Liverpool 2 – Burnley 1 (leikskýrsla)

0-1 Barnes á 7.mínútu
1-1 Wijnaldum á 45.mínútu
2-1 Can á 61.mínútu

Ótrúlega mikilvægt að draga þessi þrjú stig út úr pokanum í dag. Fullt af mótlæti en bros í lokin.

Bestu leikmenn Liverpool

Ætla að fá að tala bara um fyrri hálfleikinn síðar því hann var afar slakur og í raun afskaplega erfitt að taka upp ljósa punkta. Í síðari hálfleik er hins vegar hægt að finna hrós. Emre Can steig vel upp, auk þess að skora sigurmarkið var hann grimmur varnarlega og fór að flytja boltann vel milli svæða.

Ragnar Klavan átti tvær alvöru reddingar og fær gott hrós auk félaga hans í vörninni Matip sem var yfirvegaður og skallaði marga hættuna burt, svo var Mignolet gallalaus og greip vel inní leikinn. Hefur í raun átt afskaplega langt gott tímabil í frammistöðum. Þessir fjórir voru lyklar að því að við sigruðum þennan leik.

Vondur dagur

Fyrri hálfleikurinn var hrein hörmung og hrein hending næstum að staðan var jöfn að loknum fyrstu 45. Þá var ekkert tempó í gangi, við áttum ekki skot að marki fyrr en eftir 38 mínútur og maður var að verða virkilega niðurdreginn bara þegar Wijnaldum fékk óvænt færi og kláraði vel. Enginn sem stóð uppúr.

Seinni hálfleikurinn var allt annað en það voru þó tveir leikmenn sem voru að mínu mati alveg utan takts allan tímann. Sá fyrri var Brassinn okkar, Coutinho var úti á væng og sást ekki í fyrri og svo færður meira inn á miðju en eftir kortér af seinni ákvað Klopp að kippa honum út. Svei mér ég held að hann hljóti enn að vera að vinna sig upp í leikform, hann hefur verið algerlega neistalaus í ansi mörgum leikjum að undanförnu sem er mjög vont.

Hinn er Divorck Origi sem fékk nú sénsinn. Utan við stoðsendinguna var hann ekki með því miður og að lokum fór svo að Klopp kippti honum líka út og lét Mané hlaupa uppi á topp. Origi var linur í þessum leik, varnarmenn Burnley átu hann í hvert sinn sem langur bolti kom upp, hann lét teyma sig út á kanta þar sem hann tapaði iðulega boltanum og hann var alltof langt frá sínum manni í pressunni. Betur má ef duga skal kæri Divorck.

Umræða eftir leik

* LOKSINS unnum við leik gegn “litlu” liði eftir að hafa lent undir. Klopp var enda miklu glaðari í viðtalinu eftir hann þennan en um síðustu helgi eftir Arsenal sigurinn. Til að ná árangri þarftu að vinna “ljóta” sigra og þessi var svo sannarlega einn slíkur.

* Skiptingar Klopp voru allt aðrar en við höfum áður séð. Woodburn kom inná og var greinilega skipað að búa til vídd á völlinn sem hann gerði vel, allt annað en þegar Coutinho leitaði inn. Svo þegar Origi var alveg búinn að tapa baráttunni uppi á topp ákvað Klopp að henda refnum Lucas inn til að verja svæðið enn betur framan við hafsentana og freista þess að Mané fengi að komast á bakvið vörnina. Við höfum oft skammast yfir skiptingum Klopp en þær virkuðu í dag.

* Hvers vegna náum við ekki að keyra eins yfir þessi lið og þegar stóru liðin mæta? Þrátt fyrir að hafa unnið í dag var þetta ólíkt síðustu helgi, um stund voru Burnley um 60% með boltann og við virtumst eiga erfitt með að ná almennilegum tökum.

* Við náðum að landa þessum sigri þó að Firmino, Lovren og Hendo væru í burtu…og svo bættist Coutinho við í þann hóp. Þegar maður horfði yfir liðið síðustu 10 mínúturnar þá var maður pínu stressaður, en baráttan var til staðar sem skiptir öllu máli þegar uppá vantar í gæðum.

