Liverpool – C.Palace 1-2 (leik lokið)

Leik lokið Enn ein ömurleg úrslit gegn fallbaráttuliði á Anfield. Það verður smá bið í leikskýrslu, núna væri töluð dónaleg íslenska.

ÖMURLEGT!!!

75.mín Benteke skorar aftur nú eftir horn. Liverpool er að reyna henda Meistaradeildarsæti frá sér og gengur vel. Varnarleikur Lovren í aðdragandanum var glæpsamlegur og Can steinsofnaði í dekkningunni à Benteke.

Hálfleikur:Gríðarlega svekkjandi að fara inn í leikhlé með þessum hætti. Það er eins og Liverpool hreinlega vilji ekki hafa forystu svo oft henda þeir henni frá sér með hræðilega mistækum varnarleik. Benteke skorar auðvitað á Anfield fyrir alla aðra en Liverpool en það kannski kemur ekki á óvart þar sem hann var ekki að spila gegn vörn Liverpool þegar hann var leikmaður liðsins. Coutinho þarf að bjarga okkur aftur í seinni hálfleik, það er ljóst.

43.mín: 1-1 Benteke. Auðvitað gefur blessuð vörnin okkar mark á silfurfati. Lovren var út á túni og réð ekkert við áhlaup Palace manna upp vinstra megin og Benteke hamraði auðveldlega fyrirgjöf Cabaye í netið. Hroðalega pirrandi og dæmigert fyrir Liverpool.

35.mín: Fínn leikur hjá Liverpool það sem af er, markið var mjög mikilvægt enda sitja Palace menn mjög aftarlega eins og við var búist fyrir leik. Vonandi opmast þetta eitthvað meira núna.

24.mín: MARK, FRÁBÆR AUKASPYRNA HJÁ COUTINHO SEM HANN VANN SJÁLFUR. KLÍNDI TUÐRUNNI Í BLÁHORNIÐ AF SVONA 25 METRA FÆRI.

1.mín: Ballið er byrjað á Anfield, Liverpool sækir á Annie Road í fyrri hálfleik, koma svo ekkert rugl í dag Liverpool.

Fyrir leik (EMK):

14:30 (EMK): Byrjunarliðið er komið

Bekkur: Karius, Moreno, Gomez, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Brewster

Lucas og Matip ná báðir þessum leik sem var aðal spurningarmerkið fyrir leik. Sturridge er meiddur og bekkurinn því ansi þunnur en vonandi er byrjunarliðið bara nógu gott.

Áhugavert að Brewster er á bekknum frekar en Harry Wilson, hvað hann þarf að gera meira til að komast í hópinn væri fróðlegt að vita.



13:15 (EMK): Hvernig verður byrjunarliðið? Liverpool Echo er með skemmtilegan fídus þar sem hver og einn getur stillt upp sínu liði. Matip og Lucas eru pottþétt í liðinu ef þeir eru heilir en hvorugur æfði í vikunni. Klavan verður pottþétt ekki með. Fer Can í miðvörðinn og Milner á miðjuna? TAA eða Moreno þá í bakvörðinn. Eða Can og Coutinho eina línu niður og einhver af ungu strákunum á vænginn. Joe Gomez gæti fengið sénsinn og komið beint í miðvörðinn, eins gæti Can farið niður og Grujic komið inn. Vonum að ekkert af þessu þurfi og bæði Matip og Lucas geti spilað.

12:00 (EMK): Það kemur líklega engum á óvart að Daniel Sturridge er meiddur, alltaf jafn gott að treysta á hann. Þetta breytir líklega litllu hvað byrjunarliðið varðar en veikir auðvitað hópinn.



Þá er komið að leik í 34.umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Stóri Sam kemur með Suð-Londonbúana í Crystal Palace upp í norðvestrið og beinir rútunni inn Walton Breck Road til að leika við heimamenn, okkar drengi, í Liverpool FC.

Engar nýjar fréttir hafa borist úr leikmannahópnum frá því Steini hitaði upp fyrir leikinn í gær svo við sjáum hvort hans hugmynd að liði verður rétt.

Í Liverpool er mildur vordagur, 11 stiga hiti og sólin gægist oft í gegnum skýin, við treystum á það að við endum sólarmegin í dag!

