Leicester 3 – Liverpool 1

Leik lokið

ÖMURLEG FRAMMISTAÐA – TIL SKAMMAR FYRIR LIVERPOOL FOOTBALL CLUB!!!

3-1 Coutinho skorar af vítateignum á 68.mínútu. Mikið vonum við að hann vakni við þetta.

3-0 Vardy á 60.mínútu. Ömurleikinn bara heldur áfram. Fullkomið ráðaleysi hér í gangi.

Hálfleikur Vá. Þvílík skita. Liðið ekki getað neitt. Leicester komu inn með látum, berjast fyrir öllum boltum og hafa einfaldlega dúndrað okkar mönnum inn í vel þekkta skel. Við höfum varla farið í sókn sem heitið getur og það þarf eitthvað rosalegt að gerast í síðari hálfleik. Því miður hef ég enga trú á því. Karlmenn á móti drengjum hingað til. Ég er einfaldlega brjálaður hérna í hálfleik!

2-0 Drinkwater á 39.mínútu. Skulum vera hreinskilin hérna. Fullkomlega sanngjarnt. Versta frammistaða liðsins í vetur hingað til. Leicester að stúta okkur.

1-0 Vardy skorar á 28.mínútu. Hamagangur á miðjunni, Wijnaldum með skelfilega sendingu sem er étin, stungið inn á Vardy sem stútar vörninni og skorar. Sanngjarnt.

15 mín Heldur mikill hasar, Vardy hefði getað fengið spjald eftir nokkrar sekúndur, Mignolet búinn að verja einu sinni virkilega vel, heimamenn í heilmiklum djöflagangi og við ekki alveg búnir að ná tökum á leiknum.

Leikurinn er farinn af stað.

19:10: Byrjunarliðið er komið. Henderson er ekki með eins og hafði frést um helgina:

squad

Bekkur: Karius, Klavan, Moreno, Trent, Stewart, Origi, Woodburn.

Sterkt lið þótt fyrirliðann og Dejan Lovren vanti en bekkurinn frekar veikur og það vekur athygli að Daniel Sturridge er ekki í hóp.


Við minnum á tístkeðjuna okkar – endilega taka þátt í umræðunni!


Færsla kl. 16:08

Gleymdi að rúlla því hér inn að Jordan Henderson verður ekki með í dag, hann er meiddur og er líka tæpur um næstu helgi gegn Arsenal. Lovren verður skoðaður rétt fyrir leik…Can og Lucas nefndir í þessar leikstöður.

Færsla kl. 15:00

Þá er loksins komið að því að við fáum að sjá okkar ástkæra Liverpool lið inni á fótboltavelli aftur.

Drengirnir eru mættir á King Power Stadium í þeirri góðu borg Leicester til að leika við ríkjandi meistara í ensku úrvalsdeildinni. Uppselt er á leikvanginn í kvöld, rúmlega 32 þúsund manns komast þar fyrir. Þó hefur heyrst að mögulega muni ekki allir skila sér á völlinn sem eiga ársmiða í kvöld og það er þá gert til að mótmæla brottvikningu Claudio Ranieri en í kvöld verða heimamenn undir stjórn þessa ágæta manns Craig Shakespeare sem var einn aðstoðarmanna Ítalans geðþekka.

Um fátt hefur meira verið ritað undanfarna daga en þá brottvikningu svo segja má að Craig karlinn, leikmennirnir og klúbburinn allur verði undir stækkunargleri í leiknum í kvöld. Hann snýst um það fyrir heimamenn að krafla sig úr fallbaráttunni en við erum að keppa um CL-sæti svo leikurinn er gríðarmikilvægur.

Hitastigið í Leicester verður um 5°C á meðan á leik stendur og dómari dagsins er hann Lee Mason.

Þráðurinn uppfærist þegar líður á daginn, tístkeðjan kemur inn um hálf fimm og síðan byrjunarlið um klukkutíma fyrir leik. Treystum á að okkar menn séu í góðum gír eftir 16 daga frí.

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!

