Liverpool 2-2 Bournemouth (leikskýrsla)

Ég veit nú ekki alveg hvar maður á að byrja hérna. Mig langar svo mikið að vera alveg ótrúlega reiður og drulla yfir allt og alla en ég er ekki beint reiður – ég er sár og vonsvikinn. Liverpool var með svo gott tækifæri á að koma sér í fína stöðu í baráttunni um fjórða sætið og hafa allt í sínum höndum.

Þá, auðvitað, tekst liðinu að tapa niður leik sem það á að klára. Bournemouth kemst yfir í leiknum með mjög týpísku marki frá hinni gjafmildu vörn Liverpool þegar Wijnaldum leggur boltann beint í hlaupaleið Afobe sem skorar í upphafi leiks. Jöfnunarmarkið í blálokin kemur svo eftir að boltinn berst inn í teiginn og leikmenn þessa blessaða liðs geta ekki hreinsað boltann út úr teignum og það kostar mark.

Same shit, different day. SAME SHIT, DIFFERENT DAY!

Bestu leikmenn Liverpool:
Heilt yfir var liðið ekki að spila þetta illa. Bournemouth voru ekki að skapa sér neitt að ráði allan leikinn þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk – þau voru nú algjörlega klaufagangi leikmanna Liverpool að kenna, það er ekkert flóknara en það. Liverpool átti miðjuna mest allan leikinn fannst mér og áttu fínar rispur frammi og skoraði tvö góð mörk.

Frammistaðan sem slík á að sjá til þess að liðið vinni þennan leik, ég fer ekkert ofan af því að þessi leikur átti að vera skyldisigur og við áttum að klára þetta. Ekkert flóknara en það. Úrslitin eru svakaleg vonbrigði.

Origi átti góðan leik og skoraði gott mark. Hann var frábær á þessum kafla í fyrra þegar mikið var í húfi fyrir liðið og stóð upp, skoraði mörk og er nú með tvö mörk í tveimur leikjum og var góður í dag. Vonandi heldur hann dampi.

Wijnaldum byrjaði leikinn ÖMURLEGA og gaf þeim markið sem kom þeim yfir en eftir það var hann nokkuð góður fannst mér. Lagði upp markið hans Origi með flottri rispu og fyrirgjöf. Coutinho var góður en var líklega tekinn of snemma útaf – ef hann var ekki orðinn meiddur þar að segja. Clyne var fínn og Can átti góðar rispur en heppinn að vera ekki á spjaldi góðan part leiksins fannst mér svo það hefði getað breytt ýmsu.

Nenni ekki að vera of jákvæður með þetta. Margir gerðu fínt en hafa lágmarks stig eftir leikinn til að sýna fyrir það svo það skiptir bara ekki neinu einasta máli.

Vondur dagur:
Liðið klúðraði afar mikilvægum leik á ömurlegan hátt. Það er allt vont við þennan dag. Spurs og Arsenal unnu sína leiki en við gerum jafntefli svo staðan var ekki eins góð og hún leit út fyrir að vera um tíma. Við fáum aftur á okkur seint mark gegn Bournemouth sem þýðir að við klúðrum leik sem var algjörlega í okkar höndum.

Liverpool átti tækifæri til að klára leikinn, hefðu getað bætt við marki og hefðu átt að sjá þetta út. Lið sem vill enda í topp fjórum má bara ekki klikka á svona hlutum og tapa niður stigum gegn slakari liðum deildarinnar. Það er bara ekki hægt. Alveg – afsakið orðbragðið – fuc*ing glatað!

Svona eftir á að hyggja var það kannski ekki það gáfulegasta sem Klopp gat gert á 65.mínútu að taka Coutinho, sem er víst veikur, út af og setja þriðja miðvörðinn inn og ætla að halda 2-1 forystu. Á þeim tíma fannst mér það sniðugt og eflaust var það ekki galið. Við eigum sögu af því að fá á okkur óþarfa mörk seint í leikjum og þarna ætlaði hann að taka þetta á “ljóta” mátann og bara verja þessi stig út leikinn.

