WBA – Liverpool 0-1 (leikskýrsla)

0-1 Firmino 45. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Frábær sigur hjá okkar mönnum. Ekki besti leikur tímabilsins en svona sigrar eru algjört “must” ef að lið ætla sér eitthvað.

Eftir hrikalega svekkjandi jafntefli gegn Bournemouth fyrir tveimur vikum eða svo var ég virkilega svartsýnn með framhaldið. Horfandi á útileiki gegn Stoke og WBA með Arsenal, MUFC og City andandi niðrí hálsmálið á okkur. Það hefur oft verið talað um að Klopp hafi ekkert plan B. Klopp svaraði þessari gagnrýni í þessum tveimur leikjum. 6 stig án sinna sterkustu 3-5 leikmanna og bæði lið í raun felld á sínu eigin bragði.

Það eru tveir sem koma til greina sem menn leiksins að mínu mati. Mignolet var okkar besti maður, hann gerði engin mistök og bjargaði a.m.k. tveimur stigum þegar hann varði maður á mann í lok leiksins. Annar leikurinn í röð þar sem hann beinlínis vinnur stig fyrir liðið. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa verið að kalla eftir. Ég held ég sé ekki að fara rangt með þegar ég segi að Mignolet er líklega að spila sinn besta fótbolta þessar vikurnar á sínum Liverpool ferli.

Næst besti leikmaður liðsins er leikmaður sem ég gagnrýndi mikið fyrstu 4-5 mánuði tímabilsins, Emre Can. Hann er búinn að vera algjörlega frábær síðan að Henderson meiddist og er sá leiðtogi á miðjunni sem okkur hefur vantað á köflum. Hann er ennþá svo ungur og hefur í raun allt. Nú þarf hann bara að halda þessari spilamennsku áfram út vorið og skrifa svo undir nýjan samning.

VONDUR DAGUR

Erfitt að velja einhvern einn því að flestir áttu ágætis dag. Verður maður ekki að segja Moreno eftir þessi mistök í lok leiksins. Ég held reyndar að Sturridge hafi verið rangstæður en Can og Firmino voru það ekki. Skotið var svo auðvitað skelfilega slakt. Alveg ljóst að ef WBA hefði jafnað leikinn þá hefði þetta verið verra heldur en hornið hjá Aspas hérna um árið. Það gerðist ekki, því engin ástæða til þess að vera væla neitt.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

  • Það er hellings karakter í þessu liði eftir allt! Koma til baka á köldum apríl degi í Stoke og vinna loksins lið á útivelli undir stjórn Tony Pulis og það með því að skora eftir fast leikatriði – yndislegt! Þannig að það er til plan b eftir allt saman!
  • Emre Can og Mignolet. Fyrir 3 mánuðum síðan hefði ég sagt að miðju- og markmaður væru líklega forgangsatriði í sumar. Þeir eru að spila frábærlega um þessar mundir. Vinur minn Pepe Reina sagði eitt sinn, á erfiðum tímum stíga sterkir menn fram. Þessir tveir hafa heldur betur stigið fram síðustu vikurnar!

NÆSTU VERKEFNI

Er ég of jákvæður og bjartsýnn? Big Sam mætir á Anfield með Benteke með sér um næstu helgi í leik sem við megum bara ekki misstíga okkur í!

YNWA

25 Comments

  1. Rólegur með Moreno. Það var bara einn varnarmaður og engin markmaður. Sem þýðir að ef hann hefði sent hann fram völlin á einhverja af þremeningunum hefðu þeir verið rangstæðir. Allavega miða við hvernig ég sá þetta. Hann gerði engin mistök og erfitt að skjóta svona. Þarf alltaf að velja einhver með vondan dag ?

  2. Griðalega sterkur vinnusigur, og ég sem gamall varnarmaður er alltaf ánægður með þegar þeir halda hreinu 🙂 Gott að sigra líka af því man utta vann gríðarlega slaka menn celski í dag. Ótrúlega slök spilamennska hjá þeim í dag, mig var farið að gruna að celski menn hefðu veðjað háum upphæðum á sigur utd í þeim leik.
    Migno og Can klárlega menn leiksins hjá okkur. Reyndar fannst mér ótrúlega skrítið að Origi greyið skildi ekki þurfa að skipta um treyjur allavega þrisvar við wba menn. Það er greinilega mjög sterkt í þessum LFC treyjum 🙂

  3. Maður leiksins að mínu mati var Firmino í dag. Gríðarleg vinnsla í honum allann leikinn og hann bæði skoraði markið mikilvæga og bjargaði okkur hinumegin, Chadil var við það að fá betra færi en Dawson fékk en Firmino náði að redda því.

    Annars alls ekki að mótmæla hrósi á Mignolet og Can. Þjóðverjinn hefur verið frábær undanfarið og er að verða sá leikmaður sem a.m.k. ég hef alltaf haft trú á að búi í honum.

    Gríðarlega mikilvægur sigur enda alls ekkert sjálfgefið að United tapi mörgun stigum þrátt fyrir leikjaprógrammið, þeir hafa ekki tapað leik í nokkra mánuði núna.