Næstu verkefni

Þá er stór leikur framundan. Það var alger skylda að vinna þennan því næst förum við á Etihad Stadium. Mikið vona ég að það verði nú eitthvað komið inn af “Lasarusunum” okkar því þeirra verður þörf í þeim stórleik. Sigur þar myndi veita okkur töluvert frumkvæði í baráttuna um Meistaradeildarsætið.

24 Comments

 1. Góð skýrsla og súmmerar allt upp í raun fyrri hálfleikur var steingeldur en maður sá glitta í liðið sem viljum sjá í þeim seinni.
  Eins og Maggi segir vonandi fáum við eitthverja til baka úr meiðslum fyrir City leikinn þetta verður algjör must win leikur og það verður ekki auðvelt á Etihad en ef við ætlum að eiga séns á CL sæti þá verðum við að taka 3 stig úr honum.

  Góðar stundir félagar

 2. 3 frábær stig en heilt yfir ekki merkilegur leikur.
  Við vorum góðir í baráttuni og dugnaði en náðum ekki okkar spila eða búa til virkilega hættu við mark andstæðingana.
  Við höfum stundum spilað betur en í dag og tapað stigi eða stigum en núna fengum við stiginn og fyrir það er maður virkilega sáttur.

  Mignolet stóð fyrir sínu í dag. Það segjir samt rosalega mikið um mann að maður er farinn að lýta á það sem mjög góða framistöðu hjá markmanni Liverpool að hann getur farið út í loft bolta án þess að klúðra. Einu sinni vorum við með Reina í heimsklassa og maður var ekkert stressaður fyrir einhverjum svona boltum en í dag er maður með hjartað í buxunum en Mignolet gerði vel og fyrir það fær hann mitt hrós.

  Klavan fórnaði sér fyrir okkur í dag og átti eitt mikilvægasta augnablikið þegar hann kastaði sér fyrir skot.

  Annars náði liðið sé ekki á strik. Þetta var flott mark hjá E.Can en mér finnst hann samt enþá einn af veikjuhlekjum liðsins. Hann var oft úr stöðu og þá sérstaklega í fyrirhálfleik þar sem hann átti að vernda vörnina okkar og ég skora á ykkur að fylgjast með því að hann horfir alltaf niður þegar hann er að fá boltan og fer svo að skoða valmöguleikana í kringum sig og hægir þetta virkilega oft á okkar spili(hann á sem sagt að vera búinn að líta aðeins í kringum sig eða vita betur stöðuna sína á vellinum því að Millner, Clyne, Lallana og hinn lélegi í dag Coutinho voru oft með hlaup í kringum hann sem hann bara missti af)

  Þetta var samt það sem maður vill frá liverpool s.s 3 stig og hvernig þau koma er auka atriði.
  Næsti leikur verður gríðarlega erfiður gegn Man City úti en ég get lofað ykkur að við fáum fleiri færi í þeim leik

 3. Mikill léttir að sigra Börnlei.

  Coutinho, Can, Mané og Lallana voru hreint ekki nógu góðir, að frátöldu marki Cans. Spurning hvort Origi karlinn hefði gert betur með skárri miðju og vörnin með skárri DM. Það var einhver lynka yfir þessu og maður er furðu lostinn yfir því af hverju sú er raunin, svona meðan allt er í járnum.

  City-leikurinn verður gríðarleg prófraun.

 4. Búinn að fylgjast með þessari síðu í 6 ár. 3 komment eftir sigurleik ! Yngra fólknið er ekki bara hætt að horfa á línulegt sjónvarp, líka hætt bloggi osfr. Twitter og snappið að taka yfir kannski.

  En þetta var hundleiðinlegur leikur, en vissulega ánægjulegt að ná að landa sigri í svona leik, man hreinlega ekki eftir því hvenær slíkt gerðist síðast. En ef það er þetta sem þarf til að vinna þessi lið þá tek í því any day.

 5. Þetta var mikill léttir.

  Mér fannst minn maður Can byrja illa en vinna sig inn í þetta. Mér fannst hann að vísu fá litla hjálp inná miðjunni til að byrja með þar sem við bjuggumst ekki við Burnley svona framarlega og Wijnaldum og Lallana voru ekki mikið í hjálpinni. Can reyndar höndlaði það ekki vel og varð svolítið eins og naut í flagi, tæklandi allt og alla. En þetta endaði allt á besta mögulega veg sem betur fer!

 6. Úff hvað þetta var samt erfitt, en þeimur sætara.

