Man City – Liverpool 1-1 (leikskýrsla)

0-1 Milner 50. mín.
1-1 Aguero 68. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

First things first. Þetta var frábær skemmtun í dag. Virkilega opinn og fjörugur leikur þar sem bæði lið hefðu eflaust getað skorað 4-5 mörk án þess að mikið hefði verið hægt að segja. Heilt á litið, þó að Lallana klúðrið svíði ennþá, þá held ég að úrslitin hafi verið sanngjörn.

Hvað mann leiksins varðar þá báru tveir af að mínu mati. Emre Can átti sinn besta leik í langan langan langan tíma. Liverpool Echo gengur meira að segja svo langt að kalla þetta besta leik hans í Liverpool treyju. Ég veit ekki með það en góður var hann. Var aftarlega á miðjunni og var gríðarlega öflugur, tæklaði allt sem hægt var að tækla og hafði þetta “presence” sem maður hefur alltaf vonað að hann færi að sína.

Wijnaldum var einnig góður í dag. Er reyndar búinn að vera virkilega góður síðustu vikurnar en hann er okkur gríðarlega mikilvægur. Þetta var einmitt það sem að liðið þurfti á að halda, fá þessa tvo til þess að stíga upp í fjarveru Henderson

VONDUR DAGUR

Coutinho. Reyndar bara vont ár. Ég veit ekki alveg hvað kom fyrir. Hann spilaði eins og heimsklassa leikmaður fram að áramótum (meiðslum) og var Barcelona orðrómurinn orðinn óþægilega hávær. Í dag kæmist hann ekki í Barcelona B og er nánast dragbítur í þessu liði. Hann er hikandi með slæmar ákvarðanir fram á við og litla sem enga varnartilburði.

Ef að bekkurinn væri ekki svona vandræðilega slakur (líklega slakari bekkur en hjá öðrum topp 10 liðum í þessari deild, svei mér þá) þá væri hann löngu búinn að taka sér þar sæti.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

 • 82 mínúta, Ethiad, ódekkaður á markteig og hitta ekki boltann! Lallana líklega með klúður tímabilsins.
 • Stjörnuhrap Coutinho. Þetta fer að vera meira en einhver lægð.
 • Nú erum við búnir að mæta topp 6 liðunum bæði úti og heima. 20 stig í 10 leikjum sem verður að teljast helvíti gott. Á sama tíma hefur Liverpool tekið 19 stig í 10 leikjum gegn neðstu 6 liðunum. Bara Liverpool.

NÆSTU VERKEFNI

Everton. Anfield. 1. Apríl  !!

YNWA

25 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Magnað hvað miðjan var á köflum góð og Can karlinn kemur á óvart. Ergilegt að nýta ekki öll tækifærin sem buðust og reyndar frústrerandi að fá ekki meira út úr Mané og Firmino fyrir framan markið að ógleymdu Lallana klúðrinu.

  City menn voru mistækir að sama skapi. Aguero hefði, betur upplagður, skorað þrennu.

  Mikið hefði nú samt verið gaman að hala inn þrjú stig úr þessum leik!

 2. Sælir félagar

  Það sem kemur til með að lifa í minningunni um þennan leik er “Lallana klúðrið”. Þrátt fyrir að það verði þannig er það ekki sanngjarnt gagnvart Lallana sem mér fannst góður í þessum leik eins og reyndar allir leikmenn nema Coutinho sem er í verulegri krísu blessaður kallinn. Þessi leikur hefði getað unnist en hefði líka geta tapast án þess að hægt væri að kvarta yfir því. Líklega er jafteflið niðurstaða sem er sanngjörn og ekkert við henni að segja.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Þvílíkur rússíbani þessi leikur, vá.

  Hefðum með smá heppni getað unnið hann en með smá óheppni tapað leiknum. Er mjög ánægður með stigið úr þessum leik, bara frábært! Hefði hiklaust þegið það ef mér hefði verið boðið það í upphafi leiks.

  Leikskýrslan mjög góð. Can laaaaangbesti leikmaður okkar í kvöld. Hef hins vegar miklar áhyggur af Coutinho. Hann er búinn að vera skelfilegur á þessu ári, því miður, bæði sóknarlega og varnarlega. Veitti aumingja Milner enga hjálp í vörninni. Rosalega slakur. Vil fá hann út úr liðinu þegar Hendo kemur til baka. Klopp þarf bara að senda skilaboð, þetta gengur ekki.

