Liverpool – Tottenham 2-0 (leik lokið)

Leik lokið með frekar öruggum 2-0 sigri. Alltaf skemmtilegt þegar þetta Liverpool lið mætir til leiks. Nú tekur við góð pása, þurfum að hlaða batteríin og klára tímabilið með nákvæmlega þessari spilamennsku og tryggja meistaradeildarbolta á Anfield næsta vetur. Skýrsla kemur síðar í kvöld.

17 min – 2-0! Mane stal boltanum af Dier, sendi á Lallana sem skaut í fyrsta en Lloris varði. Frakkinn varði einnig skot Firmino í frákastinu en Mane klikkaði ekki og þrumaði boltanum í þaknetið.

15 min – 1-0, Mane. Svona! Góð afgreiðsla hjá Mane eftir frábært hlaup og góðan bolta frá Wijnaldum. Liverpool byrjað mun betur, nú er bara að halda svona áfram.

Eftir úrslit dagsins er nokkuð ljóst að Liverpool verður að vinna í dag. Þetta er okkar sterkasta lið (utan Lucas), vika frá síðasta leik og leikurinn er á Anfield. Allt annað en þrjú stig er óásættanlegt. Koma svo!

16:30 – Liðið er komið, margir bjuggust við að Karius kæmi inn en Mignolet heldur sæti sínu. Can fer svo út í stað Wijnaldum. Sú staðreynd að Lucas sé að byrja þennan leik segir í raun bara allt sem segja þarf um gæðin/breiddina í þessu liði. Svona er þetta í dag:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Lallana – Henderson – Wijnaldum

Mane – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Klavan, Can, Alexander-Arnold, Origi, Sturridge

69 Comments

  1. Þetta er bara make or brake.
    Algjörlega nauðsynlegt að vinna þennan leik.
    Firmino verður að standa sig í dag, búinn að vera hrikalega slappur undanfarið.

  2. Fyrst að Lucas er í st.11 kýs ég ekki að horfa á þennan leik. Það er krabbamein að hafa hann inná

  3. Hvað er i gangi, Lucas i vörninni. A bara að henda hvíta handklæðinu inn a völlinn strax. Djöfulsins ástand er þetta hjá klúbbnum að þurfa að nota þennan lucas ennþá

  4. Endurtek það sem ég setti inn síðast, af hverju í andsk…., afsakaði orðbragðið, var Sakho látinn fara ef staðan er sú að spila Lucas algerlega úr stöðu í mikilvægasta leik tímabilsins, þvílíkt klúður.

  5. Lucas er traustur leikmaður. Vonandi treður hann sokk ofan í Gunnar og jonas! Áfram Liverpool!

  6. ….og við erum komnir í sjötta sætið ef það fór framhjá einhverjum. Kv Pollýanna.

  7. Ég bara skil ekki af hverju Fimrino er inná hann er búinn að gera upp á bak í síðustu leikjum.

  8. áhugaverð tölfræði:

    “The last time Gini Wijnaldum, Adam Lallana and Jordan Henderson started together in midfield in the PL was the 4-1 win over Stoke City”

    Klavan eða Lucas með Matip? Veit svei mér þá ekki hvorn ég myndi velja. Það er óumdeilt að breiddin í liðinu er engan vegin nægileg. Því verður ekki breytt á þessu tímabili, það er ljóst og því óþarfi að velta sér upp úr því.

    Við skulum ekki gleyma því að Spurs vantar þrjá sterka leikmenn, Vertonghen, Rose og Lamela. Koma svo rauðir, hér kemur EKKERT ANNAÐ en sigur til greina. Allt annað væru vonbrigði.

  9. Kræst….Lucas enn og aftur.

    Er þetta tilraunaverkefni með manninn ekki fullreynt í þessari stöðu?!

    0-2 mín spá en auðvitað vona ég að hún rætist ekki.

