Liverpool – C.Palace 1-2 (leikskýrsla)

1-0 Coutinho 24.mín
1-1 Benteke 42.mín
1-2 Benteke 75.mín

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Veit ekki hvað maður á að segja. Coutinho skoraði frábært mark og átti mögulega að fá víti og bar af fannst mér. Wijnaldum var duglegur og ágætt framlag hjá Firmino inn á milli. Mignolet ekki kennt um mörkin, annað ekki.

VOND FRAMMISTAÐA

Margt hægt að draga þar upp. Lovren með hræðilega vörn í marki eitt og var almennt óöruggur og slakur. Fór svo útaf meiddur, var mögulega ekki leikfær…en það er engin afsökun. Eftir flotta leiki að undanförnu var Emre Can hræðilegur og varnarleikurinn hans í sigurmarki Palace var sjokkerandi. Milner og Clyne skiluðu engu fram á við og svæðin á bakvið þá nýttu Palace svakalega. Lucas átti vondan dag og Origi vill ég eiginlega ekki hafa of mörg orð um. Hann er að mínu mati einu númeri of lítill í það að leiða sóknarlínu LFC og það svosem vita þeir hér sem að hlusta á podcöstin okkar. Frammistaðan í dag er nákvæm ástæða þessarar skoðunar minnar á honum. Svo auðvitað verðum við að ræða það hvort að frammistaða þjálfarateymisins er ekki vond. Enn einn ganginn virkum við ráðalitlir í leikjum gegn liðum sem parkera til baka og sækja hratt.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

Fínir punktar i okkar umræðu við þráðinn og flesta höfum við lesið áður. Einhæfur sóknarleikur, nýtum ekki færin, höldum bolta vel en sköpum lítið. Barnaleg varnarmistök gefa mark og eins og Big Sam sagði veit allur heimurinn að við erum lélegir að verjast hornum…og það virðist bara ekkert ætla að lagast hjá Klopp og liðinu. Svo auðvitað er það að horfa á bekk rúmlega 70 leikja reynslu í EPL í svona úrslitaleik. Það auðvitað verður að skoða út frá tvennu. Annars vegar er 5 -7 manna meiðslalisti yfir heilt tímabil ekki tilviljun. Annað hvort er of mikið álag eða of mikið af meiðslapésum í hópnum og hvort sem er þarf að leiðrétta. Hins vegar þarf að velta fyrir sér enn og aftur hvers vegna ekki var keypt meira af gæðaleikmönnum síðasta sumar og engu bætt við í vor. Mig langar svo líka til að ræða hér stuttlega lykilorð sem þarfnast sér pistils sem vonandi kemur úr tölvunni minni núna þegar ég næ úr mér hrollinum eftir daginn.

STÖÐUGLEIKI

Lykilorð liðs sem ætlar að ná árangri er í þessu orði falið. Það höfðum við í fyrri umferðinni og vorum þá heldur betur að líta vel út. Frá áramótum hefur þetta einfaldlega ekki verið uppi á teningnum og er ástæða þess að við kvíðum heimaleikjum gegn liðum sem berjast og ástæða þess að Anfield tæmdist snemma enn einn ganginn nú að undanförnu. Það eru ákveðin atriði sem þarf að skoða þegar kemur að stöðugleika en það er ekki hægt á svona kvöldi. Sá pistill er í smíðum…

NÆSTU VERKEFNI

Með þessu tapi núllast út frábær sigur síðustu helgar og hefur gefið United og Arsenal nýja von. Ég ætla þó enn að standa við það að 75 stig geti gefið 4.sætið og 76 stig geri það pottþétt. Ef liðið hrekkur aftur í gang, vonandi fáum við Hendo og Lallana inn í hóp fyrir Watford leik eftir átta daga og við komumst aftur með hausinn upp úr sandinum. Steini talaði um fyrir þennan leik að framundan væru bara úrslitaleikir.

Eftir leiki dagsins í deildinni er það algerlega ljóst að svo er. Mikið vona ég að þjálfarateymið finni lausnir með þessum leikmannahóp og vinni þau stig sem þarf til að þetta tímabil líti ekki illa út og setji gríðarlega pressu á sumarið. En er ég sannfærður? Í dag er það alls ekki…

23 Comments

  1. Liverpool er einu numeri of lítið gera totti ur origi er betur orðað. Drengurinn ekkert nema hrá gæði leiðinlegur punktur. Skita leikur moti kraftmiklu palace liði we go again!!!!