Þessi skipting augljóslega þýddi að Bournemouth með bakið upp við vegg ná að komast aðeins betur inn í leikinn enda vantaði mann á miðsvæðið hjá okkur og þeir fara að geta fært sig ofar. Þar fannst mér Klopp aftur á móti klúðra þessu svolítið með því að setja ekki inn ferska fætur á miðjuna eða fram, eitthvað smá til að lífga upp á þetta. Moreno til að nota hraðann á kantinn, Alexander Arnold á miðjuna eða kantinn, Sturridge eða Grujic, Woodburn til að halda bolta – bara eitthvað. Enn einu sinni notar hann ekki skiptingarnar sínar og finnst mér það stór galli. Skiptingar geta breytt leikjum og ferskir fætur/hugar eiga það oft til að taka öðruvísi – oft jafnvel skynsamari – ákvarðanir. Það finnst mér á Klopp en markið sem slíkt er ekkert endilega á hans ábyrgð.

Þriggja hafsenta vörn, Lucas fyrir framan og allt það á barasta ekki að fá á sig þetta mark. Liðið á ekki að lenda í þessum eilífðu vandræðum með því að bara dúndra honum út úr vörninni og hvernig í ósköpunum stendur á því að mótherjarnir taka svona oft seinni boltana rétt fyrir utan teiginn? Þetta er og hefur verið mikið áhyggjuefni og stórt vandamál í liðinu lengi og þarf bara nauðsynlega að finna lausn á þessu.

Liðið hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum á móti Bournemouth. Það á að duga, það er bara ekkert flóknara en það. Það er bara ekki boðlegt að fá þá á sig sex mörk gegn þeim. Við skorum tvö gegn Sunderland, þeir skora tvö. Við skorum tvö gegn Swansea, þeir skora þrjú. Þetta er bara ekki boðlegt. Hvort sem það er heima eða úti þá er liðið að fá á sig alltof mörg mörk gegn þessum slakari liðum í deildinni og tapa þar af leiðandi leikjum og stigum.

Tapleikir liðsins í vetur koma allir á móti liðum í neðri helmingnum og 27 af 39 mörkum koma gegn liðunum í neðri helmingnum. 27! T-U-T-T-U-G-U-O-G-S-J-Ö! Ef við setjum þar í samhengi þá eigum við enn eftir að mæta Stoke, Middlesborough, West Ham og Crystal Palace sem öll eru sem stendur í neðri hlutanum (og Watford sem dansa á línunni). Þetta er alltof mikið og alltof lélegt.

Ég bara skil ekki hvernig lið getur verið svona rosalega mikið Jekyll eða Hyde eftir því hverjum þeir mæta. Ég bara skil það ekki – og það versta er að Klopp virðist ekki vera að skilja það heldur. Það er kominn apríl og við erum enn í sömu vandræðum og fyrr í vetur þegar kemur að þessum leikjum, ég myndi alveg vilja sjá Klopp breyta eitthvað aðeins til í þessum leikjum – það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað öðruvísi, ekki satt?

Við erum yfirburða besta liðið í innbyrðisviðureignum liðanna í efstu sjö sætunum. Höfum haft kverkatak á þeim í nær öllum leikjunum í vetur og verið hreint frábærir – á því leikur engin vafi en á meðan töpum við þeim stigum alltof auðveldlega þar sem við eigum að fá þessi “auðveldu” stig. Tottenham, Arsenal, Chelsea og svo framvegis hafa verið að gera þetta mun betur en við og eru að næla í þessi skyldustig, það þurfum við að gera líka ef við ætlum að ná árangri í deildinni í vor.

Nú kemur pollýana; það er klárlega margt jákvætt sem liðið hefur gert í vetur og það er mikill stígandi á liðinu á margan hátt á milli ára en það eru enn mjög stór vandamál sem þarf bara að finna góða og hraða lausn á svo ekki endi illa. Það er miklu meira spunnið í þessa leikmenn og þetta lið en þeir sýna og fjandinn hafi það, ég ætla ekki að gúddera þá afsökun að það vanti Mane og vantaði Mane í janúar. Við erum enn að skora mörk en erum að leka inn á móti – vandamálið er ekki að það vanti Mane, vandamálið er klárlega tengt hinum enda vallarins og Klopp þarf að laga það – helst fyrir mörgum vikum síðan.

Umræða eftir leik:
Það þarf að styrkja ákveðna hluti í liðinu og uppfæra ákveðna leikmenn og allt það en ég ætla að setja stórt spurningarmerki við Klopp, teymið hans og leikmenn Liverpool fyrir að vera ekki búnir að finna lausn á þessum vandamálum og það er kominn apríl. Hvað eru menn að fara yfir á æfingasvæðinu? Á ekki að vera búið að finna einhverja lausn á þessum vanda? Plan B, breytt form á liðinu, einhver drög um hvernig á að bregðast við ákveðnum þáttum í leikjum eða eitthvað þess háttar. Er það ekki?