  10. Hvað gerði Sakho svona alvarlegt af sér að ekki var hægt að fyrirgefa það, ég hef aldrei fengið skýringu á því

  11. enga svartsýni strákar, þetta er stórleikur hljótum að standa okkur vel þar en töpum svo aftur fyrir botnbaráttuliði 🙂
    en nú er ég með epplatölvu, hvar og hvernig er hægt að stríma í því
    einhver sem getur hjálpað mér?

  12. Mikið rosalega á grenjukórinn það gott í dag. Bæði Lucas og Mignolet inni og því hægt að rakka liðið jafnvel ÁÐUR en leikurinn byrjar! Verst að þessi kór er búin að gala sama lagið hvern einasta leik og það er orðið frekar leiðingjarnt. Svona Barbie-girl fótboltanöldursins.

    Sjálfur ætla ég bara að styðja liðið og muna fyrir hvað YNWA stendur fyrir.

    Áfram LIVERPOOL!

  13. Svakalega er gott að sjá að Tottenham reynir að spila fótbolta þvi þá á liverpool séns flott mark og sést vel hvað hraði skiptir miklu máli í svona. Og frábært annað mark.

  14. En mikið svakalega hlýtur lloris að vera full verja 2svar meistaralega og liverpool skorar samt ?

  15. Og ekkert rugl svo ! 2-0 forysta á Anfield er bara 3 stig og ekkert annað ?

  16. Sverrir. Að þér finnist Lucas vera traustur leikmaður segir mér bara það hvað þú veist ekkert um fótbolta. Kannski mun hann eiga góðan leik núna en það vantar stöðuleika í hans leik. Kallast það að vera traustur leikmaður. Ef ég væri þjálfarinn mundi ég frysta Lucas og nota Sakho við hvert tækifæri

  17. Gunnar – vertu ekki að trufla okkur.
    Við Liverpool-menn erum að horfa á leik!

  18. Langar að sjá þetta Liverpool lið spila á móti Bayern, Barca eða Real Madrid. Virðast vera betri eftir því sem mótherjinn er betri.

  19. frábær leikur so far. Wijnaldum, Firminio, Coutinho og Lallana búnir að vera frábærir! Hinir allir góðir! Kútur átti samt að skora áðan. Mignolet með eina frábæra vörslu.

  20. Sælir félagar

    Sáttur – helsáttur við fyrri. Svo er að sjá hvaða lið mætir inná í seinni

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. Wijnaldum er madurinn og Mane akvedur sjalfur hvar hann heggur og hvenar.Mer synist okkar menn hafa notad vikuna vel.

  22. Spáin er fokin út í veður og vind (blessunarlega) og fyrsti sigur í deildinni í 42 daga!! innan seilingar.

  23. Sæl öll

    Lucas er mjög traustur leikmaður að mínu viti. Mér er slétt sama þótt það segji Gunnari að ég viti þá lítið um fótbolta. Lucas hefur verið hjá Liverpool í 10 ár og akdrei verið með vesen. Dottið inn og út úr liðinu en alltaf klár og tilbúinn í þau hlutverk sem fyrir honum eru lögð. Hann var á tímabili einn besti “sópari” í deildinni en mjög alvarkeg meiðsli bundu enda á það run. Hlutverk Lucasar hefur oftast verið að stoppa sóknir og þá óumflýjanlega kemur fyrir að hann brýtur af sér á hættulegum stöðum. Það bara truflar mig nákvæmlega ekkert ig er hkuti af leiknum. Lucas er auðvitað ekki heimsklassa leikmaður en hann er einn traustasti leikmaður sem Liverpool á fyrir utan first 11. Sakho er eitt stórt vesen fyrir aga í liðum og ég vil ekki sjá hann nálægt hóp Liverpool fyrr en það hefur þroskast af honum. Gunnar, þú verandi með allt þetta vit á fótbolta, hlýtur þú að vera þjálfa eitthvað lið. Viltu gefa það upp svo maður getur komið og horft á leik, það hlýtur að vera rosalegt lið.