Þegar líður nær leik setjum við inn tístkeðjuna okkar og komum svo með byrjunarliðsfrétt áður en við svo flytjum hér uppfærðar stöður í leik dagsins.

96 Comments

  1. Er samt ekki Sturridge meiddur aftur? Ef svo er þá er það smá breyting frá því sem Steini lagði upp með í sínum pistli.

  2. Liverpool hefur allt að vinna í þessum leik!
    Heimavöllur gullið tækifæri á að setja alvöru pressu á keppinautana okkar og ná láfmarksmarkmiðum klúbbsins að spila í meistaradeild evrópu næsta tímabil.
    Ég verð ekki sólarmeigin seinnipartsdags ef sami sopi mætir með vængbrotið lið og nær að skemma gleðina á Anfiels!

    Ef liðið kemur ekki að alvöru inn í þennan leik og sigrar þá veit ég ekki hvað…

    3-1 sigur og ekkert bull.
    2 brassa mörk 1 frá origi og svo fær big ben sð skora 1 fyrir palace og það alveg óverjandi fyrir símon sem annars hirðir alla aðra bolta og heldur áfram að vera solid

  3. Sælir félagar

    Bjartsýni er það eina sem maður leyfir sér nú um stundir. Ég hefi annarstaðar spáð 3 – 1 og stend við þá spá. Á bak við hana er ekkert nema bjartsýnin og það að Liverpool er betra lið og stór skörð höggvin í vörn C. Palace. Ef það dugar ekki fyrir sigri þá er ég illa svikin.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Úff, það verður hátt spennustigið í þessum leik hvað þá ef United vinnur Burnley í hádegisleiknum á eftir og minnkar forskotið niður í 3 stig. Þá er pressan aftur kominn á okkar menn.

    Er svo innilega sammála Steina í upphituninni að Matip VERÐI bara að byrja þennan leik. Ekki traustvekjandi að stilla upp Lovren og Gomes sem hafsentapari á móti tröllinu, Benteke.

    Trúi samt ekki öðru að lætin í stuðngsmönnum LFC á Anfield munu ráða úrslitum. Spái 2-1 í erfiðum leik. Firminho og Wijnaldum með mörkin. Benteke setur eitt kvikindi fyrir þá.

  5. Það er óhjákvæmilegt að Benteke setji eitt. Eigum við ekki að segja að Kúturinn setji fyrstu þrennuna á ferlinum. Zaha minnkar svo muninn í 3-2 og þar við situr.

  6. “I’m Emre Can, I’m loud on the pitch and I want to fight for my teammates.”

    Ég held bara áfram að vera Can- fan 😉

  7. Jæja það eru semsagt bara kjúklingar á bekknum – fyrir utan Karius og Moreno: Gomez, Grujic, Woodburn, TAA og Brewster.

  8. Maður sér ekki beint “game-changer” á bekknum. Frábært að Lovren og Lucas sé. Þetta verður rosalega leikur. United að fara létt með Burnley og pressan er kominn á okkur.

  9. Fínt byrjunarlið í dag en bekkurinn fullur af unguleikmönum.
    Stundum þarf bara að treysta á ungaleikmenn og hafa trú á þeim. Það er ástæðan fyrir því að liverpool eru með unglingastarf að það komi eitthvað upp úr því og núna eru nokkrir að banka á dyrnar sem er bara gott þótt að það mætti vera reynsla á svæðinu.

    Maður er mjög hræddur við þennan leik. Þetta lið er ólíkt WBA og Stoke sem við spiluðum við um daginn að því leitnu að þeir eru með virkilega sterka leikmenn framar á vellinum þar sem hraði Zazha og styrkur Benteke verður verðugt verkefni að klást við en maður verður að hafa trú á að Brasilíu kallarnir okkar verða á tánum í dag og við náum í 3 stig.

  10. Fannst bekkurinn skelfilegur fyrst en þegar ég skoðaði hann betur, þá hugsaði ég með mér að hann væri svo sem ekki alslæmur.

    Gomez, Arnold, Moreno, Woodburn, Gujik eru allt leikmenn sem hafa fengið tækifæri með byrjunarliði og sýnt fram á að þeir búa yfir gæðum. Ég set stóra spurningamerkið við þennan Brewster. Ég vissi ekki einu sinni að hann væri til.