  Aumingja Lallana mun ekki sofa vel í nótt, vá færið maður!

  9 leikir eftir og vegna fjölda innbyrðis leikja þá er það undir okkur komið hvort við náum þessu 4. sæti. Sigur í öllum þessum leikjum tryggir a.m.k. 4. sætið, það er öruggt. Ömurlegt að fá þetta landsleikahlé núna. Var ég búinn að segja það, ÉG ÞOLI EkKI LANDSLEIKJAHLÉ!

 4. Plumb

  Vinurinn hans Trausta sagði honum að hann finnst að ég skal skrifa mína sjálfur leikskíslu um leikinn. Það var smá erfitt að skrifa og horfá sama tíma en ég reindi að vera mitt besta og samt líka sjá leikinn svo ég mundi muna um hvað ég átti að skrifa um. Svo kom ekki neitt tal í sjómvarpinu aþþví ég gleimdi að láta kallinn í búðinni seigja mér hvernig maður kann að hækka hljóðið úr splúnkufína samsúnginu sem ég fékk mér frá kærastans mömmu þannig að ég get ekki skrifað neitt sem lísandinn er að útskíra. Soldið erfitt líka að skrifa í tölvuni nema ég mundi alltaf taka þrídígleraugun af alltaf á milli.

  Hérna er mín skísla

  Firri hàlleikur

  -Liverpool eru miklu betri en stundum hinir líka.
  -Svo gleymdi ég að skrifa hérna og man ekki alveg hvað gerist.
  -Hvusslax rugl?? Veitekki dómarinn að það er strángsamlega bannað að fella og hrinda og meiriseigja olbogakíla Liverpoolmennina þegar þeir eru fyrir inní teig?? Það mindi oftast altaf vera víti og Cotinjo mindi skora og svo líka Milner með stórhættulegu vítamarki.
  -HAHAA nú hló ég upphátt þegar bjànalingarnir í hinu liðinu Giggsuðu í opið mark og klúðruðu svo strax líka með eingum í markinu haha, meiriseigja gömul konuhúsvörður mundi skora sagði Skúli frændi haha alveg dæmælalaust Skúli sem er líka liverpoolaðdàndamaður.
  -Svo skoruðum við næstumsinnum mjög oft en kjànans markmanninum í hinum liðinu var alltaf að skrmma, greinilega góður en í hörmunglegu liði.

  Uppistaðan núll núll fyrir kvorugum í firrihàlleik

  Seinnihàlleikur

  -JESSS!!! seinnihàlleikur birjar í látum! Einhver bjàni sparkar í Firmínó til að fá víti sem betur fer feingum við og Milner skoraði óverjandi. 1-0
  -ómigod! Firmíno næstunni búinn að skora 2-0, aftur þessi markmaður að klúðra þessu fyrir okkur.
  -hitt liðið prófar að breita um einn kall, held það skiftir ekki baun fyrir þá.
  – HEILVITANS! Hinir jafna með marki sem var frekar hallarinslegt.
  – Lalana prumpaði í kokið á sér og gleimdi að skora boltanum í dauðafæri. Sgrambinn!
  -verð að fara aðeins á klóstið
  -þurfti að vera of leingi á klóstinu og núna bara 1 mínóta eftir en samt enþá 1-1. Kanski voru við næstum búnir að vinna eða hinir að svindla.
  – Allt búið og svoldið svekkjandi að Liverpool rústaði ekki þeim. En fengum allavega eitt mark á útivelli held ég.

  Veit ekki hvað að skrifa núna, finnst ekki að það þarf að kaupa nýjann kall en dómarinn var oft að ljúga og hefði átt að láta okkur vinna

  Áfram Liverpool
  Never walk alon

 5. Þetta var veisla og svo margt að fjalla um.

  Byrjum bara að fjalla um framistöðu liðsins. Það eiginlega kom lítið á óvart við erum mjög sterkir framávið og sköpuðum nokkur góð tækifæri til að skora og svo auðvita fengum við á okkur færi.
  Leikmenn gáfu sig alla í leikinn og var skipulagði gott á liðinu.
  Ég hef verið duglegur að gagnrína E.Can en í dag fannst mér hann vera maður leiksins með dugnaði og hvernig hann náði að vinna boltan trekk í trekk í 90.mín. Það er bara eitt sem hægt væri að setja útaf hann er að hann líklega bjargaði Y.Toure að vera ekki sendur af velli með því að vera fljótur að standa upp og láta eins og þetta hafi ekki verið svakalegt en jæja maður vill jaxla á vellinum.

