Liverpool v Southampton [Leik lokið]

Jæja, enn einn slaki leikurinn í janúar og 0-1 tap í kvöld niðurstaðan eftir leikinn og Liverpool úr leik í Deildarbikarnum.

90.mín: …og Southampton skorar eftir hornspyrnu frá okkur.

82.mín: Erum að renna út á tíma. Origi kominn inn á fyrir Can. Koma svo!

63.mín: Sturridge aftur nálægt eftir frábæra sókn en hann nær ekki að stýra fyrirgjöf Henderson í netið.

59.mín: Sturridge með skot yfir af stuttu færi eftir smá hnoð í teignum. Við erum að ógna mikið meira þessa stundina.

53.mín: Can með neglu sem fer í gegnum Forster í marki Southampton en hann er fljótur upp og bjargar á línu! Ansvítans!

Fyrri hálfleik lokið: anda inn, anda út Það vantar rosalega upp á ákveðna hluti í sóknarleiknum hjá okkur, við erum í stöðugri sókn og eigum 70% af boltanum en erum ekki að ná að finna þetta loka touch sem þarf í sóknina og erum að klúðra mikilvægum sendingum á slæmum stöðum og lendum í óþægilegum skyndisóknum á móti. Þetta er sem sagt bara alveg eftir bókinni og það sama og við höfum séð undanfarið.

Er persónulega ekki beint hrifinn af Sturridge og Can í liðinu í dag. Finnst þeir bara ekki ná takti við hina leikmenn liðsins og fer ég líklega aðeins nánar út í það eftir leik. 45 mínútur eftir og við þurfum að fara að skora ef við ætlum að eiga einhvern séns í þessu einvígi. Ég vil sjá Wijnaldum inn á miðjuna fyrir Can sem fyrst og sjá Firmino spila miðsvæðis í sókninni, ef Sturridge er ekki til í að taka af skarið á kantinum hendum þá bara Origi eða Woodburn inn. Coutinho er líka afar ryðgaður í kvöld.

Karius heldur áfram að standa sig vel í markinu og bjargaði okkur mjög vel áðan. Sjáum hvað setur í seinni hálfleik en maður vill fara að sjá meira frá þessu liði. Klopp og hans menn þurfa að rífa sig í gang!

36.mín: Holy moly! Karius með frábæra markvörslu eftir dauðafæri hjá Southampton. Liverpool verið með yfirhöndina í leiknum, mikið meira með boltann en vantar upp á síðasta touch-ið í sókninni en Southampton átt hættulegri færi hingað til.

Stemmingin fyrir utan Anfield virðist vera frábær og vonandi verður Anfield 12.maðurinn í kvöld!
https://twitter.com/AnfieldHQ/status/824334269040492544/video/1?


[Kristján Atli:] Byrjunarlið kvöldsins er komið og er sem hér segir:

Karius

Arnold – Matip – Lovren – Milner

Can – Henderson – Lallana

Sturridge – Firmino – Coutinho

Bekkur: Mignolet, Moreno, Lucas, Klavan, Wijnaldum, Woodburn, Origi.

Sterkt lið. Wijnaldum er hvíldur og þá fær Lallana að fara aftur í sína stöðu á miðjunni. Sturridge fær kallið frammi og Matip tekur sinn sess í vörninni að nýju. Þá kemur í ljós að Clyne var klárlega ekki orðinn heill gegn Swansea (no shit!) og Alexander-Arnold er í hans stað í dag. Karius er í marki.

Þetta er nálægt okkar sterkasta liði. 1-0 í hálfleik og Anfield fram undan. Koma svo!

YNWA


130 Comments

 1. 1
  Svavar Station

  Flott lið, mæta með kaldan haus og hlýtt hjarta! 3-1 og við á Wembley, takk fyrir!

  (5)
 2. 2
  Di Stefano

  Can eða vinjaldum… báðir búnir að vera slakir undanfarið svosem. Vonandi er henderson ekki að spila meiddur. Gott síðan að lallana fari í sína bestu stöðu. Svo er mikilvæg spurning hvar firmino muni spila… frammi eða týndur úti á kanti,
  Áfram svo. Bikarinn á anfield

  (0)
 3. 3
  Styrmir

  Gæti trúað að Firmino og sturridge muni fljóta soldið þannig að hvorugur hreinn striker heldur hlaupa sitt á hvað inn í þau svæði sem skapast þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að Furmino týnist.
  Hef meiri áhyggjur af Henderson. Ef hann er meiddur er ekki gott að hann sé að taka sénsa með að meiðast meira.
  Annars spái (vona) ég að við förum áfram.