  11. Ef við spáum bara í meiðslin sem eru hjá okkur núna, er ekki eðlilegt að það séu mest kjúklingar á bekknum? Og ef út í það er farið þurfa þeir ekki líka sín tækifæri?

  12. þessi varamannabekkur er nátturulega algjort djók, hver ætli meðalaldurinn sé á bekknum ?

    en já við verðum að vinna þennan leik a eftir, ekkert annað i boði..

    eg spai þvi að okkar menn mæti ferskir i dag og við klárum þennan leik 4-1 .. coutinho og Firmino með sitthvor tvö mörkin og Benteke með mark Palace …

  13. Ég sá Harry Wilson í leik með U-23 liði Liverpool. Þar var hann frábær.

  14. Andskotinn, eru með að kikkna undan pressunni……..?? Andskotinn hafi það, þessi leikur er á Anfield og hann verður að vinnas!

  15. Hvað er málið með að reyna að halda hreinu er það bara ekki hægt arrggg

  16. Jæja ef Sakho átti smá möguleika á að bjarga sýnum Liverpool ferli þá var hann að klúða því rétt í þessu(tognaður á heila maðurinn).
    Sakho má ekki spila með Palace af því að hann er leikmaður Liverpool. Sakho mætir auðvita á Anfield og viti menn Benteke skorar mark á Anfield og hver er mættur til að fagna með honum jú Sakho mætir og tekur einhvern tilþrif.
    Svona gera menn ekki gegn því liði sem þeir eru samningsbundnir og held ég bara að svona hefur aldrei áður gerst á Englandi og þótt víðar væri leitað.

    En jæja nóg um það, þetta hefur ekki verið merkilegur leikur hjá liverpool og jafntelfi í hálfleik líklega sangjörn staða. Það eru þó enþá 45 mín eftir til að bjarga þessu.

  17. Stórkostleg aukaspyrna hjá Coutinho.
    En lélegur hálfleikur hjá okkar mönnum. Vona að Klopp hafi látið menn heyra það inni í klefa.

  18. Origi reyndu að koma hausnum i takt við leikinn. Djöfull er gæinn lélegur

  19. jæja, þar fór meistaradeildarsætið.

    Well, það er alltaf næsta síson.

  20. Þetta er einhver al slakasti hálfleikur sem ég hef séð með þessu yoyo liði!!!

  21. Aaaaarrrrrgggg hvar er þessi andskotans vörn og Bendteke aftur. Eg get ekki meir af þessir ANSKOTANS liverpool vitleysu.

    Foucking helvíti

  22. Lið sem ekki getur unnið Crystal Palace á heimavelli hefur ekkert í meistaradeild að gera.

  23. já, við skulum drífa okkur í að semja við Can og rétta honum 75k á viku………eða nei, höfum það bara 100k og málið er dautt!

  24. Origi er skelfilegur, vill ekki sjá hann í st.11 framar!!! Lovren spilaði eins og hauslaus hæna. Hann er alltof kærulaus. Bara vel gert hjá Sakho að fagna til þess að sýna hvað Klopp er vitlaus

  25. Hvað fær Can marga sénsa? Kluðraði dauða dauða færi áðan og lét Benteke skora seinna markið.. þessi maður ><

  26. Jesús…… Ég hélt að klopp væri maður tilfinninga og gæti mótiverað menn! Andleysið er algjört á móti slöku palace liði….. horbjóður að horfa uppá þetta!!

  27. Getum þakkað Can fyrir mark nr 2,,,, hafði ca control á big Ben og hætti svo að fylgja eftir

  28. einare #38
    Þannig að Chelsea hefur ekkert að gera í meistaradeildina heldur?

  29. Ok þetta zonal marking verður að fara víkja. Maður er að sja þetta ítrekað þar sem sóknarmenn standa aleinir á markteig og þurfa ekkert að hafa fyrir því að skora.

    Ég skrifa þetta algjörlega á Klopp og hans varnartaktík, hann er alls ekki að hjálpa vörninn okkar með þessu.

