Liverpool – Chelsea 1-1 (Skýrsla)

0-1 Luiz 25. mín.
1-1 Wijnaldum 58. mín.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Nokkrir sem voru öflugir í kvöld. Mignolet er auðvitað hetjan eftir að hafa varið vítaspyrnu Costa svona seint í leiknum. Annars fannst mér Wijnaldum og Henderson (sérstaklega í síðari hálfleik) vera öflugir á miðjunni hjá okkur. Misstu reyndar aðeins tökin þegar tók að líða á og virkuðu þreyttir.

Þessir þrír báru af að mínu mati.

VONDUR DAGUR

Sama upp á teningnum hér, nokkrir leikmenn Liverpool sem áttu slæman dag.

 • Coutinho er enn að komast í form. Virkaði ryðgaður.
 • Það sama má segja um Matip. Var slakur í dag og kostaði okkur næstum því stigið.
 • Firmino var duglegur en lítið kom úr því. Hefði átt að tryggja okkur öll stigin í restina.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

Það jákvæða við þennan leik var að við fengum að sjá pressu og kraft í liðinu sem hefur ekki sést í þessum blessaða janúar mánuði. Liðið byrjaði af miklum krafti og því var það kjaftshögg að fá þetta mark á sig.

Með alla leikmenn komna til baka og leikjaálagið nákvæmlega ekki neitt þá ætla ég að leyfa mér að vona að bjartari tímar eru framundan. Þeir verða a.m.k. ekki mikið verri.

Það neikvæða við kvöldið var að við nýttum okkur ekki að Spurs og Arsenal misstigu sig bæði! Það hefði verið tilvalið að minnka forskot Chelsea og komast yfir þessi lið.

NÆSTU VERKEFNI

Liðið á þrjá leiki í febrúar, sá næsti er á útivelli gegn Hull n.k. laugardag. Þar ætla ég einfaldlega að heimta þrjú stig og smá jákvæðni í kringum liðið aftur takk.

YNWA

35 Comments

 1. Áttum að klára þennan leik. Er því sem fór þa er eg sáttur með 1 stig. Ja nu er ekkert leikja álag framundan. 1 keppni út may.

 2. Hefðum klárað þennan leik ef við hefðum haft “firepower” á bekknum. Nokkuð viss um að Sadio Mane hafi ekki verið 100% enda búið að tjasla honum saman á bekknmu. Þá voru menn eins og Milner, Henderson og Can hraunbúnir á því en engum treystandi til að koma inn fyrir þá. Leiðinlegt að klúbbur á stærðargráðu við Liverpool búi ekki yfir almennilegri breidd.

 3. Chelsea verðugir meistarar.
  Breidd og gæði.
  Kante er kaup ársins. Af hverju Liverpool hafi ekki reynt að ná svona leikmanni er manni hulin ráðgáta. Sá var x faktor leiksins fyrir Chelsea og svo var ekki amalegt fyrir þá að fá Pedro og Fabregas af bekknum.

  Framistaða Liverpool var með ágætum en þó verður að segjast að þreyta er komin í æði marga.

  City og United geta á morgun komist ansi nálægt okkur. Baráttan um 2-6 sæti verður epísk.

  Vonum það besta.

 4. Sammála #3 með Kante. Besti maður vallarins og algjör lyklilmaður hjá Chelsea í vetur.

  Stóra fréttin er samt e.t.v. sú að Liverpool LIÐIÐ sem hafði verið saknað á þessu ári sást aftur í kvöld. Það skiptir mun meira máli en frammistöður einstaka leikmanna. Þigg stigið.

 5. hættiði að tala um einhvað djöööulsins leikjarálag og að liverpool séu sprungnir eftir nokkra mánuði djöfull fer þetta helvítis kjaftæði í taugarnar á mér .. tökum eitt dæmi ef ég labba upp esjuna og er gjöörsamlega búinn á því þá fer ég í rúmið mitt og fer að sofa og daginn eftir hef ég aldrei verið ferskari … útrþýmið þessu leikjaálags bulli og þreytu af þessu spjallborði jesuuus !!!!!!!!