  4. Stekur útisigur gegn leiðinlegu Pulis liði með passíft upplegg á heimavelli. Það skyldi aldrei vanmeta.

    Ég skil vel að það sé erfitt að semja við Emre Can, þar sem hann er í raun að keppa við fyrirliðann um óskastöðuna sína (reynið að sjá þetta frá hans point of view). Maðurinn er auðvitað gríðarlegt efni og á mikið inni. Ég sá marga U21 leiki sem hann spilaði með Þýskalandi og ég hef sjaldan eða aldrei séð einn leikmann dóminera miðjuna jafnsvakalega. Er þó vitaskuld erfiðara meðal fullorðinna.

    Og já, Mignolet var gjörsamlega frábær í dag. Toppvarsla maður á mann og kýldi allt burt í góðum úthlaupum!

    Firmino var líka gjörsamlega geggjaður á köflum, frábær leikmaður þar á ferð.

  5. Sæl og blessuð.

    Ekkert nema gaman að landa þessu svona. Ok, ég hefði kosið að sjá Moreno taka skeiðið upp völlinn og skjóta í betra færi. Hann hefði átt að ráða við það gegn örþreyttum andstæðingum. Grínlaust, þá þarf Moreno að fara að sanna sig en ekki afsanna. Talandi um þá stöðu, þá fannst mér gæðin á Miller líka í daufari kantinum. Í raun var aukaspyrnan arfaslök en Lucas gerði hana jafn banvæna og raun bar vitni. Klúður að hitta ekki einu sinni markið í þessu færi.

    Það hlýtur að vera hægt að búa til lið með Can og Hendó. Vil undir engum kringumstæðum missa þá en ef ég þarf að velja þá er það Can, a.m.k. eins og hann hefur leikið núna undanfarið! Er á því að hann hafi verið maður leiksins.

    Origi lagði líka allt í þetta og það má ekki vanmeta dugnaðinn þegar hann skoraði þetta mark sem var svo dæmt af. Gríðarlega mikilvægur upp á breiddina og, eins og Can, finnst mér hann vera að finna fjölina sína.

    Það er eins gott að halda áfram að spila með ,,ís í maganum” eins og Svíinn segir, þá leiki sem eftir er. Þar er góð miðja algjört grundvallaratriði. Fleiri ,,ljóta sigra”, takk!

  6. Til viðbótar við pepp á leikmenn hér fyrir ofan þá vil ég minnast á Coutinho.
    Hann var með sýnar bestu hreyfingar þó hann hafi ekki átt úrslitasendingu eða draumamark.
    Og sá hann meira að segja verjast af krafti nokkrum sinnum, hann verður drjúgur á lokakaflanum.

    Hver leikur nú sem bikarúrslit og gott spennustig.

    YNWA

  7. Frábær sigur og sannarlega mikilvægur. Það er gömul saga og ný að leikur tapast ekki ef hægt er að halda hreinu. Varnarlínan stendur betur í lappirnar en áður en þó lekur eitthvað í gegn og þá sýnir Mignolet alvöru toppliðsmarkmannstakta. Gleymum því ekki að góður árangur síðustu vikna er án Henderson og Lallana.

  8. Held að Firmhino fái alls ekki það hrós sem hann á skilið frá okkur. Alveg á pari við Couthino og þeir 2 ásamt Mane okkar stjörnuleikmenn. Alveg ótrúleg vinnsla, sendingar og staðsetningar, elska þennan leikmann !

    En Moreno ? Fyrir það fyrsta þá er ekki hægt að vera rangstæður ef boltanum er ekki spyrnt framávið, og með 2 menn hægra megin við sig ( fyrir aftan Moreno og þar af leiðandi ekki rangstæðir ) átti hann alltaf að senda boltann á mann í miklu betra færi . Var eigingirni og ekkert annað og sýnir umfram allt viðhorf sem ég persónlega vill ekki sjá hjá mínum klúbb.
    Ég spáí því að hann fari í sumar.

    Svo má benda á að firmhino lenti í svipaðri aðstöðu, með engann í markinu, lélegt skotfæri en mun erfiðari sendingarmöguleika og hann reyndi sendinguna sem því miður tókst ekki.

    Annars góður sigur og lofar góðu varðandi topp 4, held að við endum í 3ja 😉

  9. Skil ekki hvernig ekki er talað um Firmino sem mann leiksins, var yfirburðamaður að mínu viti, skapaði mikið af færum, skoraði og vann eins og hestur allann leikinn bæði í sókn og vörn.
    Hann er að verða minn uppáhalds maður liðsins.

  10. Lausninni með Can sýnist mér að setja Henderson í hlutverk Lucas í þessum leik og leifa Can að blómstra fyrir framan hann mitt álit allavega hef alltaf fílað þýskadrenginn þó hann hafi ekki alltaf átt 100% leik þá er hann með karekter sem við þörfnumst varafyrirliði eftir nokkur ár kanski fyrr hvetur menn áfram. Ekkert rugl láta drenginn skrifa undir hef fulla trú að hann geri það annas hefði hann ekki komið til okkar.

