Stoke v Liverpool [dagbók]

94. mín. – LEIK LOKIÐ! Þarna!!! Leikskýrslan kemur eftir smá.

74. mín. Ein af markvörslum ársins frá Mignolet! Arnautovic sendir frábæran bolta inn á markteiginn þar sem Berahino skýtur í fjærhornið niðri en Mignolet með handboltatakta, kemur fætinum fyrir þetta. Allt að gerast í þessum leik núna.

72. mín. – MARK! Firmino með eina neglu af vítateignum eftir langa og frábæra sendingu yfir vörnina frá Wijnaldum! 2-1 fyrir Liverpool!

70. mín. – MARK! Coutinho jafnar fyrir Liverpool eftir stórsóknina! Can sendi inná teiginn þar sem Sturridge hótaði skoti en Shawcross náði að bægja boltanum frá, Coutinho tók frákastið og skoraði örugglega. Koma svo!

68. mín. Sturridge inná fyrir Origi, lokaskipting okkar í leiknum. Liverpool hafa legið á Stókurum í nokkrar mínútur núna en það hefur ekki skilað neinu enn. Vonandi getur Sturridge breytt einhverju þar um.

59. mín. Loksins lífsmark! Gott skot frá Coutinho við vítateigslínuna en Grant ver vel í horn. Lovren skallar í slána úr horninu. Það er smá glæta í þessu hjá okkar mönnum, hálftími eftir til að bjarga þessum leik.

46. mín. Seinni hálfleikur er hafinn. Klopp setur Firmino og Coutinho inn strax í hléi fyrir Woodburn og Trent. Vonandi hressir þetta leik liðsins við!

HÁLFLEIKUR – 1-0 fyrir Stoke í hléi. Ekkert að gerast í fyrri hálfleik þar til allt fór af stað á 44. mínútu. Eftir endursýningar er þetta bara pjúra víti fyrir brot á Woodburn, skelfileg dómgæsla, en það afsakar samt ekki að menn hætti bara að verjast hinum megin. Clyne og Klavan nenntu hvorugur að elta sína menn inn á teiginn og Mignolet hefði mátt stíga út í skalla á markteig við sína nærstöng. Menn verða að gera betur en í fyrri hálfleik, og dómarinn mætti alveg hjálpa til þegar hann sér augljósa hluti.

44. mín. – MARK! Jonathan Walters kemur Stoke yfir með skalla undir lok hálfleiksins. Okkar menn vildu fá víti hinum megin, mér sýndist vera brotið á Woodburn en þarf þó að skoða það betur, Stókarar fóru auðveldlega upp hægri kantinn, Shaqiri inn á teiginn og setti hann inn á Walters sem var óvaldaður og skallaði í netið. Skelfileg vörn og sennilega einbeitingarleysi eftir að menn vildu fá víti hinum megin. Það afsakar samt ekkert að menn hætti að verjast.

30. mín. Enn ekkert að gerast. Woodburn var að hrista af sér hnjask. Það er pláss fyrir Liverpool að gera eitthvað með boltann í þessum leik en menn eru ekki að nýta það hingað til.

15. mín. Kortér liðið, fátt um fína drætti hjá báðum liðum í raun. Frekar rólegur leikur hingað til. Liverpool er að spila 3-5-2 með Clyne á vinstri væng, Trent hægra megin, Klavan í vörn með Matip og Lovren, Miler á miðju með Can og Wijnaldum. Woodburn er svo í holunni fyrir aftan Origi.

3. mín. Shaqiri sleppur í gegn og skorar en það er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hjúkk!

Uppfært (14:00): Leikurinn er hafinn! Koma svo!

Uppfært: Hér er Stoke-liðið í dag:

Minni svo á að nota #kopis á Twitter og hér má fylgjast með umræðunni.