  Held að Burnley menn séu afar svekktir með að hafa ekki fengið amk stig úr leiknum.
  Flestir okkar manna voru ósannfærandi í dag fyrir utan Mignolet, en til viðbótar við skýrsluna vil ég bæta Mané við listann yfir menn sem áttu dapran dag.
  Sendingar og móttaka voru lélegar og þess þá meira sem maður fagnar því að bæði skot okkar manna á markið skildu enda sem mörk.

  Nú skal þetta leiðinda munstur vera brotið sem var töpuð stig gegn “litlu” og unnin stig gegn “stóru”.

  Megi þessi stigasöfnum endast sem lengst.

 7. Sælir félagar

  Þetta var ljótur sigur eins og Klopp sagði og ekkert til að gleðjast yfir nánast nema stigunum þremur. Maggi gerir þessu skil í góðri skýrslu sem ég er “algerlega sammála”. Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja þegar liðið spilar svona og virkar svona algerlega hauslaust.

  Það var ekki hægt að kenna því um að Burnley leggðist í 11 manna vörn síður en svo. Þeir djöfluðust um allan völl og sóttu og börðust og reyndu og skoruðu að lokum. Eftir hálftíma áttu þeir 5 skot á markið en okka menn ekkert. Skelfileg frammistaða, svo skelfileg að maður skammaðist sín fyrir liðið sitt – sem er vont.

  Það er ljóst að liðið þolir mjög illa svona líkamlegan bolta þar sem menn láta finna fyrir sér og djöflast af miklum krafti út um allan völl. Það er eins og leikmennirnir verði beinlínis hræddir bæði við líkamlegu átökin og liðið bresti undan djöfulganginum og hrökklist í skotgrafarhernað sem það ræður ekkert við. Lið í enska boltanum verða að geta tekist á við svona líkamleg átök og hörku ef þau ætla að ná árangri. Það er ljóst að liðið okkar ræður mjög illa við þetta því miður.

  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Hjúkk, 3 stig, það er það eina sem skiptir máli. Leikurinn var lélegur af okkar hálfu og enn og aftur bregðast miðjumennirnir okkar þegar á reynir, þ.e. Mane, Coutinho, Lallana og Wijnaldum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir leikmenn þola illa að þurfa að standa í slagsmálum á vellinum. Koðna gersamlega niður. Coutinho var beinlínis ömurlegur í leiknum. Liverpool Echo gaf honum 3 í einkunn fyrir frammistöðuna í dag! Mignolet var laaaaaaaaaaangbesti leikmaður liðsins í dag. Hann er svo sannarlega ekki aðal veikleikinn í þessu liði.

  Auðvitað er maður himinlifandi með þessi 3 stig og við erum svo sannarlega með í þessari baráttu um 2. – 4. sæti. En maður lifandi hvað það vantar mikið meiri stál í þetta lið. Leið og við mætum þessi physical-liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu þá koðnum við niður. Þetta mun Klopp laga í sumar, það er alveg á hreinu. Ekki fleiri flugur heldur sterka og stóra alvöru menn sem þola smá slagsmál á vellinum.

  Finnst menn ansi brattir að heimta sigur á móti City á Ethiad. Í mínum huga væri jafntefli frábær úrslit fyrir okkur.

 9. Tottenham – Burnley 2:1
  Arsenal – Burnley 2:1
  Man City – Burnley 2:1
  Liverpool – Burnley 2:1
  Man United – Burnley 0:0

 10. Ég tek öllum 3 stigum, sama hvernig þau eru, þessi 3 stig eru með þeim sterkari. Sýndum loksins smá karakter gegn litlu liði. Liverpool, eins og það er núna, er orðið skotmark fyrir litlu liðin, þau vita af því að Liverpool hefur verið að hiksta gegn þeim og koma þess vegna brjáluð inní þessa leiki og reyna af öllum mætti að nýta sér það að Liverpool hefur verið í lægð. Þessi sigur er virkilega jákvæður sama hvernig á það er litið. Enginn útivallarleikmaður var góður en samt nógu og góðir til að krækja í sigur að lokum. Loksins rotuðum við þessa grýlu og skulum við bara vona að í kjölfarið fylgi eftir nokkur góð högg til að hún ranki pottþétt ekki við sér.