  Mér fannst ömurlegt að sjá Origi koma inná og virka eins og að hann var varla að nenna þessu og virkaði þreyttari en samherjar sýnir.

  Jæja þá er það að þætti dómarans.
  Toure átti að fá rautt spjald fyrir brot á E.Can.
  Mane átti að fá víti.
  Winjaldum átti að fá víti.
  Sterling átti að fá víti.
  Silva átti að fá síðara gula spjaldað.

  Já menn munu vel eftir Lallana færinu og við erum ótrúlega svektir með það en svo horfir maður á leikinn og sér að Agureo rann á rassgatið þegar hann átti bara eftir að potta boltanum í markið rétt á undan og svo þurfti hann bara að hitta markið á 91 mín en skaut yfir úr dauðafæri.

  Þetta er leikur þar sem maður væri brjálaður að tapa, í skýjunum með sigur en gæti sætt sig við jafntefli þegar upp er staðið.

  Man City byrjuðu miklu betur. Við náðum svo góðum kafla og eftir að við komust í 0-1 þá var þarna kafli(s.s kaflinn þar sem Toure virkaði eins og gamall karl sem hafði óvart komist inn á völlinn áður en honum var skipt af velli gjörsamlega sprungin) þar sem við fengum tækifæri til að bæta við marki þegar þeir voru að leita af jöfnunarmarkinu. Við vorum oft í yfirtölu í sókn og menn voru pínu klaufar með lokasendingu eða tóku vitlausa ákvaranir en jæja svona fór þetta bara. Þeir jafna með frábæri sendingu og svo fengu bæði lið tækifæri sem fóru ekki inn.

  Leikjaprógramið sem eftir er: Fyrir utan Everton leikinn þar sem staða í deildinni skiptir engu þá eru síðstu 8 leikir Liverpool gegn liðum um miðjadeild(nema Boro í síðsta leik en þá verða þeir fallnir). þegar svona lítið er eftir þá er gott að spila á móti liðum sem eru ekki að selja sig dýrt í að halda sér uppi eða toppliðum með allt undir.
  Miðjuliðinn eru ekki auðveld og við vitum þann manna best að það er ekkert gefið í þessu en ef maður mætti ráða leikjum undir lok tímabils þá eru það leikir gegn liðum sem hafa ekki að miklu að keppa.

  Ég spái því að við náum að halda þessu 4.sæti með góðum endaspretti
  YNWA

 6. Sammála með Can og Wijnaldum. Ég var hræddur um miðjuna í fjarveru Henderson en þeir voru geggjaðir! Það eru fáir betri í að kjöta menn af boltanum en Can (a.m.k. menn sem eru í þeim þyngdarflokki að geta verið effective knattspyrnumenn) og hann lumar á alls konar trickery, t.d. flottum, löngum sendingum.

  Stórskemmtilegur leikur annars. Gaman að sjá tvö alvöru lið sem spila til sigurs.

 7. …og já, auðvitað var Yaya að spila eins og Ali Dia á köflum, virkaði spruginn ansi snemma. Gerði miðjunni okkar vissulega auðveldrara fyrir fram að skiptingunni.

 8. Þvílíkur leikur og þrátt fyrir að Lallana mætti í krumma í þennan leik þar er jafntefli sanngjörn úrslit.

  Mér finnst Can frábær í dag og hann virðist njóta sín betur vellinum þegar Henderson er ekki með.
  Ég verð nú að segja það að ég skil stundum ekki þessa ósanngjörnu gagnrýni á Can.
  það gleymist oft hvað hann er ungur hann er nýorðin 23 ára gamall og á margt eftir ólært í boltanum og það er með unga leikmenn leikur þeirra er óstöðugur.
  En það er hellings talent þarna sem þarf að rækta það er á hreinu.

  Hvað varðar Coutinho hann þarf bara að slaka á drengurinn og láta leikin fljóta til sín heldur en að reyna taka yfir leikin, hann virðist ekki njóta sín ef til vill er hann að setja of mikla pressu á sig eða utanaðkomandi pressa að trufla hann.
  Það hjálpar heldur ekki hversu fáa leiki við spilum í mánuði og það tekur tíma að koma sér aftur í leikform eftir meiðsli.

  YNWA

 9. Þessi leikur hefði getað dottið báðum megin.

