Hull v Liverpool [dagbók]

Leik lokið!

84. mín. – MARK! 2-0 fyrir Hull. Oumar Niasse, sem er í láni frá fokking Everton. Algjört gjaldþrot.

83. mín. – Moreno og Origi koma inná fyrir Milner og Lallana.

67. mín. – Sturridge kemur inná fyrir Can. Það eru allir lélegir í dag en Coutinho hefur verið svo lélegur að ég man vart eftir öðru eins, var að enda við að skjóta framhjá fyrir opnu marki fyrir innáskiptinguna. Samt er hann enn inná.

46. mín. – Seinni hálfleikur er hafinn! Klopp gerði engar breytingar, sem ég skil hreinlega ekki, en sendi liðið snemma út á völlinn. Sennilega hefur hann ekki sagt mikið við þá í hálfleik, vonum að það sem hann sagði hafi borið einhvern ávöxt.

Hálfleikur. Djöfull er þetta týpískt. Þeir verða að gera meira eftir hlé. Ég heimta meira!

44. mín. – MARK! 1-0 fyrir Hull eftir hornspyrnu. Boltinn kemur inn í teig, skalli að marki, annar Hull-maður nær öðrum skalla áður en Mignolet nær til hans og N’Diaye potar svo inn. Eins ótrúlega týpískt og það gerist. Liverpool ræður ekki við föst leikatriði!

30. mín. – Enn 0-0. Þetta er svolítið meira af því sama og undanfarið. Meira með boltann en skapa of fá færi. Komast ekki í gegnum varnarmúrinn. Vonandi finna menn leið fljótlega.

15. mín. – Hæg byrjun, enn 0-0. Okkar menn meira með boltann en Hull baráttuglaðir og selja sig dýrt. Völlurinn er skelfilegur, hér er einnig rúgbý-lið með heimavöll, sem gerir báðum liðum erfitt fyrir. Það þarf að klára svona leiki, samt, ef menn ætla að ná árangri.

1. mín. – Leikurinn er hafinn! Lee Mason er dómari dagsins, ekki beint vinur okkar Púllara. Látið ykkur ekki bregða ef þetta verður einhver sirkus í dag.

Uppfært (14:25): Úps! Ég gleymdi að setja inn Twitter-rúlluna okkar. Notið myllumerkið #kopis á Twitter yfir leiknum og þá birtist tístið ykkar hér á síðunni. Takið þátt í umræðunum!


Uppfært (14:23): Lovren er víst með hnémeiðsli og Klavan veikur og því ekki á bekk.

Annars er þetta áhugavert, sýnir hversu mikið Hull-liðið hefur breyst síðan þeir skiptu um knattspyrnustjóra og komust á leikmannamarkaðinn í janúar:


Byrjunarlið dagsins er komið:

Mignolet

Clyne – Matip – Lucas – Milner

Can – Henderson – Lallana

Mané – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Alexander-Arnold, Wijnaldum, Sturridge, Origi.

Nokkrar breytingar. Lovren er frá af einhverjum ástæðum og Lucas fær kallið, Can heldur sæti sínu á miðjunni en Wijnaldum sest á bekkinn, Lallana er loksins aftur á miðjunni því Mané fullkomnar sóknarlínu okkar á ný. Það gefur ástæðu til talsverðrar bjartsýni:

Hér er svo smá tölfræði um leikinn frá LFC á Twitter:

Koma svo!

YNWA

150 Comments

 1. Líka áhugavert að Klavan sé ekki einusinni á bekk, að Gomez fái sénsinn á undan honum. Spurning hvort hann sé meiddur?

  Allavega, ég bið ekki um neitt nema 3 stig. Fleira var það nú ekki.

 2. Klavan er veikur…… can í hægri bakvörð og winni á miðjuna væri betra

 3. ps 2 leikmenn koma tilbaka (Mané og Coutinho) og allt í einu er breiddinn orðin fín, sterkur bekkur í dag.

 4. Lítur vel út en ég hef áhyggur af vörninni hér. Skil samt að hann kjósi Lukas frekar en Klavan (sem kemst ekki einu sinni á bekkinn). Hefði líka frekar viljað sjá Wijnaldum í byrjunarliðinu en Can.

  Hvað um það, þetta á alveg að duga! Koma svo rauðir, hirðum fokking annað sætið!