 6. Skrytin tilfinning,gerðum jafntefli en finnst eins og við höfum tapað, urðum að vinna þennan leik 🙁

 7. Sæl öll.

  Fínn leikur hjá Liverpool í gær og góð úrslit, þannig séð. Yfirburðirnir í að halda bolta voru miklir og það gekk ágætlega að búa til færi. Það er samt bara þannig að eins og Klopp spilar að þá er liðið viðkvæmt þegar bolti tapast þegar liðið er búið að pressa andstæðinginn niður að eigin teig. Pressan frá Liverpool var mjög góð í gær og það vantar svo grátlega lítið upp á að þetta lið verði mjög gott. Við eigum 14 góða leikmenn og ef við náum topp 4 í vor er ég sannfærður um að 2-3 gæða leikmenn bætist við þessa 14 og þá erum við solid. Mér er svo nákvæmlega sama um þessar bikarkeppnir að það hálfa væri nóg. Það á að leggja allt kapp á topp 4 og með þetta fáa leiki það sem eftir lifir móts ætti verkefnið að vera viðráðanlegt ef við verðum heppnir með meiðsli og bönn.

  Yfir leikjunum í gær var ég að velta fyrir mér einum hlut er varðar annað lið og stuðningsmenn þess liðs. Asenal tapaði í gær og er í svipuðum málum og Liverpool. Nú hefur sami stjóri verið þar síðan 1996 og þeir ekki unni titil í háa Herrans en eru stöðugir í topp 4. Arsenal virðist ekki ná að búa til breidd til að halda út í toppbaráttu í deildinni og keppa í CL þótt að stjóri þeirra búi yfir gríðarlegri reynslu í EPL. Margir stuðningsmenn Liverpool og einhverjir spjallarar hér (nokkuð margir því það er sorglegt að sjá hvað athugasemdum fjölgar hér þegar liðið tapar) líta svo á að Liverpool eigi alltaf að vera í topp 4 og berjast um titilinn. Í mínum huga er þetta stórfurðuleg krafa þar sem Liverpool hefur á eingan hátt sýnt þann stöðugleika né geta haldið sínum bestu mönnum í yfir 20 ár. Mig langar alveg gríðarlega mikið að vita á hvaða grunndvelli þessi ofboðslega krafa er gerð til liðsins.

  Hvar eru allir þessir neikvæðu pésar sem demba yfir okkur visku sinni þegar illa gengur? Ég skora á þá að reyna jákvæða nálgun á fótbolta og ræða það sem vel er gert.

 8. Okkur sárvantaði að kaupa snöggan kantmann eða striker í þessum glugga, sást svo fáránlega vel þegar að lallana, coutinho, firminhio voru framlínan okkar, þeir geta ekki stungið neinn af í fast break.

 9. Sæl og blessuð.

  Jæja, farvel janúar. Forspáin birtist í byrjun des. þegar við glutruðum niður unnum leik gegn Bournmouth undir eins og Mané karlinn fór af velli. Nú kom hann inn á í blálokin og bar ekki á öðru en að fjör færðist yfir mannskapinn, þessar tíu mínútur.

  Erum fjarri því í afleitum málum í deild. Ættum að geta haldið þessu sæti og komist í Meistaradeildina. Það verður nú eitthvað. Er farinn að sakna stefsins.

 10. Það vantar jú breiddina í liðið, en Firminho var afleitur í gær eins og í mörgum síðustu leikjum. Ég var lengi vel hrifinn af honum en núna er eitthvað mjög kærulaust og off í öllum hans aðgerðum.

 11. Já, sammála Chelsea eru verðugir meistarar. Spila alls ekki skemmtilegasta boltann en eru með gríðarlega öfluga vörn og svakalega breidd.

  Sjáið bara skiptingarnar í seinni hálfleik, þ.e. Pedro og Fabregas. Væri ekki slæmt að hafa svona menn á bekknum.