  24. Myndi vilja sjá Origi inná fljótlega og reyna stungusendingar því Tottenham eru farnir að færa sig mun framar.

  25. Frábær stemning á vellinum!

    Fyndið hvað liðið getur verið mikill jekyll og hyde 🙂

    Eins æðislegt og það er að eiga við jekyll þá er jafn ömurlegt að kljást við hyde

  26. Jæja…hvernig ætli okkur takist að klúðra þessu í dag….35 mínútur til stefnu….sjaldan verið nauðsynlegra en núna að vinna helvítis leikinn!!!

  27. Sæl öll

    Can inn fyrir Coutinho, já ég vil sjá Can framar en hann hefur spilað hingað til. Coutinho að týnast pínu síðustu mínúturnar.

  28. Man þegar Gerrard fékk rautt fyrir svona stamp eins og Kane var með á Clyne í leik á móti Manchester U.

  29. Mignolet að “commita” sig í alla bolta. Vel gert hann, ekkert hik.

  30. Jæja ég biðst afsökunar á því að láta Lucas heyra það. Enda fékk ég gómsætan ullarsokk upp í mig sérmerkta frá honum # Teamlucasleiva

  31. Eruði ekki að grínast með hvað þessir Lundúnalurkar brjóta og brjóta?

  32. Sjúklega góðir og sigrinum siglt heim í rólegheitunum í seinni hálfleik….

  33. Sæl öll

    Geggjaður sigur og ef chelsea gæti tapað stigum verður lokaspretturinn spennandi. Allt liðið stóð sig vel en Matip, Mané, Henderson, Wijnaldum, Lucas og Lallana stóðu upp úr og Mignolet óvenju traustur í úthlaupum og bjargaði einn á móti einum. Dómarinn var góður en ég hefði viljað sjá Alli fá gult fyrr og Kane fá gult þegar Alli loksins var ámynntur. Miðað við þá hvíld sem liðið fær núna á milli leikja er ég rosalega bjartsýnn á framhaldið.

  34. Velkomin aftur Henderson velkomin aftur Coutino velkomin aftur Firmino og bara velkomið aftur Liverpool ?

  35. Frábær sigur í dag, djöfull var þetta gaman. Ég var farinn að gleyma þessari tilfinningu.
    Verst að við eigum svo fá topplið eftir á þessu tímabili. Ég væri til í að spila við toppliðin í hverri viku miðað við formið á liðinu.
    En vonandi vakna menn við þennan leik og klára þetta tímabil með svona frammistöðum í öllum leikjum. Núna fara bikarleikir og evrópuleikir að trufla hin liðin þannig að það er stórt tækifæri EF menn spila svona.
    En tap í næsta leik kæmi mér svo sem ekki á óvart

    En þessi leikur var frábær og virkilega nauðsynlegt að fá þessi 3 stig.

    Til hamingju allir 🙂

  36. Lucas Leiva solid í dag eins og allt liðið frá aftasta til fremsta manns. 4 – 5 núll hefðu verið sanngjörn úrslit . Meira að segja Mignó greip inni þegar þurfti !!! Meira svona takk fyrir túkall.

  37. Góða kvöldið félagar og til hamingju með sigurinn. Ég sit hér næ ekki að átta mig á því hvers vegna Liverpool liðið er með besta árangurinn í deildinni á móti topp 6 en versta á móti botn 6

    Er það vegna þess að Klopp stillir rangt upp 442 433 41221?
    Setur Lallana ekki á miðjuna með Henderson og Wijnaldum?
    Lætur Henderson og Can vera saman á miðjunni?
    Hann hafi Can í liðinu?
    Hann hafi Mignolet í markinu?
    Hann hafi ekki keypt betri markmann en Karius í staðinn fyrir Mignolet?
    betri varnarmann með Matip?
    fljóta/n vængman/menn?
    alvöru sóknarmann?
    Allt af þessu, eitthvað eða ekki neitt?
    Og hvaða lið er það sem er með besta árangurinn á móti botn 6? Chealsea?
    Hvað hafa þeir sem við höfum ekki?