  Can er búinn að vera flottur síðustu leiki og á að mínu mati að fá nýjan samning. Hann er enn ungur og mun vonandi ná stöðuleika í sinn leik. Hann er bara 23ára!
  Liðið var flott, frá Klopp og til flesta leikmanna sem voru inn á.

  Hvernig fannst ykkur innkoman hjá Origi? Ég vill ekki sjá hann nálægt liðinu í bráð. Ég sætti mig við að hafa leikmenn inn á sem hafa ekki alla hæfileikana í heiminum en bæta það upp með baráttu. En þessi leikmaður hefur hæfileika en nennir ekki að berjast. Jesús minn, ég hef ekki öskrað svona á sjónvarpið síðan Poulsen var á miðjunni hjá okkur.

 10. Frábær skemmtun þessi leikur. Can var bestur meðal okkar manna, sigurinn hefði getað dottið beggja vegna, bæði vegna dómgæslu og dauðafæra sem bæði lið klikkuðu á. Ég hefði viljað sjá beint rautt á Yaya Toure, víti dæmt þegar Mane komst í gegn og það hefði þá verið rautt líka. Svo átti auðvitað Sterling að fá víti og rautt á Milner.

  Klavan var mjög óöruggur og vonandi kemur Lovren inn í næsta leik. Að öðru leyti finnst mér liðið líta vel út og miðjan fúnkerar vel með þessa þrjá. Klopp mun lenda í vandræðum þegar Henderson verður klár, allavega meðan Can, Wijnaldum og Lallana spila svona vel og eru sæmilega heilir heilsu.

  Þetta Can dæmi er enn eitt dæmið þar sem leikmaðurinn er rakkaður niður þegar hann spilar ekki nógu vel en við vitum auðvitað ekkert hvað gerist á bak við tjöldin, hann er búinn að glíma við kálfameiðsli síðustu mánuðina og hefur spilað í gegnum það allt. Held að í gær hafi hann sýnt hvers hann er megnugur og þarna fengum við að sjá skriðdrekann sem við höfum eiginlega ekkert séð í vetur.

  Efstir í 6 liða deildinni, nú er að taka helst yfir 20 stig í viðbót, þá verðum við í meistaradeild á næsta ári.

 11. Fannst þetta vera 2 töpuð stig. City eru bara ekkert sérstakir, Ngolo Kante á miðjuna hjá þeim og þeir væru örugglega í topp sætinu. En svo er ekki og Liverpool klaufar að vinna ekki þennan leik. Spiluðu vel en eins og Klopp sagði þá er það ekki lengur fagnaðarefni heldur krafa. Gott mál samt að tapa ekki leiknum.

 12. #7 já hann sprakk á móti Liverpool hann var búin á því maður náði varla fylgjast með boltanum þetta var svo hraður leikur verður ekkert tekið af okkar mönnum áttum að vinna þennan leik en skítur skeður er bara þannig , Pep var himinlifandi í fjölmiðlum með jafntefli á móti okkur á Etihad segir allt sem segja þarf!

 13. Horfði bara á seinni hálfleikinn og miðað við hann þá voru þetta sanngjörn úrslit allavega frábær fótbolti sem var spilaður, sammála að Can var mjög góður og Lallana líka en ef ákveðinn markmaður hefði gert sambærileg mistök í markinu þá væri verið að fara fram á sölu á honum núna í hverju kommentinu á fætur öðru og honum kennt um að við unnum ekki leikinn, það er ekki sama hvar mistökin eru gerð þó þau kosta jafn mikið. Þarna kostaði klúðrið hjá Lallana okkur sigurinn

 14. Can stoð sig vel, en ég segi nú bara hreint út að Mignolet hélt okkur í leiknum fyrstu 20 mín í fyrri hálfleik. Þá var þetta bara eins og á æfingasvæði og bara spilað á eitt mark. S.s. engar sirkus-vörslur en alltaf á réttum stað og greip inn á réttum tíma.

 15. Can var kóngurinn í þessum leik – sýndi okkur það sem við höfum beðið eftir. Almennt voru okkar menn að komast nokkuð vel frá sínum hlutverkum – sést reyndar að Milner á varla roð í rakettur eins og Sterling á meðan hann á líka að vera sóknarbakvörður. En það eru svosem ekki margir sem a) eiga roð í Sterling og b) hafa staðið sig jafn vel almennt í vetur og Milner. Mignolet traustur, vörnin fín, miðjan fín, sóknin (oft) fín.