 5. Vonandi er klavan bara hættur, er það bara ég eða er lovren oft meiddur eða veikur ? Alltof miklar breytingar á varnarlínunni hjá okkur, enda höldum við sjaldan hreinu. Vona það besta, en býst við því versta.

 6. Vonbrigði að sjá Wijnaldum á bekknum. Hann spilar oftast vel og stundum frábærlega. Mun stabílli en Can (sem er auðvitað bara nýorðinn 23 ára).

  Sammála Hödda B um að finnast Lovren oft meiddur/veikur.

 7. Vantaði restina af kommentinu mínu, sem kemur hér:

  Skyldusigur í dag en ég spái 1-2 sigri í erfiðum leik.

  Áfram Liverpool!

 8. Klavan er betri mivörður en Lucas. Lucas er verri í loftinu, hægari(líklega hægasti miðvörður á Englandi), verri einn á einn en Lucas má eiga það að hann er miklu betri að brjóta af sér á hættulegum stöðum og gefa víti og aukaspyrnur.
  Mér finnst Matip og Lovren klárlega betri en Klavan en ég skil samt ekki þessa gagnríni sem Klavan er að fá eftir að Matip/Gomez hafa verið skelfilegir eftir endurkomuna og Lovren ekki traustur.

  Ég hefði líka haft Winjaldum inni fyrir Can en jæja þetta er Klopp liðið og er ánægjulegt að sjá Mane í liðinu . Ég er viss um að við fáum á okkur mark en við munum líka ná að skora en hversu mörk kemur bara í ljós.

 9. Chelsea. Verðugir meistarar í ár.

  Nu er það barátta milli 5 liða um sæti 2-4
  Okkar menn þurfa því sigur í dag og hef ég trú á stórsigri. Tap í dag væri meiri skömm en tapið gegn Wolves. Engar afsakanir bara rúlla yfir þetta ömurlega Hull lið. Skítt þó þeir nái jöfnu á trafford.

  Já og takk Wenger fyrir öll árin í PL -þín verður saknað.

 10. Mig langar að.skilja þetta en eg næ þvi ekki, af hverju er Can inna frekar en Wijnaldum.

 11. Sigur á eftir myndi setja okkur tímabundið í 2 sætið og setja pressu á spurs. Vonandi nýta leikmenn Liverpool tækifærið og ná í þessa 3 punkta sem eru í boði.
  Koma svo

 12. Lucas byrjar þannig það er tap í vændum, hann mun brjóta a sér allavega 5-6 rétt fyrir utan teig að vana

 13. Hvers vegna þessi eða hinn er ekki í liðinu er oft erfitt að skilja.
  Við verðum bara að treista á stjórann. Það geta verið hinar ýmsu ástæður t.d. lítið sofnir eða flensa og eða kannski gerði einhver í buxurnar. Hver veit?

 14. Völlurinn lítur hræðiega út. Það er ekki að hjálpa Liverpool. Liverpool á samt að vinna þetta Hull lið. Gætu þurf 2 mörk til þess. Koma svo!!!

 15. Sorglegt þetta Lucas einelti.
  Búinn að vera leikmaður Liverpool í 10 ár og á þetta ekki skilið.

 16. Það er eins og þeir nenni þessu ekki. Sendingar rata illa á menn, sérstaklega, hjá Coutinho og Firmino.

 17. Sælir félagar

  Það er ástæðulaust að vera að andskotast í Lucasi greyinu. Hinsvegar má liðið hætta að spila þennan endalausa göngubolta. Hann getur drepið mann

 18. Hefur coutinho hitt á samherja ?
  Hann verður að skila sér úr fríi og leysa tvífarann sinn af

 19. Alveg steingeldir framávið,enda til hvers í andsk… að vera með tvo varnartengiliði á móti HULL
  og þann þriðja í hafsentinum, er möguleiki á að stilla upp hægara liði en þetta. Common 🙁

 20. Já,búinn að hanga hjá okkur í 10 ár en miðvörður er hann svo sannarlega ekki.
  Annars er þetta bara búið að vera frekar daufur leikur hjá okkur og Coutinho ennþá frekar ryðgaður og Can er bara farþegi í þessu liði.

 21. GETUR EINHVER SAGT MÉR HVERS VEGNA CAN SÉ ENNÞÁ AÐ SPILA MEÐ LIVERPOOL?

 22. Djöfull VISSI eg að það kæmi mark úr þessu horni. Helvítis focking fock

 23. Sendingar til baka og þversendingar eru 2/3 af sendingum Liverpool. Svona negativur göngubolti er skelfilegur aumingjabolti og leiðir ekki til neins nema í besta falli jafnteflis en annars taps.

