WBA – Liverpool 0-1 (leik lokið)

90 min – 0-1, leik lokið! Þetta. Eru. Risa. Stig! Ekki besti fótboltaleikur sem maður hefur séð en guð minn góður þetta eru mikilvæg stig! Leikskýrsla kemur inn í kvöld. Njótið dagsins!

45 min – 0-1! Milner tók aukaspyrnu í vibótartíma (eftir að brotið var á Origi), Lucas skallaði boltann inn á markteig þar sem að Firmino mætti og skoraði af stuttu færi.

11:30 – Liðið er komið. Það eru þrjár breytingar frá því í leiknum gegn Stoke. Lucas kemur inn í stað Klavan og  Firmino og Coutinho koma aftur í liðið í stað Woodburn og Alexander.

Spurning hvernig þessu verður stillt upp. Það er alveg option að vera með þrjá miðverði eins og við vorum með gegn Stoke. Að Lucas detti þá niður en ég á frekar von á því að Lucas verði á miðjunni að verja vörnina. Svona er annars liðið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can – Lucas – Wijnaldum

Firmino – Origi – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Grujic, Woodburn, Sturridge

Lið WBA: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Brunt, Fletcher (c), Yacob, Livermore, Phillips, Chadli og Robson-Kanu.

Fun fact dagsins, lið undir stjórn Tony Pulis hefur aldrei tapað á heimavelli gegn Liverpool FC. Ágætur dagur í dag til þess að breyta þeirri matraðatölfræði!

Minnum á tístkeðjuna.


59 Comments

 1. 1
  Jol

  Enn einu sinni er reynt að hafa Lucas í liðinu. Á hann að verjast háu boltunum sem WBA beitir. Hann er sá lélegasti í að vinna skallabolta.

  (1)
 2. 2
  RH

  #1 Rólegur Kiefer skulum sjá hvernig kappanum gengur áður en honum verður slátrað, vissulega vildi maður frekar hafa Hendo , Lallana og Mané í liðinu en þeir eru meiddir og það er lítið um annað val um þessar mundir hjá Klopp.

  (56)
 3. 3
  Jói #5

  Hér er ágætur straumur (sorry ef það má ekki): acestream://0c4fcbacf7de65984f4a7035cf2aa862f0affd11

  (5)
 4. 4
  Eyjólfur

  Vá hvað þetta er mikið Pulis lið, að spila svona á heimavelli. Meðal possessionið þeirra á The Hawthorns ku vera 37% í vetur.

  (0)
 5. 5
  davíð

  er ég einn um að bíða eftir að matip sóli sig í gegnum vörnina ?

  (1)
 6. 6
  Jol

  Þetta er mikið þolinmæðins verk á móti þessu liði.

  (2)
 7. 7
  RH

  FIRMINO!!!!!!!!!!

  (4)
 8. 8
  RH

  Lucas kallinn með stoðsendinguna :D

  (44)
 9. 9
  Jol

  Ég elska Lucas, ha ha.

  (45)
 10. 10
  RH

  #9 lol

  (4)
 11. 11
  davíð

  þurfum greinilega að versla fleirri brasilíumenn, er neymar ekki alltaf að væla um að hann vilji spila með couthino ?

  (20)
 12. 12
  Eyjólfur

  Klassi! Léttir að fá þetta mark.

  (0)
 13. 13
  Kristján Aðal

  Bobby Firmino!!! og Lucas með stoðsendinguna með kollinum.

  YNWA

  (2)
 14. 14
  LFC Forever

  Algerlega geggjað mark og beint af æfingavæðinu!

  Liverpool að skora á móti WBA úr föstu leikatriði, hversu fyndið er það??!! :)

  Þetta er langt í frá búið og erfiður seinni hálfleikur. Bara plís ekki gefa þeim aukaspyrnur nálægt teignum eða hornspyrnur.

  (4)
 15. 15
  Helgi J.

  Ég ætla að ramma ummæli #1 inn og hengja upp á vegg hjá mér

  (62)
 16. 16
  Magnús Ólafsson leikari

  Rosalega hlýtur að vera leiðinlegt að spila við WBA. En óvænt mark, en við verðum að skora annað. Áfram Liverpool:

  (0)
 17. 17
  Elvar

  Þessi Lucas ónytjungur, gat hann ekki gefið betri stoðsendingu. Útaf með hann!

  (32)
 18. 18
  Sölvi

  Snoozefest fram að markinu en þetta mark minnti mig svolítið á íslenska landsliðið á EM gegn Englendingum – Frábært mark engu að síður og maður andar léttar,í bili.

  (1)
 19. 19
  Ívar Örn

  Ótrúlega mikilvægt mark í ótrúlega erfiðum leik. Mín hugmynd um fyrri hálfleik var að vera nokkuð sáttur við að vera ekki undir – ganga sáttur frá borði með 0-0 jafntefli. Núna verð ég sáttur við 1-0 sigur eða 1-1 jafntefli. Við eigum í miklum erfiðleikum með þetta lið og þeirra leikstíl og gætum alveg verið undir.

