Podcast – Allt nema Emre Can

Janúarmánuði er lokið og strákarnir gera hörmungarnar upp í þessum þætti. Hvað fór úrskeiðis? Hvað finnst okkur um leikmannagluggann? Náði Chelsea-jafnteflið að stöðva hrunið? Má David Luiz gera það sem honum sýnist? Á Lazar Markovic séns? Allt þetta og fleira í þætti kvöldsins.

Stjórnandi: Kristján Atli.
Viðmælendur: Einar Örn, SSteinn og Einar Matthías.

MP3: Þáttur 138

14 Comments

  1. Flott podcast eins og venjulega.

    En það besta sem er í gangi í augnablikinu er Mourinho. Ha ha
    Klopp og hans menn eiga greinilega hug hans allan. Komment eftir leikinn í kvöld er að sumir mega tala við 4 dómara og dómarinn svarar með því að segja ég fíla þig, en ef Mourinho kvartar er hann sendur upp í stúku. ha ha hann er svo lélegur tapari. Enn í 6 sætinu eins og síðustu 3 mánuði ; )

  2. Fannst Lazar Markoviz flottur á móti United í kvöld, óheppni að hann skoraði ekki sigurmark Hull í leiknum. Hef trú að hann reynist Hull vel og komi til baka í sumar tvíefldur.

    1 stig í 2 sætið, munar markatölu að detta í 5. og missa af meistaradeild. Ég ætla að vona að við náum að halda leikmannahópnum heilum út tímabilið og vonandi fer minnkandi leikjaálag á okkur að skila inn fleiri stigum en hjá hinum í top 6.

  3. Yes! Hlakka til að hlusta… móri er bara bjáni og greinilega tæpur á geði.

  4. Fínt podcast drengir.

    Ég er sammála Einari að það er forgangur næsta sumar að kaupa framherja. Firmino er frábær en það vantar einn til viðbótar sérstaklega þar sem Sturridge er ekki sami leikmaður og hann var og Origi er rétt að stíga sín fyrstu skref.

    Mér finnst þið vanmeta Hull fullmikið. Komnir með nýjan stjóra og kaupa nánast nýtt lið. Þeir ásamt Swansea og C.Palace eru öll búin að vera aktív í janúar og eru farin að ná í góð úrslit.

    Sammála með E.Can, hef fundist hann veiki hlekkurinn í liðinu undanfarið. Ekki það að hann sé lélegur leikmaður, mér finnst bara hann og Wijnaldum saman á miðjunni ekki bjóða upp á neitt sérstakt fram á við. Við höfum átt í miklum erfiðleikum með að skora og er mikill munur á holningunni á liðinu að hafa Lallana á miðjunni eða Can.

    Svo er bara að vona að Coutinho, Firmino, Mane og Lallana haldist heilir þá erum við að fara taka 2.sætið.

  5. Ein hugleiðing. Horfði á hluta af Hull leiknum í gær og furðaði mig á því að ekki séu not fyrir Markovic í hóp hjá okkur sá ekki betur en hann væri með fríska fætur sem hefðu líklega nýst okkur í fjarveru Mané í Janúar ?
    Maður spyr sig.

  6. Sælir félagar

    Takk fyrir ágætan þátt. Það er ánægjulegt að fylgjst með Móra og vælinu í honum enda gengur lítið né rekur hjá honum. Í leik Hull gegn MU var Marcovic bara einn besti maðurinn á vellinum og munaði 2-3 cm. að hann slátraði Móra og félögum. Það hefði verið gaman.

    Ég skil ekki þessa umræðu um Can núna. Hann er ári eldri en Origi sem “er að stíga sín fyrstu skref” en samt vilja sumir afskrifa hann frekar en Origi. Mér fannst hann með betri mönnum í síðasta leik og ekki ástæða til að hnýta í strákinn fyrir það. Hann hefur jú verið ansi mistækur í des/jan og pirrað mann stundum en hvaða leikmenn hafa ekki gert það í þeirri törn?

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Ég hefði seint trúað að ég tæki til varna fyrir Móra sem fer álíka mikið í taugarnar á mér og auglýsing frá Fískikóngnum. En það er rétt að þessir dómarar eru alltof viðkvæmir fyrir gagnrýni. Sama þó að þeir eyðileggi leik eftir leik og dæmi tóma vitleysu þá má ekki gagnrýna þá nema að viðurlögðum sektum og eða að vera vísað upp í stúku.

    Talandi um gagnrýni.

    Mér finnst Emre Can vera ansi hart dæmdur hér og alls ekki fyndnið að hæðast að honum í fyrirsögn á stuðningssíðu Liverpool. Þ.e. ef þetta á að vera fyndið en ég hef ekki heyrt þennan þátt nota bene. Það er ekki tímabært að afskrifa Can enda varð gaurinn varð 23 ára fyrir nokkrum dögum og hefur allt til að verða frábær leikmaður. Það sem ég sá af leiknum við Chelsea var Emre Can mjög góður og verðskuldar lof en ekki last fyrir sína framgöngu.

    Ég ætla því að leyfa mér að vera viðkvæmur eins og enskur fótboltadómari á laugardegi fyrir hönd hins ágæta Emre Can.

  8. Rosalega verðið þið sumir sárir um leið og mourinho byrjar að tala. Er liverpool maður í gegn en mér finnst ekkert að því að benda á þetta þó þetta hafi ekki verið sömu dómarar þá er frekar asnalegt að einum stjóra sé sagt að fá sér sæti eða uppí stúku og fólk brosir bara við klopp og segist kunna að meta ástríðuna hans.

    Hann talar nú oft með rassinum og er vælandi á fullu en þegar hann bendir á hluti sem má alveg setja spurningarmerki við ætti bara að taka því.

  9. Róbert#10 Það er mikill munur á framkomu Klopp og Móra almennt séð. Móri kennir nær undantekningarlaust dómurum um ófarir í leikjum en það gerir Klopp ekki og gantast meira við dómara en nöldra. Fyrir það fær hann meiru-i umlíðun og það er eðlilegt. Þar að auki er ekkert verið að væla yfir þessu heldur er verið að gera grín að vælukjóanum

  10. Mikið rétt, gjörólíkir menn og er ekki að verja framkomu Móra. Mér bara fannst þetta vera rétt hjá honum til tilbreytingar. Sagði svo aldrei að það væri væl í gangi hér benti bara á að þið eruð ekki lengi að gagnrýna hann fyrir að gagnrýna aðra hluti 🙂

  11. Það er smá munur á því að maður sem er búinn að fara þrisvar fyrir aganefnd út af vitleysisgangi, sé sagt að setjast og naglhalda kjafti og einhverjum sem hefur verið í góðum dialog við dómara. Það að vera fúll út í allt og alla er ekki passion, Jose er ekki með passion, hann er bara fúll á móti. Það nennir enginn slíku til lengdar.

  12. En fólk er nú samt alltaf að tala um að knattspyrnusambandið verði að vera samkvæmt sjálfu sér og mér finnst alveg að klopp hefði átt að fá viðvörun eða eitthverja smá sekt fyrir að öskra alveg uppí eyrað á grey kallinum.

    Skil alveg það sem þið eruð að segja og er sammála að flestu leiti en fólk sem er vanalega á góðri hegðun ætti að geta fengið viðaranir eða sektir eins og þeir sem gera þetta reglulega þó að þolinmæðin sé að sjálfsögðu minni og refsingarnar stærri gagnvart þeim sem gera þetta fimmta hvern leik.

Liverpool – Chelsea 1-1 (Skýrsla)

Nóg komið af bölmóði…