159 Comments

  1. Leiðrétting á dómara kvöldsins, Lee Mason tilkynnti sig víst veikan fyrir helgina og Michael Oliver dæmir leikinn. Ef menn hafa trú á því að dómarar hafi áhrif á okkar menn þá er recordið mun betra með Oliver með flautuna heldur en Mason á þessu tímabili 🙂

  2. Djöfull vona ég að þetta verði leikurinn þar sem Can verður maður leiksins hann þarf svo sannarlega á því að halda að koma sér í gírinn eftir mjög dapra síðustu mánuði ! ég hef trú á því að við sjáum góðan Can í kvöld og tökum þetta 4-0.

  3. Sælir félagar

    Feginn að Mason dæmir ekkiþví hann dæmir eftir reglum sem enginn kann nema hann. Þó Oliver sé mistækur reynir hann að halda sig við viðurkenndar knattspyrnureglur sem er öllum í hag.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Loksins komið að því að fá Liverpool leik í sjónvarpið eftir langan tíma.
    Vonandi mæta menn ákveðnir til leiks og taka þessi 3 stig.

  5. Sturridge ekki einu sinni á bekk… hvað er málið? Can inn fyrir Henderson

  6. Gunnar viltu frekar hafa Lucas, guð hjálpi okkur þegar Vardy fer að stinga hann af.

  7. ættum að vinna þetta létt.. en þetta er jú liverpool.. rústa stóruliðinum og láta smáliðin flengja sig.

  8. Dásamlegt, allt eins og áður, losins, loksins……nú get ég tætt liðið mitt í spað. Hvað er Klopp að hugsa, af hverju er þessi væskill þarna og af hverju er þessi í láni og hvar er Rush!!!!
    Í alvörunni, róið ykkur á dramatíkinni, leikurinn er ekki byrjaður . Liðið er bara eins og það er og Klopp treystir sumum betur en öðrum og ég treysti Klopp. Áfram Liverpool
    YNWA

  9. Búinn að poppa. Kominn í treyjuna. Mánudagur og fallegur snjór yfir öllu. Liðið okkar hvílt og ferskt. Spái 1-4 sigri.
    Mané þrenna og Lallana bætir einu við

  10. Já það verður fróðlegt að sjá hvaða Liverpool-lið við sjáum í kvöld eftir ansi góða pásu. Við eigum væntanlega eftir að sakna fyrirliðans okkar og Leicestermenn verða hættulegri í skyndisóknum fyrir vikið. Það getur líka haft áhrif á frammistöðu Lucas Leiva ef hann fær ekki þá hjálp sem hann þarf. Ég vona bara að fremstu fjórir verði í stuði í dag og klári þetta fyrir okkur.

  11. Aumingjalegt lið Liverpool, áfram heldur skitan, og nú á móti liði sem hefur ekki skorað í deild árið 2017. Getur þetta eitthvað versnað ?

  12. Hversu HROÐALEGUR varnarleikur var þetta hjá Lucas Leiva????????????????

  13. Drullist a fætur eftir 16 daga frí. Andskotans aumingjaskapur alltaf a móti þessum neðri liðum… klára þennan leik. Koma svo

  14. Af hverju hljóp Lucas ekki bara útaf. Hann fór bara lengra og lengra frá Vardy. Djöfulsins aumingjaskapur

  15. Nei er Liverpool undir á móti liði sem er í fallhættu ha ha ha þetta er ótrúlegt.

  16. Þetta er bara alveg eftir formúlunni stimplum við okkur endanleg út úr baráttuni um 4 sætið í kvöld ég óttast það.

  17. Það grátlega við þetta er hvað þetta var fyrirsjáanlegt. Maður vissi að fyrsta deildarmark Leicester 2017 kæmi gegn okkur í þessum leik.

  18. Er nú mjög gjarn á að gagnrýna Lucas en hvernig í ósköpunum er hægt að kenna honum um þetta ef Wijnaldum gefur svona sendingu beint á leicester mann og þá kemur stungusending sem var ómögulegt að bregðast við fyrir Lucas og hvað á hann þá að gera taka Vardy í spretthlaupi????
    Engann veginn Lucas að kenna þetta mark algerlega Wijnaldum sem á þetta skuldlaust.

  19. Auðvitað neglir Vardy á veikleika Liverpool. Allir myndu gera það. Ég vissi það samt svo að Leicester kæmu brjálaðir í þennan leik. Stórhættulegt að mæta liðum eftir stjóraskipti

  20. Lucas að hlaupa vardy uppi í stungum er bara mjög vont gameplan. Gomez frekar eða einhvern því við vitum að von er á hröðum sóknum. Klopp ætti að vita það líka

  21. Ég skil ekki til hver ég er að eyða tíma í að horfa á þetta rusl lið.

