Podcast – Hinsti dans Arsene Wenger á Anfield?

Það er staðreynd að vinnuvikan er betri helgina eftir að Liverpool vinnur Arsenal og stemmingin í þætti kvöldins var svo sannarlega hressari en eftir síðasta leik. Að þessu sinni var aðeins skoðað stöðu Wenger hjá Arsenal en hann var líklega á Anfield í síðasta skipti, eins var spáð aðeins í áhugaverðu liðsvali hans fyrir þennan leik. Þar fyrir utan var umræðan öll um Liverpool, Emre Can, Klopp, leiðtogar o.m.fl. Leikurinn sjálfur var ekki krufinn sérstaklega niður reyndar enda við séð þennan leik margoft undanfarin misseri.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: Kristján Atli, Maggi og SSteinn.

MP3: Þáttur 143

5 Comments

  1. Ég vill þakka fyrir góð podcöst. Á góðum dögum sem slæmum. Þið eruð rosalega duglegir. Takk fyrir mig.

  2. held reyndar að nágranni hans þar sem hann bjó áður hafi átt frænda sem varð veikur.

  3. Takk fyrir fínar umræður. Finnst þessi umræða með framkvæmdastjórana, hvort sem um er að ræða Wenger eða aðra, komin út fyrir allt sem skynsamlegt er og hreinlega vera bull á stórum köflum. Ég held óskaplega lítið upp á Arsenal en hef þó alltaf virt þá fyrir að halda sínum stjóra lengi. Wenger er búinn að gera frábæra hluti fyrir liðið og væri því hneisa og til skammar að reka hann. Síðan er annað mál hvort hann finni ekki sinn vitjunartíma og hætti í vor. Ég hugsa að það sé skynsamlegt fyrir hann að gera.
    Segja má með sanni að peningaöflin séu langt komin með að eyðileggja knattspyrnuheiminn. Ríkir gaura kaupa stórliðin og krafan um sigur er gríðarleg, leikmenn eru keyptir hægri vinstri eins og enginn sé morgundagurinn. Framkvæmdastjóri sem ekki nær árangri helst strax er rekinn. Félagshollusta leikmanna minnkar því alltaf er beðið eftir stóra liðinu sem býður besta samninginn og borgar mest. Þetta er bókstaflega viðbjóðslegt eins og alls staðar þar sem peningarnir ráða för.

Liverpool 3-1 Arsenal [Skýrsla]

Eru FSG nógu öflugir eigendur?