  Liverpool verður að vera lið sem minni liðin hræðast, þau eiga ekki að hlakka til að spila við okkur. Ég er ánægður stuðningmaður í dag.

 11. Origi lagði reyndar upp bæði mörkin í leiknum. Hann átti sendinguna inn á teiginn þegar að Gini skoraði og svo renndi hann boltanum á Can sem skoraði seinna markið.

  Annars flott 3 stig þó að spilamennskan hafi ekki verið neitt spes að þá eru það punktarnir á töfluna sem skipta öllu máli.

  YNWA

 12. Sæll Sigkarl á hvaða sjónvarp varst þú að horfa?
  segir

  Það var ekki hægt að kenna því um að Burnley leggðist í 11 manna vörn síður en svo. Þeir djöfluðust um allan völl og sóttu og börðust og reyndu og skoruðu að lokum. Eftir hálftíma áttu þeir 5 skot á markið en okka menn ekkert. Skelfileg frammistaða, svo skelfileg að maður skammaðist sín fyrir liðið sitt – sem er vont.

  samkvæmt sky þá átti Burnley 1 skot á markið allann leikinn ,en þú segir 5 skot eftir hálftíma leik verð að fá að sjá þetta hjá þér var aðeins öðruvísi í samsung tækinu mínu en sammála þér að öðru leyti.

 13. Origi er ekki að brenna út á tíma, en maður vonaðist eftir hraðari framförum hjá honum. Pínu staðnaður kallinn en þarf samt að sýna mun meira Næstu 15 mánuði ef hann fær þann tíma.
  svo hef ég eiginlega áhyggjur af coutinho. Hann er löngu kominn úr meiðslum en hefur alls ekki verið að spila vel heilt yfir.

 14. Wijnaldum og Can þurfa aðeins meira sjálfstraust á miðjunni til að geta stjórnað henni. 2 mörk í þessum leik hlýtur að geta hjálpað þeim. Ég er bjartsýnn á framhaldið.

 15. Frábær þrjú stig.

  Afar ánægjulegt að Can og Origi hafi komið að báðum mörkum enda virkilega vantað meira framlag frá þeim. Í mínum huga þurfa þeir báðir samt að bæta sig meira ef þeir ætla sér langtímahlutverk í liðinu og ég held að það sé alveg mögulegt m.v. hversu ungir þeir eru – Þeir fá amk fullt af spilatíma næsta vetur hugsa ég. Ég er virkilega hrifinn af þessum hlaupum hans Gini og þau eru virkilega búin að skila mikilvægum mörkum núna undanfarið.

  Ég hef miklar áhyggjur af besta manni liðsins, Coutinho. Enn eitt árið kristallast hans tímabil í miklum sveiflum og stórkostleg frammistaða hans í haust hálfgleymist í meiðsla/formleysi hans núna. Í raun er framlag hans í mörkum og stoðsendingum svipað og Origi sem segir ansi mikið (reyndar er reyndar mikið sem Coutinho færir liðinu til viðbótar sem ekki kemur fram í mörkum og stoðsendingum).

  Flottur leikur hjá Mignolet og sterk innkoma hjá Lucas – frábærlega heppnuð skipting hjá Klopp. Mér fannst Lucas vera duglegur að hjálpa vörninni að skalla frá og kom bara með nauðysnlega orku undir lok leiksins.

 16. Sælir félagar.
  Vitiði hvort það sé einhver séns að finna miða á leikinn næstu helgi.
  Að sjálfsögðu Liverpool meginn.

 17. Eina sem skiptir máli eru þessi 3 stig en leikur liðsins vekur samt upp spurningar. Alveg eins og á móti Leicester mætir liðið ekki tilbúið í baráttu. Það er áhyggjuefni. Stóra spurningin þar er hvað veldur því að þeir mæta svona slakir og illa stemmdir til leiks. Ég er engann veginn dómbær hvort kenna eigi stjóranum um það (sem btw er þekktur fyrir að mótivera leikmenn) eða leikmönnunum sem líta stórt á sig því þeir eru LFC leikmenn og lið eins og Burnley eigi bara að þakka fyrir að vera á Anfield og vinsamlegast að leyfa LFC að smella 5 mörkum í andlitið á þeim og þiggja svo köku eftir á. Án djóks er þetta farið að vera frekar regla en undantekning hvernig liðið mætir þessum svokölluðum “litlum” liðum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa a.s.a.p.