  22. #42 ef þú heldur í alvöruni að það sé vandamálið þá skjátlast þér.
    Liverpool eru búnir að vinna hvað 1 leik í núna 2 mánuði ef þessi leikur tapast ég er nokk viss um að Liverpool sé vandamálið

  23. Leicester er búið að skora 2 mörk 2017. Á móti hverjum ætli það hafi verið?

  24. Glatað hvað er fucking leicster í fucking 17sæti ! Klopp er fucking drasl.Burtu með þetta rugl ! Lucas fucking leiva ! Fuck this kjaftæði !

  25. Jæja þetta er komið gott, núna er ég búin að fá nóg hættur að horfa á þessa hörmunng.

    KLOPP OUT!!!!!!

  26. 2 gefins mörk eftir mistök af miðjunni, hlakka til að lesa á eftir hvað lucas hafi verið lélegur hérna inná og átt þátt í þeim somehow.

  27. Stundum veit maður ekki af hverju maður eyðir tíma í að horfa á þetta lið spila á móti liðum í neðri hlutanum.
    Það er eitthvað mikið að í hausnum á þessum leikmönnum

  28. Þetta sýnir hvað þessir leikmenn Leicester eru miklir aumingjar þeir láta reka þjálfarann sem gerði þá að meisturum og um leið og hann er farinn að þá fara þeir að geta eitthvað og snákur eins Vardy fer allt í einu að skora aftur.

  29. það var eins gott að ekki var keyptur neinn í janúar,það hefði verið algjört rugl.maður er djöfulli þreyttur á þessu,hvernig ætla þeir að afsaka sig núna??

  30. Svakalegt að Liverpool eigi bara einn leikmann sem er yfir 1.5m ómögulegt að verjast föstum leikatriðum og þetta finnst mér vera svolítil falleinkunn á Klopp því það er ekki nóg að eiga 2 miðverði sem geta varist i föstum leikatriðum og flestir miðjumennirnir eru mjög lágvaxnir og þetta er stóra ástæðan fyrir hversu illa okkur gengur gegn litlu liðunum.

  31. Sakho átti stórleik fyrir Palace. Hvernig getur Leiva verið betri kostur þarna inná?

  32. #43 Leicester hefur ekki skorað mark fyrir þennan leik á árinu 2017 og ekki eru þessi mörk komin til af varnarmistökum okkar manna. Ranieri var búin að missa klefan!

  33. Aumingjar… eru að spila fyrir cl sæti og mæta ekki til leiks, þetta kallar á hreinsanir

  34. Ok, biðst afsökunar á að hrauna yfir þá sem hrauna yfir mitt ástkæra lið. Þvílík skita í fyrri. Hvað gera bændur nú, fátt um fína drætti á bekknum….en getur það orðið verra
    YNWA

  35. Shit ég var á Anfield 11 febrúar s.l og sá þetta lið vinna Tottenham sannfærandi, hét að það væri komið að því, dæmið væri að snúast við, djöfull hafði ég rangt fyrir mér. Enn og aftur þarf maður að mæta í vinnuna og vera skotinn niður af helv Manu gaurunum sem ég er að vinna með. Er að verða brjálaður á þessu.

  36. Sælir félagar

    2 – 0 í hálfleik og fullkomlega sanngjarnt. Lucas er bara Lucas en Matip? Hann, Coutinho, Mané, Lallana, Wijnjaldum og Firmino. Koma dauðþreyttir ú hálfsmánaðar fríi. Frammistaða þessara manna er með fádæmum í fyrri hálfleik. Kosturinn er að það er ekki hægt að spila verr svo maður vonar að þetta verði ekki nema 4 – 0. Maður skammast sín fyrir liðið, stjórann og allt í kringum þetta lið – skammast sín.

