Talandi um mikilvæga leiki

Það er óhætt að segja að síðustu dagar og vikur hafa verið ótrúlega erfiðar fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool FC. Þetta lið okkar sem leit svo hrikalega vel út framan af tímabili, hefur nauðlent all rækilega beint á trýnið. Ekki það að varnarleikurinn hafi eitthvað versnað mikið þar sem hann hefur verið heilt yfir slakur, heldur eru það afrekin hinum megin á vellinum sem hafa bara hreinlega horfið. Liðið hefur fallið í algjöra meðalmennsku og er í dag auðlesið og frekar leiðinlegt á að horfa. Þvílík og önnur eins breyting.

Það er alltaf auðvelt að fara í það að benda. Finna sökudólga og þeir eru sko margir. Ég hreinlega nenni ekki að hlusta á eitthvað þvaður um leikjaálag. Það er búið að nota hópinn vel í þessum bikarleikjum og menn ættu ekki að vera þreyttir, það er allavega mín skoðun á þessu. Nei, menn þurfa að finna sér eitthvað annað til að afsaka sig með. Breidd hópsins, gæði hópsins, einbeitningarskortur, slök viðbrögð við aðstæðum og meiðsli og fjarvera lykilmanna. Já, það er sko hægt að týna til margar ástæður og engin ein er réttari en önnur og líklegast er þetta sambland af afar mörgum þáttum. Okkar menn hafa afrekað það að henda sér út úr hverri keppninni á fætur annarri og það gegn slökum andstæðingum. Jafntefli við Sunderland, jafntefli við Man.Utd, tap gegn Swansea, ströggl gegn Plymouth, slakar frammistöður gegn Southampton og svo rúsínan í pylsuendanum, tap gegn Wolves á Anfield. 3 tapleikir á heimavelli í röð, á aðeins örfáum dögum. Er það skrítið að maður spyrji sig hvað sé eiginlega í gangi?

Já, þessi janúar mánuður er einn sá versti í manna minnum hreinlega og af mörgu er að taka í gegnum tíðina. Það er eiginlega ótrúlegt að liðið skuli ennþá vera í fjórða sæti í deildinni og aðeins 2 stigum frá öðru sætinu. 10 stig eru í toppsætið. Ég er nú reyndar á því að það séu afar fáir Poolarar sem hafa verið að gera sér einhverjar titilvonir, en auðvitað byrja draumarnir að svífa um þegar liðið spilar jafn vel og það gerði á tímabili. En hvað, hvað þýðir þessi leikur? Við erum að tala um topplið Chelsea. Lið sem við sigruðum á útivelli fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það hefur heldur betur breyst ástandið á þeim bænum eftir að við sigruðum þá á sínum tíma. Það var farið að heyrast tal um að Conte væri orðinn valtur í sessi en núna nokkrum mánuðum seinna er staðan svolítið önnur.

Með breytingu í þriggja manna varnarlínu þá hreinlega hættu Chelsea að fá á sig mörk að ráði. Svo gerðist það á sama tíma að menn eins og Hazard föttuðu aftur hversu góðir í fótbolta þeir væru. Útkoman er einföld, liðið hefur varla tapað leik síðustu mánuðina. Þeir mæta á Anfield á morgun, stútfullir sjálfstrausts gegn liði sem hefur ekki snefil af slíku og þar sem allt virðist vera í molum hreinlega. Þetta þýðir bara eitt. Risasigur Chelsea á Liverpool. Eða hvað? Virkar þessi fótbolti kannski bara ekki þannig? Oft gerir hann það og oft gerir hann það bara alls ekki. Ef það er einhver leikur sem ætti að vera leikur þar sem menn hrista af sér slenið, þá bara hlýtur það að vera svona leikur. Það er ekki eins og að fókusinn sé á annarri keppni. Nei, menn eru búnir að henda sér út úr þeim öllum. Það er bara þessi blessaða deild og allt þvaður um leikjaálag ætti ekki svo mikið sem heyrast meira á tímabilinu. Það af nú síður eitthvað sem getur kallast þreyta.

