Liverpool – Everton 3-1 (leikskýrsla)

1-0 Mané 7. mín.
1-1 Pennington 28. mín.
2-1 
Coutinho 31.mín.
3-1 Origi 59. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Flottur leikur hjá okkar mönnum. Ekki besti leikur tímabilsins en samt mun betra flæði í leik okkar en ég átti von á m.t.t. meiðsla, þreytu (sérstaklega í Firmino og Coutinho) o.s.frv. og var niðurstaðan bara nokkuð öruggur sigur gegn slöku Everton liði.

Það voru nokkrir sem voru virkilega góðir í dag en Coutinho fannst mér bera af. Loksins loksins, þetta er sá Coutinho sem við erum búnir að sakna síðustu mánuði. Skoraði einnig með Brasilíu í vikunni, sjálfstraustið vonandi komið og þetta sé eitthvað sem koma skal.

Næst koma:

  • Emre Can , sem er núna búinn að eiga nokkra mjög góða leiki í röð í fjarveru Henderson
  • Lucas Leiva átti fínan leik í dag. Það litla sem hann hefur spilað á þessari leiktíð hefur verið sem miðvörður. Ég var ekkert hoppandi kátur að sjá hann í byrjunarliðinu í morgun en hann stóð fyrir sínu.
  • Lovren. Einn heitasti framherji deildarinnar átti ekki skot á mark í 94 mínútur.

VONDUR DAGUR

 

Anthony Taylor var lang lang lang slakasti aðilinn inn á vellinum í dag. Hvernig Barkley náði að spila 90 mínútur er ofar mínum skilningi. Versta brot leiksins (á Lovren) átti sér stað svona 5 metrum frá honum og við sluppum í raun bara nokkuð vel frá leiknum með bara einn leikmann í meiðslum. Vonandi að það sé ekkert alvarlegt en endursýning leit ekki vel út.

KAR fer nokkuð vel yfir þetta hér.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

  • Fyllilega sanngjarn sigur þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt æðislega. Everton virðist bara ekki geta unnið á Anfield, held að það hafi ekki gerst á þessari öld!
  • Meiðsli Mané. Vonandi er þetta ekki alvarlegt en það er nokkuð ljóst að hann nær ekki leiknum gegn Bournemouth. Hann er okkur hrikalega mikilvægur (eins og við sáum í Janúar), búinn að koma að 18 mörkum (13 mörk og 5 stoðsendingar). Origi kom inn með látum, vonandi að hann stígi upp í fjarveru Mané.

NÆSTU VERKEFNI

Bournemouth á Anfield 5. apríl. Þeir voru virkilega óheppnir að hirða ekki öll stigin í dag (gegn Southampton), við skuldum þeim svo sannarlega eftir leikinn í desember. Mikilvægt að taka öll stigin þar áður en við heimsækjum Stoke og WBA síðar í apríl.

YNWA

12 Comments

  1. Borgin er rauð í kvöld og það er það sem skiptir máli.
    Virkilega fagmannleg framistaða hjá okkar liði í dag og sangjörn 3 stig.
    Mignolet 7 – hafði ekki mikið að gera en það sem hann gerði það gerði hann vel.
    Clyne 7 – ekki mikið í sviðsljósinu en skilaði sínu.
    Lovren 9 – var einfaldlega frábær. Pakkaði Lukaku saman í dag.
    Matip 8 – virkilega flottur
    Millner 8 – veit út á hvað svona leikir ganga.
    Lucas 8 – verð að viðurkenna að ég var ekki spenntur að sjá hann byrja inná en hann stóð sig mjög vel.
    E.Can 8 – flottur leikur á miðsvæðinu. Var baráttuglaður og er að stíga upp fyrir liðið á mikilvægum tímapunkti á tímabilinu.
    Winjaldumn 7 – lykilmaður í okkar liði í dag. Gerir skítverkinn og ekki vantar vinnusemi.
    Coutinho 9 – velkominn aftur 🙂
    Firminho 8 – ógnandi og hreyfanlegur
    Mane 8 – frábært mark en var kannski ekki alveg eins áberandi eins og oft áður en liðið er miklu sterkara með hann þarna inná ógnandi með hraða og útstjónarsemi.

    Origi 8 – svona á að koma inná.
    Trent 7 – kom með kraft og var nálagt því að skora.

    Ég vill ekki eyða of miklum tíma að tala um dómgæslu en við vitum alveg að þeir bláu hefðu átt að fá eitt eða jafnvel tvö rauðspjöld.

    3-1 sigur = 3 stig
    Man utd = 1 stig
    og ég er 100% viss um að Arsenal eða Man City tapa stigi eða stigum á morgun.

    Mane líklega eitthvað meiddur og held ég bara að Origi hafi stimplað sig inn í liðið fyrir miðvikudagsleikinn.
    8 leikir eftir og við í dauðafæri að komast í meistaradeildina sem ég hef trú á að við komust í.

    YNWA

  2. Sammála. Dómgæslan var hreinræktaður skandall. Sjaldan séð annað eins og enn sýður á mér. Urg!

  3. Stórkostlegur sigur sem sýndi öllum að við eigum mun betra lið enn þeir bláu. Það verður ennþá meira bil á næsta tímabili, það er eg viss um.
    Frábær frammistaða og úrslit. Núna reynir á því við erum búnir með topp 7 hópinn i deildinni.