    Væri gaman að heyra hvað ykkur finnst, vanta svör frá mér vitrari mönnum, kannski í podcasti. Spurning að geyma þetta þangað til að Liverpool vs Ars. er búið en er hungraður í svör.

  38. Finnst þessi markmanns umræða orðin frekar þreytandi. Hver er eiginlega að koma þessu af stað hehe. Vafi hvor ætti ap vera i rammanum í dag. Búin að spila eins og höfðingi þangap til í þessu marki. Sem getur æi versta falli flokkast sem einbeitningarleysi frekar en skandall þar sem hann er með 2 leikmenn á móti sér og enginn einasti varnarmaður nálægt þeim.Sá ekkert talað um vafa hvort chech yrði í rammanum í dag ekki minst a hvort fraiser yrði í rammanum eftir 4 mörk frá sunderland. Snillingurinn hann Bravo bæuib að fá fleiri mörk á sig en hann hefur varið hehehe. Samt er búið að jarða Mignolet bara ef hann klikkar á sendingu. Ja hérna það er sko aldeilis pressa að vera keeper hjá okkur.:)

  39. Loksins sá maður Liverpool-liðið eins og þeir voru á síðasta ári. Barátta og hraði. Frábær sigur, Áfram Liverpool.

  40. Ekki get ég sagt að úrslitin komi mér á óvart og þó sigurinn hefði verið enn stærri. Tottenham er nógu sterkt lið til að taka alvarlega enda virðist eina leiðin til að fá stig þessa stundina að spila gegn bestu liðunum. Leikurinn frábær og gefur góð fyrirheit um framhaldið amk gegn sterku liðunum. Leiðist óskaplega hvernig sumir hérna á síðunni láta út í Lucas sem hefur heldur betur verið trúr og dyggur félaginu um áraraðir. Sannarlega traustur gaur þó ekki sé hann kannski ekki heimsklassa. Liverpool ætti að huga verulega að sálfræðiþjónustu í toppklassa og borga jafn mikið fyrir það og fyrir stjórann. Þetta virðist allt vera í kollinum á mönnum því eins og margoft hefur verið sagt þá er liðið okkar frábært og sennilega það best spilandi og mest hlaupandi í það minnsta. Möguleikinn á góðu sæti í lok móts er ennþá lifandi. Nú er bara að fylgja þessu eftir í deildinni því ekki tefja aðrar keppnir liðið um þessar mundir.

  41. Frábær leikur í alla staði hefði þar sem ég er svo mikill fótbolta séní eins og við allir sem hér skrifum sett Sturridge inn fyrir kútinn og sleppt því að setja Can inn hann Klopp virðist ætla að þrjóskast aðeins með hann áfram var ekki góður að mínu mati þessar fáu mínútur sem hann var inná, allir aðriri voru langt yfir getu janúarmánaðar að mínu mati nema kanski Milner finst hann hafa svolítð staðnað síðustu 2 mánuðina eða svo enn miðað við það úrval sem við höfum af leikmönnum í öftustu stöðu þá er ekki hægt að kvarta yfir hanns frammlagi til leiksins.
    Langar endilega líka eins og svo markir hafa verið að benda á hér að biðja konur,menn,stúlkur og drengi að hrauna ekki yfir leikmenn! allt í lagi að haf skoðun á því hverjir eiga skilið að spila og hverjir ekki enn ekki kalla menn aumingja eða eitthvað slíkt verum svolítið málefnalega frekar það er svo mikið skemmtilegra að lesa það að mínu mati.
    Takk fyrir góðann leik og áfram LFC.

Að duga eða drepast

Liverpool – Tottenham 2-0 (Leikskýrsla)