Ég ætla ekki að fara neitt frekar ofan í þetta Chelsea lið. Þetta lið varð meistari fyrir tæpum 2 árum síðan og er með alveg hörkumannskap út um allan völl, nánast sama hvert er litið. Conte er svo einn skemmtilegur stjóri, maður einhvern veginn hrífst með honum. Hann er á svipuðum nótum og hann Klopp okkar, það er gaman að svona gaurum. En menn komast ekkert langt bara á því að vera líflegir og skemmtilegir og þessir tveir hafa svo sannarlega getað sýnt árangur í starfi. Klopp hefur haft þrengri kosti, minna fjármagn og slíkt, en báðir hafa náð flottum árangri. Stjórar breyta svolítið ásýnd manns á fótboltaklúbba. Ég hef til dæmis miklu meiri velvild í garð Chelsea undir stjórn Conte heldur en undir stjórn hágrátandi Portúgala.

En að þessum leik á morgun. Staðreyndin er sú að okkar menn geta sett smá fjör í titilbaráttuna þetta tímabil með því að leggja Chelsea að velli. Með því myndi munurinn á milli þessara tveggja liða í fyrsta og fjórða sæti fara niður í 7 stig. Arsenal og Tottenham gætu þá verið 5-6 stigum á eftir þeim og í næstu umferð mætir Arsenal liði Chelsea. Fari svo að Chelsea vinni báða þessa leiki, þá myndi ég nú fara að skrifa fyrstu stafina á bikarinn þetta tímabilið. En hvað um það, þessi leikur á morgun byrjar í stöðunni 0-0 og það er undir leikmönnum og stjórnendum liðsins komið að gíra sig upp í hann og tryggja það að halda toppbaráttunni spennandi þetta tímabilið. Það myndi líka senda flott skilaboð út að okkar menn væru að koma tilbaka með krafti. Bara að halda áfram þeim góða sið að standa sig vel gegn stórliðum deildarinnar takk.

En þá að liðinu okkar. Simon Mignolet kemur pottþétt inn í markvarðarstöðuna og nú er hún hreinlega hans að tapa þar sem Karius fær ekki að sýna sig og sanna í fleiri bikarleikjum. Ég ætla rétt að vona að Clyne sé búinn að jafna sig af meiðslum sínum, og þá meina ég að jafna sig. Ekki að spila eins og síðast þegar honum var hent inn aftur og þá var hann klárlega langt því frá að vera heill. Matip og Lovren eru bara sjálfvaldir í miðvarðarstöðurnar þar sem það hefur komið í ljós að undanförnu að Ragnar Klavan er ljósárum frá því að vera nógu góður í þessa stöðu hjá okkur. Milner er svo sjálfvalinn vinstra megin.

Ég missi ekki oft algjörlega trú á Liverpool leikmönnum, en ég hef hreinlega gert það þegar Klavan er annars vegar. Annar leikmaður sem ég hef misst alla trú á er Emre Can. Alveg sorglegt dæmi með þennan strák, er með fínan hraða, stór og sterkur, en virðist hreinlega fyrirmunað að taka réttar ákvarðanir inni á fótboltavellinum. Eina og maður var að vona að hann myndi hreinlega springa út. Hann hefur það reyndar með sér að hann er ungur ennþá, en Jordon Ibe er líka ungur og með mikið af hæfileikum, en almenn hausleysi setur hann sem squad player í Bournemouth. Gini Wijnaldum er svo annar. Er hann ekki betri leikmaður en þetta? Flaut hann bara með þegar sem best gekk á tímabilinu? Þarna liggur stór hluti vandans, miðjan okkar er bara ekki nægilega góð og það er enginn til að stíga inn í staðinn fyrir þessa gaura þegar þeir ákveða að geta hreint út sagt ekki skít í fótbolta. Ef Mané væri ekki nýkominn úr Aríkumótinu, þá myndi ég stilla Hendo upp aftast á miðjunni (sjálfur búinn að vera mjög slakur líka) og hafa þá Lallana og Coutinho á miðjunni með honum. Hinir tveir eiga bara engan veginn skilið að vera nálægt byrjunarliði miðað við framgöngu sína undanfarið.

