Podcast: Kaldur, blautur gúmmíhanski í smettið

“Ég get ekki hætt að hugsa um þennan helvítis Crystal Palace leik” sagði Klopp á síðasta tímabili og það breyttist heldur betur ekkert á þessu tímabili. Tapið núna var jafnvel ennþá verra og meira pirrandi. Við félagarnir náðum þó alveg að halda ró okkar í umræðu um þennan bölvaða leik og fórum svolítið um víðan völl í þætti kvöldsins. Um að gera kanna það, þér líður betur á eftir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Maggi

MP3: Þáttur 150

26 Comments

  1. Takk fyrir mjög góðan þátt. Það sem stendur uppúr er að það opinberaðist um helgina að Sakho er því miður meiriháttar kjáni og líklega kemur aðeins viskustykki hans í veg fyrir að hann sé lykilmaður í hjarta varnar okkar. Mér finnst þetta mjög miður því Sakho var einn minn uppáhalds. Annað er að við eigum ennþá bullandi séns á að klára tímabilið með sóma og ná í þriðja eða fjórða sæti. Við verðum að trúa áfram…það er langt í að feita fraukan hafi sungið sinn síðasta tón.

  2. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og umræður. Ég náði ekki hvað Maggi var að segja um Sig. Karlsson. Nefndur Karlsson hefur mjög gagnrýnt Klopp fyrir að henda Sakho í ruslið en eftir leikinn vil CP hefur nefndur Karlsson algerlega skipt um skoðun. Sakho er greinilega fífl og ekkert að gera nema selja sauðinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Takk fyrir flott Pod-cast snillingar!

    Hef stutt Lovren í gegnum tíðina og fundist hann oft á tíðum hafa fengið ósanngjarna meðferð hjá blaðamönnum og spekingum. Það hins vegar bara verður að horfast í augu við það að hann er allt of mistækur og oft er það þannig að hann annað hvort frábær eða algert drasl, eins og á móti Palace. Það er algert forgangsatrið að fá super hafsent fyrir tímabilið. Sakho verður ekki hjá okkur áfram, það er morgunljóst. Fáum slatta af money fyrir hann. Höldum Lovren og þá sem 3. kost. Síðan eigum við Gomez inni. Klavan má fara frítt mín vegna.

    Veit síðan ekki hvort er i meiri forgangi super striker eða öflugur vinstri kantmaður (bakvörður). Held bara að hvort tveggja sé jafn mikilvægt, svei mér þá.

    Var að lesa á Thisisanfield.com að menn eru farnir að hafa miklar áhyggur af meiðslavandræðum Henderson. Væri því frábært að fá eitt stykki klón af Kante.

    Svo er bara að naga nelgur og vona að City, United og Arsenal tapi fullt af stigum í vikunni og um helgina. Öll þessi lið spila tvo leiki áður en við spilum á mánudag. Þetta er því miður ekki lengur eingöngu í okkar höndum en við vonum það besta.

  4. Ánægður með ykkur kop.is og hrikalega sáttur við podcöstin, takk fyrir 🙂
    P.S. Mér sýnist nokkuð ljóst að það þarf bæði að styrkja sókn og vörn – verður ekki massaeyðsla í sumar forgangsatriði – veitir ekki af ÞEGAR við komumst í Meistaradeildina..

  5. Skemmtilegt að vanda!

    En ég sagði á sínum tíma á eitthverri liverpool síðu á Facebook.

    Að mér myndi finnast hálf undarlegt að PSG myndi losa sig við uppalin strák sem varð fyrirliði liðsins 19ára að mig minnir. Eftir að þeir urðu milljarðar lið.
    Fékk nú skammir fyrir þá.

    Mér fannst alltaf eitthvað bogið við þennan gæja bara heildar pakkinn klipptur og hárlitaður eins og páfagaukur sæuð þið carra svona í vörninni?

    Þrátt fyrir allt reyndi maður að taka hann í sátt enda orðinn liverpool leikmaður.