 24. Fyrsta hornið sem þarf að verjast, sumt bara breytist aldrei( MARKMAÐUR ÚFF )

 25. Migs þjáist af alvarlegum blýskorti. Þyrfti að fara með hann á bak við skemmu og setja eina kúlu í hnakkan á honum!

 26. Þetta er barnalega lélegt hjá liverpool og Emre Can á ekki einu sinni að vera á bekknum hjá okkur eins og hann er að spila byrjar a að missa boltann með hörmungar sendingu og svo gefur hann horn ur þvi

 27. Hörmung. Eiga ekkert skilið. EKKERT. Lið sem hefur Mignolet í markinu árum saman á ekkert skilið

 28. Er Klopp Flopp? Þetta göngubolta upplegg hans er ekki að virka. Allt spilið er hægt og fyrirsjáanlegt og því er liðið bitlaust fram á við.

 29. Lítur bara ekki vel út, en það sem ég skil ekki afhverju allir hættu og stóðu og horfðu á hull skora markið. En þetta verður bara meira spennandi seinnihálfleikur (maður má vona?)

 30. Hvað hefur orðið um liðið mitt?? Liðið sem spilaði blússandi sóknarbolta frá ágúst fram í nóvember sl. og voru óstöðvandi. Hvað er að gerast? Af hverju getur liðið ekki brotið svona varnarleik? Afhverju getum við ekki varist föstum leikatriðum? Við unnum þetta lið 5 – 1 á Anfield! 5 -1!!! Hvað er að gerast?? Getur einhver sagt mér það?

 31. Hornspyrnur sem við fáum á okkur er eins og víti, úff hvað þetta er sorglega lélegt. Þessir markmenn , guð minn góður.

 32. Það er hægt að afsaka tap en ekki svona djöfull leiðinlega spilamennsku!

 33. Liverpool er ekki top lið það er miðlungslið sem byrjaði mjög vel.
  Verðum búnir að skipta um sæti við utd eftir nokkrar umferðir þrátt fyrir það að þeir eru Ógeðslega lélegir.

 34. Er þetta ömurlegt eða ömurlegt….það telur vel núna vítið sem þessi dásamlegi dómari sleppti áðan. Ekkert bull um að þetta jafnist út, ef við hefðum komist í 1-0 þá hefði allt opnast og möguleiklar okkar aukist frekar en hitt. Mignolet sekur um klaufaskap í markinu og Can hvorki verið betri né verri en aðrir í þessu fína liði okkar. Rúllum svo bara yfir þetta lið í seinni og löndum þrem stigum.
  YNWA

 35. frammistaða liðsins í fyrri hálfleik er nákvæmlega eins og undanfarið. Fyrir neðan allar hellur. Hver andskotinn er aðp þessum mönnum. Eru þeir fatlaðir eð í stöðugri andnauð. Hraðinn og ákefðin í leik Liverpool liðsins mundi hæfa í bumbubolta hér heima á Íslandi. Hörmung að horfa uppá þessi ósköp.

 36. #37 jú. Og þetta var bad taste. Hebbði sennilega ekki á að skrifa þetta í reiðikasti… =(

  Migs er bara svo mikill sultuhundur að það nær engri átt. Og hvernig má það vera að Pool er ekki búið að vinna leik á árinu 2017….

  Flökurleikinn er allsráðandi.

  Biðst forláts á ömurlegu kommenti áðan =P

 37. Þetta er svo týpískt fyrir þetta lið… firmino ömurlegur, coutinho vanstilltur, emre can’t, lucas í miðverði og migs með smjörputta….

  Oohhhhh af hverju gátum við ekki átt eitthvað lið í topp 6!!!! Þá hefði verið gaman að horfa á leik

 38. E.Can en og aftur að drulla á sig með því að geta ekki sent boltan né tekið við honum og gaf Hull hornspyrnu þar sem Mignolet heldur áfram að gefa ódýr mörk.

  Ég vona svo að menn hérna inni átti sig samt á því að spila við Hull með 11 manna varnarpakka þá er ekki hægt að keyra á þann pakka eins og við spiluðum á móti Chelsea þar sem þeir voru ekki með 11 manna varnarpakka og mættu okkur framar á vellinum.
  Til þess að komast í gegnum 11 manna varnarpakka þarf hreyfingu án bolta og láta boltan ganga hratt manna á milli og fylla teiginn þegar það á við.