En við vitum vel að annar hvor verður í startinu á morgun, og eins fáránlegt og það er nú, þá verður það líklegast sá sem verst hefur leikið af öllum undanfarið. Klopp er ekki að senda Emre Can neitt skýr skilaboð með því að tefla honum sífellt fram. En kannski er þetta einhver sálfræði sem skilar sér í að hann springi út gegn Chelsea. Mikið djöfull vona ég það af öllu hjarta, en ég hef akkúrat enga trú á því. Ég ætla því að spá því að Hendo, Lallana og Can stilli sér upp á miðjunni. Origi verður svo verðlaunaður fyrir sitt framlag með sæti í liðinu uppi á topp og þeir Brasilíubræður verða á vængjunum. Ég er ekki hrifinn af þessari uppstillingu, en svona held ég að þetta verði:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Can

Firmino – Origi – Coutinho

Ég ætla til gamans að setja inn mynd af því hvernig ég myndi vilja sjá liðið. Ég vil sjá Mané beint inn í byrjunarlið og mér er alveg sama þótt hann hafi ekki náð að æfa með liðinu. Hann er betri í sínu versta formi heldur en þær frammistöður sem við höfum séð undanfarið. Ég myndi vilja sjá þetta svona:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Lallana – Henderson – Coutinho

Mané – Sturridge – Firmino

En það er mýgrútur af ástæðum fyrir því að ég sit hér að hamra á tölvu, en Klopp sigur þarna úti og ræðir við leikmenn og starfsfólk Liverpool FC um uppleggið og leikinn. Talandi um uppleggið. Ég væri alveg til í að sjá okkur mæta til leiks á svipaðan hátt og við gerðum á Stamford Bridge í haust. Þá var ég í away hluta vallarins og naut hverrar mínútu. Þar mættu menn algjörlega klárir í slaginn frá fyrstu mínútu og tættu þetta Chelsea lið í sig í fyrri hálfleiknum. Þeir vissu ekki hvaðan þeir voru að koma. Við erum með sama mannskap núna og þá. Þeir eru með sama mannskap núna og þá. Af hverju ekki? Svei mér þá, ég hef bara trú á því að kraftaverkin geti gerst. Ég hef bara trú á því að við getum tekið þetta Chelsea lið og sigrað það á Anfield. Ég hef trú á því að við getum vel barist á toppi deildarinnar. Ég hef trú á því að þetta lið geti aftur spilað jafn vel og það gerði mánuðum saman fyrir ekki svo löngu síðan. Ég hef trú á Klopp. Ég hef trú á Liverpool FC.

Þetta er algjör lykilleikur á tímabilinu. Þessi leikur getur hreinlega haft mikið að segja um framhaldið hjá okkar mönnum. Kveðjum þennan hræðilega janúarmánuð með flottum sigri og setjum tóninn fyrir næstu mánuði.

37 Comments

  1. Þetta er 3 stiga leikur eins og aðrir deildarleikir en því fyrr sem við förum að komast aftur í gang því betra.
    Ég tel að Klopp verður varkár og verður með Can, Winjaldum og Henderson miðju því miður með Lallana, Firminho og Coutinho fyrir framan þá. Ég óska þess samt að sjá Can úr liðinu(og sem minnst í því) og hafa Lallana á miðsvæðinu með Coutinho, Firminho og Woodburn(þótt að ég telji að hann myndi láta Origi vera samt fremstan). Firminho er nefnilega lang hættulegastur þegar hann fær að vera fremstur og kemur minna úr honum á kanntinum.

    Þetta er mikilvægur leikur og er andstæðingurinn sterkari á pappír en í þeim leikjum hefur okkur oftast gengið vel enda lið sem þora að sækja á okkur. Ég held samt að Chelsea verða extra aftarlega gegn okkur því að þeir sjá að við höfum ekki skapað rassgat gegn svoleiðis liðum og þeir eru stórhættuleguir í skyndisóknum.
    Ég spái leik þar sem Liverpool verða meira með boltan og sýna mikla ástríðu og baráttu en andstæðingarnir munu hafa betur 0-1 með marki frá Costa.

    Liverpool mun samt sem áður komast fljótlega í gang og ég spái því að við munum ná þessu meistaradeildarsæti með góðum endasprett.