  30. Frekar andlaust! Vonandi verður upprisa á næsta tímabili ef ekki verður kraftaverk. Þau gerast stöku sinnum!

  31. “Hmm látum okkur sjá… hvaða bakverði hef ég á bekknum til að breyta gangi leiksins?”

    Öfunda Klopp ekki af þessu vali.

  32. já, við þurfum sko ekkert að kaupa okkur framherja. Origi mun sjá um þetta fyrir okkur á næsta tímabili.

  33. Heyrðu ég ætla að losa mig við Sakho. Stuttu seinna er hann tilnefndur sem leikmaður mánaðarins. Heyrðu ég ætla líka að losa mig við Benteke, og já ég ætla líka kaupa Ragnar Klavan. Ætla líka að nota Sturridge sem spilar 4 leiki á tímabili og Origi sem er vonlaus og hefur engan stöðugleika. Benteke er kominn með jafn mörg mörk og Mané í deildinni og hann spilar fyrir lélegasta liðinu í fr

  34. Èg á ekki til orð.
    Hvernig í andskotanum fer þetta lið í að vera svona ógeðslega lélegt. Tapa á heimavelli fyrir þessu liði á þessu stigi keppninnar.
    Núna eru united komnir i kjörstöðu.

    Djöfulsins skita

  35. Skammast mín smá að hafa Origi í fantasy liðinu mínu, hann er bara slappur leikmaður

  36. Ég bara skil ekki af hverju hann tók Milner og Clyne útaf, mesta skita sem ég hef nokkurn tíman séð.

  37. Úff … þetta voru hörmuleg úrslit og koma liverpool í mjög vonda stöðu.
    Hvernig sumir mættu til leiks er ófafsakanlegt

    Orðlaus

  38. 3. árið í röð sem við töpum á móti Palace á Anfield. Hmmmm……..gæti verið að þetta sé eitthvað andlegt?

    Ég dreg Klopp hér til ábyrgðar. Að leikmenn geti ekki gírað sig upp í svona lykilleik á Anfield er algerlega ófyrirgefanlegt. Matip, Milner, Can, Lovren, Origi, Clyne og Firmino eiga bara að skammast sín. Ég er fokking brjálaður. Þurfum að treysta á að United misstígi sig sem og Arsenal. Lið sem getur ekki gírað sig upp í heimaleik á móti Palace þegar 5 leikir eru eftir á mótin á ekkert erindi í meistaradeild. Ömurleg frammistaða í alla staði.

    Til að kóróna þetta allt saman þá missum við Coutinho að öllum líkindum til Barcelona. Hann mun ekki sætta sig að vera fyrir utan meistaradeild………..again.

  39. Þetta er félagið okkar í hnotskurn, metnaðarlaust, getulaust. Það er enginn WARRIOR í þessu liði, lítið um gæði þegar meiðsli herja á.. sjáið bekkinn í dag.
    Liverpool á jafn mikið heima í CL með þennan hóp (og drasl eigendur) og Leonice á heima í eldborgarsal Hörpunnar.

  40. guð minn góður !! hvað a þetta klopp kjaftæði að halda áfram mikið lengur ? það er akkurat núll bæting frá seinasta tímabili og liðið lítur mikið verr út…eg myndi ekki reka upp stór augu ef klopp yrði rekinn eftir tímabilið,, kenny daglish var nu rekinn þegar honum mistókst að ná i CL sæti

  41. Þessi úrslit þýða að við þurfum sjálfsagt að kveðja Cutiniho í vor, hann fer örugglega til Barca ef við náum ekki í meistaradeildar sæti.

  42. Ef hægt er að tala um aumingjaskap hja Liverpool þa var það i þessum leik.

  43. Hahaha, Klopp er bara trúður. Gjörsamlega clueless í öllu sem hann gerir. Flottur. Selur Benteke sem mætir siðan a Anfield og vinnur Liverpool einn. Klopp líkar ekki persónulega við Sakho þannig hann lanar hann ut og svo endar Sakho a þvi að brillera. En það er samt miklu betra að eiga Origi og Klavan í hópnum heldur en Benteke og Sakho. Lovren og Can eru siðan eitthvað mesta rusl sem eg hef seð. Leiðinlegt að segja það en Liverpool er bara litill klubbur með meðalleikmenn, eru bara ekkert betri en þetta