    Það er nú þannig

  37. Hvenar ætlaru að fara hugsa skýrt Klopp. Milner er ekki bakvörður!! Prufaðu Moreno og settu Milner á miðjuna eða á bekkinn!!! Lucas á ekki heima i Liverpool. Hann kæmist ekki einu sinni í hóp hjá Chelsea,City,Manutd, Tottenham, Arsenal og jafnvel Everton. Can er drasl, Steward er meira segja betri en hann. Firmino er ekki búinn að sjást síðan i október í fyrra!!!! Hann er ekki striker, bekkjaðu hann eða notaðu hann á kantinum. Notaðu Sturridge þegar hann er heill. Ástæðan fyrir því afh hann er ekki að performa er út af Klopp treystir honum ekki og er buinn að taka allt sjálfstraust úr honum sem Brendan Rodgers gaf honum,Kauptu fkn nýja leikmenn. Þetta eru allt handónýtir leikmenn!!!

  38. Það er ekki horfandi á þetta….þvílík drulla…eru allir þessir gaurar hættir að kunna fótbolta…ekki boðlegt….

  39. Það verður að segjast þaessi fyrri hálfleikur er stragetísk og mórölsk hörmung

    Strategíst:

    1. Við erum ekki með neitt bakköpp á bekknum til að breyta leiknum okkur í vil.
    2. Þeir spila þann leik sem hingað til hefur nýst okkur ágætlega. Framsæknir og áræðnir, liggja ekki í vörn en við náum ekki að nýta það fyrir fimmaura.
    3. Hvergi örlar á skipulagi eða hugmyndum sem gætu snúið þessu okkur í vil.

    Móralskt:

    1. Öll návígi falla þeim í vil. Við veigrum okkur við að mæta þeim, þeir fara með punginn og andlitin í boltann ef þess þarf.
    2. Leikmenn sem eru ekki með boltann standa frosnir. Það er engin hreyfing á mannskapnum.
    3. Enginn virðist berja þá áfram til dáða.

    LC hefði getað verið búið að skora tvö mörk til viðbótar miðað við sæginn af færum sem þeir hafa fengið. Coutinho hefði mögulega getað gert eitthvað úr þessum opnu færum en hann er svo hægur og hikandi að maður verður sorgmæddur. Firmino er eins og laufblað í vindi. Winjaldum hefur verið skelfilegur sem og öll miðjan. Hvar eru Mané og Lallana? Þetta eru bara einhverjir skuggar.

    Jæja maður fer þá og mokar götuna ef þetta heldur svona áfram.

  40. Verulega vondur fyrrihálfleikur í beinu framhaldi af öðrum leikjum 2017, vörnin skelfileg og sóknin ómarkviss. En ekki er öll von úti enn, eitt mark gæti hæglega breitt gangi leiksins, brotið Leicester og aukið sjálfstraust L’pool. Nú reynir á hvort Klöpp kunni að nota hárblásarann.

  41. Þið aumingjar sem hrópið á brottrekstur Klopp!!!
    Standið með ykkar manni!!!
    Þið voruð með sjálfrennandi sáðfall hér fyrir áramót af hrifningu á þessum gaur, ekkert var betra til í heiminum en hann. Og hvað svo ?

    Þið eruð ekki samkvæmir sjálfum ykkur.

    Ragnar Reykás er ekki velkomin hér!!!

  42. Hvort á Lugas að víkja fyrir ragnari eða Can og hann að skipta um stöðu, vandinn er að það er enginn þarna til að leysa Hendo af.

  43. Er hægt að skipta um lýsanda á leiknum? Ekkert nema neikvæðni og væl.

  44. Jahérna, þetta var eins fyrirsjáanlegt og það verður.
    Við áttum að vera með allan meðbyr, komandi úr yfir tveggja vikna fríi og með sigur á Tottenham á bakinu á meðan Leicester hefur ekki skorað mark né unnið leik í TÍU KLUKKUTÍMA eða allt árið 2017 og spiluðu síðast fyrir 5 dögum síðan í meistaradeildinni.
    Eins og venjulega, þegar meðbyrinn er með okkur gegn liði í fallsæti þá skítur liðið á sig.
    Guð sé lof að við keyptum sterka leikmenn í janúar og höfum öflugan bek…
    Nei alveg rétt. Við keyptum ekkert og eigum því aðeins Origi til vara ef allt fer til fjandanns.
    Fjandinn

  45. Þetta var þannig hálfleikur að þó svo Liverpool vinni leikinn 2-3 þá verður þetta samt glatað. Ég var að missa trú á þessu meistaradeildarsæti. Það vantar bara svo mikið í þetta lið.

    Áfram Liverpool!!!