  2. Takk fyrir skýrsluna og takk fyrir að færa niður síðustu leikskýrslu.

    Við mætum dýrvitlausir og ég hef trú á okkar liði þegar þeir eru með hausinn kaldan og spila með hjartanu. Þetta verður 1-0 baráttusigur með skallamarki frá Matip.

  3. Sælir félagar

    Ég tel að Sturridge hafi ekkert að gera í byrjunarliðið á morgun. Er arfaslakur. Passar ekki inní hugmyndafræði Klopparans. Latur og eigingjarn. Það er bara ekki nóg að hafa hæfileika ef þú notar þá ekki. Til að við eigum einhverja möguleika á morgun þá þarf Firminio að vera fremsti maður, Mane hægra megin og Coutinio vinstra megin. Lallana í holunni og Henderson og Winjaldum á miðju. Vörnin er svo sjálfvalinn. Þetta er því miður eina liðið sem getur eitthvað. Á meðan við höfum ekki heimsklassa sóknarmann þá verðum við að spila svona. Oriegi, Can og Sturridge eru bara ekki að virka.

    LFC kveðjur.

  4. Can er búinn að vera í ruglinu í síðustu leikjum, trúi bara ekki að hann verði inná á morgun.
    Og svo finnst mér liðið vera að klappa boltanum allt of mikið í undanförnum leikjum, við erum mjög svo slow i upphluapum og ég kenni varnarmönnunum okkar um það.

    Sterkt lið á morgun og við erum bara allt annað lið á móti svona góðum liðum og ég held að það sé ekkert að breytast.

    Við vinnum þennan leik 2-1

  5. Ég vil sjá Mane í byrjunarliðinu, alveg sama þó hann sé nýlentur. Það er ekki álag í einkaþotunni.
    Mane og Firmino við hlið Sturridge frammi og Lallana með Hendo og Coutinho á miðjunni.
    Þetta verður fáranlega erfiður leikur en gæti komið liðinu aftur af stað.

  6. Held að þetta verði endalaust klapp með boltann og ekkert gerist hjá okkar mönnum.Eyða endalausum tíma með boltann hringum miðjuna.
    Já einn voðalega fúll.

  7. Stór munur að mínu viti á Winjaldum og Can hvað varðar að láta leikinn fljóta og Can mun hægari í ákvarðanatöku og getur einungis spilað sem afturliggjand/djúpur miðjumaður. Winjaldum getur spilað mun fleiri stöður og skilar bolta hraðar frá sér og klassa leikmaður að mínu viti. Ég á ekki voná að Mane byrji en kemur vonandi við sögu og setur eitt. Annars óþarfi að rakka einstaka leikmenn niður yfir því sem liðið er, heldur flykkjast bak við það lið sem Klopp velur og taka 3 stig. 1-0 er meira en velkomið en líklegast er 1-1 í svona leikjum, Mane skorar.

  8. Hægri kantstaðan er og hefur verið algjörlega ónýt þegar Mané nokkur er ekki í okkar liði og það er bara hann sem getur spilað þessa stöðu af þessum mönnum okkar þegar hann er með er þetta besta staðan á vellinum þegar hann er ekki með er þetta ein versta staðan á vellinum og eins og Liverpool sé manni færri svo mikið er þessi kant staða hanns !!
    Ég fæ enn gæsarhúð þegar Mané tók á tvo til þrjá í Arsenal leiknum í byrjun deildar í haust og skoraði, ég var í veislu þá og var við að kínkja góðum kökubita sem frussaðist út úr mér og yfir allt og alla þegar ég fagnaði þessu marki ! þá tóku menn á 1 til 2 menn enn ef einn maður pressar Can eða einhvern á miðjuni þá hrökkva menn undan og senda á markmanninn eða útaf eða bara eitthvað.
    Getur einhver sagt mér hvar er Grujic meiddur eða bara svona lélegur að það er ekki hægt að nota hann ? eða hvað ég taldi hann vera ein bestu kaupin í vor, enn hef nánast ekki séð hann síðan í vor !?

  9. Sigur á morgun…
    Það er ekkert eftir nema þessi ansk. Deild

    Allt undir ef menn vakna ekki þá, þá er eitthver anskotin að innan dyra hjá þessu liði..

