Lallana skrifar undir

Já, þetta eru næstum því orðnar gamlar fréttir, en þær eru engu að síður ákaflega góðar að mínu mati og því vert að tala sérstaklega um þær. Adam Lallana er líklegast sá leikmaður sem hefur vaxið hvað mest undir stjórn Klopp. Það var auðvelt að sjá það á sínum tíma, hvað verið var að spá í þegar þessi leikmaður var keyptur til liðsins. Hann er gríðarlega hæfileikaríkur með boltann. Hann er vinnusamari en flestir í deildinni og það efast enginn um hlaupagetuna. Stóra vandamálið við Lallana er í rauninni einn hans helsti kostur. Þú getur stillt honum upp víða á vellinum. Hann er gríðarlega sóknarsinnaður og ég viðurkenni það fúslega að ég var mikill efasemdamaður þegar Klopp var að hugsa um að setja hann niður á miðjuna. En enn og aftur kemur það í ljós hvað maður veit í rauninni lítið í sinn haus. Drengurinn hefur blómstrað í þessari stöðu og lætur hlutina svo sannarlega tikka.

Þessi nýji samningur gerir það að verkum að við munum njóta Adam Lallana næstu árin, sem allt stefnir í að verði hans bestu ár, enda oft talað um það að leikmenn nái sínum hápunkti c.a. 26 ára til 31 árs. Það eru nákvæmlega svona leikmenn sem við þurfum að halda fast í og byggja liðið í kringum. Coutinho er nýbúinn að skrifa undir langtíma samning og þetta er nákvæmlega það sem við viljum (allavega ég). Vonandi er þetta sá fyrsti af mörgum, allavega af þeim sem við viljum að liðið verði byggt í kringum. Það er allavega alveg ljóst í mínum huga að þetta Liverpool er mörgum víddum betra með Adam Lallana á miðjunni, en án hans. Svo er bara að bæta í og bæta við næsta sumar. Meira svona, fleiri svona.

5 Comments

  1. Ég hef alltaf verið Klopp maður en nú er svo komið að það er dapurlegt að Klopp hellir sér út í pólitískar umræður og segir skoðanir um Bretix, Trump og atvinnulausa ítali (40%). Skoðanir Klopp, Merkel og ISIS eru hættumerki. Það kemur ekki á óvart ef úrslitin verða dapurleg í næsta leik.

  2. Kilroy. Klopp er european og sem slíkur er hann lýðræðissinni og hefur sagt að hann kjósi samvinnu fram fyrir sjálfselsku og eins og flestir i Liverpool var hann móti Brexit og hefur ekki mikið álit á Trump. Hann má alveg segja sína skoðun eins og annað fólk.

Podcast – Köllum hann bara Trent

Rót vandræðana í vörninni?