    Hafði sömu trú með balotelli þegar hann kom það er bara eitthvað furðulegt við svona gæja 🙂 þeir ganga ekki á öllu heilu.

    Ég vil fá að sjá keypta inn alvöru karakterá í sumar menn sem haga sér eins og atvinnumenn í greininni. Og hef enga trú um annað en að klopp kunni að spotta svoleiðis

  6. Takk kærlega fyrir þessi podcöst, gjörsamlega dýrka þau. Vissi ekki alveg hvort ég ætti að nenna að hlusta enda grautfúll út í Liverpool.

    Núna horfir maður á crystal palace – Tottenham, ekki það að ég hafi nokkurn áhuga á þeim leik, heldur vil ég bara horfa á Spursara þjást líka!

  7. Liverpool bölvunin hvílir enn á okkar mönnum, Sakho borinn af velli, þar fór góður bútur af okkar transfer budgeti í sumar.

  8. Nú eru menn farnir að hrauna svoldið yfir Can eftir að hann er búinn að vera stórkostlegur í undanförnum leikjum. Við höfum alveg séð það áður í vetur að þegar hann er ekki aftastur á miðjunni að þá á hann erfitt uppdráttar sérstaklega varnarlega og fókuslega. Af hverju í ósköpunum er verið að setja Lucas þá í varnarholuna? Væri ekki einfaldlega skynsamlegra að setja Moreno í vinstri bak og setja Milner á miðjuna við hliðina á Wijnaldum? það er ekki eins og Milner hafi ekki spilað þar áður. Mér finnst undarleg ákvörðun um að festa hann í þessari bakvarðarstöðu og fórna Emre Can úr stöðu sinni sem hann klárlega er lang bestur í og einn af 3 bestu varnartengiliðum í deildinni.

    Stundum er það þannig fyrir varnarmenn að þegar er skipt um varnartengilið á miðjunni að þá myndast óöryggi og Lucas hefur einfaldlega ekki þennan takt né leiðtogahæfileika til að binda saman vörn og miðju eins og Emre Can gerir. Þetta verður allt að vinna saman frá haus og í leik.

  9. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að selja Sakho ef liðböndin hafa farið í kvöld. ?

  10. Næ ekki einu sinni að svekkja mig á því að missa Sakho í meiðsli…karma sér um sína bara.

    Sig. Karlsson, ég var einmitt að vitna í þessa skoðun þína félagi…sem ég held að ég hafi lesið á twitter. Deili þessu algerlega með þér.

  11. Klopp virðist nú alltaf hafa rétt fyrir sér á endanum…hvort sem það er um Sakho eða eitthvað annað. Hann sagði einnig ef Liverpoool færi inn í topp 4 þá væri það eins og að vinna bikar. Núna erum við komnir í síðustu 10 mínúturnar í leiknum, menn orðnir stressaðir, SKILJANLEGA, búnir með allar skiptingarnar og einn maður var að meiðast til viðbótar, það er samt ennþá allt hægt og maður missir ekki trúnna á FÖSTUDEGI.

  12. Sælir félagar

    Það er rétt Maggi, ég ældi yfir hann á tvitternum þú varst bara svo æstur (afhverju? :)) að það var erfit að átta sig á hvað þú sagðir en nú er allt á klárt. Mér finnst Einar Matthías vera algerlega með tímabeltin á hreinu en Helginn er einfaldlega á undan sinni samtíð.

    Það er nú þannig

    YNWA

  13. Ok, skal viðurkenna að ég er í fríi…þá eru allir dagar föstudagar. Góðar stundir haha 🙂

  14. Takk fyrir enn eitt poddkastið! 150 þættir er magnað, takk!

    Finnst Halli #8 koma með mjóg góðan punkt.

    Lucas, sem yfirleitt skilar sínu, var engan veginn að valda starfinu á móti Palace. Verst finnst mér hvað hann er lélegur sóknarlega og þá meina ég hvað hann er slakur í að bera upp og senda boltann og byggja upp sóknir. Einnig hefur hann það ekki í sér að geta tekið á rás og ógnað þannig, eins og við sjáum Can svo oft gera. Ekki misskilja mig samt, Lucas er flottur, hann var bara out-of-his-league í þessum leik. Ég skelli skuldinni á Klopp.