  (1)
 20. 20
  Kobbi

  Pæling: ef utd tæki evrópudeildina, myndi 4 sætið þá ekki gefa meistaradeildarsæti?

  (0)
 21. 21
  Sigurður Einar

  Þetta verður barátta allt til enda en mjög fagmanlegur hálfleikur hjá okkar mönnum. Stjórna leiknum og eru ekkert að flýta sér alltof mikið. Origi búinn að vera sprækur, Lucas mjög traustur og Firminho duglegur. Heimamenn með eiginlega 6 manna varnarlínu og er ekkert pláss nálagt þeira vítateig. Nú þarf þolinmæði og skynsemi og láta ekki varnarlínuna okkar dragast í sundur og of framarlega.

  (3)
 22. 22
  RH

  Fleiri brassa í liðið takk

  (2)
 23. 23

  @20 til þess að 4 sætið dugar ekki þá þurfa ensku liðin að vinna meistaradeildina og evrópukeppninina.

  (3)
 24. 24
  Kristján Aðal

  Milner minn þarna áttu að setja hann!

  (0)
 25. 25
  RH

  DJUF var þetta close oj

  (0)
 26. 26
  Kristján Aðal

  Liverpool hafa greinilega verið í skallatennis á æfingasvæðinu í vikunni.

  (0)
 27. 27
  Jol

  15: leikurinn ekki búinn. Við skulum vona að hann brjóti ekki klaufalega af sér sem skapi mark.

  (0)
 28. 28
  Dúddi

  Firmino búinn að vera geggjaður

  (6)
 29. 29
  Örn(fuglinn)

  Ekki oft sem dómarar fá hrós en þetta hefur eflaust verið best dæmdi leikur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni. Moss búinn að vera mjög góður.

  (4)
 30. 30
  Bjössi

  SIIIIIIMOOOOOOOOON GLÆSILEGI !!

  (17)
 31. 31
  Sölvi

  TP = Typhoid……Taugaveiki er það sem þessi maður veldur manni og ekkert annað.

  Mignolet er að vaxa í áliti þessa dagana – þvílík varsla þarna!!

  (13)
 32. 32
  RH

  þvílík varsla hjá Migno þarna

  (7)
 33. 33
  Dassinn

  Eitt er víst, það er aldrei hægt að horfa rólegur á síðustu 89 mínúturnar í Liverpool leik. Verða að fara að læra að keyra yfir andstæðingana meira!

  (3)
 34. 34
  sigfus

  ….seinni boltinn……. Úff hvað þetta er skelfilegt….

  (0)
 35. 35
  RH

  þvílíkar lokamínutur!

  (0)
 36. 36
  RH

  Migno eins og KLETTUR með capital letters!

  (8)
 37. 37
  di stefano

  Úff moreno… gott þetta kostaði ekki 2 stig

  (1)
 38. 38
  Jol

  Ég ét sokkinn varðandi Lucas í þessum leik.

  (31)
 39. 39
  Svavar Station

  YYYYYYYYEEEEEEEESSS!!!!!!

  (2)
 40. 40
  Hjörleifur

  Flottur leikur æðislegt að vinna Pulis lið en ef wba hefðu jafnað þa hefði moreno verið tekinn af lifi.

  (1)
 41. 41
  Eyjólfur

  Þvílíkt comedy þessi uppbótartími, hahah!

  (0)
 42. 42
  Dassinn

  2 á móti 1 og enginn í marki. Sparka bara framhjá í stað þess að gefa hann?

  (1)
 43. 43
  Rúnar

  Góð ákvörðun hjá Moreno, en illa framkvæmd.

  (4)
 44. 44
  LFC Forever

  Djöfulsins drasl er þessi Mignolet! Kaupum eitthvað annað, Hart eða Bravo…….eða bara eitthvað!

  (8)
 45. 45
  Ingi Sig

  Flottir sigur. Va allir að drulla yfir Moreno, flott hjá ykkur!
  Gleðilega páska

  (5)
 46. 46
  RH

  Migno , Firmino og já Lucas voru mínir menn í dag!

  (5)
 47. 47
  Viktor B. Pálsson

  Úff mikið var þetta mikilvægt. Tveir leikir í röð sem Migno er að bjarga stigum fyrir okkur. Eina sem ég get sett út á er að taka Origi útaf en ekki Coutinho, vissum allan tíman að við værum að fara að verjast í loftinu í restina og er Origi einn af okkar öflugri skallamönnum. En að öðru leiti mjög sáttur við uppleggið í þessum leik. Gott að vera farnir að vinna leiki á ljótann hátt líka.

  Gleðilega páska.

  You will never walk alone.

  (7)
 48. 48
  Dude

  Mignolet <3

  (11)
 49. 49
  Magnús Ólafsson leikari

  Þvílíkur baráttusigur!!!!!!!!!!!! Áfram Liverpool.

  (8)
 50. 50
  ÞHS

  Sæl öll.