  4. Ég var aðeins að dunda mér við að skoða leikina sem eftir eru, fer iðulega að gera það á þessum tímapunkti árlega 🙂
    Var aðallega að spá í innbyrgðis viðureignum topp sex en endaði á að skoða alla leikina sem topp sex liðin eiga eftir.
    Til að sleppa öllu tilfinningamati gaf ég mér bara að þessi lið myndu vinna sína vinnu, og gaf þeim tvö stig á móti liðum utan topp sex og eitt stig á móti liðum í topp sex. Þannig að ef þau standa undir væntingum ætti að vera hægt að sjá sirka hvernig topp sex raðast 🙂

    Chelsea eru með 69 stig og eiga 9 leiki eftir, þar á meðal á móti Manchester City og Manchester United. Það gera 16 stig og þeir enda með 85.

    Arsenal eru með 50 stig en eiga eftir 11 leiki, þar af Manchester City, Tottenham og Manchester United. Meðaltal gefur þeim 19 stig úr þeim og enda með 69.

    Manchester City eru með 57 stig og eiga eftir 10 leiki, þar á meðal Arsenal, Chelsea og Manchester United. Þannig að gefum þeim 17 stig og þeir enda með 74.

    Manchester United eru með 53 stig og eiga eftir að spila 10 leiki sem innihalda meðal annars alla nema okkur, aka; Chelsea, Manchester City, Arsenal og Tottenham. 16 stig fyrir þá og þeir enda með 69.

    Tottenham eru með 62 stig og eiga 9 leiki eftir með Arsenal og Manchester United þar á meðal. Það skilar þeim 16 stigum og þeir enda í 78.

    Liverpool eru með 59 stig og eiga eftir 8 leiki en eru búnir með allar einnbyrgðis viðureignir. Það gæti skilað okkur 16 stigum og við endum með 75.

    1 Chelsea 85.
    2 Tottenham 78.
    3 Liverpool 75.
    4 Manchester City 74.
    5-6 Arsenal & Manchester United 69.

    Þarna eru náttúrulega bara fantaseringar í gangi og leikirnir eiga eftir að vera spilaðir en það sem ég sé út úr þessu er að Chelsea eru nokkuð öruggir með sitt og Arsenal og ManU verða að gera þó nokkuð betur en hin þrjú til að blanda sér í 2-4.

    En síðan þarf Liverpool líka að fara að vinna “litlu” liðin til að halda sínu.

  5. Það er kristaltært að náum við ekki CL sæti þá mun Coutinho skarta Barcelona búning tímabilið 2017/18

    Það er því til mikils að vinna.

    M.v leikjaplan þá yrði það skandall að ná ekki í topp 4, erum í dauðafæri. City flengja vonandi Arsenal í dag og United heldur áfram að gera uppá bak. Það yrði gaman að sjá Arsenal og United fyrir aftan okkur (reyndar tel ég að United rúlli yfir Europa League)

    Meiðsli Mané eru svo vonandi ekki alvarleg en þá er Coutinho að stíga upp og Origi að sýna það að hann sé tilbúinn í alvöruna.

    Ætla að vera djarfur og spá Tottenham titlinum 🙂
    Okkur 3 sæti

  6. Sá þennan áðan og fannst hann helvíti góður. Lét skot á milli Liverpool og Everton stuðningsmanna.

    Imagine if Liverpool had Barkley and Lukaku

    The front three would be

    Coutinho
    Firminho
    Mane

  7. Fyrir mér er Lucas fyrsti maður á blað í grannaslagnum, verandi mesti scouser-inn í hópnum. Hann á aðal heiðurinn fyrir því að halda markahæsta leikmanni deildarinnar gjörsamlega niðri.
    Utan þess er maður illa pirraður á öllum Fellaini týpunum í Everton liðinu sem koma í leikinn með það eitt að markmiði að meiða andstæðinginn. Að menn séu svo að bendla Kúmann við Barca, hversu sýrt er það?

  8. Frábær frammistaða okkar manna frá aftasta til fremsta manns, gegn grófum og hugmyndasnauðum Everton mönnum.

    Nú er að halda þessum dampi og sumarið verður ennþámeira spennandi á leikmannamarkaðinum þegar CL sætið er klárt.

  9. Er ekki annars næsti leikur á miðvikudag kl. 8?

    Þessi síða segir að Stoke á laugardag sé næst..

  10. @ Friðrik, jú Bournemouth á miðvikudag.
    Nú hefnum við okkar á þeim 🙂

  11. Frábær sigur og við svo miklu betri en þessir bláu. En maður lifandi hvað ég er sammála Kristjáni Atla. Þetta Everton-lið kom ekki á Anfield til að spila fótbolta heldur til að meiða Liverpool-leikmenn og reyna að skemma fyrir okkur möguleikana á meistaradeildarsæti. Dómarinn var laaaaanglélagast leikmaður vallarins og alger skandall að Ross Barkley væri ekki kominn með rautt fljótlega í fyrri hálfleik.

    Mane pottþétt frá í einhvern tíma, kannski út tímabilið. Henderson og Lallana ekkert á leiðinni til baka á næstunni. Andskotinn hafi það!

    Sammála flottri leikskýrslu, okkar menn voru góðir en ekkert frábærir. Mjög erfiður leikur nk. miðvikudagskvöld á móti Bournmouth en vonandi náum við að landa 3 stigum með hálfgert varalið.

    Rosalega skrýtið að vera ekkert í skýjunum eftir sigur í Derby-leik.

Liverpool – Everton 3-1 (leik lokið)

Liverpool 2010 vs 2017