  46. ég vil alls ekki missa klopp eins og sumir hér,ég held að það megi ekki kaupa leikmenn sem eitthvað geta.meðan þessir fsg eða hvað þeir kalla sig eiga þetta lið mun þetta aldrei lagast

  47. Það kemur ekkert á óvart hvernig þessi leikur er að fara það eina sem hefur komið á óvart 2017 var það að vinna Tottenham!

  48. Emre Can út og Origi inná sem fyrst takk.
    Þetta getur ekki versnað mikip meira þessu fjandans frammistaða.
    Hvernig getur þetta lið aldrei mætt í þessa leiki.

  49. En svona án gríns ég var að átta mig á því að Firmino er inn á vellinum.

  50. Öll lið deildarinnar voru búin að lesa í Ranieri og hann fékk að fjúka. Stjórinn okkar fékk tæpar 3. vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Okkur er svo boðið upp á þetta afhroð.

  51. Sammála no 75, hriklega leiðinlegur lýsandi, hálfpartinn furðulegt að hlusta á lýsinguna í fyrri hálfleik, endalaus skot á Liverpool, eins og það skipti einhverju máli.

  52. Afhverju î andskotanum setur Klopp ekki Milner inn à miðjuna fyrir Emre Can!!!??! Milner er vinnuhestur og fyllir þessa stöðu frábærlega út og er bara uppfyllirfni í vinstri bak. Við HLJÓTUM að geta hent inn ungum vinstri bakverði inn því miðjan er BÚINN AÐ SKÍTA Á SIG! Danny fucking Drinwater er að rúlla yfir miðjuna sem í raun er alls ekkert sterk á pappír.

    Það er staðreynd að þegar við töpum leikjum þá eru þeir að tapast á miðjunni og þessi leikur er tapaður í fyrri hálfleik þar sem við vorum hlaupnir í kaf. Tveggja vikna frí til hvers??? Það má skella varalit á svín og dressa það upp eins og menn vilja en það verður alltaf svín. Liverpool hópurinn er alls ekki sterkur (svínið) og sú ákvörðun að styrkja EKKI hópinn í janúar eru fyrstu stóru mistök Klopp.

    Þau eru það stór að liðið er búið á þessu tímabili. Við erum að spila 3-4 leikmönnum út úr stöðu sem er merki um að þjálfarinn treystir ekki því sem hann hefur. Milner er ekki LB, Leiva er ekki DC, Firmino er ekki striker og það má bæta við að Can er alls ekki varnarsinnaður miðjumaður eða miðjumaður yfir höfuð sem bætir okkur.

    Þessi fjögur mistök er easy að laga og að laga aðeins EITT í janúar hefði gert okkur kleift að vera þéttari fyrir (vinstri bak inn/Milner á miðjuna) en Klopp ákvað svo stórkostlega að gera ekkert og afsaka það að markaðurinn sé rugl á þessum tíma (lesist: kanarnir gáfu honum ekki pening).

    Ég er frekar ósàttur með ákvörðun Klopp en hann stendur og fellur með henni. Ég trúi ekki að við töpum fyrir Leistunum. Ég vil sjá 2-3 sigur.

  53. Fyrgefið en ég verð að koma þessum orðum út úr mér, ég er orðinn fokking pirraður á þessu Liverpool liði og sérstaklega Klopp, hann verður að taka Firmino úr liðinu þegar Sturridge er heill, Lucas á ekki heima í Liverpool lengur og Coutinho verður að fara að rífa sig í gang aftur.

  54. #83 satt er það en þú gætir bætt því inní að öll lið deildarinar eru líka búin að lesa Klopp

  55. Svona er tilfynningin að halda með Sunderland. Erum búnir að fá að kynnast því seinustu 2-3 mánuði

  56. Hvar er fólkið sem varði Lucas fyrir leik. Ég sagði að þetta yrði veisla fyrir Vardy.

  57. Þar fór meistardeildarsætið endum í svona 6 til 8 sæti. Alltaf sama skitan hjá liverpool allveg hætt að koma manni á óvart ..

  58. Er búið að skipta í 3-5-2? Can virðist kominn í vörnina og Kúturinn inn á miðju.

  59. Liverpool eiga ekki einu sinni færi.
    Ég hef ekki séð svona ömurlega frammistöðu í 3 vikur eða svo.

  60. Var fúll þegar ekkert var búið að gerast á 55 mín og hann gerði ekki 3 rótækar skiptingar með nýju kerfi, þessi þrjóska er að kosta okkur leiki. Veit hvaða fífl sem er að ef ekkert er búið að breytast eftir 55 mín þarf að gera rótækar breytingar, taka áhættu.