  11. þetta verður æsispennandi fram að síðasta leik , eftir að United vann Chelsea þá getur allt gerst.
    Eina liðið sem ég hef ekki miklar áhyggjur af akkurat um þessar mundir er Arsenal virðist vera farið allur power úr þeim en þeir eiga samt alveg leiki inni og geta breytt stöðunni.

    Þetta er einfalt þetta er algjörlega í höndum okkar manna hvort við náum top4 eða ekki er viss um það , en eins og staðan er núna gæti maður vel séð Tottenham ræna titlinum á lokametrunum eins frábærlega og þeir hafa verið að spila og hvað er að gerast með chelsea núna er það smá hikst eða eru þeir að fara á taugum þetta er spennandi.

  12. Það sem er gott við Can er að hann býr yfir – og sýnir óspart – líkamlegan styrk, nokkuð sem þarf nauðsynlega að vera staðar í ensku úrvalsdeildinni.

  13. Lucas má líka fá smá hrós …. eins og markmaðurinn okkar.
    Annars alveg sammála mönnum um að bæði Can og Mingolet hafa alveg vaxið um eitt treyjunúmer að undanförnu. Can var svosem að tala um að hann væri bæði að spila sína stöðu og meiðslalaus … ef það er þetta sem hann getur þá erum við held ég í bærilegum málum.

    Varðandi Palace leikinn þá er Sakó væntanlega ekki að fara að spila þann leik eða hvað ?

  14. er að kíkja á Middlesborough vs Arsenal – var að vona að Borough gæti gert okkur smá greiða, en segið mér, hvað í veröldinni er þessi leikmaður – Adama – að gera í Middles..??
    Ægilega snöggur, teknískur og bara… virðist vera af allt öðru sauðahúsi en hinir.

    væri hann ekki fínn í squad hjá okkur bara?

  15. Eru menn ekkert að verða þreyttir á þessu Moreno-dissi? Alltaf þarf að hrauna yfir strákinn, og það sama hvort hann geri vel að öðru leiti þá þarf alltaf að blása upp allt sem mögulega er hægt að setja út á.

    YNWA og allt það.

  16. Jamm og jæja, hollingin á liðinu frá aftasta manni er frábær þegar maður lítur yfir sviðið. Hvort það sé munurinn að miðverðirnir sem spila saman eru að virka eða/og að Simon “okkar” er að tikka rétt í öll boxin sem búin hafa verið til, til að merkja X eða O í. Breytingin hjá Símoni er frábær, ennþá frábær stoppari, kemur út og slær boltann af öryggi vel frá og kemur boltanum fljótt og örugglega í leik. Bæti hér við að manni fannst hann mætti jafnvel vera lengur á boltanum þegar við erum að halda honum síðustu mínútur leiksins. Síðast en ekki síst vinnusemi og gæði miðju og sóknarmanna okkar. Þá er að halda þetta út “fimm ” leiki í viðbót, það gæti verið brekka.
    Takk.
    Björn I

  17. Gvíðalega magil me sogga i kjattinum nuna…..
    :O)
    Go Mignó !!

  18. Veit ekki hvort að þið gerið ykkur grein fyrir árangri og framförum Liverpool.
    Við erum með 66 stig eftir 33 leiki.
    Hversu oft á þessari öld hefur Liverpool náð 66 stigum eða meira?
    2014 – 84 stig
    2009 – 86 stig
    2008 – 78 stig
    2006- 82 stig
    2002 80 stig
    2001 69 stig
    2000 67 stig
    = 7 sinnum hefur Liverpool náð meira en 66 stigum á þessari öld. Liðið á 5 leiki eftir og ég er viss um að liðið nær vel yfir 70 stig og eru þá bara 5 ár af 17 sem liverpool hefur átt betri deildarárangur.
    Klopp er bara að byrja þetta hægt og rólega og ég hef trú á að liverpool séu að bæta sig og mun meira en fólk áttar sig á.

  19. Sammála ræðumönnum um Moreno, orðið þreytt. Gæjinn er topp vængbakvörður en þarf miklu meiri leikjatíma til að verða almennilegur varnarbakvörður. Besti sóknarbakvörðurinn í deildinni og hann er bara krakki. Afhverju ekki vilja hafa einn svoleiðis í liðinu, það er einstaklega gott móti minni liðunum vera með skæðan bakvörð.

  20. Þetta er hrikalega áhugavert, stigasöfnun gegn topp 7 vs bottom 13: https://pbs.twimg.com/media/C9rlR-cXUAAWcA0.jpg:large

    Sjá hvað Liverpool er mikið anomaly þarna (og búnir með heima- og útileikina gegn öllum í topp 7). Ekki eitt einasta tap í þeim leikjum, eins ótrúlega og það hljómar. Þau hafa komið gegn minni spámönnum, en hafa sannarlega kostað sitt.

  21. Já þetta er magnað og þegar maður skoðar töfluna þá langar mig helst að skalla veggi því við eigum klárlega að vera i bullandi séns á titlinum.

WBA – Liverpool 0-1 (leik lokið)

Podcast #149