Næstu verkefni:
Fleiri lið í neðri hlutanum. Stoke á laugardaginn. Við vitum nú alveg hvað gæti gerst þar…

Þetta hefur by the way verið frábær dagur fyrir Liverpool. Staðfest að Mane verði ekki meira með á leiktíðinni og þurfi í aðgerð, Liverpool dæmt í félagsskiptabann með kaup á ungum leikmönnum innan Englands og svo þetta. Það er frábært að sjá hvað Liverpool hefur verið að Liverpool-a í dag, frábært… *andvarp*

20 Comments

  1. Vitað mál að Liverpool var ekki að fara að vinna þennan leik ! Með klavan og lucas inná, þvílík skita ! Það skiptir engu máli hvernig árangur er gegn liðum í topp 7 meðan við drullum uppá bak á móti liðum í neðri helmingi. Þessi lið eru öll með okkur í deild, ég varð fyrir vonbrigðum með klopp í kvöld !

  2. Framistaða liðsins ekki slæm en helvítist úrslitin voru skelfileg og eiginlega týpískt Liverpool úrsliti á þessari leiktíð.
    Gestirnir áttu tvö skot á markið allan leikinn og skoruðu tvö mörk. Annað eftir að Winjaldum gefum þeim mark og hitt alveg í blálokinn eftir klafs.
    Liverpool voru mun hættulegri og áttu 20 tilraunir og 8 á ramman en þessi tölfræði er víst ekki sú sem skiptir máli þegar upp er staðið.

    Origi var nokkuð sprækkur í þessum leik. Coutinho var ágætur þangað til að hann bað um skiptinu(Klopp sagði að hann hafi verið veikur) og Winjaldum vann sig ágætlega inn í leikinn eftir skelfinguna í byrjun.

    Já auðvita reynum við að finna sökudólg Winjaldum með gjöf, Klavan í klafsmarkinu og Klopp fyrir að setja Matip inn fyrir Coutinho(hefði Sturridge eða Woodburn mátt spreytta sig?) en það er samt alltaf svo auðvelt að vera vitur eftirá og mjög þægilegt að gagnrína heima í stofu en eins og ég segji þetta virkaði mjög solid framistaða hjá liverpool eftir að liðið komst í 2-1 og lítil hætta í gangi.
    Maður er sem sagt drullusvektur með úrslitin því að maður veit að þetta gæti verið dýrkeypt en við erum þó enþá með okkar örlögg í okkar höndum en baráttan við Arsenal og Man utd verður allt til enda(helvíti gott að vita af því að þessi lið eiga svo eftir að mætast svo að ekki fá þau bæði 3 stig í þeim leik).

    Stoke úti eftir 3 daga og tel ég að við þurfum ferskar fætur í þeim leik en því miður eru þeir varla til staðar en spurning með hvort að Sturridge/Henderson/Matip koma ekki bara allir inn í liðið og keyri þetta aftur í gang fyrir okkur.

  3. Úff þetta sumeraði upp tímabilið henderson meiddur mané meiddur couto veikur gefum mark og fáum á okkur mark úr föstu leikatriði. Hitt liðið á 2 skot á markið og skora 2 mörk.

    Ég nenni ekki að hugsa um þennan leik. Bara áfram gakk og reynið að safna nægjanlegum mörgum punktum til að tryggja þetta meistaradeildarsæti allir glaðir og gerið alvöru verslunar ferð í sumar þannig að maður fái alvöru trú að nýju…

  4. Það sást vel í aðdraganda jöfnunarmarksins að miðjumenn Liverpool voru alveg búnir á því. Einfalt þríhyrnings spil hleypti vinstri kantinum inn fyrir vörnina og Lucas og Firmino eltu ekki þannig að fyrirgjöfin var ótrufluð. Lucas var annars vrl umfram væntingar lengi framan af en hefði þurft skiptingu, amk við höfuðhöggið.
    Spurning hvort Liverpool er með miðjumenn fyrir 90 mín “heavy metal” pressu?

  5. Er tad bara eg eda skoradi bournmouth 6 mork i 8 skotum a markid i 2x leikjum a moti okkur a tessari leiktid
    2 skotin sem teir skorudu ekki ur voru stodsendingar.

    Tedda er svo sturlud stadreynd ad eg næ ekki utan um tad.

