Podcast – Köllum hann bara Trent

Á meðan Klopp og Liverpool-liðið eru í æfingaferð á Spáni vegna skorts á kappleikjum nota strákarnir tækifærið og skoða framtíð aðalliðsins, nánar tiltekið U23-lið Liverpool og þá ungu stráka sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu á síðustu misserum. Þá var hitað vel upp fyrir leikinn gegn ríkjandi Englandsmeisturum Leicester og gengi þeirra krufið til mergjar.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: SSteinn, Magnús og Einar Matthías.

MP3: Þáttur 141

3 Comments

 1. Ég keypti treyju með Alexander/66 aftaná í Liverpool búðinni í Liverpool One Mallinu um daginn. Þurfti að þrátta svolítið við strákinn sem var að afgreiða því hann fullyrti að Trent vinur okkar væri með Arnold á bakinu…….

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt Kopa-arar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Rhian Brewster spilaði með u23 á móti Ipswich og sýndi mér x faktorinn.
  Striker fæddur 2000, kom frá Chelsea 15 ára.
  Þessi strákur gæti verið ðe next thing.
  Öskufljótur, flott fyrsta tödds og sparkviss í þessum eina leik sem ég hef séð hann spila.
  Og mark í debut er alltaf gott.
  YNWA

Þrettán úrslitaleikir

Lallana skrifar undir