  61. Ekki skipta inna klopp bara alls ekki, gæti breyst leikurinn til hins betra. Ekki getur það versnað

  62. Takk…. bæ, tékka næsta haust… vonandi verður klopp búinn að taka hausinn útúr rassgatinu á sér

  63. Jæja síðasti naglinn komin í kistuna. Ég ætla bara að slökkva núna. Ég segi aftur ég skil ekki hvers vegna ég er að eyða tíma mínum í að horfa á þetta lið þvílík hörmung.

  64. Shakespeare hefði ekki getað skrifað svona harmleik, William – þ.e.a.s.

  65. 3 – 0 gegn liði í fallsæti – og það er ekki fyrir að það sé að pakka í vörn. Nei þetta er það sem Klopp er að gera og þetta er liðið sem hann sagði að væri nógu gott fyrir leiktíðina. Þá var hann að meina án varnarmanns C. Palace sem var besti maður vallarins í síðasta leik Palace. Klopp er núna kominn upp að vegg og ef ekkert breytist hér eftir má hgann hætta fyrir mér.

  66. Klopp er sennilega eini maðurinn á Englandi sem ekki getur lesið vonlausan leik Liverpool.

  67. Moreno og Origi…..

    Mennirnir sem eiga að bjarga feisi fyrir liðið……

    Úff við eigum langt í land =(

  68. Er Klopp og Firmino í ástarsambandi??? Afhv er hann ekki kominn útaf. Hann er aldrei tekinn útaf sama hversu lélegur hann er. Hann tók Mané útaf frekar!!!!

  69. Týpískt að Vardy ákveði að slá til veislu þegar Liverpool kemur í heimsókn 😐

  70. fyrir þennan leik var leicester ekki buið að skora i deildinni á þessu ári, þeir eru bara bunir að henda i 3 i dag.. þvilik hörmung.. þetta frí gerði okkur greinilega gott

  71. Henderson er otrulega mikilvægur fyrir Liverpool.
    Sést vel í þessum leik.

  72. Ég sá hund vera að kúka fyrir utan hjá mér. Ákvað að horfa á það frekar

  73. Firminho, hef ekki séð framherja eiga annan eins leik án þess að skora mark…

  74. Ég bara kemst ekki yfir það að Klopp hafi ekki verslað miðvörð í januar og ákveðið að lána Sakho væri betri kostur. Stórfurðuleg ákvörðun sem mun kosta okkur meistaradeild á næsta tímabili.

  75. Ég verð að henda þessari spurningu inn. Er Firmino nógu góður fyrir Liverpool. Vinnur engin návígi og skapar sér varla neitt. Ég er á því að hann sé ekki nógu góður fyirir Liverpool. Held að brasilíska deildin hentar honum best. Þar getur hann dottið á rsssgatið í návígum í friði

  76. Held að Liverpool myndi spila betur ef þeir skildu Klopp eftir heima.

  77. #123, það eru mjög fáir af núverandi leikmönnum nógu góðir fyrir Liverpool!!

  78. Sigur móti Totturum,tap móti LC,pása í viku,sigur gegn Nöllunum,og on and on and on svona er að halda með Liverpool kyngið því og hættið þessu endalausa ofdekraða VÆLI

  79. Þessi fallegi dagur i Kópavogi endar eins þoka i london a miðöldum. Norðurljósin i kvöld geta ekki bjargað þessu kvöldi.

    Góðar stundir fyrir ykkur sem vinið með United mönnum.

  80. Vitað mal að Leicester kæmu eins og grenjandi ljon i þennan leik.
    Þeir hafa hlaupið jafnmikið í þessum leik og i öllum leikjum timabilsins hingað til.
    Meiri andskotans timasetningin á þessum brottrekstri.

  81. #126, er það þitt mat að það sé “ofdekrað væl” að vilja að liðið manns vinni Leicester sem hafði ekki unnið leik né skorað mark á árinu, ef það er mat fleiri stuðningsmanna þá er ég ekki hissa að liðið sé á þeim stað sem það er!!!

