Podcast: Hagstæð helgi

Helgin var ljómandi góð eftir gríðarlega pirrandi leik í miðri viku gegn Bournemouth. Staða Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum er mun betri núna en hún var á miðvikudagskvöldið. Þetta var helsta umræðuefnið í þætti kvöldsins ásamt því að spáð var í spilin upp á framhaldið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Kristján Atli

MP3: Þáttur 148

9 Comments

 1. Sem fyrr, frábær þáttur og gaman að heyra hvað menn eru up-beat. Nú eru það lokametrarnir og nú dugar ekkert annað sigur í hverjum leik.

  Varðandi markvarðaumræðuna, kannski hefur þetta farið framhjá mér hérna en hvað með Joe Hart? Eru menn búnir að afskrifa hann eða gæti hann átt ‘uppreisn æru’ á milli stanganna hjá okkur?

  Ég var virkilega vongóður um að Karius myndi eiga sterka innkomu en því miður var staðan litlu skárri með hann inn á. Hinsvegar finnst mér Karius vera betri boltaspilari heldur en Mignolet og hann er óhræddur við að taka boltann ofarlega á vellinum og spilar honum áfram, er það ekki eitthvað sem Klopp er að horfa í sem og aðrir stjórar með sína markmenn, að þeir geta tekið syrpur fyrir utan teig ef þörf er á því?

 2. Skoðum aðeins leiki Man utd
  Chelsea heima
  Burnley úti
  Man city úti
  Swansea heima
  Arsenal úti
  Tottenham úti
  Southampton úti
  Palace heima.

  = Ef við myndum snúa þessu við og Man utd eða Arsenal væri í okkar stöðu og við ættum þetta prógram eftir þá væru hinn liðinn farinn að fagna burt séð frá okkar gengi í stórleikjum.

  Málið er að við sem eru Liverpool aðdáendur hafa brennt okkur svo rosalega á því að þora að vona og við erum eiginlega orðnir hræddir við það. Við höfum lært það að fagna ekki of snemma og alltaf þegar liðið okkar er nálagt einhverju góðu og maður er tilbúinn í eitthvað spennandi þá er eins og maður sé alltaf sparkaður niður aftur.

  Ég ætla bara að hætta þessari hræðslu og ætla ekki að vona lengur ég ætla bara að trúa. Liverpool eru að fara að ná í meistaradeildarsæti í ár og næsta ár verðum við að spila á þriðjudögum og miðvikudögum.
  Því fylgja penningar(sem nútímafótbolti snýst um) og auðveldar að sannfæra leikmenn um að koma til liðsins.
  og bara svona uppá funnið
  WBA úti – tap
  Palace heima – sigur
  Watford úti – sigur
  Southampton heima – jafntefli
  West Ham úti – sigur
  Boro Heima – sigur
  = 13 stig + 63 = 76 stig sem dugar og vel það.

  YNWA

 3. Hvað er málið með áhugan á Uxanum frá Arsenal hjá okkar mönnum ? þessi gaur misti af nánast 2 tímabilum (77) leiki í meiðslum frá 2012-2016 mér finnst það of mikið , reyndar búin að vera meira og minna heill þetta ár en mér er sama þetta er svona svipað eins og að fjárfesta í öðrum Sturridge frábær gæði en meiðist við að reima skóna sína.
  Kanski er ég með óþarfa áhyggjur en mér finnst 35mil of mikið fyrir þennan leikmann og myndi vilja sjá LFC eltast við eitthvern annan.

 4. #1 satt er það maður bjóst við Karius sem replacement fyrir Mignolet og sérstaklega þegar Klopp hafði það mikla mætur á honum en því miður þá gerði hann of mörg mistök á stuttum tíma fannst manni og eins og staðan er akkurat núna þá treystir maður Mignolet betur og sérstaklega eins og strákarnir koma að síðustu vikur/mánuðir sem hann er búin að vera solid.

  Ég held að þetta endalausa hringl með markmenn og vörn hjá okkur þetta tímabil súmmeri upp hvers vegna við erum að fá öll þessi mörk á okkur of mörg einstaklingsmistök og bara ekki nægjanlega góð gæði sérstaklega þegar menn meiðast hjá okkur og breiddin er lítil.

 5. Held að þetta sé tómt rugl með uxann. Julian Brandt er líklega enn stóra málið í sumar. Slúðrið í kringum Arsenal er komið á einhvern yfirsnuning.

Stoke 1 Liverpool 2 [skýrsla]

Hvar þarf að styrkja liðið: Sóknarleikmenn