess sem leikjaálagið verður meira. Það gæti hins vegar orðið erfitt að halda honum þar sem leikmaðurinn vill eðlilega spila fleiri leiki sem Klopp getur ekki lofað honum. Vonum það best samt því hann er mikilvægari leikmaður en margir gera sér grein fyrir.

  17. Sælir félagar

    Það er magnað hvað við erum margir sem koma hér inn og væla yfir gengi liðsins eftir leiki eins og í gær. Við verðum þessir 20 -30 vælarar sem erum að væla hérna núna endalausu hörmungarvæli vegna sigursins í gær að hætta þessu. Þá er nú meira gaman eftir tapleiki þegar allir snillingarnir koma inn til að hæla liðinu þrátt fyrir allt. Þá fer þráðurinn vel yfir 100 komment á einum sólarhring. Magnað.

    Annars ætla ég að gefa stig fyrir frammistöðuna í gær.

    Mignolet 9 frábær frammistaða í gær og í undanförnum leikjum. Ekki þörf á að uppfæra hann.

    Clyne 6 var ekki afgerandi í þessum leik frekar en öðrum öðrum.

    Matip 8 öruggur í öllum sínum aðgerðum

    Lovren 8 steig nánast ekki feilspor í leiknum

    Milner 7 feikilega vinnusamur og var mjög áreiðanlegur í vinstri í þessum leik

    Can 9,5 var einfaldlega yfirburðamaður í þessum leik og skoraði eitt af mörkum leiktíarinnar

    Wijnaldum 6,5 nokkuð solid frsmmistaða

    Lucas 7,5 feikilega öruggur í stöðu varnartengiliðar og átti stoðsendinguna sem gaf sigurmarkið

    Firmino 7 feykilega vinnusamur og heldur varnarmönnum andstæðinganna alltaf uppteknum

    Origi 6 hljóð mikið en lítið var annað á ferðinni hjá honum. Hélt svo sem varnarmönnunum við efnið og þreytti þá en er einfaldlega ekki nógu góður í fótbolta nem til að ver 3. kostur

    Coutinho (5 fór útaf á 14 mín) hafði ekki tíma til að hafa afgerandi áhrif

    Lallana varamaður(7,5) mjög góður miðað við að vera koma inn eftir meiðsli.

    Sturridge varamaður 6 munaði engu að hann næði að skora markið sem hefði lokað leiknum var samt ryðgaður

    Menn geta verið þessu ósammála öllu saman eða að hluta og það er í góðu lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

Watford – Liverpool 0-1 (leik lokið)

Wenger-bikarinn