  Þrátt fyrir martraðar janúar-mánuð erum við heldur betur inn í baráttunni um sæti 2.-4. Vonandi verðum við heppnir með meiðsli þá er þetta alveg mögulegt. Hef samt verulegar áhyggjur af því hversu litla breidd við höfum í leikmannahóp.

 12. Svefnormur #5 ég gæti ekki verið meira samála.
  ég get sturlast á að heyra leikjaálagsumræðu liverpool vs önnur lið.
  þetta er farið að fara sálrænt í höfuðið á fólki.

 13. Velti því mikið fyrir mér hvernig umræðan myndi vera ef Ragnar eða Lucas hefðu spilað eins og Matip í gær………..annars bara góður með jafnteflið. 🙂

 14. Fer svona svipað mikið í taugarnar á mér þegar fólk bara neitar að horfast í augu við staðreyndir sem fylgja auknu leikjaálagi. Liverpool ræður mjög illa við 2-3 leiki á viku margar vikur í röð, ef þið trúið því ekki væri ekki úr vegi að horfa á leiki liðsins undanfarið.

 15. #14 Hárrét. En hver er aðalástæðan fyrir því? Tölvuerður skortur á gæði í leikmannahópi i heild sinni. Megum alls ekki við meiðslum lykilmanna. Leikmenn frá 14 – 22 eru engan veginn nægilega góðir……..eiginlega bara langt frá því.

  Verulegur skortur á breidd gerir það að verkum að við getum ekki verið að berjast á mörgum vígstöðvum. Eigendurnir verða að taka upp veskið í sumar.

 16. Sælir félagar

  Ég sá ekki leikinn í gær, var á námskeiði og missti því af honum. Þar af leiðir er skýrslan ekki nógu góð fyrir mann sem sá ekki leikinn. Sjálfsagt hefur það verið oftar þannig án þess að ég tæki eftir því þar sem ég sé nánast alla leiki liðsins. Ég er þó ekki að skammast neitt í Eyþóri, þatta er bara vinsamleg ábending um að það er hægt að fylla betur upp í formið en takk fyrir samt.

  Ég sé að Svefnormur og einn að auki eru frekar pirraðir á umræðunni um leikja álag. Það er vert að hafa í huga í því sambandi að þó kjúklingarnir hafi leikið stóra rullu í bikarleikjunum þá eru alltaf byrjunarliðsmenn með. Þar sem raunverulegur leikmannahópur er ekki nema eftirtaldir: Minjó, Karíus, Clyne, Matip, Lovren, Klavan, Milner, Winjaldum, Can, Henderson, Lallana, Coutinho, Mané, Sturridge, Origi og sumir þeirra alls ekki nógu góðir sem slíkir þá er álagið á þá ansi mikið.

  Að því leyti er rétt og satt að tala um leikja álag. En nú er það á enda og engar afsakanir framar, aðeins einn leikur í viku það mesta og okkar menn eiga að geta komið brjálaðir í hvern leik hér eftir. Hvað leikinn við Chelsea varðar þá hefði maður alltaf þegið stigið en mér skilst (vantar upplýsingar í skýrslunni) að okkar menn hefðu getað stolið þessu í restina (Firmino???).

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Henderson á að taka þessa aukaspyrnu frá Luiz á pönnuna. Hann sér þetta gerast og boltinn strýkur á honum hárið.
  Það sem þessir drengir fá borgað, lágmark að geta fórnað hausnum fyrir þegar það skiptir máli.

 18. Eftir þennan leik er ég vonbetri um að við getum klárað þetta tímabil með sæmd. Fannst við betri á stórum köflum og Chelsea þurfti aukaspyrnu til að skora úr sem var kannski lögleg en vægt til orða tekið undarleg.

  Ég sé augljósar framfarir hjá Mignolet. Hann er ekki eins mistækur og hann var áður og núna er virkilega farið að muna um hann, því hann varði líka vel hjá Man Und og þar á meðal færi sem voru ekki sjálfgefið að hann tæki.

  í sjálfu sér finnst mér bara fínt markmið að ná meistaradeildarsæti á þessu ef tekið er mið af því að liðið náði ekki einu sinni í evrópukeppni í fyrra.