  44. Lovren er samt ein mesta sulta sem ég veit um, hann er hræðilegur varnarmaður!

  45. Var búin að skrifa langan pistil um lélega frammistöðu, og þá er ég að tala um frammistöðu þeirra sem fara hér um síðuna með gífuryrðum. Eyddi því og ákvað í staðin að sleppa því að kíkja hérna inn næstu vikurnar. Uppleggið á síðunni er gott en margir þeirra sem skrifa hér “comment” draga þetta allt í skítinn og ég vorkenni þeim sumum hreinlega fyrir að geta ekki tjáð á annan hátt en þeir gera yfirleitt hér.
    YNWA

  46. Það verður kertafleyting í klósettinu í kvöld til minningar um þennan leik – Þvílík hörmung.

    Engar hreðjar í þessum mönnum og Lovren hefði betur heima setið en af stað farið.

    Hvað er málið með DS? Er ekki nóg komið af þeim manni sem varla hefur náð 3 leikjum í röð síðustu 2-3 ár hjá okkur.

    Coutinho sprækur en aðrir voru langt frá sínu besta og þessi vörn eru sem börn.

    Góðar stundir.

  47. Palace eru lið mánaðarins, sigur á Chelsea, Arsenal og Liverpool. Ekki slæmt fyrir lið í fallbaráttu.

    Eiga Tottenham í næsta leik ætla að spá þeim sigri þar 😮

  48. Sælir félagar

    Það er ekkert, ég endurtek ekkert sem afsakar þessa frammistöðu nema Lovren, Origi og Clyne. Eins er það auðvitað íhugunarefni hvers vegna Klopp heldur þessum aumingjum inná 75 til 95 mín. Ömurlegt framlag þeirra til þessa leiks er staðfesting á því sem ég hefi sagt áður um þá. Clyne er mest ofmetni leikmaður Liverpool á eftir Origi. Svo á Lovren auðvitað að vera að berjast við Klavan um að vera 4. til 5. kostur í miðvarðarstöðuna.

    Uppleggið í leiknum hjá Klopp var eðlilegt og það gerir örugglega enginn athugasemd við það fyrstu 50 mín. En eftir það var augljóst að liðið var að komast í vandræði. Einum færri í framlínunni (menn voru hættir að gefa á Origi enda var það eins og að senda andstæðingi boltann) sýndi skýrt að það átti að gera skiptingu. Moreno fyrir Milner hefði mátt koma eftir 60 mín og AAT fyrir Clyne á sama tíma.

    Það að Klopp skyldi ekki bregðast við fyrr en eftir ca. 75 til 80 mín var í besta falli sérkennilegt og í versta falli algert gjaldþrot og gerir sigrana í síðustu leikjum nánast ónýta. Þatta tap skrifast því þegar upp er staðið á það að Klopp tók enga áhættu, lét fullkomlega getulausa menn spila leikinn til enda og hafði engar hugmyndir um taktískar breytingar fyrr en alltof seint. Því fór sem fór og MU komið upp fyrir okkur miðað við að bæði lið vinni rest.

    Það er því þannig komið að þetta er ekki lengur í höndum liðsins heldur verður það að treysta á úrslit úr öðrum leikjum en sínum eigin. Það er vond vist og ekki til þess fallin að blása mönnum baráttuanda í brjóst. Skelfileg frammistaða leikmanna og stjóra í leikjum gegn svokölluðum “minni” liðum er rannsóknarefni. Sein viðbrögð við þróun leiksins skrifast á Klopp og staffið hans. Það virðist ekki vandanum vaxið því miður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  49. Ég er sáttur við þennan leik. Vissulega töpum við en við eigum ekki erindi í meistaradeild. Við erum ekkert meistaralið.

  50. Þetta var svona ekta Liverpool. Mínir verstu draumar eru að missa 4. sætið og missa af meistaradeildinni.

  51. Þvílík bölvun að halda með þessu liði. Clyne og Original voru að gera mig geðveikan með algjörlega heilalínurit spilamennsku. Fótboltaliði er við frostmark á þeim bænum. Mikið vona ég að TAA taki hröðum framförum og slái Clyne út á næsta tímabili. Origi verður aldrei leikmaður fyrir Liverpool, er ungur og allt það, en fótbolta heilann vantar algjörlega. Þetta er ekki búið, eigum ennþá ágætan séns en við höfum ekki efni á meira klúðri.

