Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Leik lokið, 1-1 jafntefli. Skýrsla kemur á eftir,

68 min – 1-1, Aguero eftir að City hafa verið að koma meira inn í leikinn síðustu 5 mínúturnar eða svo eftir algjöra yfirburði Liverpool í síðari hálfleik.

50 min – 0-1, Milner úr víti!! Frábær sending frá Can, rangstæðugildra City klikkaði og Clichy braut á Firmino. Liverpool byrjað betur í síðari hálfleik, nú er bara að fylgja þessu eftir!

45 min – 0-0 í hálfleik. Ekki að það vanti færin, bæði lið fengið nokkur tækifæri til að komast  yfir og bæði lið hefði líklega átt að fá vítaspyrnu.

16:30 – Michael Oliver blæs til leiks!

15:30 – Liðið er komið, það er ein breyting frá því í leiknum gegn Burnley. Firmino er orðinn klár og kemur inn í stað Origi! Lovren er svo kominn á bekkinn.

Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Klavan – Milner

Lallana – Can – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Alexander-Arnold, Woodburn, Lucas, Lovren, Origi.

Lið City gæti varla orðið sókndjarfara. Sané, Bruyne, Silva, Sterling og Aguero eru allir í liðinu:

Lið City: Caballero, Fernandinho, Stones, Otamendi, Clichy, Yaya Touré, Sané, De Bruyne, Silva (C), Sterling, Agüero

Minnum á tístkeðjuna.


34 Comments

  1. Sama hvernig þessi leikur fer mun ég halda áfram að stiðja það á morgun og hin og hin og hin…………….

  2. Er þetta eitthvað nýtt?
    Að spila bara á annað markið?

    Hvenær fáum við þá að fara í sókn?

  3. Váh hvað við erum heppnir að hafa ekki fengið víti þegar að bæði Ragnar braut á Aguero og Milner á Sterling

  4. Vá þvílík veisla í fyrirhálfleik. Fullt af færum og umdeildir dómar.

    1. Toure átti að fá beint rautt. Á þessum tímapunkti að verða manni færri hefði gjörbreytt leiknum. Það er ljót að segja þetta en maður var pirraður út í E.Can að standa strax upp(ég hef séð hann liggja eftir minna en þetta) einhver leikmaður hefði mjólkað þetta aðeins meira og liturinn hefði verið annar. Can gerir ákvörun dómarans auðvelda með því að flýta sér á fætur.
    2. Mane átti að fá vítaspyrnu. Varnamaðurinn er röngu megin við hann og þegar Mane fer í skotið þá fer fóturinn í varnamanninn og er ekkert í reglunum sem talar um óvart. Hann stopar dauðafæri án þess að fara í boltan fer með fæturnar fyrir skothreyfingu Mane = Víti og rautt(held samt að samkvæmt nýju reglunum er þetta gult).
    3. Winjaldum átti að fá víti líka – Toure rennir sér inn í teig og tekur bara Winjaldum niður og kemur ekki við boltan = Víti
    4. Sterling átti að fá víti undir lokinn. Millner straujar hann niður

    Dómarinn er að drulla á sig í þessum leik.

    Man City byrjaði betur en okkar menn fóru svo í gang og áttu góðan kafla þar við hefðum átt að fá víti(jafnvel tvö), Firminho með gott skot og Lallana með gott skot.

    Það getur allt gerst í þessum leik en því miður þá finnst mér Man City eiga full auðvelt með að komast á bakvið varnarlínuna okkar.

  5. Virkilega góður leikur og ótrulegt að það skuli ennþá vera 0-0 og ennþá 11 í hvoru liði inná vellinum.

    Verst að þessi varamannabekkur er ekki að fara að gera neitt fyrir okkur.

    Væri sáttur með 1 stig úr þessum leik en ég held að city muna gíra sig upp í seinni og klára þetta því miður.

  6. Sanngjörn staða í hálfleik, erfitt að sjá þessi víti nema i endursýningu.
    Mer finnst sterling of oft frír i skyndisóknum!

    En koma svo, getum alveg unnið þennan leik.

  7. Afhverju er verið að púa á milner? Hélt að hann hegði farið í góðu

  8. Hames Milner hinn áreiðanlegi skorar af öryggi af punktinum!

  9. Milner er svo öruggur í vítum að hann bara verður að vera inn á, þó að hann sé vissulega hægur í varnarleiknum !

  10. Origi allt of lengi i gang, nær ekki boltanum i skyndisókn af þreyttum varnarmanni. Hrikalega þunur bekkur sem við erum með.

  11. Djöfulsins vonbrigði að hafa ekki tekið þetta. Oj barasta. Ef Lallana hefði sett hann þarna gæti það hafa verið að skila þeim stigum sem hefðu skilið okkur að frá hinum um topp 4 sætin.

  12. Þetta var bara solid leikur hjá Liverpool. Fullt af umdeildum atvikum, bæði lið að fá dauðafæri í stöðuni 1-1 Lallana og Augero eiga að báðir að skora.

    Maður fannst samt í stöðuni 0-1 fyrir okkur þá fengum við nokkur tækifæri til að keyra á þá í yfirtölu sem við fórum illa með.

  13. Virkilega skemmtilegur leikur sem bæði lið hefðu getað “stolið” sigrinum en sennilegast nokkuð sanngjarnt og Liverpool halda taplausa genginu áfram á móti stórliðunum sem er frábært.
    Við eigum ennþá bullandi séns á 3-4 sætinu.

    Topp 6 liðin eiga fullt af innbirðis leikjum sín á milli en Liverpool eiga bara Everton eftir.
    Stefnir í fáranlega spennandi endir þrátt fyrir að chelsea séu búnir að vinna deildina.

  14. Þessi leikur hefði átt að fara 2-2. Það er svona nokkurn veginn það eina sem maður getur sagt.

    Liverpool taplaust gegn topp 6 á tímabilinu. Liðið er búið með þennan pakka. En það eru hins vegar held ég 7 innbyrðis leikir eftir á meðal topp liðanna. Þannig að það er öruggt að þau eiga eftir að tapa stigum. Nú er þetta því í höndum liðsins að tryggja sig í topp 4….

  15. Sonur minn eftir 10 ár.

    Pabbi mannstu hvar þú varst þegar Lallana klúðraði á móti city ?

  16. Flottur leikur hjá okkar mönnum. Can virkilega góður í dag. Skildist á þulinum að Milner hefði aldrei tapað leik í úrvalsdeild þegar hann skorar. Hann stóð sig vel í dag.

Etihad næst á dagskrá

Man City – Liverpool 1-1 (leikskýrsla)