Podcast #147

Í þætti kvöldsins glöddust strákarnir yfir sigrinum á Everton, skömmuðu Everton fyrir ömurlega framkomu í leiknum og hrósuðu Everton fyrir að taka stig af Manchester United í kvöld. Já, Everton kom við sögu í þessum þætti. Einnig var hitað upp fyrir leikinn annað kvöld gegn Bournemouth.

Stjórnandi: Kristján Atli
Viðmælendur: Maggi og Einar Matthías

MP3: Þáttur 147

8 Comments

  1. Bæði Mane og Lallana meiddir, who you gonna call? Ghostb, nei…..Daniel Sturridge!!

  2. jæja Mané út tímabilið staðfest segja þeir kemur reyndar ekkert á óvart þar sem maður vissi að þessi meiðsli væru slæm.
    Þarf kraftaverk til að við höldum út top 4 en maður verður að vona!

  3. Þetta Everton lið má fara til fjandans. Djofulsins skítalið, Mané út tímabilið, Emre var víst ekki búinn að æfa vegna smámeiðsla og sama með Matip. Klopp segist þó halda að þeir tveir verði leikfærir, sem betur fer. Tæklingarnar á Emre og Lovren hefðu getað endað í alvarlegum meiðslum líka. Maður er en brjálaður út í þetta skítalið og svo er Koeman bara stoltur og gerir mann en brjálaðari.

    Best að reyna bara gleyma þessu og hlakka til leiksins á eftir. Tími fyrir Origi og Sturridge að vinna fyrir launum sínum.

  4. Alveg stórmerkilegt hvernig Liverpool tekur alltaf öllum refsingum þegjandi og hljóðalaust núna eru þeir komnir í bann næstu 2 árin að kaupa leikmenn úr unglingadeildum annara liða útaf þeir töluðu við eitthvern 12 ára krakka hvaða djufulsins rugl er þetta finnst þeim allt í lagi að láta vaða yfir sig á skítugum skónum með allt , 2ára bann fyrir þetta rugl? Það er alveg hægt að mótmæla þessu allavega og koma með eitthvað á móti eru þeir ekki með her af lögfræðingum er þetta bara með allt að taka uppirassgat þegar LFC á í hlut?

  5. RG #4 mér skilst að þetta sé 1 árs bann og seinna árið sé á skilorði.
    Ég held að þetta sé bara besta mál 🙂 við eigum fullt af ungum guttum, þurfum nauðsynlega að fá nokkra þungavigtarmenn sem eru tilbúnir beint í aðalliðið. Vonandi einbeitum við okkur að því að ná þeim núna.

  6. Týpískt að koma sér í vandræði útaf einhverju svona smáatriði.

    En það er ekki eins og þetta bann skipti einhverju máli. Það hefur ekki komið neitt almenninlegt uppúr þessu unglingastarfi síðan að Stevie G kom þaðan.

  7. Þetta getur skipt miklu máli fyrir Liverpool fjárhagslega. Að næla í unga og efnilega leikmenn fyrir nánast ekkert og selja þá svo fyrir góðan penninga eða nota þá eitthvað sparar og græðir mikinn penning.

    Jordan Ibe – seldur en slatti af penning.
    J.Sinclair
    R.Sterling – seldur og fullt af penning.
    Ojo – eigum hann
    K.Steward – eigum hann
    Ejaria – eigum hann.

    Þetta eru ungir strákar sem við höfum náð fyrir lítin penning undanfarið og sumir eru enþá hjá liðinu á meða að Ibe var seldur á 15 m punda og Sterling á hátt í 50 m punda.

    Svo að þetta getur alveg haft afleiðingar fyrir lið og er þetta mjög klaufalegt hjá okkur.

  8. Það er vissulega sjónarmið, en peningar eru afstæðir þegar söluhagnaðnum er eitt í menn eins og Markovic, Moreno, Sakho og fleiri pappakassa.

Bournemouth á miðvikudag

Liverpool – Bournemouth (Leikþráður)