  6. ég er bara hrikalega ósáttur að tapa svona leik og nota ekki alla varmenina. Afhverju fær Morone ekkert tækifæri, Klopp hefði getað fært Milner á miðjuna, eða eitthvað annað en að gera ekki neitt.

    “Ekki gera á morgun sem þú getur gert í dag”

  7. Crystal Palace vinnnur chelsea og við tölum um allir geta unnið alla og rosa jöfn deild þvílík spenna. Við gerum skítajafntefli við Bournemouth og það er allt ómögulegt. Engin furða ég er minna og minna að koma inná þessa síðu mér langar að lesa eitthvað uppbyggilegt um liðið mitt með tilgangi og gagngrýni má alveg eiga sér stað en mörk fyrir því hversu mikið er hægt að tala í hringi. Farið hafa jákvæða punkta í umræðum eftir leiki. Plan B er væntanlega fullkomna þetta kerfi móti litlu liðunum í staðin fyrir að fara henda í eitthvern leiðindabolta eða breyta út af þjálfaravenjum klopp. Leiðindar töpuð stig, we go again! 4 Sæti í sterkustu deild veraldar með þetta lið væri frábært. Uppbygging tekur tíma, og þolinmæði. Aðeins meiri þolinmæði strákar!

  8. Wijnaldum er miðjumaður ekki varnarmaður og þetta kom vörninni ekkert við. Seinna markið er meira vörnin.
    Þessi taktíska breyting hjá Klopp strax eftir 2-1 í gær eyðilagði leikinn. Klopp tekur þennan leik á sig þar sem hann er ekki ennþá búinn að átta sig á því að þessi hópur er ekki eins sterkur og hann heldur. Síðan Klopp tók við hef ég aðeins séð Mané gera eitthvað af þeim leikmönnum sem hann hefur keypt. Allir aðrir eru menn sem Brendan keypti en Klopp gerði góða.

  9. Leiðindaröfl hjá Hödda B um Lucas Leiva sem átti prýðilegan leik eins og oftast þegar hann er í byrjunarliði. Lucas er traustur og óeigingjarn leikmaður með góðan leikskilning enda hefur honum oft verið treyst fyrir fyrirliðabandinu. Annað mál er að hans tími er brátt liðinn hjá Liverpool og allt í lagi að hann fái að njóta sannmælis þar til það skeður.

  10. Mér fannst reyndar okkar menn bara nokk góðir enda var bornmáðð varla með í seinni hálfleik.
    Þar kemur að vandamálinu í gær sem er að nýta sér yfirburðina og klára leikinn. Maður hugsaði á 80min að þetta væri nú engin forysta og það kom svo á daginn. Eins væri gaman að sjá tölfræði úr leiknum.
    En það má segja að það sé framför að þurfa að klára leikinn frá því að skapa sér ekki neitt færi á móti svona liði.

  11. Sælir félagar

    Þetta jafntefli skrifast alfarið á Klopp. Það er búið að tala um það í ansi mörgum leikskýrslum hér á kop.is að það verði að fara að finna ráð við svona töpum (töpuðum stigum). Það virðast allir átta sig á þessu nema Klopp. Sakho krísan er nottla ótrúleg miðað við ástandið á vörninni í vetur.

    Skiptingar í leiknum eru líka mjög sérkennilegar og þegar Coutiho er tekinn útaf riðlast miðjuspilið og sóknir sem höfðu ekki sést fram að því taka að bilja á þessari ömurlegu vörn sem alltaf lekur mörkum og þó helst á móti “minni” liðunum. Klopp segist taka þetta tap á sig en mér sýnist hann gera það með ákveðnum hroka. “Kennið mér um þetta, ég er með svo breitt bak að mig munar ekkert um það”. Þvílíkt bull. Hann á auðvitað að taka þetta á sig en ekki með þessu hugarfari.

    Ég viðurkenni það að ég er brjálaður útaf þessu tapi. Mér er nóg boðið og meira en það að liðið skuli sinn eftir sinn spila svona á móti liðum sem allir telja að Liverpool liðið eigi að vinna. Það að þetta gerist svona aftur og aftur bendir til þess að Klopp taki þessu af hroka (og hleypidómum, Sakho) en ekki af þeirri auðmýkt sem þarf til að gera úrbætur. Misskiljið mig ekki. Ég er Klopp-maður en hann á gagnrýni skilda fyrir þetta. Aftur og aftur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  12. Ég nenni ekki að svekkja mig á þessu jafntefli í það minnsta töpuðum við ekki leiknum sem var líka í spilunum síðustu mínuturnar fannst mér. Ég er sammála því sem fram kemur að miðjan var gjörsamlega búin á því síðasta korterið eða svo og skil ekki af hverju ekki voru settir ferskir fætur á miðjuna t.d Woodburn eða jafnvel stóri strákurinn hann Grujic ? Erum við virkilega ekki með menn sem geta komið inná í þessari stöðu og bætt einhverju við það sem fyrir er ?
    Maður spyr sig.