  10. #8 Var einmitt að pæla hvað varð um hann en hann meiddist í des og núna aftur nýlega í janúar. Heppnin ekki með honum.

  11. ef það á að vinna þa er þetta eina upptillingin sem virkar

    Mignolet

    Clyne – Matip – Lovren – Milner

    Lallana – Henderson – Winaldum

    Mané – Firmino – Coutinho

  12. Ég vona það besta en bý mig undir það versta.

    Eins og skýrsluhöfundur bendir á eru okkar menn brothættir. Hugsanlega gæti snemmborið mark fá Chelsea brotið niður baráttuþrekið. Vonum að svo verði ekki.

    En svo á hinn bóginn eru þetta leikirnir sem okkar menn hafa einna helst stigið upp í. Þ.e. leikirnir við topp 6 liðin.

    Ég vil því leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn fyrir morgundaginn.

  13. Chelsea are trying to rush through a deal for Schalke’s Bosnia-Herzegovina defender Sead Kolasinac, 23, after their Serbia full-back Branislav Ivanovic, 32, agreed to join Zenit St Petersburg. (Mirror)

    Punkturinn hérna er ef einhvers staðar er pláss, veikur hlekkur, vesen, vandamál, meiðsli….þá rífa sum félög upp veskið og önnur tapa stigum.

    Liverpool er samt sem áður alltaf að fara vinna þennan leik 3-1 og deildin galopnuð.

  14. Erum að fara tapa þessum leik allan daginn , svo er ekki einu sinni víst að Mané spili þennan leik enda var hann að spila á Afíkumótinu og líklega enþá þreyttur eftir það.

    spái því 4-1 tapi.

  15. Sælir félagar

    Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. því mun ég ekki tjá mig um þennan leik umfram þetta í bili.

    Það er nú þannig

    YNWA

  16. Núna var Jese að fara frá PSG á láni til Spánar, hörkuleikmaður sem kom til PSG frá Real Madrid.
    Af hverju reyna Klopp og félagar þá ekki að fá svona leikmenn lánaða til þess að auka aðeins gæðin í þessu liði.

    Ég hljóma kannski eins og biluð plata en ég bara get ekki skilið af hverju menn eru ekki að reyna að auka gæðin. Finnst mönnum bara flott að hafa Woodburn og Lucas Leiva til taks og ætlast svo til þess að koma þessu liði í CL.

  17. Það sem vekur manni óhug varðandi þennan leik er að Chelsea þarf ekki að vinna þennan leik. Jafntefli gegn okkur og Arsenal setur þá bara í fína stöðu.

    Chelsea með 5 manna vörn og Hazard í skyndisókn… ef það var erfitt á móti redmond og long.. úff.. guð hjálpi okkur.

    Eina leiðin til þess að skemma þetta leikplan fyrir Chelsea er að mæta dýrvitlausir frá fyrstu mínutu. Setja inn 1-2 strax í byrjun og láta þá síðan sækja!!!

    Muniði árið 2013 þegar við kláruðum leiki á svona 10-15min ??

    YNWA

  18. Nú verðum við að anda með nefinu. Munum hvað Klopp sagði þegar hann tók við liðinu, þetta er 4 ára plan og allir eru mannlegir. Að komast í meistaradeildina fynnst mér mikilvægt með þennan mannskap. Sigur væri yndislegt en Klopp er ekki að spila heldur strákarnir og þeir verða að sníta sér núna. Áfram Liverpool.

  19. það er alveg ljost að liðið er ekkert allt í einu orðið lélegt. Heldur er það svo að lið eru farin að spila “park the bus” á okkur og beita skyndisóknum. Þau eru buin að læra á okkur, hvar á að loka svæðum, hver fær að spila boltanum upp og svo framvegis.
    Þetta auk meiðsla nokkurra lykilmanna varð þess valdandi að Janúar varð ein alsherjar hörmung.

    Við verðum bara að treysta Klopp til þess að leysa vandamálin og allt tal um að hann sé ekki maðurinn sem okkar vantar er bara bull, ekkert annað !