  52. #74 Sigkarl, hvernig andskotann átti Klöpp að gera? Sástu Bekkinn? Breiddin í liðinu er 0. Því miður verður þetta að duga þessa síðustu leiki en það er alveg ljóst að breiddina verður að auka umtalsvert fyrir næsta tímabil. Þetta Sturrige dæmi er líka að gera mann gjörsamlega brjálaðan, hefur ekkert spilað í vetur en kom inná í síðasta leik og svo út aftur þegar maður hélt að hann gæti hjálpað okkur þessa síðustu 5 leiki.

  53. Er ekki allt í lagi sem suma hérna! Áður en menn fara að drulla yfir Klopp þá er vert að hafa í huga að í byrjanarliði Liverpool í dag voru aðeins TVEIR leikmenn sem Klopp keypti, Matip og Wijnaldum. Svo eru sumir sem vilja láta reka Klopp strax!! Stjórar geta bara unnið með það lið sem þeir hafa í höndunum.
    Áður en menn fara að veifa hvíta fánanum, þá ég vil ég benda á að United á rosalegt prógram eftir. Man City úti, Arsenal úti, Tottenham úti og Crystal Palace heima. Þeir eru ekki að fá fullt hús úr þessum leikjum.

  54. Þetta var svo lánaust í dag. Liðið með yfirhöndina út á vellinumen náði ekki að skapa mikið. Firminho ragur við að fara ekki í boltan, Coutinho átti auðvita að detta í staðinn fyrir að reyna að standa þetta af sér og menn voru bara ekki nógu grimmir.

    Í stöðuni 1 -0 var þetta nokkuð þægilegt og gestirnir enþá að verjast aftarlega. Það verður bara að hrósa gestunum fyrir flott jöfnunarmark. Sendinginn var gjörsamlega fulkominn innfyrir og sendinginn á Benteke gat ekki verið betri.
    1-1 í hálfleik og líklega sangjörn staða.

    Svo í síðari var liverpool með öll völd á vellinum. Var að leita af næsta marki og maður fann að pressan var mikil en færinn fá. Þetta höfum við séð margoft á Anfield í vetur en maður hélt í vonina um að við gætum fengið 3 stig en í versta falli 1 stig en það stig gæti verið gríðarlega mikilvægt þegar upp er staðið.
    En neibb, hornspyrna og gestirnir skora.
    Við þetta mark þá breyttist öll sín á leiknum. Allt í einu eru liverpool komnir í aumingjapakkan og hetjurnar frá Palace að spila glimrandi leik= svona er stutt á milli.

    það var einn leikmaður hjá Liverpool sem stóð sig vel og var það Coutinho. Hann ætlaði sér að sigra og var stórhættulegur en samherja hans voru ekki alveg með á nótunum.
    Maður sá hvað lítið kemur úr Millner sóknarlega og varnarlega átti hann líka í vandræðum í dag við hraða Palace.
    Lucas nýtist illa í leikjum sem við stjórnum svona mikið og áttu gestirnir ekki í vandræðum með að bruna framúr honum þegar þeir vildu enda þeira sóknir í skyndisóknargír þar sem hraðinn ræður öllu en Lucas er ekki góður á stóru svæði 1 á 1.
    E.Can fór í gamla E.Can gírin sem lætur mann vilja selja kappan. Eftir frábæra síðustu leiki þar sem hann hefur stigið upp var komið að drullu í dag.
    Origi virtist ekki hafa áhuga á þessu og Firminho var að reyna en komst ekki alveg í gang.

    Skiptingarnar gerðu lítið enda kannski ekki við því að búast þegar maður skoðar bekkin.

    Við sáum það í dag að liði okkar vantar stöðuleika og alltaf þegar maður fer að hrósa þeim þá eru þeir duglegir að minna mann á að þeir eru ekki tilbúnir í alvöru titilbaráttu en við gefumst þó ekki strax uppá þessu meistaradeildarsæti þótt að staðan versnaði í dag.
    4 leikir eftir og ef við fáum 12 stig þá er sætið okkar og meiri segja 9-11 stig (s.s 3 sigrar +) gætu dugað ef aðrir leikir falla með okkur.