  Mér fannst þessi leikur í engri hættu og var eiginlega sultu slakkur þrátt fyrir að við vorum ekki að vaða í færum en þá þarf auðvita E.Can og Mignolet að klúðra og við verðum einfaldlega að gera betur í síðari hálfleik.

  Bæði Millner, Lallana og Firmninho komust aðeins innfyrir en náðu ekki að senda boltan nógu vel fyrir, Coutinho fékk svo gott færi og menn gleyma því kannski en í byrjun fékk E.Can gott færi en skaut boltanum framhjá.

  Hull hafa skapað 0% sjálfir í þessum leik en því miður erum við sjálfum okkur verstir.

 39. Þetta er svakalegt hvenir er hægt að eiga að vinna chelskí en geta ekki neitt gegn hull….þetta er rannsónarefni

 40. Henderson er enginn andskotans fyrirliði það þarf alvöru leiðtoga þarna inná til að rífa svona leiki í gang og láta menn leggja ennþá meira á sig til að láta hlutina gerast. Can er að spila sig burt frá þessu liði eins og hann hefur verið að spila í janúar og það er bókað að það kemur nýr markmaður í sumar, annað er bara þrjóska.

 41. Mignolet er vonlaus. Þetta er fullreynt með hann. Hann verður seldur í sumar. Væri ekki fínt að hafa hávaxinn og sterkann hafsent (hóst hóst…Sakho) til að nota í föstum leikatriðum, bæði í vörn og sókn? Það voru komnar 26 min þegar ég heyrði lýsandann segja nafnið Can, þá fyrst vissi ég af honum. Klopp var að segja fyrir leikinn að Can væri að díla við meiðsli, um að gera láta hann þá byrja í stað Wijnaldum. Helvítis fokking fokk hvað maður er pirraður yfir getuleysi þessa liðs!!

 42. við skulum samt anda með nefinu. Allur seinni hálfleikur eftir. Það tekur ekki langan tíma að skora tvö mörk. Ætla svo innilega að vona að leikmenn fái hárblásarann frá Klopp. Vil sjá Wijanldum og Sturridge inn á fljótlega. Út með Can og Firmino. Það þarf að hrista upp í þessu og taka meiri áhættu. Jafntefli er sama og tap hér. Þennan leik þarf að vinna. Þetta Hull lið er drullulélegt.

 43. Ég myndi gerast djarfur og taka Firminho og Can út í hálfleik og setja Sturridge og Winandjum inn.

 44. #57
  Ég vona það svo innilega að það verði troðinn sokkur uppí alla en því miður meðað við spilamennskuna þá býst maður hæglega við því.

 45. jæja hvaða afsakanir hafa menn núna. við erum með fullskipað lið og Mané kominn í liðið en samt geta þeir ekki neitt.

  Neibb ég segi Klopp er flopp.com

 46. #52 Liverpool átti 9 slot á mark hull í fyrri hálfleik, EKKERT á rammann ! Hull átti 4 , tvö á rammann og eitt mark,hljómar kunnuglega ? ?

 47. Þeir eru svo lengi að öllu það er eins og enginn þori að gera neitt

 48. Wtf clyne. Fær boltann á auðum sjó en er endalaust að taka hann niður og endar á að hlaupa frá marki

 49. Fyrir áramót ef liðið lenti undir þá vann það leiki. Ef liðið lendir undir 2017 þá skiptir maður einfaldlega um stöð á sjónvarpinu.

 50. Hvenær í andskotanum ætlar klopp að drullast til að gera skiptingar

 51. Þessi Mignolet sem allir eru að væla um…
  Er það sá sami og var að bjarga okkur rétt núna?
  Þessi í gráa búningnum?
  Þessi sem varði vítið í síðasta leik?

  Já… allt honum að kenna…

 52. GEISP!

  Afskaplega sorglegt að sjá þessa hnignun hjá liðinu okkar.

  Verðum bara að viðurkenna það, með svona spilamennsku þá eigum við ekkert erindi í meistaradeildina.

  Margt sem þarf að endurskoða ef leikmenn ætla að spila á þennan hátt. Engar helvítis afsakanir!