Walters, Arnautovic og Berahino frammi, Joe Allen og Glen Johnson mæta sínu gamla liði, Peter gamli Crouch á bekk. Það er kannski í lagi að ég færi það til bókar að mér líst ekkert á þennan leik, spái okkur tapi. Ég sé bara ekki hvernig unglingarnir eiga að rífa okkur upp á útivelli gegn Stoke. Kannski var ekkert annað í stöðunni hjá Klopp, eflaust mikil þreyta í Firmino eftir álag undanfarið og Lucas hefur ekki getað spilað þrjá leiki á viku í mörg ár.

Sjáum hvað setur. Vonum það besta. YNWA


Jæja, leikur framundan á Britannia Stadium. Byrjunarlið Liverpool lítur svona út:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Klavan

Trent – Can – Wijnaldum – Milner – Woodburn

Origi

Bekkur: Karius, Moreno, Lucas, Grujic, Coutinho, Firmino, Sturridge.

Þetta er ótrúlegt byrjunarlið! Coutinho væntanlega enn veikur eftir miðvikudaginn eins og Klopp varaði við í gær en það kemur gríðarlega á óvart í þessari manneklu að Firmino og Lucas fari á bekkinn, hvað þá að hinir kornungu Trent Alexander-Arnold og Ben Woodburn komi í liðið. Á útivelli. Gegn Stoke!

Ég teikna þetta upp 4-5-1 hér að ofan en þetta gæti alveg verið 3-5-2 eða 4-3-3 eða 4-4-2. Ég veit ekkert. Sjáum hvað setur.

Eins og venjulega uppfæri ég yfir leiknum og efstu uppfærslurnar koma efst.

Minni svo á að nota #kopis á Twitter. Hér má fylgjast með umræðunni.


85 Comments

  1. jafntefli svona við fyrstu sýn eru bara ekkert svo agaleg úrslit fyrirfram held ég…………

    en hvað ætli moreno hafi gert af sér!!!! klavan í bakvörð eru svakaleg tíðindi….

  2. Guð minn góður, enn og aftur erum við með draslið klavan í vörninni. Því miður er þetta tap hjá LFC. Stoke er með sitt allra besta lið og það er því miður betra en það sem við teflum fram í dag. Hvað er eiginlega í gangi ? Þarf alltaf að hvíla lykilmenn, geta þeir ekki allavega spilað 45 mínútur ??????

  3. þetta sýnir svart á hvítu hvernig breiddin er hjá liðinu sorgleg og hlægileg á samatíma.

  4. Sturriegde halló hvað er að frétta hérna ?Prófaðu að sitja milner á miðjuna og moreno í bakvörðin.Ég er eiginlega bara eitt stórt spurningarmerki

  5. Guð minn góður, þetta er nánast eins og henda inn hvíta handklæðinu. Ég fullyrði það að byrjunarlið Stoke sé MUN sterkara en okkar á pappírnum.

    Tek undir með Kristjáni Atla að þetta byrjunarlið sé áfellisdómur yfir kaupastefnu FSG. Býst vð að Klopp leggi upp með að reyna að halda út fyrri hálfleikinn og setja Firmino og Cotinho í seinni hálfleik og gera út um leikinn. Eitt er víst, Stoke er mun sigurstranglegra í þessum leik, það er alveg ljóst.

    Tap á móti Stoke í dag minnkar möguleika okkar á topp4 verulega. Vona svo sannarlega það besta en býst við hinu versta.

    YNWA

  6. Þetta er klárlega 3-5-2

    Mignolet í markinu
    Matip, Lovren, Klavan í miðvörðunum.
    Clyne – hægri wing back
    Millner – vinstri wing back
    Can/Winjaldum á miðjuni
    Trent og Woodburn fyrir aftan Origi
    Origi einn uppá topp.

    Þarna er Klopp að gefa tveimur ungum leikmönum stór tækifæri og er það bara hið besta mál. Það er ekki nóg að eiga unga og efnilegalega leikmenn það þarf að treysta þeim og núna fá þeir rissastóran mikilvægan leik.

    Hann vill hafa þrjá stóra miðverði uppá föstuleikatriðinn og að hafa Sturridge, Coutinho og Firminho alla á bekknum gefur okkur fullt af möguleikum ef menn eru ekki að standa sig.