  2. Datt virkilega engum í huga að dekka Benteke???
    “Strákar, þessi stóri og vinalegi sem var í Liverpool í hitteðfyrra; muna efitr að dekka hann”
    Þetta getur ekki verið svona flókið!

  3. Sælir félagar

    Origi er ekki gæðaleikmaðurhvorki hrár né soðinn. Hann er ekki einu númeri of lítill, hann er númerum of lítill. Að öðru leyti er ég sammála Magga og bíð eftir úttekt hans á stöðugleika vandamálinu.

    Eitt er á hreinu: hópurinn af gæðaleikmönnum sem Klopp fór með inn í tímabilið var og er of lítill. Það er prófið sem Klopp og staffið fellur á, það er ástæðan fyrir óstöðugleika liðsins og það er ástæðan fyrir fallinu í jan – feb og það verður ástæðan fyrir því ef liðið nær ekki meistaradeildarsæti. Þetta eru mínir leikmenn engar afsakanir eru til ef við náum ekki árangri, eitthvað á þá leið sagði hann í haust. Niðurstaðan er BULL.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Slæmur dagur en ég er enn rólegur, hundsvekktur en rólegur.

    Ég ætla bara að segja það, fjórða sætið er okkar, vonandi það þriðja. Ef við spilum eðlilega þá höfum við meistaradeildarsætið í pokanum miðað við prógrammið hjá móra á félögum.. United á eftri útileikir við City, Arsenal, Spurs, Southampton og svo tveir “léttir” heimileikir við tvö félög í buuuuulllandi botnbáráttu, Swansea og bölvuðum Crystal Palace. Og svo bætast auðvitað inn þarna fimmtudagsleikir við Celta Vigo.

    Þeir þurfa á kraftarverki ef þeir ætla sér í gegnum þetta run-in án þess að tapa stigum.

  5. Langar svo að vera bjartsýnn að United detti niður í vont form…en þeir hafa ekki tapað nú í 23 deildarleiki.

    Svo að því miður er það ekki merki liðs sem er mikið að gefa eftir.

  6. Óþolandi að segja það, en en ég er sammála #5 Magga.

    Ömurlegt að þurfa að treysta á önnur lið, en það er lítið annað hægt að gera úr því sem komið er. Vonum samt það besta.

  7. Þetta lið er stórt rannsóknarverkefni, það er með ólíkindum að sjá mun á þessu liði eftir því hversu sterkur andstæðingurinn er. Því sterkari andstæðingur því betri frammistaða. Lélegur andstæðingur = léleg frammistaða og enginn áhugi.
    Núna eru 4 leikir eftir og eina leiðin til að komast í meistaradeildina er að sigra þá alla og ef það myndi gerast þá hef eg trú á að það dugi. En united gefa ekkert mikið fleiri sénsa á þessu sæti.

    Vonandi förum við að fá Hendo og Lallana til baka.

  8. Eins pirrandi og þessi úrslit eru þá er mun meira óþolandi að hálft liðið skuli vera slasað og það þurfi að skríða yfir endalínuna.
    Góðu fréttirnar eru að Manchester liðin eru að mætast innbyrðist í næsta leik, þannig að Liverpool er ekki úr leik ennþá.

  9. Lið sem getur ekki unnið CP, Bournemouth, Swansea, Wolves(bikar) og fleiri léleg lið á ekkert heima í meistaradeild Evrópu og á það ekkert skilið en spyrjum að leikslokum.

  10. SEMSAGT afþví LFC tapaði á móti Palace þá ættum við ekkert erindi í CL ? er það rökin semsagt þá ætti Chelsea ekki heldur erindi þar er það nokkuð þeir töpuðu gegn þeim líka og reyndar tapaði Arsenal líka á mót þeim , CP eru einfaldega drullu góðir uppá síðkastið og já við erum með hálft liðið okkar í molum útaf meiðslum. Þetta kom mér nákvæmlega ekkert á óvart meðað við aðstæður.
    Ég hef enn trú á því að ná top4 það eru leikir eftir og hin liðin eru ekki búin að vinna alla leikina sína.