  (0)
 4. 4
  LFC forever

  Já, sterkt lið en ég veit ekki á hvaða samningi Can er við Klopp. Mér finnst alveg með ólíkindum að hann skuli vera í byrjunarliðinu, en hann er búinn að vera hræðilega slakur undanfarið.

  Well, vonandi stingur hann skítugum ullarsokk upp í trantinn á mér og verður frábær í kvöld.

  Ekkert annað en sigur er í boði í kvöld. Koma svo rauðir!

  (1)
 5. 5
  islogi

  Jæja hvernig eru aftur reglurnar í þessari dollukeppni….skipta mörk á útivelli máli hér…t.d. ef staðan er 2:1 ….hvað gerist þá…vinna Soton eða?

  (0)
 6. 6
  LFC forever

  Ef það verður 2-1 í lok venjulegs leiktíma þá verður framlengt. EF það verður enn 2-1 eftir framlengingu fer Southampton áfram á útivallarmarki

  (2)
 7. 7
  Jol

  Er ekki bara best að falla út því við höfum ekki breydd til að vera í mörgum keppnum.

  (0)
 8. 8
  Jói #5

  Hér á víst að vera ágætur straumur: acestream://e721f751ab0938506192cf15b4632889b38f131a

  (0)
 9. 9
 10. 10
 11. 11
  Geiri

  Annars er gamli góði Blabseal í fínum gír hér á Ísafiði. Koma svo!!!!!

  (1)
 12. 12
  Deus

  Get ekki sagt ég sé bjartsýnn á sigur i þessum leik

  (1)
 13. 13
  Viðar Skjóldal

  er einhver með link sem virkar þannig að leikurinn opnast bara þegar eg smelli á linkinn.. Geiri geturu smellt inn linknum á þetta blabseal, eg notaði það um daginn og það virkaði vel

  (0)
 14. 14
  Davíð

  blabseal.com/frodo

  (0)
 15. 15
  Viðar Skjóldal

  þessi blabseal biður um eitthvað password

  (0)
 16. 16
  Davíð

  bls eða pls
  Kannski ertu of seinn

  (0)
 17. 17
  Viðar Skjóldal

  á þessum link sem Geiri setur inn þar þarf eg að skrá mig a siðuna og vera með kredit kort og eitthvað rugl.. eg se bara hálfan skjainn af þvi að það stendur á skjanum að eg geti ekki horft sem gestur…

  er einhver með link sem virkar og þar sem leikurinn opnast bara þegar eg smelli a linkinn

  (0)
 18. 18
  Bjorn S

  Jæja…..fyrstu 25 búnar og alltof lítið í gangi. Engin einn betri eða verri en annar en krafturinn full lítill í mínum mönnum. Vona að þeir séu klárir á því að við verðum að skora :)
  YNWA

  (0)
 19. 19
 20. 20
 21. 21
  Dude

  Við heppnir að vera ekki undir.

  Engin sköpun fram á við.

  Og enginn nógu góður í fótbolta til að koma með einstaklingsframtak.

  Sé okkur ekki ná að koma inn marki. En ég held í vonina. Áfram Rauðir!

  (5)
 22. 22
  Broi

  Sama moðið og allt árið 2017 hingað til….
  Engar hugmyndir og alment andleysi

  (6)
 23. 23
  Deus

  Dæs enn ein ömurleg frammistaða

  (5)
 24. 24
  Dude

  Það er brandari að fylgjast með okkur verjast skyndisóknunum þeirra.

  Bara HREIN HEPPNI að við séum ekki búnir að fá á okkur mark.

  Úff.

  (5)
 25. 25
  Ingi sig

  Af hverju gáfu þeir ekki bara leikinn fyrir fram fyrst þeir ætla ekkert að mæta í leikinn.
  Nú er Matip með og vörnin ekkert betri, hvað er þá að?