  7. Sælir félagar

    Ég er algerlega sammála Sig. Einari um uppstillinguna. Ég er heldur ekki eins svartsýnn og margir hér. Spái 1 – 2 og koma svo.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. einhver með gott stream á leikinn, er að bilast hérna að reyna að horfa á þetta í vinnunni

    takk takk takk

  9. 3 miðverðir á móti stoke er ekki vitlaust en það vantar mané og coutinho til að hjálpa Origi. ..

    Klopp kann að treysta ungum mönnum, það er klárt. Woodburne og taa með risa tækifæri

    Nú treysti ég bara Klopp í blindni

  10. Alltaf spennandi þegar nýliðar fá tækifæri. Bara bjartsýnn á gengi liðsins í þessum leik. Bekkurinn hefur sjaldan verið betri.

  11. Spennandi tækifæri fyrir TAA og Woodburn verður erfiður leikur svo ekki sé meira sagt!

  12. Afhverju fær moreno ekki tækifæri? Er eitthvað sem eg veit ekki um!!!

  13. Liverpool vinnur alltaf lið sem eru betri en við á pappír, leið til að vinna Stoke er þá að láta þá vera betri á pappír.

  14. Þetta lið er rúið sjálfstrausti. Spurning hvort að við áhangendurnir höfum eitthvað með það að gera. Erum í 3. sæti og eftir eitt jafntefli fara menn í það að vilja henga mann og annan. Róa sig aðeins niður. Þetta er fótbolti, ekki heimsstyrjöld.

  15. Traust#20, þú hefur greinilega ekki heyrt hvað merkur Liverpoolmaður sagði einu sinni: fótbolti er ekki spurning um líf eða dauða, hann er miklu alvarlegri en það:)

  16. Hvers vegna hljóp Origi ekki á fullri ferð með Woodburn. Skil það ekki.

  17. Í mörg ár hefur verið kallað eftir að fleiri leikmenn komi upp úr akademíunni. Svo þegar þeir byrja leik í úrvalsdeildinni gegn Stoke á útivelli þá verður allt vitlaust. Þessir ungu leikmenn þurfa endurtekningar (reps) til þess að verða góðir. Þeir koma ekkert fullmótaðir úr unglingastarfinu og þurfa tækifæri til þess að spila gegn betri leikmönnum. Öðruvísi koma engir leikmenn upp úr starfinu.

    Ég tel þetta vera mun gáfulegri aðferðafræði. Að vera með graða stráka á bekknum sem vilja og þurfa bæta sig heldur en að kaupa / fá lánaða menn líkt og Victor Moses með hangandi haus á bekknum. Sérstaklega þar sem Klopp er nú ekkert mikið fyrir að rótera meira en hann þarf.

  18. #24 ég er vissulega sammála þér að það þurfi að leyfa ungu drengjunum að spila en það er annað þegar Klopp er tilneyddur til þess eins og staðan er núna.

  19. Varnarmistök 101….þú fylgir manninnum þínum….
    Ljóst að það mun fækka e-ð af núverandi varnamönnum.
    En svo er alltaf næsta haust……án Meistardeildar…

  20. á hverju áttuð þið von á?? Menn á móti börnum. Ömurlegt og 4. sætið á leiðinni til andskotans!

  21. Snuðaðir um viti og mark i bakið i næstu sókn. Er hægt að hafa þetta meira pirrandi??

  22. Nenni ekki að eyða tímanum í þetta, ég er hættur að horfa á leikinn, þetta hefur ekki gerst í mörg ár.

  23. Stoke hafa ekki skorað úr opnum leik í sjö klukkustundir. Auðvitað gerðu þeir það í dag.

  24. Að selja sig í vörninni hefur verið endurskýrt í að Klavana sig.

  25. #33 Menn á móti börnum? 2 þarna sem eru undir tvítugu, thats it. Can er 23 ára og Origi að verða 22 ára.