 53. Hef sagt þetta áður og ætla segja þetta aftur. Firmino er drasl!! Hann gerir ekki skít leik eftir leik

 54. Nú er ég hættur að skilja Klopp , Hull er að skipta tveimur inná , við með 11 fuglahræður enn inná :-/

 55. Það er hrikalegt að sjá holninguna á liðinu!!!!!!!!!!!

  Hvað ætli sé í gangi innan veggja liðsins

 56. Nei liverpool eru bara á rassgatinu geta ekki neitt,firmino hvað er verið að gera með hann inná ?

 57. Það verður að gera einhverjar breytingar á hvernig þú spilar á móti liði sem pakkar i vorn ekki bara hjakka i sama farinu og trú að það breytist eitthvað klopp fær algera falleinkunn eftir áramót

 58. Nú má bara skipta út ollu liðinu og setja engann inn i staðinn verður ekki verra

 59. Hvað er í gangi hjá okkar mönnum þetta hrikalegt að horfa á

 60. Er þetta grín. Því lélegri sem andstæðingurinn því verra er liðið. Hver er tilgangurinn með því að hanga á boltanum allan leikinn ef liðið gerir ekkert af viti með hann. Það er betra að senda 100 sendingar með tilgang en 800 tilgangslausar sendingar.

 61. Hvað er i gangi hjá okkar helvítis liði, ekki sigur árið 2017! Guð minn almáttugur. Klopp, er það þýsk sulta ofan a brauð?
  Myndi ekki fa mer selfie með honum ef hann bæði mig um það.

 62. Það eru öll lið búin að lesa okkar leikkerfi og hvernig hann leggur leikinn upp
  og Flopp hefur enga lausn.

 63. Jæja, ekki var þetta nú dómaranum að kenna og ekki er markvörður Hull að eiga leik lífs síns.
  Eins og oftast þegar við töpum.

 64. Gott á þessa aumingja. Hafa haft allan janúarmánuð til að bregðast við þessu en hafa ekki einu sinni reynt! Þetta er vægast sagt ömurleg knattspyrnu stjórnun !!!

 65. Ég á ekki til orð yfir þessari framistöðu….. við erum eins og leikskólabörn að borða sand og hoppa í pollunum…. og við hoppuðum sko í fleiri pollum en Hull… en nei þeir skoruðu bara meira…. þvílíkt andleysi.

  afhverju í andskotanum reyna menn ekki að skjóta á markið…. og kanski æfa hornspyrnur….

 66. Er Liverpool klúbburinn með sálfræðing á sínum snærum, svona til að hugsanlega lappa uppá sálartetrið.
  Hvernig er hægt að bjóða manni uppá þetta?
  Hvað er í gangi eiginlega?
  Helvítis fokking fokk!!!!!

 67. jæja þvilika ræpan sem er boðið upp a her i dag og alltaf asnast maður til að horfa a leik eftir leik manni er bara ofboðið af þessu getuleysi

 68. Af hverju er ekki mætt með sama krafti gegn Hull og gegn Chelsea.?

 69. það verður eitthvað að hlusta á menn verja hvað okkar menn eru búnir að vera lélegir, hvað sagði klopp að janúar væri hans tími til að kaupa menn bara eins allt væri í lukkunnar velstandi þetta er ömurlegt í alla staði!!!

 70. Það þarf eitthvað rosalega mikið að gerast tila ð koma í veg fyrir að við endum þetta tímabil um miðja deild. Algert gjaldþrot hjá liðinu, því miður. Það er erfitt að vera jákvæður núna og Pollyannan er búin að hengja sig!

 71. Þetta getum við þakkað líka stórkostlegum janúar glugga,eyddum ekki einu pundi í einhverja vitleysu. Höldum frekar þessum magnaða stöðugleika sem kemur að sjálfsögu ekki á óvart þegar þessi klúbbur á í hlut. 25 ár og heilu fjallgarðarnir af skitu blasa við öllum og ekkert gerist.

 72. Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig menn ætla að afsaka þessa frammistöðu. Leikskipulag og upplegg Klopp í þessum leik ásamt þeim mannskap sem hann segir að sé nógu góður fyrir leiktíðina er fullkomið gjaldþrot hugmynda og stjórnar Klopp. Því miður. Við verðum að vona að hann og það teymi sem er í kringum hann geri eitthvað í leikmannamálum í sumar sem markvert getur talist. Annars verður þeir að víkja ásamt eigendum.