 19. #17, þetta skot kom Hendo einsog öðrum allveg á óvart, það heirði enginn í flautunni, það sést á varnaveggnum að þeir voru ekki tilbúnir, engin tók viðbrað og hoppaði vegna þess að hlaup Luiz að boltanum leit út einsog hann var að fara í vegginn, þetta mark var löglegt bara vegna þess að dómarinn flautaði, en hann flautaði þegar varnaliðið var ekki tilbúið sem er algjört einsdæmi.

  Annað er að fólk er að tala um að Migs hefði hvort sem er ekki varið þetta, málið er að Luiz hefði aldrei átt svona skot ef það hefði verið stillt upp og að einsgo þú vendir á óbeint, þetta skot hefði farið í varnaveggin.

  Fyrir utan allt þetta þá átti þetta ekki að vera aukaspyrna yfirleitt, meira að segja Howard Web, sem er ekki okkar besti vinur, sagði þetta: “My conclusion is that it’s not a free kick when he sees it from all the angles.”

 20. Sé að ég er ekki einn um þá skoðun að Clattenberg dómari hafi gert “mistök” þegar hann flautaði að Chelsea mætti taka aukaspyrnuna.

  Ég viðurkenni að ég veit ekkert um fótbolta eða dómgæslu umfram það sem maður lærir við að horfa of mikið á fótbolta úr sófanum.

  Iðulega þegar aukaspyrna er dæmd nálægt teignum hefur maður séð dómarann halda flautunni á lofti til merkis um það eigi að bíða eftir flautunni. Til hvers er það ef hann má svo flauta bara þegar honum sýnist?

  Þannig líður nánast altaf góður tími meðan verið er að stilla upp og þá einkum veggnum. Dómarinn bíður og þegar allir eru tilbúnir þá flautar hann.

  Í gær virtist dómarinn ekki virða þetta (hvort sem það var viljandi eða mistök veit ég ekki). Hefði hann litið upp hefði hann séð að hvorki markmaðurinn né veggurinn var tilbúinn.

  Nú þykist ég vita að reglurnar geri engar kröfur um að hann eigi að bíða eða hversu lengi, en á móti kemur að það er áratugavenja að gefa liðunum tíma til að stilla upp áður en það er flautað.

  Hvort það hefði svo breytt einhverju er ekki viss um. Fáir eða engir markmenn hefðu varið þennan bolta. Í besta falli hefði veggurinn átt betri möguleika á að verjast.

  Ég hefði gaman að fá skoðun annarra og þá einkum þeirra sem hafa dæmt fótbolta.

  ps.

  Hitt er ég viss um að Mignolet hefði verið krossfestur fyrir að verja ekki skallann hjá Winaldum :->

 21. #20, þetta er góð greining hjá þér. Finnst ábyrgðin hvíla hjá veggnum frekar heldur en Mignolet, það er punkturinn.

 22. Fyrra svar átti að vera til #19, Joispoi
  En varðandi flautupælingar #20, þá held ég að rétt væri fyrir Liverpool að búa til þennan tíma til að stilla upp með því að hafa einn leikmann ólöglega staðsettann þar til allir eru tilbúnir. Þannig hefði ég haldið að hægt væri að koma í veg fyrir ótímabært flaut dómarans.

 23. Ef, hefði og kannski…! Langar að benda þeim á sem sjá bara svarta bletti á hvítu blaði að einblína ekki bara á það neikvæða, blaðið er oft á tíðum 99% hvítt en menn sjá bara svarta blettinn. Td. alveg merkilegt (að mínu viti) að Luis hafi ekki verið hrósað meira fyrir aukaspyrnuna sem hann setti stöngina inn og meira að segja ensku þulirnir sem teljst hlutlausir horfðu bara á hverjum var um að kenna(dómaranum og/eða Mignolet) og hvort þetta væri aukaspyrna eða ekki. “Henderson átti að taka aukaspyrnuna” út af því að hann var með þannig laun og svo framvegis….. neikvæðni ræður allt of miklu í umræðunni, því miður og hægara um að ræða en í að komast.
  Ok ok ég var svektur að fá þetta mark á okkur í gær og allt það en ekki lengi, það er gagnslasut.