  13. Ég bara skil ekki að það sé verið að hrauna yfir Klopp eftir þennan leik.
    LFC var miklu betra liðið í þessum leik þótt þeir hafi ekki verið nægilega góðir fyrstu 30 mín,.
    Yfirburðirnir voru algjörir miklu meira með boltann, miklu fleiri skot, miklu fleiri skot, Bournemouth á 2 skot á markið sem koma út einstakling mistökum leikmanna LFC og auðvitað skora þeir úr báðum sínum færum takk fyrir 100% nýting.

    Hvað átti Klopp að gera þegar Coutinho fór útaf, sáuð þið það sem er á bekknum?
    Setja Moreno inná sem ekkert getur, eða Trent, Grujic, Woodburn serm eru 17,18 og 20 ára gamlir eða Sturridge sem er í engu leikformi?
    Það lá bara beint við að þétta í vörninni enda Bournemouth ekki búnir að gera neitt í þessum leik nema að snemmbúna jólgjöf frá leikmanni LFC sem endaði með marki.

    Við erum búnir að vera í bölvuðum vandræðum með meiðsli allt tímabilið með lykilmenn í þunnskipuðum hóp, enda sést það á bekknum okkar að það eru nánast krakkar að stórum hluta þar.

    Við erum í hörku baráttu með City, MU og Arsenal sem að mínu mati eru betur mönnuð lið andandi ofaní hálsmálið hjá okkur og ég vona innilega að við náum þessu blesssaða meistaradeildarsæti sem yrði ekkert annað en stórkostlegur árangur ef miðað er við leikmannahóp og hvernig meiðsli hafa leikið okkur, sem og líka troða sokk í þessa hunleiðinlegu neikvæðisröflara sem skrifa hérna orðið meirihluta inná kop.is , enda sést það líka að það nennir nánast enginn orðið að skrifa hérna inn (t.d eru komin inn 12 comment)

    YNWA

  14. Sælir félagar

    Keli, #14. Það er ekki verið að hrauna yfir Klopp. Hinsvegar er það gagnrýni vert þegar liðið tapar leik eftir leik á móti liðum sem eiga að vera lakari en Liverpool. Eitt eða tvö skipti getur verið eðlilegt því slíkt hendir. En að það skuli vera meira en helmingur (27/39) marka sem liðið hefur fengið á sig er frá þessum svokölluðum lakari liðum gagnrýni vert.

    Hópurinn er of lítil og eins og þú segir þolir illa mikil meiðsli og bönn. Þetta er samt hópurinn sem Klopp sagði að dygði til og hann sagði líka að það væri engin afsökun ef árangur næðist ekki.

    Svo er eins og ég nefni hér fyrir ofan Sakho dæmið. Það er engin tilviljun að C. Palace skuli vera að rétta úr kútnum eftir að Sakho gekk til liðs við þá. Það virðast ekki vera nein vandræði með hann þar.

    Ég er sammála þér Keli að það á ekki að hrauna yfir Klopp þó hann geri einhver mistök stöku sinnum. En þegar það fera að nálgast reglu að geta ekki unnið svona leiki þá er það gagnrýni vert.

    Það er að sýna sig að við þörfnust manns eins og Sakho, hópurinn er of lítill og ekki nógu margir góðir leikmenn í honum. Þar af leiðir að við megum illa við meiðslum og vörnin lekur eins og gatasigti. Þetta er búið að vera svona í vetur og ekki hefur gengið neitt að laga það og lok leiktíðar farin að nálgast og þannig minnkar sá tími sem menn hafa til úrbóta.

    Það er nú þannig

    YNWA

  15. Jahá Sakna Sakho.
    Hann fittar ekkert inní þetta Liverpool lið.
    Maður sem getur ekki tekið á móti bolta eða sent boltann á ekkert erindi í vörnina hjá Liverpool.
    Leikmaðurinn sem við söknuðum i gær var Matip.