  26. Út með klavan í hálfleik fyrir Coutinho. 4 manna vörn með arnold og clyne i bakvörðum. Coutinho og woodburn á köntum.

  27. Það sem ég vildi meina að það er alls ekki afsökunin fyrir því að tapa leiknum, þetta er bara of þunnskipaður hópur.

  28. Maður fær á tilfininguna að við gætum verið með 20 manns í vörn og hún væri samt drulluléleg. Það eru engar afsakanir sem halda hérna. Þetta er bara einfaldlega ekki boðlegur varnarleikur og við eigum engan séns á að komast neitt sem lið ef það verður ekki lagað.

  29. Við hverju búast menn með mann eins og klavan í vörninni ?, Ef hann byrjar inná þá fær Liverpool ALLTAF á sig mark/mörk. Við vorum í dauðafæri á að ná meistaradeildarsæti en drullum því alltaf uppá bak af því við verslum leikmenn í wallmart og bónus, drasl sem endist ekkert og bilar eftir korter. Klopp hefur verið á flösku nr tvö af Jagermeister þegar hann ákvað að kaupa þennan drasl leikmann.

  30. Best að vera ekkert að reyna eitthvað alltof mikið að komast í þessa meistaradeild. Leyfum manutd bara að taka 4. Sætið, þeir eiga það alveg skilið

  31. Lovren alveg ferlega lelegur i markinu og mer synist nokkud ljost ad hvorki hann ne Ragnar verdi hja Liverpool i haust.

  32. Við höfum bara ekki mannskap vegna meiðsla. Jafntefli væri sigur hjá okkar mönnum!!!!!!!!

  33. Sælir félagar

    Origi er svo lélegur einn á móti einum og í fyrstu snertingu að það er ekki einu sinni grátlegt. Hann skortir alla hörku og svo er svo seinn á fyrstu metrunum að það stinga sér dauðir varnarmenn fram fyrir hann. Clyne er svo sóknarheftur að Origi virkar góður miðað við hann. Svo er hann varla miðlungsvarnarmaður. Aðrir eru á pari í þessum leik og mér finnst ungu strákarnir standa sig vel.

    Vörnin er eins og hún er búin að vera í eina og hálfa leiktíð og ætti ekki að koma neinum á óvert að liðið fær á sig mark. Firmino og Coutinho verða að koma inn fyrir origi og Clyne og þá vinnst þessi leikur 1 – 2

  34. Gaman að sjá Woodburn inná, hann er óhræddur, vinnur til baka og hefði alveg getað fengið víti, ekkert hefði verið hægt að segja við þvi enda klár snerting. Tökum seinni, ég þarf að panta tíma hjá lækninum mínum og biðja um Prozac svo ég geti höndlað neikvæðnina hérna.

  35. Hversu bugandi er sú staðreynd að Ragnar Klavan sé í byrjunarliðinu leik eftir leik en greyjið maðurinn er a.m.k. 3 númerum of slakur fyrir premier league.

    Það er margt að en vá hvað þetta er búið að kosta okkur.

  36. Eitt sem ég ætla samt að gera er að hrósa Klopp fyrir að reyna að breyta um taktík til að verjast betur gegn litlu liðunum.

  37. Alls ekki sammála þessum skiptingum. Klavan alltaf fyrsti maður út. Woodburn amk verið fínn.

  38. Svavar #53
    Er eitthvað til þess að vera jákvæður yfir?

    Annars er rosalega pirrandi að sjá Klopp taka ungu strákana út. Hefði viljað Klavan og Clyne út.

  39. Klavan er í flokki með Diouf, Voronin,Aspas. Hann er glataður greyjið

  40. Veit Winjaldum með hvaða liði hann spilar? Annar leikurinn í röð sem hann gerir fatal varnarmistök.

  41. Ekki sammála því að Klavan sé í sama flokki. Kannski getulega en annað en hinir þá er hann keyptur inn sem fjórði kostur í vörnina annað en hinir sem áttu að vera byrjunarliðsmenn. Ekki Klavan að kenna að vörnin okkar sé gerð úr postulíni.