  Aðeins um Can kallinn. Ég hef verið á hans vagni síðan hann kom. Ungur og efnilegur skriðdreki. Spilaði auðvitað nánast allar stöður nema mark undir Rodgers og ekki var það að hjálpa honum að aðlagast. Vegna meiðsla Henderson á síðasta tímabili setti Klopp hann mjög fljótlega í djúpu miðjustöðuna og þar óx hann og óx eftir því sem leið á og að mínu mati var hann mikilvægasti leikmaður liðsins í baráttunni um Deildar-og Evrópubikarinn. Ég var hrikalega ánægður með að þarna væri loksins kominn alvöru varnarmiðjumaður en með kraftinn til að keyra fram þegar svo ber undir. Hann var kominn í sína stöðu og taldi maður að Can myndi eigna sér hana á þessu tímabili og eðlilegast væri að Hendo myndi bara spila framar. Maður auðvitað veit ekki nákvæmlega hvað Klopp telur vera sitt first 11 þegar allir eru heilir en mig minnir að Can hafi verið seinn tilbaka útaf EM og fékk ekki almennilegt pre-season. Allavega þá byrja Hendo, Gini og Lallana tímabilið mjög vel og Can þarf að sætta sig við bekkinn. Þegar hann kom inn á eða byrjaði stöku leiki framan af þá var hann sjaldnast að spila sem defmid. Menn þurfa nokkra leiki í sömu stöðu til að ná upp stöðugleika. Að mínu mati hefur hans tímabil ekki verið neitt til þess að hrópa húrra fyrir, langt í frá, en markið gegn Bournemouth og núna gegn Burnley voru stórkostleg og sýna hvað hann getur sóknarlega. Ég sjálfur hef verið að væla um að liðið vanti þennan Masch eða Alonso en auðvitað er Can ekki kominn í það level en hefur hráefnin til staðar að verða svona sambland af þeim tveimur snillingum. Þessi samningamál gætu verið að trufla hann innan vallar en ég verð brjálaður ef hann verður seldur í sumar. Ég vill sjá hann spila sem defmid og hef fulla trú á því að margir þyrftu að éta sokk þegar menn sjá hann þróast í þennan Panzer skriðdreka sem hann hefur að geyma.

  Scheize! Maður ætti kannski að smella í B.s. ritgerð um Can the Man. Anyway, langaði samt að taka eitt rant hérna. Mig klæjar í hausinn yfir hornspyrnum liðsins. Eða bara almennt yfir föstum leikatriðum. Hvað væri Matip búinn að skora mörg mörk ef hann væri að spila fyrir WBA? Pulis kallinn fær mikinn skít hérna en hann veit hvað hann syngur þegar kemur að því að nýta horn eða aukaspyrnur á hættulegum stað. Þessar spyrnur hjá Coutinho og Milner… díses kræst! Er þetta ekki æft? Er þetta algjörlega random? Er Klopp ekki með mann sem fer yfir hvar veikleikar liggja hjá andstæðingum varðandi horn og aukaspyrnur? Ekki láta mig byrja á því þegar liðið er svo að verjast föstum leikatriðum…það er auðvitað stórundarlegt fyrirbæri.

 18. Sælir félagar

  Tóti #13 ég var að horfa á samsung tækið mitt og þwetta er einfaldlega tölfræði sem kom upp á skjáinn meðan á leiknum stóð. það má svo deila um hvað eru skot á mark og hvað ekki. Ég nenni hinsvegar ekki að rífast um það svo ég læt nótt sem nemur í þessu máli. Samsunginn minn er orðinn 16 ára svo það getur verið að hann sé farinn að sjá illa 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

 19. Tigon ég vona svo innilega að það sé eitthvað til í þessu sem þú sérð í Can því ég er ekki að sjá það enn hann klárlega kláraði þetta fyrir LFC núna enn ég veit það ekki hann var reyndar mikið betri líka í leiknum á móti Arsenal og fór í þær tæklningar sem nauðsynlegt var að fara í og slapp reyndar með skrekkinn þar. Ég held að ef hann fær að spila þessa stöðu fram að vori og stendur sig þolanlega þá skal ég taka undir þetta enn hann verður og það hefur ekkert með það að gera að hann sé 23 ára því hann verður bara fara sína stöðuleika í sínum leik nákvæmlega eins Hendó hefur verið að gera því þessi staða krefst þess að menn séu ekki bestu menn leikjanna heldur jafn sterkir alla leiki þá á ég við að vera c.a. í 6,5 til 7,5 í einkun fyrir leiki í svona 80 til 90 % tilfella.
  Og ég er svo hjartanlega sammál þér að þessi strákur kann vel fótbolta og getur orðið betri, þetta er bara spurning um hugarfarið hjá honum og ég vona það svo innilega að hann komi til með að vakna núna með vorinu.