  En hvað fannst mönnum um Origi? Hann er byggður eins og old school miðvörður en er kjötaður frá boltanum í hvert einasta skipti sem einhver barátta á sér stað. Auðvitað er hann ungur og allt það – ekki spilað reglulega og allir mögulegir varnaglar. Baráttuleysið hjá honum hefur samt verið áhyggjuefni lengi hjá mér. Því þó Firmino sé góður leikmaður og mjög klókur, þá vantar okkur oft mann inná sem skilar þessum “framherjamörkum” er með precense í teignum og lætur varnarmenn virkilega hafa fyrir hlutunum, ég sé Origi varla taka það að sér.

  En, 1 stig á Etihad er fínt stöff – ekkert hægt að kvarta yfir því.

 16. Frá mínum bæjardyrum séð endaði þessi leikur á sangjarnan hátt.

  Það er hægt að taka Lallana klúðrið, vítin sem átti að dæma, rauðu spjöldin sem gleymdumst í búningsklefanum, færin hjá Aguero, færin hjá Firmino.
  Allt er þetta “Ef, hefði” spegluringar en í sannleika sagt þá hélt ég, eftir fyrstu 15 mínúturnar, að City myndu kaffæra okkur og þetta yrði tapið sem kæmi gegn topp 6. En á einhvern ótrúlegan hátt náði besti sóknarmaður deildarinn ekki að fóta sig og með betri miðjumönnum (Silva og Bruyne) hlupu þvers og kruss fyrir framan vörnina en lítið gekk.

  Mér fannst Can (líkt og öllum)frábær í þessum leik og þessar tæklingar! Vá! Seinast þegar að maður sá svona margar tæklingar sem heppnuðust var Marcherano á miðjunni. Hann og Wijnaldum eru að ná vel saman og það verður gaman að sjá hvað gerist þegar að Hernderson verður orðinn heill. Coutinho er líklega sá sem verður fyrir því að detta útúr liðinu en ég óttast að Wijnaldum verði maðurinn sem verður settur á bekkinn.

  Coutinho er held ég of stressaður þessa dagana til þess að vera að spila. Það er eins og heimurinn sé á herðum hans og að allt standi og falli með því að hann klári leiki fyrir liðið. Þegar að hann, Firmino, Lallana og Mané ná einn – tveir sendingum á milli sín og galopna allt þá brosir maður og nánast hlær. Það gerðist minnir mig 1 sinni í þessum leik. Hann verður að átta sig á því að hann er með örðum 9 útispilandi leikmönnum.

  Klavan er náttúrulega 3 – 4 kostur í vörninni. Ég skil vel að hann sé í vörninni í þessum leik ef Lovren er tæpur en að Lucas sé nr. 3 – 4? Veit það ekki. Gomez má alveg vera á bekknum og fá þá mínútur ef einhver meiðist. Lucas er klárlega minn maður og hefur verið lengi en hann á að koma inn í liðið til þess að hjálpa á miðjunni og verjast, líkt og í gær, en ekki að vera miðvörður.

  Heilt yfir var þetta geggjaður leikur og svo tökum við nEverton í næsta leik sannfærandi.

  YNWA – In Klopp we trust!

 17. Kvöldið.
  FInnst þetta ekkert flókið með kútinn litla, hann er farinn eitthvað annað í hausnum, hvort það er barca eða eitthvað en þá verð ég mjög hissa ef hann verður áfram eftir sumarið.

  hvað varðar þennan leik var fáránlega svekkjandi að grísa ekki á sigur í leik sem hefði getað með sigri beggja en jafntefli sanngjörn úrslit.

  Svo ætti klopp ekkert að vesenast með kút! henda honum út og gefa honum smá andrými og verleikatjekk. spila frekar einhverjum ungum og koma með kút inná .

 18. Hausinn á kútnum er ekkert farinn eitthvað annað. En líklegt að hann setji of mikla pressu á sjálfan sig að gera útslagið, lokasendinguna, skrúfann í hornið.
  Nýbúinn að skrifa undir langan samning, ausinn lofi fyrir meiðslin, pressan mikil.
  Þegar hann fattar að njóta sín aðeins betur þá kemur þetta aftur,
  En hann mun aldrei vernda Milner í varnarleiknum, þá hluti þarf að leysa öðruvísi.

  Origi fer í sumar, hann er ekki að detta inn í þetta. Sturridge fer líka. Það kemur inn einhvert hraustmenni sem meiðist lítið, hleypur mikið og hratt og skorar mjög reglulega.