  82. Bjóst ekki við því að segja þetta en ég hef misst trú á þetta lið og Klopp þarf að axla ábyrgð.

    Þetta er komið gott! Skandall sem fyllir mælinn. Klopp er búinn !!

  83. Ég held með grínliði, fyrsta skrefið er að sætta sig við það. Eyði ekki meiri tíma á þetta rugl fram á vor.

  84. Allavegana gríðarlega sáttur með að Firmino náði að láta hvíta í sér tennurnar fyrir þennan leik og hvað þessar æfingabúðir hafa skilað stórkostlegum hraða í menn eins og Can og Lucas þarna fyrir aftan.Og lang ánægðastur með að það vor sko alls engin feilkaup gerð í janúarglugganum þannig að stöðugleikanum var ekki raskað .

    Lifi FSG

  85. Hrikaleg vonbrigði, ekki heimsendir.
    Þetta var versti tími ever að mæta Leicester.

  86. Mikið var nú gott að við versluðum ekki varnarmenn í janúar, og gáfum sahko. Djöfulsins rugl, enn er fsg að spara á kostnað þess að komast í CL. 5-8 sæti verða okkar.

  87. Hver ætli tolfræðin sé þegar Can startar á miðjunni…höfum við unnið leik?

  88. ég vona að þeir hafi borgað sjálfir fyri þessa sólarlandaferð sem þeir voru í…

  89. Sælir félagar

    Ekkert – ég endurtek ekkert getur afsakað frammistöðu liðsins í þessum leik. Klopp, allir leikmenn og allt staffið fær falleinkunn fyrir leikinn. Eini maður Liverpool sem hefur staðið sig vel og það að meira að segja feikivel er Sakho. En – bíddu við hann er ekki í hópnum, hann er ekki í liðinu nei alveg rétt hann vart lánaður svo við gætum spilað Lucas ræflinum Leiva í miðverðinum. Alveg rétt, þannig var það. Minn feill, afsakið.

    Klopp fær falleinkunn fyrir þessa leiktíð.
    Hann fær falleinkunn fyrir það hvernig liðið kom inn í þennan leik.
    Hann fær falleinkunn fyrir að lána Sakho.
    Hann fær falleinkunn fyrir að halda því fram að þessi hópur væri nógu góður fyrir leiktíðina. Hann fær falleinkunn fyrir að halda því fram að hópurinn væri nógu stór fyrir leiktíðina.
    Hann fær falleinkunn fyrir að vera ekki búinn að finna framherja til að kaupaí janúar.
    Hann fær falleinkunn fyrir að vera ekki búinn að finna alvöru miðvörð til að kaupa í janúar.
    Hann fær falleinkunn fyrir að kaupa ekki þessa menn hvað sem þeir kostuðu
    Hann fær ekki góða einkunn fyrir neitt eftir leikinn við M. City í des.
    Hann fær fyrstu ágætiseinkunn fyrir leiktíðina fram yfir City leikinn.

    Heildareinkunn Klopp er 4,5 fyrir leiktíðina það sem af er. Það er mjög erfitt að reikna með því að Klopp læri eitthvað af frammistöðu sinni og liðsins í jan og feb. Það er nefnilega mjög erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Við verðum samt að vona að svo fari. Klopp er nefnilega okkar eina von. Ég veit ekki hvað ég á að segja um eigendurna. Það viðist vera að það sé Klopp sem ræður alfarið hvað er keypt og ekki keypt. Það skrifast því alfarið á hann hvernig gengið hefur á þessu ári.

    Það er nú þannig

    YNWA

  90. Can langbesti maður Liverpool fyrir utan eina lélega sendingu allir hinir fá falleinkun.
    Skelfilegt að þegar Can er loksins að sýna andlit þá mætir hann einn til leiks.
    Takk fyrir ekkert LFC ég er farinn í fílu að horfa á lélegan þátt í sjónvarpinu! djöflus skita !!!

  91. #144 Sigkarl eða hvað þú heitir. Vilt þú ekki taka við liðinu fyrst þú ert svona með þetta á hreinu ???

  92. Ef ég sé aftur eitt comment um einhvern vera að verja Lucas þá vantar eitthvað í hausinn á þér!!

  93. Verð að vera sammála Sigkarli î dag, LFC leikmenn og þjálfarar féllu á prófinu í dag. 2 vikur til að kortleggja og umdirbúa og liðið mætir með meiddan fyrirliða og gjörsamlega hauslaust skipulag.