  Það fallega við fótboltann eru mörkin, ástríðan og snildar tilþrif en oftar en ekki er mest talað um mistökin. Mörkin koma oftast af mistökum andstæðinganna og að hárreita sig yfir því endalaust kemur okkur ekkert nema í öldrunarþjónustu langt fyrir tímann…. nóg um það.

  Mér fannst Cline frábær í gær og gott að fá hann aftur, traustur í öllum aðgerðum í gær.
  Vijnaldum var góður eins og í mörgum undanförnum leikjum og hans vinna ekki alltaf metin af verðleikum þegar illa gengur. Merkileg tölfræði að hann skorar bara á heimavelli í EPL.
  Matip vantar spilatíma, það sást í gær og það eitt nóg til að leikmenn eins og Costa áreita taugarnar okkar stanslaust við að herja á hann og Costa í fanta góðu formi í vetur.
  Miðjan öll spilaði frábæran síðari hálfleik ef frá eru teknar síðustu 8 mínúturnar sem voru slappar og menn virkuðu búnir.
  Henderson braut upp sóknarleikinn í síðari háflleik með nokkrum háum sendingum frá hægir til vinstri inn á vítateiginn og ein þeirra skilaði markinu okkar. Hendo var góður í gær.

  Boltinn gékk mun hraðar í síðari hálfleik í gær en fyrri og þá fyrst fórum við að geta ógnað marki þeirra bláklæddu.
  Að halda bolta innan liðsins er okkar sterka hlið og vorum góðir í því í gær, nokkrar undantekningar sem skiluðu skyndisóknum á okkur og þar er hægt að gera betur.
  Margir inná hjá okkur sem hafa átt betri leik en í gær og Mane að koma aftur sem segir mér að betri tímar eru í vændum, glasið er hálf fullt.
  15 leikir eftir… horfi spenntur á þá leiki, stundum svektur en oftast stoltur af mínum mönnum.
  Spái 33-35 stigum út úr 15 síðustu leikjunum en vona samt alltaf eftir 45 stigum. Hvort 78-80 stig dugi til 4.sætis eða 90 stig til sigurs (efast um það) verður að koma í ljós.
  Næsti leikur er Hull ..hlakka til.

 24. Skil ekki af hverju við styrkjum okkur ekki í janúar, enn eina ferðina. Þetta gerist aftur og aftur og menn vilja greinilega bara hnoðast með meðal varnarmenn fram á sumar í staðin fyrir að styrkja vörn okkar og eiga þá meiri möguleika á að ná topp 4 sæti. Þetta finnst mér fáránleg skammsýni og heimska hjá FSG.

 25. Skammsýni og heimska

  Skarsýni og heilska

  Skersýnur og heilskaliv

  Ékersývæður og helskaliver

  Égersákvæður og elskaliverpo

  Ég er jákvæður og elska Liverpool!

 26. Jákvæðu punktarnir við leikinn í gær fannst mér helst vera sendingatilraunir Henderson og Can, diagonal sendingar sem tvístra vörn andstæðinganna þegar þær heppnast. Og það gerðist nákvæmlega þannig í markinu sem Liverpool skoraði. Þarna þarf að fara saman sendingamöguleiki, hlaup og góð sending. Þetta hefur mikið skort á núna í janúar. Coutinho er auðvitað sá sem á þessar sendingar flestar en það var gaman að sjá Henderson taka svona vel af skarið. Can þarf að bæta þessar sendingar en hann er á réttri leið. Þetta er áræðni og skemmir sendingaprósentuna en er það sem þarf gegn rútubílaliðum.

  Ég var ekkert sérlega bjartsýnn eftir þunga pressu okkar manna fyrstu 15 mínúturnar. Liðið spilar einfaldlega frekar barnalegan varnarleik og það er auðvelt fyrir flest lið að nýta sér mistökin sem virðast alltaf eiga sér stað, hvort sem er í varnarleik miðjumanna, varnarmanna eða markmanns. Við fáum alltaf fáránleg mörk í andlitið og þetta í gær var eitt slíkt, þetta var frík mark, sama hvort Mignolet og veggurinn hefðu tekið þetta ef þeir hefðu verið tilbúnir eða ekki.