  (2)
 26. 26
  Ásmundur

  Djöfull er þetta lélegt hjá þeim. Erum heppnir að vera ekki 2 undir

  (5)
 27. 27
  Hjörleifur

  Lýst hrikalega illa á þennan leik finnst þetta vera copy paste frá síðustu leikjum og liverpool virðist ekki hafa svarið við svona varnarleik og ég sé ekki að þeir nái inn marki ef þeir spyta ekki i lófana.

  (2)
 28. 28
  Bjorn S

  Kjúllinn í bakverðinum er hættulega sóknarsinnaður, skilar sér seint til baka. Erum við bara ekki stálheppnir að vera ekki 2-0 undir. Við hljótum og verðum að finna lausn á þessum þétta varnarmúr sem flestir eru farnir að nota gegn okkur.
  YNWA

  (1)
 29. 29
  KristinnJ

  Ótrúlegt að sjá þennan varnarleik, 5 LFC menn gegn 3 Soton og okkar menn eru eins og keilur í vörninni. Ættum að vera marki undir miðað við gang leiksins so far :(

  (3)
 30. 30
  RH

  Southampton að láta okkur líta illa út ekki það að það sé hægt að líta verr út en að tapa á móti swansea á þessu tímabili

  (2)
 31. 31
  Davíð Leó

  TAKTU CAN ÚTAF!!!!! Jesús kristur

  (5)
 32. 32
  Broi

  Djöfull er emre can lélegur þessa dagana

  (6)
 33. 33
  Gunnar

  Afhverju spila öll lið eins og kellingar á móti okkur. Alltaf 11 menn nánast inn i teig

  (0)
 34. 34
  RH

  Ekkert að gerast frekar en það hefur verið 2017 , mánaðarskita núna , við náum ekki top4 ef það verður spilað svona áfram.

  (2)
 35. 35
  Djonnson

  Gunnar#33, sennilega vegna þess að það dugar að spila eins og „kellingar“ gegn okkur!!!

  (5)
 36. 36
  Styrmir

  Kláruðum við bara markakvótann í 1-6 leiknum?

  (1)
 37. 37
  Magnús Ólafsson leikari

  Eg var á Anfield um helgina. Þetta er að verða sálrænt hjá Liverpool, eiga leikinn og eru of hægir. Okkur vantar mann eins og Mane!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  (2)
 38. 38
  Henderson14

  Mikið svakalega lekur vörnin hjá okkur. Það er ekkert venjulegt pláss sem myndast í hornfjórðungunum. Ef Southampton spiluðu eins og alvöru kellingar værum við amk. tveimur mörkum undir núna. Þannig er nú það.

  (1)
 39. 39
  Bjorn S

  Alltaf jafn gaman þegar menn sameinast um að einn ákveðin maður sé orsökin fyrir öllu slæmu…..man hérna um árið þegar það var Henderson. Emre Can hefur ekki verið sá versti, hvar er t.d. Lallana! Ég kalla hinsvegar eftir því að Klopp sýni að hann hafi eitthvað svar við svona varnarleik, það hlítur að vera þjálfarans að koma með lausnirnar og hann hefur haft ansi marga leiki til að finna út úr því.
  YNWA

  (4)
 40. 40
  Manstein

  Jæja, 45mín til að koma okkur á Wembley og starta þessu ári! Árangur áfram, ekkert stopp!

  (1)
 41. 41
  jonas

  hægt spil og alltaf troðast í gegnum miðjuna.??? lið eru löngu búin að lesa þetta. Bakverðir hátt uppi og þar eru götin á okkur. Keyra upp hraðan á kantana og rúlla yfir þetta. Moreno á kantinn ??

  (1)
 42. 42
  Tommi

  Karius að standa sig og halda okkar mönnum á floti.Þessi hálfleikur er samt miklu betri en á móti Svansea enda Southampton gott lið og stórhættulegir í skyndisóknum sem Can og Henderson eru því miður ekki að verjast nógu vel. En þetta hlýtur að koma í seinni ,það eru svo margir góðir leikmenn inn á fyrir okkur. KOMA SVO.

  (0)
 43. 43
  Larus Sig.

  Miðjan er vandamálið.Skil ekki hvað Can og Henderson eru að gera, alltof flatir. Þeir eru skildir eftir trekk í trekk.