    Þetta var samt mikið áfall í dag en svo áttar maður sig á því að ef hlutir gerast aftur og aftur með þetta blessað lið á maður nokkuð að láta sér bregða.

  55. #83. Nei að halda með liverpool sýnir að þu ert með pung og breytt bak.

    You never Walk a foucking alone

  56. Sæl og blessuð.

    Ákaflega hikandi og hægt hjá okkar mönnum i dag. Þessi sömu lið mættust á heimavelli CP í haust og þá sigruðu okkar menn 0-4, var það ekki? Voru þetta sömu lið??? Það sorglega er, að þetta gæti hafa farið á sama veg í dag ef herslumunurinn hefði verið til staðar.

    Maður var búinn að snæða sokka vegna nokkurra leikmenna en nú létu þeir mann æla þeim aftur. Hversu geðslegt er það?

    Can? eigum við að ræða hlutverk hans á ögurstundum, í vörn og sókn?
    Origi, eins instant replay í slómó.
    Lucas karlinn í einhverju leikstjórnendahlutverki en náðu svo ekki að verja vörnina sem honum er ætlað að gera.
    Vörnin eins og hún lagði sig – falleinkunn.

    Það sem þeir kunnu og kunna núna, að því er virðist, er að spila þennan reitabolta sem engu ógnar og engu skilar. Maður er búinn að sjá þetta aftur og aftur í vetur og það virðist ekkert mjakast nema að meiðslalistinn lengist.

    Allt þetta er drepleiðinlegt og ógeðfellt. Það eina sem má afsaka þá er að þeir hafi spilað af hálfum dampi, laskaðir og snúnir. Kannske var sú raunin.

  57. Hver sleppti sumum sem eru að kommenta hérna út af Litla Hrauni?

    Man Utd tapar á fimmtudag gegn Man City og þá er 4 sætið aftur í okkar höndum ef við vinnum rest. Að því sögðu þá var þetta horbjóður. Algjörlega vitað að Benteke yrði óður í að pirra Klopp og þetta var alltof fyrirsjáanlegt. Klopp hefði átt að grjóthalda kjafti í vikunni um að komandi meistaradeild á næsta tímabili væri að að auðvelda samningsviðræður núna. Hvernig væri menn á Anfield lærðu loksins að hugsa bara um 1 leik í einu og komast í CL áður en þeir fara að tala um hana? Þetta var eitthvað sem Gerrard og Brendan Rodgers voru duglegir að gera fyrir nokkrum árum og runni alltaf á rassgatið með strax í næsta leik.

    Það er eins og einn sagði að ofan. Það vantar algjörlega WARRIORS í okkar lið. Alvöru sigurvegara sem varnarmenn okkar þora ekki að gera mistök útaf og sóknarmenn klára leiki til að fá ekki hárþurrkumeðferðina. Menn virtust í dag bara reyna að gera sem fæst mistök og vona að Coutinho eða Firmino kláruðu dæmið með einhverju einstaklingsframtaki.

    Á móti svona snöggum og líkamlega sterkum liðum eins og Crystal Palace þurfum við einfaldlega miklu sterkari varnarmiðjumann en Lucas Leiva. Hann á að sjá um að öskra liðið áfram og brjóta niður hraðar sóknir. FSG verður að fara taka puttann úr rassgatinu og kaupa alvöru miðjumenn í okkar lið. Bekkurinn í dag var algjörlega pathetic.

    Koma svo. Styðjum liðið alveg til enda. Ég er 100% að 12stig í þeim 4 leikjum sem eftir eru munu duga okkur í Meistaradeildina.

    Áfram Liverpool.

  58. Sænsku sérfræðingarnir á viasat voru daprir yfir þessu og þeir skildu ekki hvernig Klopp er ekki búinn að koma varnarleiknum í lag á næstum tveimur tímabilum .Ég skil það ekki heldur.
    Hann og hans aðstoðarmenn eru jú ekki neinir amatörar eða hvað?
    Þessi varnarleikur er alla vega ekki Liverpool bjóðandi og ef að við komumst ekki í meistaradeild í ár þrátt fyrir að skora flest mörkin í deildinni fara jafnvel FSG að hugsa sinn gang mundi maður halda.
    En við stuðningsmenn meigum ekki hætta að trúa núna og við verðum allir að standa saman þangað til feita kellingin kemur á svæðið og fer að gala.
    En eins og vanalega þurfum við að fara upp og niður tilfinningastigann og við verðum bara að þrauka þessa síðustu leiki,annað er ekki í boði.