  16. Í fyrsta skipti í vetur þá bara gat ég ekki kommentað hér inni eftir leik. Var einfaldlega svo svekktur.

    Auðvitað er maður svekktur og þá er maður alveg í anda þess sem að Óli skrifar í skýrslunni. Þetta er SVOOOOOO frústrerandi á allan hátt…því við værum svo klárlega að berjast um toppsætið en ekki fjórða ef að við réðum við að klára leiki við slakari lið deildarinnar. Það er erfiðasti hluti í fótbolta að vinna frábær lið. Einfalt mál! Heimsgæðaleikmenn og frábærir þjálfarar búa til stærstu verkefnin.

    Það reynir á aðra þætti þegar þú keppir við lið sem bæta upp minni hæfileika með taktík. Við ráðum einfaldlega illa við það og það ergir mann endalaust. Ég er ekki viss um að við verðum endalaust á þeim stað að vera með slíka yfirburði með toppliðunum því þau einfaldlega munu hafa gæðin til að toppa okkur inn á milli.

    Í staðinn verðum við að klára leiki gegn litlum liðum, þannig bætum við þetta upp. Ég er ekkert viss um að ákveðnir leikmenn varnarlega séu málið, heldur fannst mér í gær málið snúast um það að fremstu mennirnir voru linir og héldu aldrei bolta. Svo með virðingu fyrir Sakho þá hefði ég viljað eiga kost á bekknum til að halda bolta. En bekkurinn okkar er svo veikur að auðvitað er það fullkomlega eðlilegt að við vinnum ekki leiki.

    Það verður erfitt verkefni að ná 4.sæti. Ég er sannfærður um það að við þurfum 75 stig til að verða öruggir um það hið minnsta. Í dag eigum við þrjá heimaleiki. Palace, M’boro og Soton. Þrír “must – win” leikir þar…og sú pressa er ekki búin að vera okkur góð. Útileikirnir eru Stoke og WBA (næstu tveir), West Ham og Watford. Semsagt, ef allt gengur upp á heimavelli þurfum við a.m.k. að vinna tvo af þessum. Svona ef mín hugsun er rétt.

    Þetta er alvöru verkefni og eftir gærdaginn hræðir það mig að okkur takist það ekki…en þetta lið er sennilega stærsti rússibaninn lengi af mörgum, og erfitt að spá fyrir næsta horn!

  17. Hahahahahahahahahahahahahahha!! Að þurfa að lesa þessi neikvæðu Lucas Leiva comment. Hann var magnaður gegn Everton og geggjaður í þessum leik. Hann má vera fastamaður í byrjunarliðinu mín vegna ef hann heldur áfram svona. Sendingarnar hans eru augnakonfekt og elska þegar hann fórnar sér og fær gult spjald þegar hann brýtur niður allar stórhættulegu sóknir andstæðings. Hugsum aðeins áður en við ætla um að drulla yfir einhvern.
    Team Lucas Leiva

  18. Æi, þessi leikur er búinn. Ógeðslega svekkandi og allt það. Næsti leikur, takk. Alger úrslitaleikur á móti Stoke um næstu helgi. Ef við vinnum hann ekki þá efast ég um að við náum 3. eða 4. sætinu.

  19. Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa þessa síðu.

    Ef úrslitin eru ekki hagstæð kikka inn á leifurhraða fjögur fyrstu sorgarferlisins: afneitunin (Neiiiiiii…þetta getur ekki verið að gerast!), reiðin (helvítis Emre Can getur ekki blautan…), viðurkenningin (þeir spila alltaf vel á móti Liverpool og dómarinn er fífl ) og svo þunglyndið (við náum aldrei 4 sætinu með þetta lið og þennan vonlausa þjálfara).

    Fimmta stigið, þ.e. að sætta sig við orðinn hlut, kemur mun sjaldnar fyrir.

    Staðreynd málsins er sú að Liverpool er með í hendi sér að ná 4 sætinu svo einfalt er það. Til dæmis að óska þess frekar að eiga eftir leikjadagskrá ManU, ManCity eða Arsenal stappar geggjun næst. Það eru nálægt 90% líkur á að Liverpool nái 4 sætinu vegna þess hvernig toppliðin munu reita stig hvort af öðru og þessi leikur við Bournemouth skiptir engu hvað það varðar.

    Það er ekkert erfitt að sætta sig við það kæru Púlarar.

Liverpool – Bournemouth (Leikþráður)

Upphitun: Stoke – Liverpool