  (2)
 44. 44
  Blackstaff

  Verð að viðurkenna að mér líður eins og við gætum spilað fram að áramótum án þess að skora!

  En það þýðir ekkert að væla, við tökum þetta í seinni

  (3)
 45. 45
  Ásmundur

  Og engin sér þörf á betri mannskap af þvi að við erum í topp 4 eins og er.
  Það verður fljótt að breytast ef menn hætta ekki að spila eins og 3 flokkur.
  Við græðum ekkert á að vera 75% með boltan ef við skjótum ekki einu sinni á mark andstæðingana.

  Klopp þarf að bregðast við á einhvern hátt

  (3)
 46. 46
  Jol

  Það er eitthvað mikið að hjá liðinu. Er Klopp búinn að missa klefann…

  (6)
 47. 47
  Viðar Skjóldal

  hljótum að koma sterkari inní seinni hálfleikinn. staðan er allavega enn bara 0-0 og einvigið ennþá galopið. menn þurfa bara að halda áfram og hafa smá trú á þessu. Ég allaveganna hef ennþá trú á þessu og held að þetta detti fyrir okkur i seinni hálfleik… Coutinho og Sturridge klára þetta í seinni hálfleik…

  (0)
 48. 48
  Dude

  Algjör drulla hjá mönnum að bjóða sig ekki betur í boxinu þegar Lallana er kominn upp að endamörkum.

  (2)
 49. 49
  Di Stefano

  Emre can með 2 gabbhreyfingar… í kyrrstöðu… Í miðjuhringnum… með engann um sér !!!

  (0)
 50. 50
  Di Stefano

  Fin stemning á vellinum þó

  (1)
 51. 51
  Dude

  Guð minn almáttugur! Þvílíkt og annað eins klúður hjá Sturridge!

  (3)
 52. 52
  Höddi B

  Mér sýnist KLOPP vera að reyna að rífa upp stemmninguna ! :)

  (1)
 53. 53
  birdarinn

  Er Sturridge í krummafót?

  (2)
 54. 54
  Blackstaff

  Svo nálægt, en samt svo langt í burtu

  (3)
 55. 55
  Dassinn

  Þeir eru bara búnir að missa það

  (1)
 56. 56
  Dude

  Það er eins og menn fái bara heilablóðfall ef þeir fá gott færi.

  Andskotans helvítis andskoti.

  (3)
 57. 57
  KristinnJ

  Jæja smá lífsmark. 2 mjög göðar sóknir, vantar bara að slútta. Koma svo !!!

  (2)
 58. 58
  Dude

  Origi inn fyrir Sturridge takk!

  Og Wijnaldum inn fyrir Can TAKK!

  (3)
 59. 59
  Dassinn

  Er ekki verið að grínast með fjölda feilsendinga í leiknum?

  (2)
 60. 60
  Gunnar

  Við erum bara búnir að kaupa of marga menn af þessu liði…. Erum í sama klassa, Má ekki á milli sjá

  (5)
 61. 61
  Blackstaff

  Inná með Rush?

  (7)
 62. 62
  Þorri

  Ætlar Klopparinn ekki að fara að skipta inná??

  (3)
 63. 63
  Styrmir

  Ef Klopp gerir ekki breytingar að þá þýðir það að hann hefur engin svör. Það er ekki góð tilhugsun.
  Þessi rútutaktík er að verða frekar pirrandi helvíti.

  (3)
 64. 64
  Höddi B

  Þurfum skiptingar núna ! ekki nóg að vera 75% með boltann og skora ekki.

  (2)
 65. 65
  Dude

  Af hverju skiptir Klopp ekki inná? Finnst honum þetta bara fínt?

  Inn með ferska fætur og ferskar hugmyndir!!!

  (1)
 66. 66
  Gunnar

  Eftir hverju eru menn að bíða ??????

  (2)
 67. 67
  Höddi B

  LIVERPOOL á að geta slátrað svona rútuliðum ! ! !

  (2)
 68. 68
  Styrmir

  Hjálpar heldur ekki til að við stillum upp í reitarbolta á meðan Southampton stillir upp í vörn í rólegheitunum. Ö

  (2)
 69. 69
  Gunnar

  Er Mané svona svakalega mikilvægur ?????