  42. Allt annað að sjá liðið núna. Beinskeittir og sennilega það sem skiptir máli betur samæfðir.

  43. Veit ekki með ykkur en sjálfur held ég að þetta sé allt Lucas að kenna.

  44. Ef eigendurnir sjá það ekki núna hvað slíkir gæðaleikmenn á borð við Coutinho gera fyrir liðið. Fleiri svoleiðis í sumar. Takk!

  45. Jæja nú er spurning um að Sturridge fái að vera hetja. Spurning um Klavan eða Origi út.

  46. Í guðanna bænum taktu klavan útaf og settu sturridge inná, á annars ekkert að reyna að skora ? klavan ætti hvort sem er að vera komin með tvö gul.

  47. Heimklassa finish frá Coutinho, vá hvað hann er kominn í form aftur.

  48. Held að Klopp verði að fá kredit fyrir hreðjar að skipta strax.

  49. Er með nokkra skítugu ullarsokka fyirr nokkra hér meðal annars mig ætla byrja á mínum eftir smá.

  50. Gott að koma inná með Brassana til að redda skitunni í fyrri hálfleik. Guttarnir ekki tilbúnir í svona baráttu, getum við ekki gefið klavan í norsku deildina ? MIGNOLET maður leiksins og bjargaði 3 stigum fyrir LFC, til þess eru markmenn !

  51. Vörnin hjá okkur er vægast sagt skelfileg.

    Og jafnteflið í síðasta leik á móti Bournemouth voru ömurleg úrslit.

    Þess vegna, í ljósi ofanritaðs, er þetta ALGJÖRLEGA FRÁBÆR SIGUR!

    Mignolet maður leiksins.

    Góða helgi öllsömul!

  52. Þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í dag og flott að sjá þessar vörslur hjá Mignolet.
    Ég veit ekki með þetta leikkerfi og að spila Klavan þarna samt, hef ekki mikið álit á þessum varnamanni.
    En miðað við meiðslalistann þá var þetta gríðarlega sterkur sigur og mjög mikilvæg 3 stig.
    6 leikir eftir hjá okkur og við erum ennþá í 3 sæti sem verður að teljast ansi gott og vonandi fara núna Lallana og Henderson að koma til baka.

  53. Þessi óvænti viðsnúningur í seinni hálfleik sýnir mikinn gæðamun á leikmönnum og markvarslan var frábær. Áfram Liverpool.

  54. Dæmdu fyrir fram neikvæðu skotmörkin Mignolet og Lucas Leiva eru tilnefndir í leikmenn ársins hingað til með Coutinho og Firmino

  55. Höddi B þú er svolítið mikið neikvæður fyrir minn smekk og ekki er ég talinn sérstaklega jákvæður.
    Enn svona án gríns ef þú héldir með einhverju öðru liði enn LFC fyrir kanski utan Chelsea þá væri sama uppi á teningnum hjá þér því við erum með jafn gott eða lélegt lið og þau lið serm eru í 2 til 6 sæti deildarinnar í ár eftir því hvernig á það er litið ( lélegt eða gott ?)og ég held að því verði ekki breytt fyrr enn í sumar þannig að reyna bara njóta þess sem koma skal og vera svolítð jákvæðari í skrifum það er svo leiðinlegt að lesa all þessa neikvæðni hér inni og ég veit að þeir ágætu menn sem eru að halda úti þessa mjög svo góðu síðu vilja helst ekki hafa það að það sé verið að drulla yfir einstaklinga hér inni hvort sem það séu Leikmenn LFC eða aðra sem hér inn á þessa síðu skrifa.

    Frábær sigur í dag þrátt fyrir erfiða byrjun áfram LFC.

  56. Kaldi 84 sammála þér með Hödda B, mætti halda að Ragnar Klavan vinur minn hefði asnast upp á ranga konu eins og hann andskotans út í Ragnar.

Upphitun: Stoke – Liverpool

Stoke 1 Liverpool 2 [skýrsla]