    Skil þetta lið ekki. Við rúllum auðvitað yfir Arsenal í næsta leik og svo má búast við skitu gegn Burnley. Á maður að nenna þessu, í alvöru talað…

  94. Já svo sannarlega til skammar fyrir liðið svona frammistaða,er verulega farinn að efast um að byggja eigi liðið upp á leikmönnum eins og t.d Firmino og Cauthino.

  95. Nennir einhver Kop-peninn að taka saman hvaða leikmenn hafa spilað gegn top6 liðunum og hvaða leikmenn gegn bottom 6 liðunum.

    Klopp verður að svara fyrir þessa síendurteknu skitu sem upp kemur á móti lélegustu liðum deildarinnar.

    Svo sigrum við Arsenal (eða gerum jafntefli) um næstu helgi og tada United eru komnir í meistaradeildarsæti! Við erum gjörsamlega búnir að spila þetta uppí hendurnar á erkifjendunum sem hafa nú í þokkabót hlotið nafnbótina sigursælasta lið á Englandi allra tíma.

    Þetta helvítis Hróa Hattar syndrome er að ganga af mér dauðum. Helvítis fokking fokk!

  96. Gunnar#146. Talaðu frekar um það sem ég segi og rífðu það í þig frekar en hjóla í mig. Það er hreinn aumingjaskapur og málefna- og rökþrot.

  97. það sem er að gerast hér er það að Klopp sættir sig ekki við að ÖLL liðin eru búin að finna út hvernig er best að spila á móti LFC þessa stundina þetta er eins og horfa á replay á skituna í janúar það er ekkert breytt , það eina sem meikaði engan sens var hvernig í fjandanum okkur tókst að vinna Tottenham meðað við þeirra form en þeir bounca til baka ójá Kane með þrennu og læti en okkar menn farnir að líta meira út eins og það sé verið að spila þeim úr stöðu orðið ómögulegt að skora allt í einu.

  98. #151 Sigkarl ég er DRULLUFÚLL með stöðu mála hjá klúbbnum!!! DRULLUFÚLL!!!

    En mér dettur ekki í hug að reyna að vera einhver besserwisser og dæma menn með falleinkun sem ég get ekki gert betur en, á bak við þessa falleinkunn var veikur rökstuðningur.

    Hvaða sóknarmann átti að versla ??
    Hvaða hafsent átti að versla??
    Gefðu mér nöfn.
    Vildu þeir koma ?
    Voru þeir falir hjá sínum liðum ?
    Hver eru agavandamál Sakho hjá liðinu ??
    Er hann hæfur í hóp ???

    Svaraðu þessum spurningum áður en þú ferð að væna menn um hreinan aumingjaskap og málefna- og rökþrot.

    Svo ef þú ert virkilega svona mikill kall og kannt þetta svona mikið betur en Klopp þá bjóddu þig fram! – Reddaðu okkur, koma svo!!!

  99. Svo fólk miskilji ekki og halda að þetta var eg þar sem hann ber nafnið Gunnar lika þa set eg seinna nafnið mitt með framvegis. Allavega fyrsta stafinn

  100. Gunnar#154. Ég er ekki stjóri liðsins og get ekki gert það sem þú biður um. Ég hinsvegar bendi á að það eru ýmsir hlutir sem stjóri liðsins hefði átt að vinna fyrir janúargluggann þegar það var farið að sjást hvað koma skyldi. Það er það sem ég gef falleinkunn fyrir og svo að senda Sakho í annað lið þegar hafsentavandræðin eru búin að tröllríða liðinu í allan vetur.

    Ég vil benda á að þetta seinna komment þitt er miklu betra en það fyrra þó það sé nú ekkert afburða málefnalegt. Þá að minnsta kosti reynirðu að tala um fótbolta en ekki bara um mig sem skipti engu máli í samhenginu. Ég er bara stuðningsmaður úti í bæ eins og þú og á rétt á minni skoðun eins og þú. Þó mér finnist þú ekki málefnalegur nema í hófi þá er það auðvitað fyrst og fremst þitt mál hvernig þú vilt tjá þig.

    Það er nú þannig

    YNWA

Upphitun: Leicester verður undir stjórn Shakespeare

Leicester 3 – Liverpool 1 (leikskýrsla)