  Annars allt sagt um leikinn, svona vil ég hafa þetta. Spenna, atvik og uppákomur.

  Var einhver búinn að bölva landsleikjahlénu? Maður þarf að rifja upp nöfn leikmanna fyrir næsta leik. Það verður komið vor.

  Leikurinn verður líklega svakalegur, Everton aðeins að detta í gang aftur.
  Hlakka til.
  YNWA

 19. AFhverju í fjandanum er samt verið að tala um að Everton séu að fara kaupa Gylfa og miðinn sé 35 mil og eh , afhverju er Liverpool ekki að kaupa Gylfa ? höfum við ekkert við mann eins og hann að gera ? hann er með GULL aukaspyrnur , horn og er stoðsendingakonungurinn í deild um þessar mundir og skorar líka mörk ! halló LFC kaupa Gylfa!

 20. Leikurinn á sunnudaginn var tær skemmtun og góður, hraður bolti spilaður af báðum liðum.

  Alltaf jafn gaman af því þegar má ekki kaupa leikmann því þá þarf að henda einhverjum út úr byrjunarliðinu(#20 Sindri). Hvar værum við með strípað 11 manna lið og enga samkeppni? Var ekki verið að kvarta þegar Mane fór suðum um heimsálfur í vetur út af skort á breidd. Nútíma bolti með öllu þessu álagi þarf 18 alvöru leikmenn og 5-6 efnilega til að standast álagið allan veturinn. Gylfi er velkominn ef Klopp vill fá hann en held sjálfur að Klopp kaupi ekki hvern sem er mikið yfir 25 ára og hvað þá fyrir fullt af pening.

  Eina sem ég er skeptískur með varðandi innkaupin er of mikið er af þessum alvöru köllum í hópnum og það séu ekki 4-6 ungir sem fái leiki yfir veturinn. Klopp virðist samt með það allt á hreinu líka og menn eins og Woodburn, Oje, Trent Alexander, Ejaria og Gomes eru framtíðin ásamt vonandi Grujic(meiðsli) og Allan De Souza(atvinnuleyfi). Hef fulla trú á að menn eins og Origi, Steweart, Lucas, Moreno og Sturridge séu búnir að fá sín tækifæri og á útleið ásamt hrúgu af útlánuðum leikmönnum. Origi er þó stórt spurningarmerki hjá mér eins og fleirum. YNWA

 21. Sæl og blessuð!

  Auðvitað á félagið að kaupa Gylfa. Það er hrollvekjandi hversu lítið verður úr aukaspyrnum og í hornspyrnum gætum við allt eins gefið á markmann andstæðinganna.

  Hvern á að senda á varamannabekkinn? Það er sannarlega ekki ofgnótt leikmanna á miðjunni í liðinu frekar en á öðrum stöðum. Hann kæmi inn í nafni breiddarinnar og eins og staðan er í dag þá gæti hann hæglega verið fyrsti kostur í stað Coutinhos. Millner karlinn verður innan tíðar hafður í bakköpp-deildinni um leið og við eignumst ærlegan fúllbakk. Ef liðið leikur í e
  Evrópu (vonandi meistaradeildinni) þá er þetta nóbreiner.

  Ekki væri verra að fá góðan skallamann með í kaupunum, t.d. Llorente. Það væru ca. 60 kúlur. Myndi borga sig upp á einum vetri!

 22. #20 ég ætla rétt að vona þú hafir verið að grínast , það er engin breidd í liðinu hjá okkur sést best þegar Hendo búin að vera meiddur og það er nákvæmlega engin nánast sem getur breytt neinu nema kanski að setja Lucas inná þvílíka breiddinn þar.

  fyrir utan þessa staðreynd hér þá þarf maður ekki að þurfa útskýra fyrir mönnum hversu góður hann er
  http://www.visir.is/gylfi-ekki-bara-efstur-a-englandi-heldur-i-ollum-bestu-deildunum-evropu/article/2017170329814

 23. Virkilega flottur leikur og við hefðum getað stolið þessu, tapað líka. Sagan endalausa um Gylfa er sjalfdauð þar sem hann er stuðningsmaður manhú, ég vil ekki svoleiðis fólk til Lierpool, annars frábær leikmaður á allan annan hátt.

  Klárum topp 4 og sumarið verður mjög spennandi tími!

Man City – Liverpool 1-1 (leik lokið)

Podcast – Eins og boxbardagi á Etihad