  Liðið skapaði sér engin færi á þessum kafla, rétt eins og í leikjunum þar á undan. Ég gargaði á meira direct fótbolta, menn verða bara að hætta að horfa á sendingaprósentu og ball possesion því menn verða að taka út varnarmenn með sendingum á dýptina þegar hlaupin koma. Og þau verða líka að koma til að hægt sé að spila svona fótbolta.

  Þessi leikur var töluvert betri en síðustu leikir aðalliðsins (hinir eru varla marktækir) og ég hef trú á því að við getum horft fram á bjartari tíma á næstunni. Liðið hrekkur ekkert í gang og skorar 5 mörk um helgina, en þeir ættu að geta knúð fram sigur með áframhaldandi svona spilamennsku þar sem reynt er að púnktera og penetreita rútuna með hnitmiðuðum sendingum og góðum hlaupum. Síðan er nægur tími á æfingasvæðinu framundan þar sem Klopp, sem án efa sér þetta sem við sjáum og fleira til, getur lagfært það sem er að hjá liðinu.

 27. Sælir félagar

  Það sem Birgir #23 bendir á, að hafa leikmenn sem standa yfir boltanum og nöldra eitthvað til að tefja tímann meðan liðið stillir upp veggnum og markmaðurinn staðsetur sig. Menn passa sig á þessu í framtíðinni.

  Annars er ég búinn að horfa á leikinn og mér sýnist að jafntefli séu sanngjörn úrslit í honum. Svo má líka íta á það að Liverpool hefur 4 stig af 6 á leiktíðinni gegn Chelsea en þeir bara 1 stig. Það er viðunandi árangur gegn því liði sem margir telja langbesta lið deildarinnar í dag.

  Það er nú þannig

  YNWA

 28. Er að horfa á Manu scums – hull og tek eftir þessum krafti, hraða og áræðni í Lazar Markoviz. Hann fær boltann og keyrir á menn strax, ekkert kjaftæði. Svei mér þá ég ætla leyfa mér að segja það að hann er hraðari en Mané. Hann og Rashford voru í kapphlaupi um boltann þar sem Rashford var að sleppa í gegn og Markoviz étur hann á hraðanum. Í þokkabót var Rashford með gott forskot. Afhverju erum við ekki að nota þennan mann. Frábær viðbót af bekknum,sérstaklega þegar við erum fastir í því að gera ekkert annað en að gefa til baka og skjóta nánast ekkert á markið

 29. Manu – Hull 0-0… Hahahah Gátu ekki einu sinni unnið botnliðið!

  Sammála með Markovic, af hverju i fjandanum höfum við ekki not fyrir þennan leikmann?!?

 30. okkar maður í Hull að skjóta í stöng hefði getað tekið öll stiginn í leiknum !!
  ManU að skíta aðeins líka eins og hinir 🙂

 31. #29 – sammála, skil bara ekkert í því af hverju ekki eru not fyrir hann hjá okkar ágæta liði.

 32. Er ekki bara eins með hann og Sakho, Klopp tekur þá úr liðinu á kostnað úrslita með slakari mönnum.
  Sakho og Markovic eiga fullt erindi í þetta lið en persónulegar ástæður teknar framyfir gæði

 33. Mignolet að verja víti í lokin gegn Costa….ef þetta er ekki byrjun á góðum endaspretti þá má Karius fara í markið aftur.

 34. Þeir sem halda að leikjaálag skipti ekki máli vita lítið um íþróttir á hæsta leveli. Góður elítu 10 km hlaupari þarf td einhverjar vikur í hvíld eftir keppnishlaup áður en hann getur tekið nýtt á fullum hraða. Þetta er ekki sambærilegt við að skokka upp á Esjuna að spila fótboltaleik á hæsta leveli.

Liverpool – Chelsea 1-1 (leik lokið)

Podcast – Allt nema Emre Can