 73. Það voru verkir með því að horfa á miðvarðaparið hjá Liverpool vera tekið í nefið af einhverjum Everton nobody í láni hjá Hull… Úfff.

  Þessi leikur búinn…. Erfitt að trúa því að þetta sé sama liðið og var að brillera fyrir áramót. Það hefur nú yfirleitt verið einkenni á Liverpool að vera betri eftir áramót!

  Það er kannski huggun harmi gegn að það eru aðeins tveir leikir eftir í febrúar!!

  En samt ætíð… no matter what… YNWA!

 74. Klopp þarf að fara að breyta til. Ég hef horft á síðaustu leiki í deild og bikar og ég skil ekkert hvað er verið að reyna. Þetta er mest óskiljandi Liverpool lið seinni ára.

  Ég er ekkert ósáttur við stöðuna í deildinni miðað við kaupin í stjórnartíð FSG, en þetta er virkilega leiðinlegur fótbolti sem liðið hefur boðið uppá 2017.

  Hef áhyggjur af þessu. Þetta er farið að minna óhuggulega mikið á Rodgers tímabilið. Frábært og hræðilegt.

 75. Besta ákvörðun mín árið 2017 var að horfa ekki á þennan leik. Hugsa að þetta season sé búið

 76. 🙂 bara þessi árstimi dúkkulísunum er kalt og geta ekki spilað… þetta er orðið ílla sorglegt..
  Spurning um að kenna okkur stuðningsmönnum um …. lélegír og heyrist ekkert í okkur

 77. Verðum í 6. sæti eftir þessa umferð gegn neðsta liði deildarinnar.
  Ég get þetta ekki.

 78. Engin bikar #1 Engin meistaradeild #2 Verðum neðar en United #3 Erum sorp

 79. Þetta er ótrúlegt andlegt gjaldþrot á öllum sviðum knattspyrnunnar.
  Mótívering núll.
  Uppleggið andlaust.
  Allt algerlega tannlaust.

  Lygilegt hreinlega…
  maður bara skilur þetta engan veginn

 80. Manchester liðin hlakka til að fara upp fyrir okkur….. stefnir i eitt að léglegustu tímabilum hjá lfc.

 81. Febrúar verður enn verri en Janúar , algjört hrun á liðinu hefur orðið

 82. Nú er mál að linni. Klopp þarf að fara. Það er hlegið að Liverpool vikum og mánuðum saman. Þetta er engan veginn boðleg frammistaða síðustu 6 vikurnar. Klopp búinn að eyðileggja liðið.

 83. ja utd menn geta verið ánægðir að LFC eru verri en þeirra glataða lið sem ekkert getur geta tekið evrópu sæti á kostnað okkar i dont give a fuck.

 84. Lítið á björtu hliðina:
  Með svona leik er ekki hætta á að við missum Coutinho til Barcelona eða Real Madrid…

 85. Ég er að fara að opna víský fösku til að drepa þær heilafumur sem geyma upplýsingar um þennan leik.

 86. Að það hafi ekki verið reynt betur að bæta þennan hóp eitthvað í janúarglugganum er stórmerkilegt mál og ákveðið rannsóknarverkefni, svo margt sem hægt er að bæta.

 87. Sælir félagar

  Klopp virðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann á að láta liðið spila. Þetta er sami leikur, sama upplegg, sama eymdin og ekkert gerist til að takast á við vandann. Liðið er ekki nógu gott það er ljóst en ég verð að viðurkenna að ég er farinn að efast um Klopp. Hann virðist vera fullkomlega gjaldþrota á hugmyndasviðinu.

  Hann hefur bara eina hugmynd að uppleggi leikja og leikur það sama hvað gengur á. Árangurinn í besta falli jafntefli ef vörnin heldur því sóknarleikurinn er fullkomleg ónýtur og útpældur af andstæðingunum og smá skítalið leika sér að því að stöðva hann. Ég veit að það gengur guðlasti næst að efast um Klopp en hann gefur manni fulkomlega ástæðu til þess. Því miður, því miður.

  Það er nú þannig

  YNWA

 88. Við skulum ekki gleyma því, að FSG rákuDalglish eftir að honum mistókst að koma liðinu í meistaradeildina, þrátt fyrir að hafa komið liðinu í úrslit í báðum bikurunum og unnið annan þeirra. Ég hef áhyggjur af því að þeir gætu haldið sinni línu hvað þetta varðar.