  20. Kunnum ekki að stjórna leikjum. Lið bíða bara og sækja hratt því það er allt opið aftur. Alltof margir frammi sem flækjast fyrir hvor öðrum, menn að hlaupa með boltann þvert yfir völlinn, klappa of lengi.. allt gengur of hægt. Prufa bakka með bakverðina , bíða með djúpan á miðjunni + miðverðina. Þá eru 5 sem bíða og loka. Hinir geta svo svindlað og beðið eftir frammi. Coutinho finnst mér ætti að svindla sem mest og spara kraftanna fram á við en ekki að vera á spretti fram og aftur. Eins afhverju má ekki prufa Milner í varnarsinnuðum miðjumanni ? bara prufa, getur ekki verið verra en það sem við höfum. Eins finnst mér að það sé rétt að kaupa ekkert núna og bíða eftir næsta glugga. Þá yrði hreinsað um 4-5 og bætt við 8….

  21. 4-0 eða 4-1. Ef Chelsea skorar þá verður það fyrsta eða síðasta markið. Gamla góða liðið mætir aftur til leiks og klárar mótið á góðu runni til vors

  22. Verður ekkert keypt í dag?

    Samkvæmt fjölmiðlum er Sakho að fara og hvað, á ekkert að versla?

    Ég trúi því ekki að það komi ekki kjaftur í dag. Þó að það sé ekki líklegt þar sem liðið er að fara að spila á eftir.

    Veit ekki hvernig maður á að túlka það að liðið sé ekki styrkt. Metnaðarleysi? Blankheit? Eða er hópurinn bara nógu góður til að ná topp4 þótt að ég sjái það ekki akkúrat núna.

    Annars fer leikurinn 1-1 í kvöld. Chelsea þarf ekki að vinna og munu ekki reyna of mikið.

  23. Er einhver ástæða til að versla?
    3 leikir í febrúar og 3 leikir í mars !!!!

    Betra að vanda valið í sumar

    ef það hefði átt að verlsa hefði átt að gera það fyrr.

  24. Sælir félagar

    Ég var að horfa á síðustu 20 mín í leik Chelsea og Liverpool í upphafi leiktíðar. Staðan 1 – 2 á Brúnni og heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn í það minnsta. Staðreyndin var sú að þeir áttu aldrei möguleika nema eina aukaspyrnu sem dæmd var á Lucas (reyndar rangur dómur) á vítateigslínu. Liverpool mun betri aðilinn í leiknum og var nær því að bæta við marki (Origi frír skalli á markteig) en Olíuliðið að jafna. Maður vonar alltaf.

    Það er nú þannig

    YNWA

  25. Ég held það veitti ekki af styrkingu á byrjunarliðinu, sérstaklega varnarmanni, og gefa Ragnar Klavan til Tranmere. Guð hjálpi þessari vörn okkar á móti celski.

  26. Takk fyrir góðan pistil
    Þetta er vissulega lykilleikur. Ef vel gengur þá hef ég trú á að veislan sé aftur byrjuð, annars má búast við þungum róðri til vors.
    Þetta er allt spurning um hugarfarið hjá liðinu.

  27. Ég er viss um að Klopp hefði keypt leikmenn ef þeir hefðu verið í boði sem hann vill fá. Treystum Klopp til að gera liðið frambærilegt í meistaradeildinni. Áfram Liverpool.

  28. Töpum þessum leik en vinnum rest og þurfum ekki að nota Lucas í neinum leik það sem eftir af tímabilinu.

  29. hæ, eg er erlendis. Er einhver með solid stream á leikinn? Svona eins og Blabseal var að virka áður?

  30. Lítið að gerast í glugganum annað en Sakho í augnablikinu.

    Frétti annars frá leigubílstjóra í London í dag að FSG eru að hugsa um að fá erlendan meðfjárfesti frá Kína með sér í lið. Stefnan er að verða ríkasta félag heims á næsta ári og kaupa Suarez tilbaka á þarnæsta.

    Ef þetta klikkar þá er alltaf liðsfélagar Ragnars í eistneska landsliðinu klárir.

  31. VANTAR SOKK Í KJAFTINN!

    CAN GETUR EKKI BLAUTANN!

    ÖMURLEGUR LEIKMAÐUR.

Liverpool 1 Wolves 2 [skýrsla]

Liverpool – Chelsea 1-1 (leik lokið)