  Menn hér inni á Kop voru farnir að kalla eftir því að setja Moreno inn í liðið og Can út úr því og setja í hans stað Milner inn á miðjun !! eru menn virkilega búnir að gleyma því hvernig þetta var allt saman í fyrra ? það var eins og Moreno væri að grátbiðja um að vera seldur til Spánar aftur slík var framistaða hans í úrslitaleiknum ég bara get ekki gleymt þeirri drullu sem hann sýndi í þeim leik var algjörlega yfirspilaður á öllum stöðum og toppaði framistöðuna með því að hoppa yfir bolta sem kom beint á hann og rataði hann í fætur andstæðings sem lagði hann léttilega framhjá markmanninum. Í guðsbænum ekki kalla eftir þessum manni aftur gerið það fyrir mig og liðið okkar að hann verði utan þess sem lengst og helst seldur í sumar.

  Horfði á Kanté taka Manu áðan úff ég hel ekki vatni yfir þeim manni hann er einmitt þessi maður sem á alltaf góða leiki og ég tók líka eftir þvi að þegar hann átti lélega sendingu að þá hljóp hann strax og reyndi að ná boltanum aftur og tókst að trufla eða ná bolta aftur þetta gerðist held ég í 1 skipti í leiknum. Eftir að hafa horft á þennan leik þá sá maður að Kanté er svona 100 miljón punda virði og Pogba er enn 800 þúsund pund miðað við frammistöðu djöfull var hann lélegur og leiðinlegur leikmaður var næst leiðinlegastur á eftir Costa það getur einginn toppað það dýr.

  Og þið allir hinir það er að koma vor í evrópu ekki gleyma því að LFC er bestir með hækkandi sól, þannig að muna að horfa á veðurspánna fyrir næsta leik.

  Takk fyrir mig.

 20. Sæl öll.

  Það er gríðarlega mikilvægt að Liverpool vinni City á sunnudaginn. Mér finnst það mjög líklegt að man. utd. vinnur UEFA cup og tekur því eitt enskt sæti í CL. Því verða aðeins þrjú efstu sætin í deildini sem gefa CL. og þangað verðum við að komast. Eða er það ekki rétt hjá mér að ef man. utd. vinnur keppnina að þá eru aðeins þrjú efstu sem gefa CL? Mest fjögur lið frá sama landi í CL.

 21. Nei það er þannig að það yrðu 5 lið frá Englandi. T.d. var Villareal í 4 sæti í fyrra á Spáni og Seville í 7 sæti. Það voru 5 lið frá Spáni enn Villareal datt út á móti Monaco í útsláttarkeppninni.

 22. Gleðjumst yfir þessum sigri hvort sem hann er fallegur eða ljótur. Hellingur er eftir af þessu tímabili og einhver 30 stig sem hægt er að ná í til viðbótar. Markatalan í heild er góð sem nemur tæpu marki í leik að jafnaði. Ef lykilmenn ná sér af meiðslum og vörn og markvarsla stendur sig skítsæmilega þá hef ég engar áhyggjur af framhaldinu. Eina sem ég sé neikvætt er hve fáir leikir eru eftir gegn toppliðunum. Klopp er með frábært lið í höndunum sem hann lærir alltaf betur að nota. Ekki verður því þó neitað að styrkja þarf hópinn og auka breiddina. Nú hlýtur að fara fram dauðaleit fyrir sumarið að miðverði, bakverði og djúpum miðjumanni. Hlýtur að vera einhver áætlun til að geta tekist á við fleiri leiki , m.a Meistaradeildina, næsta vetur.

 23. Yngvi #22 . En ef Leicester vinnur meistaradeildina og Man utd evrópudeildina dettur þá ekki 4 sætið út ?

Liverpool 2 – Burnley 1

Podcast – Einn af leikjum tímabilsins