 89. Úff ég er að fara á Liverpool – Tottenham næstu helgi, ég vona að fyrsti leikur minn á Anfield verði ekki einhver skita en þetta var hræðilegt í dag.

 90. Klopp þarf greinilega að fara að hisja upp um sig brækurnar. Ætla bara að sleppa því að hrauna yfir leikmenn og skella skuldinni bara alfarið á Klopp. Hann er greinilega með engar lausnir og ekkert plan B. Seinna mark Hull er bara eins og svo mörg mörk þegar allur kraftur er lagður í sóknina og svo sem ekkert við því að segja. Ég ætla að leyfa mér svo í lokin að kvarta undan dómgæslunni, vítið sem átti að dæma í fyrrihálfleik hefði getað verið það sem skildi á milli. En þegar lánleysið er algert þá falla allar svona ákvarðanir á móti manni.
  YNWA

 91. Brilliant 😛

  Mér finnst leikmenn liðsins bregðast klopp frekar enn hitt.

  stjörnur þessa liðs verið alveg frá núna í langan tíma, alltof margir leikmenn sem sína fína takta enn geta ekki fundið stöðugleika í sínum leik.

  Klopp átti kannski að vera búinn að sjá það, enn hann hefur mikla trú á þeim.. sem í senn gerir hann góðan stjóra ekki satt ?

 92. Stend vid tad sem eg sagdi eftir siðasta leik 10 sæti verdur okkar (pappakassalid)

 93. Það þarf í alvöru að gera breytingar, nota td táninginn frammi og bekkja bæði Fimino og töframannin litla. það er ekkert verið að gera þeim greiða að spila svona rúnir sjáfstrausti, þeir þurfa að finna sína fjöl aftur og á meðan þeir eru að því þarf að vera ekki að spila þeim.

 94. Markaskorun síðan á síðasta ári segir meira en mörg orð, hvað gerðist fyrir Liverpool.

 95. Þetta á ekkert að koma á óvart, það var allan tímann vitað í byrjun tímabils að við værum ekki með nógu gott lið. Verst er að við fórum framar okkar vonum en nú erum við aftur á núllpunkti og á þeim stað sem er raunveruleikinn og sá staður miðað við hóp sem er einfaldlega eðlilegt að við séum á. Við verðum að trúa á uppbyggingu Klopp. Vilja menn frekar að klúbburinn verði keyptur og að við kaupum titla?
  Auðvitað er þetta skita en sjáið bara breyddina, Lucas í vörninni, lélegir markmenn og Milner í bakverði. Það ætti nú að vera nóg til að segja okkur hversu breiddin er léleg.
  En hey við eigum eftir að fagna áður en Trump fer úr embætti 😉

 96. Klopp er að verða gjaldþrota. Bara vandamál og engar lausnir.
  Hann var mjög sáttur með hópinn og lánar svo Sakho og Markovic , djöfull er ég pirraður á þessum þverhaus sem hann er.

 97. Vá hvað ég öfunda þann sem fær að skrifa leikskýrslu eftir þennan leik………..enginn sagði!

 98. Liðið en og aftur hugmyndsnaut fram á við. Liðið á 15 hornspyrnur vs 1 hornspyrna heimamanna og þeir skora auðvita úr henni.

  Svona sá ég leikinn.

  Fyriháleikur: En einn varnarmúrinn fyrir framan okkur. Liðið en og aftur meira með boltan en núna í fyrsta skipti erum við komnir bakvið varnamúrinn andstæðingana þegar Milner, Firminho og Lallana komust allir fyrir aftan en náðu ekki góðri fyrirgjöf.
  E.Can átti got færi í byrjun leiks en skaut framhjá.
  Coutinho fékk fínt færi en lét blokka sig
  E.Can gefur hornspyrnu og Hull skora eftir misstök hjá Mignolet.

  Ég skil að við eigum í vandræðum með að skora en geta menn ekki drullast til þess að fá ekki á sig mark gegn liðum sem eru ekki að sækja á okkur 1-0 og okkar menn horfa á hvern annan.

  Síðarihálfleikur: Liðið nær að ýtta Hull liðinu nánast inn í markið sitt en núna erum við að opna kanntana mjög vel og fáum við fullt af sendingafærum inn en menn eru ekki nógu grimmir.
  Coutinho aftur með besta færið okkur en nær ekki að hitta á markið.
  Matip með skot en þeir blokka það.
  Mane með skalla en hann er vel varinn.
  Henderson með skot(í stöðuni 0-2) en ótrúleg markvarsla.