  59. Klopp er ennþá með liðið i meistaradeildarsæti. Sem er nokkuð gott miðað við innkaup liðsins í tíð FSG.

    Þetta minnir enn og aftur á stjórnartíð Rodgers. Ef við náum Meistaradeildarsæti þá gerist ekkert nýtt á leikmannamarkaði. Breytir litlu sem engu. FSG bætir ekki í.

    Klopp er ennþá frábær. Það hefur ekki breyst. Hann þarf bara alvöru stuðning í sumar. Ekki alltaf selja fyrst og svo 50m £ í leikmannakaup. Það er bara til að viðhalda þessu 6.sæti. Því miður hef eg ekki trú á FSG.

    Ég vona við höldum Coutinho og Klopp, og að Klopp fái pening. Klopp hugsar stórt og vill vinna titla. Enginn betri hann hann fyrir LFC.

    Áfram Liverpool!

  60. Garg… Eg myndi skalla veggi ef eg væri ekki mígrenisjúklingur!

  61. Benteke og Sakho gerðu lítið úr Klopp í dag og stuðningsmenn Liverpool gáfust upp og yfirgáfu sæti sín á Anfield talsvert áður en leik lauk. Svona er staðan hjá okkar mönnum í dag og hvaða mannskapur fæst í sumar ef Liverpool verður ekki með í Meistaradeildinni ?

  62. #89 og fleiri. Það efast enginn um að Klopp sé frábær þjálfari. CV-ið hans talar sínu máli. Hann er hins vegar langt í frá gallalaus og honum hefur ekki tekist að laga varnarleikinn okkar og takast á við lið í neðri hluta deildarinnar. Þá er breiddin í liði okkar fáránlega lítil.

    Þó að Klopp sé stórt nafn og hafi svo sannarlega aðdráttarafl þegar kemur að því að lokka til liðsins sterka leikmenn þá verður það svo miklu erfiðara ef við verðum utan meistaradeildar.

    Ok. United á erfitt prógramm en þetta er ekki lengur í okkar höndum. Eina sem við getum gert er að klára þessa 4 leiki sem eftir eru og vona það besta. Helvítis andskotans klúður.

    Og í lokin, hlífið manni við commentum eins og “Hverjir slepptu mönnum á Litla-Hrauni til að kommentera” Það er bara í góðu lagi að vera reiður og pirraður eftir svona hörmung.

  63. #LFC Forever

    “#89 og fleiri. Það efast enginn um að Klopp sé frábær þjálfari.”

    Jú þó nokkrir virðast hafa sínar efasemdir. Auðvitað er hann ekki gallalaus. Ég held bara meistarade

  64. #LFC Forever

    “#89 og fleiri. Það efast enginn um að Klopp sé frábær þjálfari.”

    Jú þó nokkrir virðast hafa sínar efasemdir. En auðvitað er hann ekki gallalaus.

    Ég held bara Meistaradeildin breyti ekki miklu um hvaða leikmenn koma til liðsins í sumar. Ef við komumst í meistaradeildina eru yfirgnæfandi líkur á að það verið ekki endurtekið tímabilið eftir. Ástæðan er að FSG eru ekki tilbúnir að styrkja liðið nægilega mikið. Leikmenn sem koma vilja spila fyrir Klopp og Liverpool en ekki af því Liverpool er i meistaradeildinni. Heldur til að gera Liverpool samkeppnishæft og þa fylgir Meistaradeildin með.

    Sama hvar liðið endar þetta season þá lít ég á liðið sem sjötta besta liðið á Englandi í dag. Klopp hefur gert vel heilt yfir.

  65. Mig langar svona til að benda þeim jákvæðustu hér á þá staðreynd að C. Palace eru nýbúnir að vinna Chelsea 2-1 og Arsenal 3-0.

Úrslitaleikur 1/5

Liverpool – C.Palace 1-2 (leikskýrsla)