  Af því að þetta er ekki Football manager og hvað allir þessir tölvuleikir heita! Er hrein unun að verða vitni að þeirri þróun sem liðið sýnir þessar vikurnar og þróun tekur tíma. Geggjaður sigur sem ég fullyrði að hefði ekki orðið að veruleika fyrir ekki svo mörgum vikum. Engin spurning með mann leiksins að mínu viti, MIGNOLET! Sá er að bæta sig um þessar mundir. Gleðilega páska.

  (14)
 51. 51
  StyrmirGunn

  Mignolet er búinn að vera virkilega góður undanfarið. 6 stig í síðustu tveim leikjum og Migno á allavegana 4 af þeim. Úthlaupin miklu betri og nú kílir hann bara boltann í hvert skipti, ánægður með drenginn.

  Nú held ég að topp 4 sætið sé næstum orðið okkar, myndi halda að 7 stig í síðustu 5 leikjum væri alveg nóg. Arsenal og ManU eru ekkert að fara að vinna rest.

  (3)
 52. 52
  Svavar Station

  Úff, þetta var virkilega góður sigur og það án Hendo, Lallana og Mané. Það er ekkert öruggt með þetta 4.sæti. Ég vil 3.ja sætið og fara beint inn í CL. Það á að vera markmiðið nuna. Migno og Bobby voru geggjaðir í dag! YNWA!!

  (9)
 53. 53
  Þorkell

  Leikmennirnir börðust vel allan tímann. Ekkert grín að fara inn í svona powerplay leik þegar vantar þrjá hlaupagikki sem eru fastamenn, Henderson, Mané og Lallana.

  (3)
 54. 54
  Helginn

  Allt i lagi að viðurkenna mistök. Eg hafði enga trú á E.Can en hann er einfaldlega rosalegur, tapar ekki tæklingu og er farinn að spila eins og hershöfðingi. Pogba who?

  (14)
 55. 55
  Gunnar Á

  Þið allir sem lögðuð Mignolet og Lucas í einelti fyrir tímabilið og í miðju tímabili fyrir að hafa bara gert smá mistök megið fara í fataskápinn ykkar ná ykkur í ljótan ullarsokk og troða honum upp í kokið á ykkur. Sem dæmi, ef Lucas eða Mignolet gerðu smá mistök þá var ekki gleymt þeim mistökum í 3-4 vikur. Þegar Wijnaldum eða Lallana gerðu mistök sem kostuðu okkur mark þá var gleymt þeim mistökum eftir sirka 20 sec. Ég er einn af þeim sem þoldi þá ekki og ætla ég að troða sokk upp í mig í staðinn fyrir páskaegg og vona að þið gerið hið sama.
  Mignolet er magnaður
  Lucas er magnaður, svo lengi sem hann spilar í miðjunni

  (27)
 56. 56
  RH

  Lucas kallinn er svo sannarlega að sanna að hann er MIKLU betri en enginn og mér líkar vel við Lucas og það er bara eins gott við höfum frábæran squad player eins og hann til að koma af bekknum og leggja allt sem hann getur fyrir liðið já það eru menn á undan honum við vitum það en núna eru þeir meiddir og hann er búin að stíga vel upp so far.

  Annars bara góðar stundir félagar og gleðilega páska YNWA!

  (11)
 57. 57
  kaldi

  það lærir enginn á því að gera aldrei mistök og þeir eru meiri sem taka mistök til sín og læra af þeim
  jafnbestu menn síðustu 4 leikina eru Migno,Lukas og Can ég er einn af þeim sem var hér inni og hraunaði yfir Can og mikið djöfull hafði hann gott af því ! hann er allta annar maður í dag :)

  (1)
 58. 58
  Ívar Örn

  Ég er svoleiðis alveg yfir mig ánægður með þennan sigur. Svipað og með sigurinn gegn Stoke. Þetta segir mér að liðið sé að vaxa og þroskast, þeir eru tilbúnir í svona slagi núna. Hafa ekki endilega verið það áður. Mignolet var frábær. Ekki bara varslan hans heldur líka úthlaupin og command í teignum. Engir sénsar, boltinn bara kýldur í burtu. Ef hann nær að halda þessum stöðugleika út tímabilið verð ég mjög ánægður og þá gæti jafnvel farið svo að ekki þurfi að kauap nýjan markmann í sumar.

  Nú þegar Emre Can spilar meiðslalaus er hann að verða sá skriðdreki sem við bjuggumst við að hann yrði. Frábær í dag og étur upp miðjuna. Lucas Leiva var frábær. Ég held að við getum búist við að halda þriðja sætinu í deildinni með spilamennsku á við þessa, þegar liðið sýnir karakter og er fullkomlega fókuserað þá getur það ansi margt. Og þetta er án Henderson, Lallana og Mané. Gott innlegg í sumarkaupaumræðuna.

  (2)
 59. 59
  LFC Forever

  Jæja, Englandsmeistararnir dottnir út úr CL. Árangur United í Euro-league skiptir okkur þá engu máli. Megi leikjaálag þeirra aukast og vonandi fara þeir alla leið í úrslitaleikinn…og tapa.

  (4)