  Auðvita bruna hinir fram og skora. Þeir sem eru að gera grín að leikmanninum sem skoraði þá er hann gaurinn sem miðverðir Man utd réðu mjög illa við í síðasta leik.

  Ef maður stígur aðeins til baka og skoðar leikinn í heild sinni og tekur Liverpool pirringin í burtu þá er það eiginlega ótrúlegt hvernig liðið nær að tapa svona leik. Lið sem er með boltan nánast allan leikinn, lið sem nær ekki að skapa mikið en fær samt nokkur færi á meðan að andstæðingurinn gerir varla tilraun til að sækja á okkur.

  14 leikir eftir og það skrítna við þetta er að núna vill maður sjá liverpool spila á móti stórliðum maður hlakkar til þeirra leikja á meðan að maður er að drulla á sig fyrir leiki gegn Leicester úti, Burnley Heima, Bournmouth heima, Stoke úti, WBA úti, Palace heima, Watford úti, Southampton heima, West Ham úti og Boro Heima – þetta eru erfiðu leikirnir hjá Liverpool.
  Auðvelda prógramið er Tottenham heima, Arsenal heima, Man City úti og Everon heima.

  Maður skilur eiginlega ekki ástandið á liðinu eins og staðan er í dag. Klopp og hans menn verða að fara að finna lausn á að komast í gegnum svona 11 manna pakka en á móti kemur þá þegar lykilmenn eins og Firminho, Coutinho, Lallana eru að drulla á sig þá kemur lítið úr liðinu.

 99. Sæl og blessuð.

  Ég einhvern veginn fæ mig ekki til að kenna Klopp um þessa #$#%$$&& skitu. Leikmenn spila á hálfum hraða, taka rangar ákvarðanir og tala ekki einu sinni saman, hvað þá hvetja hver annan til dáða. Dauðafærin voru allmörg og þeir áttu allan daginn að nýta þau. Sama lið hefði skorað þrjú mörk fyrir hálfu ári

  Þessir aular.

 100. klopp out !!! er ekki með þetta! lið eru að vinna okkur á skyndisóknum.. sama steypan leik eftir leik,, hvar er stjórinn með punginn ? Coutinho langlélegasti maðurinn á vellinum! hvað var hann að hanga inná? …þetta er ekki eðlilegur andskoti.

 101. Með þessari hörmung þá endar everton fyrir ofan okkur þá enda ég á hæli

 102. Hver sem segir út með Klopp getur bara fokkað sér og farið að halda með öðru liði.

 103. Sælir félagar

  Þetta er liðið sem Klopp sagði fyrir leiktíðina að væri nógu gott. Kaup hans í sumar á Winjaldum, Mané og Klavan áttu að vera nóg til þess að gera atlögu að titli eða í það minnsta að meistaradeild. Nú hefir það komið í ljós að hann hafði rangt fyrir sér. Það er búið að minnast á Sakho go Markovic hér fyrir ofan og er svo sem engu við það að bæta.

  Það sem er sárast í þessu öllu er að Klopp hefur ekkert plan B. Hann virðist hafa bara eina hugmynd um leikinn og búið. Þess vegna er þetta búið núna og það sem er þó verra en verst er að maður er farinn að efast um Klopp. Það er ömurlegt.

  Það er nú þannig

 104. Ég er með hugmynd strákar. Hvernig væri að setja Lucas í miðvörðinn í næsta leik?

  Ha? Búið að reyna það?

  Okei, hvernig væri að setja Lucas einan í miðvörðinn og Matip í senterinn? Ha búið að reyna það líka?

  Hvernig væri þá að skipta seinna inná?
  Líka?
  Í alvöru? Hver fær allar þessar frumlegu hugmyndir?

 105. Því og miður þá fæ ég bara ekki með nokkru móti séð Klopp finna einhverjar raunhæfar lausnir. Hann virðist vera algjor þverhaus og kanski út af því mun hann ekki ná að hondla enska boltann ? Allavega virðist hans hugmyndafræði vera komin í þrot vegna þess hvað hún er auðlesin fyrir andstæðingana. Auðvellt að loka á sóknarmenn og varnarleikur í molum.

Það er af sem áður var

Hull 2 Liverpool 0 [skýrsla]