  11. Mér finnst Wijnaldum vonlaus í öllum þessum leikjum við minni liðin. Þá þarf hann að stíga aðeins upp og sína smá presence og frumkvæði – það er ekki eins og hann sé að spila mjög aftarlega með Lucas fyrir aftan sig og oftast Can líka! Hann er allt of daufur löngum stundum þótt hann sé traustur svona heilt yfir.

    Það var gaman að fá Grujic inn á, hann sýndi sig og fór beint í að reyna að gera eitthvað. Sem W. gerði ekki einu sinni í öllum leiknum.

  12. Þetta er flest allt saman kórrétt hjá ykkur piltar, hvort sem er pistill eða komment. Súmmerað upp er þetta svona:

    – lítill hópur
    – mikil meiðsli
    – veikur varnarleikur – Lucas, Matip, Lovren allir tæpir?
    – erfitt að skapa færi gegn sterkri og fjölmennri vörn
    – fyrirfram ólíklegt að við myndum taka 9 stig gegn WBA/Stoke/CP
    – samt góður árangur í deildinni í heild
    – enn miklir möguleikar, 7-9 stig úr fjórum leikjum mun líklega duga í 4. sætið.

    Ég verð að vera ósammála félaga Magga samt með stöðugleikann. Hann hefur birst okkur frá marsbyrjun í 5 sigrum, 2 jafnteflum og einu tapi. Þetta eru 17 stig í 8 leikjum sem er bara frekar góður stöðugleiki fyrir lið í 3-4. sæti deildarinnar. Til að fara í titilbaráttu dugar þetta ekki en þetta er gott run fyrir liðið sem við teflum fram núna. 9 stig í 4 leikjum er svipað run og það mun duga í Meistaradeildina.

    Óstöðugleikinn birtist okkur hins vegar mjög skýrt í janúar og febrúar þar sem aðeins fengust 6 stig úr 7 leikjum. Sem er eitthvað sem búið er að kryfja rækilega bæði í podköstum og í pistlum hérna á síðunni. Það er samt að hluta rétt því maður veit aldrei hvaða lið er að fara út á völl í rauðu treyjunum. Vonum bara að þetta hafi verið hiksti en ekki fyrirboði fyrir síðustu leiki tímabilsins. Sem nota bene verða allir mjög erfiðir.

  13. Það er oft þannig að þegar illa gengur, þá fer fólk að rífast um smáatriði. Eins og til dæmis það hvort lið sem getur ekki unnið Crystal Palace á heimavelli eigi ekki erindi í Meistaradeildina. Það er náttúrulega það eina sem við lærðum á þessum leik, ekki satt? Og það eina sem skiptir máli í stóra samhengi hlutanna?

    Nei, auðvitað ekki. Svona er einfaldlega tekið til orða, að við eigum ekkert erindi í meistaradeildina ef við töpum á móti Crystal Palace (og Swansea og Hull og Everton, þið vitið svona litlum liðum). Ekki taka þessu svona bókstaflega.

    Nú er ég frekar bjartsýnn maður að eðlisfari og reyni að finna einhverja jákvæða punkta í þessu öllu saman. Í dag er það frekar erfitt.

    Fyrir leikinn í gær þá hafði LFC topp4 sæti í höndum sér. Með öðrum orðum, þá þurfti LFC aðeins að vinna sína leiki og ekki treysta á aðra til að komast í CL.

    Eftir leikinn þá er komin upp önnur staða, nú þarf Liverpool að treysta á önnur lið til að komast í Meistaradeildina. Auk þess þarf liðið að vinna rest.

    Þessi staða er kunnugleg. Alltaf tekst Liverpool að klúðra hlutunum – eða í það minnsta að gera sér ótrúlega erfitt fyrir. Liverpool undanfarinna ára hefur ekki sýnt að það fúnkeri best undir pressu, þvert á móti þá bugast leikmenn og þjálfarar liðsins þegar þörfin er mest. Skiptir þá engu hver stjórinn er, hvaða leikmenn spila og hvaða leikmenn eru keyptir/seldir. Sami skítur, nýr dagur og allt það.

    Ég held að þessi úrslit hafi verið vendipunkturinn á tímabilinu. Ég held að við munum horfa til baka á þennan leik og segja: “Þarna klúðruðum við möguleikanum á að spila í Champions League á næstu leiktíð.”

    Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en ég held bara ekki. Það má vel vera að við séum í 3ja sæti sem stendur, en ég fer ekki ofan af því að þetta tímabil hefur heilt yfir verið martröð fyrir okkur stuðningsmenn liðsins. Við höfum séð liðið spila glimrandi flottan fótbolta – á pari við bestu lið Meistaradeildarinnar – á tíðum en svo koma svona leikir þar sem okkar menn gætu spilað stanslaust í heilan mánuð án þess að skora eða eiga skot á markið eða bara búa til einhvers konar hálffæri.

    Stöðugleikinn er bara enginn, og ekkert lið nær árangri nema að sýna vott að stöðugleika.

    En það má svo sem líta á björtu hliðarnar. Liverpool FC má allavega eiga það að það hefur sýnt ótrúlegan stöðuleika í því að vera óstöðugt … 🙂

    Homer

  14. #13
    Ef það reynist rétt hjá þér að við hefðum til baka þarna með að missa af gl sætinu.

    Þá fékk ég þá mynd í höfuðið 2014 af suarez buguðum eftir 3-3 jafntefli gegn palace og sigurvonin endanlega farin þá .

    Því miður hafa minningar um liverpool verið sorglegar þennan áratug 🙁

  15. Klopp/FSG gera í rauninni bara tvenn mistök síðan á síðasta tímabili: Kaupa ekki fleiri leikmenn síðasta sumar og bregðast síðan ekki við því í janúarglugganum. Lið sem ætlar sér að fara úr 8 sæti í meistaradeildarsæti getur ekki komið út í 20 milljón punda plús eftir kaup/sölur!

  16. Held að það sé lítil sem engin hætta á því að United endi fyrir ofan Liverpool.
    Þeir eiga nú enga smá dagsskrá framundan á meðan Liverpool á mjög svo þægilega leiki eftir.
    Svo er spurning hvort fjórða sætið dugar til að komast í meistaradeildina?
    það er reyndar meira áhygguefni fyrir liðið sem endar í því sæti (mjög líklega Liverpool) því alls ekki ólíklegt að United vinni Evrópukeppnina.
    Tel amk meiri líkur á því en að United taki fjórða sætir miðað við það prógram sem þeir eiga eftir plús öll þessi meiðsli.
    Ég hlakka samt mikið til að sjá Liverpool á næsta tímabili þegar það lið þarf að kljást við evrópukeppni ofan á deildarkeppnina.
    Hef sagt það oftar en einu sinni að um leið og það er komið eitthvað leikjaálag á Liverpool þá hrynur liðið eins og spilaborg enda hefur liðið ekki úthald í alvöru álag.
    Klopp er þekktur fyrir að keyra lið í líkamlegt þrot, Liverpool verður orðið bensínlaust fyrir jól ef það þarf að taka þátt í evrópukeppni líka.

  17. Það sem er í gangi núna minnir um margt á tímabilið 2013-14. Í okkar höndum að landa enska meistaratitlinum – töpum heima fyrir Chelsea 0-2. 3-0 yfir úti á móti Crystal Palace þegar okkar menn fara á yfirsnúning af stressi og missa leikinn í jafntefli. Við vitum hvernig það tímabil endaði.

    Um hádegisbil 23 apríl 2017 er það í okkar höndum að ná meistardeildarsætinu – klúðrum leiknum við Crystal Palace og í dag þurfum við að treysta á önnur úrslit.

    Andi 2013-14 svífur yfir vötnunum.

    Þetta comment frá Sam í gær segir mikið til um töpuð stig í vetur……….

    Crystal Palace manager Sam Allardyce speaking to Sky Sports: “I think the key was tactical. They have lost six goals on corners in the first and second phase. They use a zonal system and don’t mark men. If you get on the move you may get a chance.

  18. Ég held að liverpool eigi fullt erindi í meistaradeildina. Liðið tapar einungis fyrir smærri liðum en brillerar gegn sterkari liðum, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu góðir þeir væru í meistaradeildinni

  19. #16 þú ert eitthvað að misskilja reglurnar. Nái Liverpool 4. sætinu í deildinni þá fara þeir í playoff til að komast í Champions-league algerlega óháð því hvort United vinni Euro-league eða ekki. Englendingar geta max átt 5 lið í keppninni. United fer hins vegar beint í riðlakeppni meistararadeildarinnar vinni þeir Euro-league. Árangur United í Euro-league skiptir okkur auðvitað engu máli, nema kannski að leikjaálagið þeirra er mikið sem vonandi kemur sér vel fyrir okkur.