    Takk enn og aftur fyrir öll þessi poddköst!

  15. Veit að Liverpool hefur verið meiðslum hrjáð undanfarin ár en hedur einhver skoðað meiðslasögu Dortmund þegar Klopp var þar? Er mig að misminna eða var það lið ekki líka meiðslahrúga?

  16. Svo til að bæta á það þá var shako að meiðast allsvakalega verið að tala um krossbandslit þannig menn geta hætt að hugsa um þessa gufu , eftir fagnið á bekknum seinast bara sorry myndi æla ef ég sæi þennan gaur í LFC treyju aftur.

    Maður sem hefði eitthvað vit og löngun að spila í LFC treyju hefði setið sem fastast á bekknum sýnt virðingu en ekki staðið upp og verið að fagna með öðrum fyrrverandi LFC leikmanni ófyrirgefanlegt og þá skiptir ekki máli fyrir hvaða klúbb þú spilar svona gera menn ekki.

  17. Ég dýrka Henderson og allt það en vá hvað væri gaman að fara hafa FYRIRLIÐANN sinn á vellinum svona allavega eitthvað á tímabilinu þessi meiðsli hjá honum eru sorgleg og eru rannsóknarefni útaf fyrir sig.
    Vona að hann fari að jafna sig en það virðist vera að hann pikki upp ný meiðsli þegar hann er meiddur svona eins og Sturridge meiðist í sjúkraþjálfun eða? hvað er málið.

  18. Hvernig viljum við að þessi manchester slagur fari?

    Jafntefli og þetta er ekki lengur í okkar höndum
    Man utd sigur og þeir einum leik sem þeir eiga inni frá því að ná okkur man city sigur þýðir að þeir nái líklegast 3 sæti

  19. 0-0 var skárra en United sigur. Hélt samt með City í kvöld. Well, vonum það besta en það eru verulegar líkur á því að við verðum komnir niður í 5. sætið áður en við spilum við Watford nk. mánudagskvöld. Sé því miður ekki fyrir mér að Gylfi og félagar gerir einhverjar rósir á móti United á Old Fartford nk. sunnudag. Sé heldur ekki Boro muni standa í hárinu á City sama dag. Það er þó aldrei að vita, miði er möguleiki!

  20. Nú er bara að treysta á Tottenham. Þeir taki stig af Utd og Arsenal og svo má Arsenal taka stig af Utd.
    En hvað sem verður … við verðum að gera okkar og vinna rest.

    YNWA

  21. Vitandi það að við verðum eflaust komnir í 5 sætið og VERÐA vinna Watford á útivelli á mánudagskvöld er ekkert veisla í eyrað. Sé þetta lið okkar alveg choka á þessu dæmi.

  22. Takk fyrir góðan þátt og takk Man fyrir jafnteflið, og takk Fellaini fyrir að vera næst mesti fávitinn í deildinni á eftir Sakho.

  23. jafntefli voru bestu úrslit sem við gátum fengið allir leikir sem eftir eru verðum við að vinna þá eigum við möguleika á top4 sætinu annar leikur eins og CP og þetta er búið.
    Sé ekki United tapa leikjum enda eru búnir að sanna það að þeir eru með eina af sterkustu vörnina í deild um þessar mundir ásamt Tottenham og Chelsea.
    veit ekki með City þeir eru soldið óskrifað blað gætu alveg tekið skitu eða rústað rest þeir eru þannig lið.
    Allavega þetta er mest megnis í höndum okkar manna vonum að þeir standist það.
    Fyrir mér þá verður það ekki heimsendir ef við myndum missa af CL en það yrðu klárlega mjög mikil vonbrigði.

Liverpool – C.Palace 1-2 (leikskýrsla)

Lovren, Gerrard, nýr búningur