    Hefði hins vegar BÆÐI Leicester og United unnið Champions league og Euro-league þá hefði 4. sætið í Englandi ekki dugað til að komast í Champions-league.

    Ítreka það sem #5 Maggi kom inn á að það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að United sé að slaka á klónni. Hafa ekki tapað síðustu 23 leiki. United á tvo leiki áður en við spilum nk. mánudag, þ.e. City á útivelli á fimmtudaginn og síðan Swansea heima nk. sunnudag. Það eru því talsverðar líkur á því að þeir verði komnir upp fyrir okkur í deildinni áður en við mætum Watford nk. mánudagskvöld.

    The heat is on.

  20. Sverrir – fjórða sætið dugar alltaf sama hvað United gerir – þurfum ekki að hafa áhyggjur af því ….

  21. Nú þegar við þurfum að treysta á önnur lið þá er auðvitað best að City og United geri jafntefli á fimmtudagskvöldið, en það er nokkuð ljóst að Swansea verður lítil fyrirstaða á Old Trafford en maður vonar að lið í botnbaráttu geri einhverjar rósir þar plús það að þegar United tapar stigum þá er það helst á heimavelli. Gleymum því svo ekki að United á eftir að heimsækja Tottenham og Arsenal og ég neita að trúa því að þeir sæki tvo sigra í þeim leikjum en það getur auðvitað gerst. Mourinho virðist vera kominn með góða uppskrift af því að tapa amk ekki deildarleikjum.

    En nóg um United… maður hefði auðvitað getað sagt sér það sjálfur að úrslitin gegn Palace yrðu eins og raunin varð eftir að hafa unnið tvo leiki á mjög erfiðum útivöllum. Þetta lið sem við höldum með er nú bara þannig að þegar maður leyfir sér smá bjartsýni þá er maður rifinn jafn snögglega niður aftur. En fyrirfram hefði ég sætt mig við 6 stig úr þessum þrem leikjum, eftir á að hyggja hefði auðvitað átt að ná í 9 stig eða amk 7 stig en við breytum því ekki núna.

    Næsti leikur er úrslitaleikur eins og restin og Watford eru erfiðir heim að sækja, þeir eru hinsvegar komnir í 40 stig, eru safe í deildinni og vonandi hjálpar það eitthvað að liðið hefur að litlu að keppa. Lallana kemur vonandi til baka úr meiðslum í þessum leik og það er gríðarlega mikilvægt uppá vinnusemi liðsins að gera. Þetta fer alltsaman einhvernveginn og það eina sem við getum gert er að styðja liðið og vona það besta. Topp 4 í deild væri klárlega frábær árangur á þessu tímabili, topp 6 í rauninni líka miðað við leikmannakaup og allt það í sumar…. en vonbrigðin auðvitað gríðarleg ef það tekst að klúðra þessu á lokametrunum.

  22. Bara eitt sem kom upp í hugann eftir leik og það var setning úr myndinni The Big Lebowski ,,That’s a Bummer, Man”!

    Þetta var einhvernveginn skrifað í skýin eins og margir hafa komið inná. Vondu fréttirnar eru þær að við erum með bakið upp við vegg og stormur framundan. Góðu fréttirnar eru þær að við getum enn náð 4 sæti. Ég stórefast reyndar um að liðið okkar sé fært um að vinna alla leikina fjóra sem eftir eru en líkast til duga 76 stig og jafnvel 75 stig – Við þurfum því a.m.k. að vinna a 3 leiki og kannski ná líka í eitt stykki jafntefli að auki. Man United á eftir svakalega erfitt prógram og útilokað að City, Arsenal og United vinni alla leikina sem eftir eru, m.a. vegna innbyrðis viðureigna. Ég er þó á því að best sé að City vinni United á fimmtudag því annars geta bæði City og United farið yfir okkur um helgina. Þ.e. ef þau fá stig á fimmtudag og svo 3 stig um helgina.

    Málið er að byrja bara á að vinna Watford, sem er allt í einu orðinn stærsti leikur ársins hjá okkur! Já þeir eru margir leikirnir sem eru í þeirri katagoríu 🙂

    Missum ekki vonina…YNWA

Liverpool – C.Palace 1-2 (leik lokið)

Podcast: Kaldur, blautur gúmmíhanski í smettið