  (2)
 70. 70
  Geiri

  Ég hata goal line technology!!

  Lovren jafnar á 94 min og þetta fer 19-18 á pens, Boro style.

  KOMA SVO!!!!!!!!!

  (1)
 71. 71
  s.valur

  Sorgleg framistaða à heimavelli engin àstríða engin vilji bara að fà útborgað

  (0)
 72. 72
  Dassinn

  Ættu að vera komnir í ágætis æfingu að vera eina liðið á vellinum sem vill spila fótbolta en samt gera þeir bara alltaf það sama viku eftir viku

  (5)
 73. 73
  Gunnar

  Eru mennirnir á bekknum ekki nothæfir ???

  Við erum gjaldþrota sóknarlega og engu skal þá breyta

  (4)
 74. 74
  Smjörþefur

  Við erum verðskuldað að falla úr þessari bikarkeppni.

  Hvar er liðið sem spilaði fyrir jól?

  (4)
 75. 75
  Dassinn

  What tha fuck!!! Coutinho útaf???

  (2)
 76. 76
  Yngvi

  Breiddin hjá okkur er bara ekki meira enn sú að við leysum ekki svona „parking the bus“ nema með Lallana, Wijnaldum, Henderson og Mane, Kútinn og Firmino frammi.

  (1)
 77. 77
  Gunnar

  Gott!!!!!!! Nú hljóta menn að taka upp veskið

  (3)
 78. 78
  Gunnar

  Dómarinn er Aumingi!!!!!!!!!

  (0)
 79. 79
  Ingi sig

  Ágæt að mæta ekki ManU á Wemblay og tapa fyrir þeim, þetta er skömminni skára þ.e að detta út fyrir SOU!

  (5)
 80. 80
  Blackstaff

  Hljóta að vera 8 mín í viðbótartíma

  (0)
 81. 81
  Dude

  hahahaahahahahahaahahaha á maður að hlæja eða grenja

  jesús minn fokking andskotans almáttugurrr

  (5)
 82. 82
  Davíð Leó

  Alltaf sama sagan ár eftir ár þetta Liverpool lið er sorp…..

  (5)
 83. 83
  RH

  Tímabilið er búið hjá LFC megum þakka fyrir að ná evrópusæti efast samt um það algjört hrun hefur orðið á liðinu núna og mér er orðið óglatt að horfa uppá þetta.

  (1)
 84. 84
  Deus

  Þvílíkt ræpu ógeð Klopp er alveg búin að missa það.

  (4)
 85. 85
  Dassinn

  Hættur að horfa á þessa leiki. Alltaf sama sagan!!!!!

  (3)
 86. 86
  Óskar J

  F***ing pirrandi leikur. Allt of mikið af slökum sendingum og vitlausum ákvörðunum!

  (1)
 87. 87
  Geiri

  oh for fucks sake…………..

  Jæja, We go again. Vinnum bara hinn bikarinn þarna þessi skiptir hvort er engu máli nema þegar við vinum hann.

  QUE SERA

  (4)
 88. 88
  LFC Forever

  Well, við getum núna einbeitt okkur að deildinni.

  Afsakið meðan ég æli

  (2)
 89. 89
  Nökkvi

  Hvenær skoruðum við aftur síðast úr opnu spili?

  (2)
 90. 90
  Kristján Aðal

  Þetta er fínt við þurfum þá ekki að tapa fyrir Man Utd í úrslitaleiknum með tilheyrandi leiðindum.

  (3)
 91. 91
  F

  Hvað er þetta…. það kemur ár eftir þetta…
  Það er eitthvað mikið að í rauða helminginum í bítlabænum….

  Ég vona að menn leysi það sem fyrst og komi sterkir til baka…

  (2)
 92. 92
  Blackstaff

  Er ekki hægt að gefa leiki og fá þá markatöluna 0-3?

  Er bara að hugsa möguleikana fyrir Chelsea leikinn

  (3)
 93. 93
  Robbi

  Hér með auglýsi ég eftir Liverpool liðinu þeir sáust síðast í desember 2016 og voru þá að spila fótboltá!

  (6)
 94. 94
  Gummi

  Enn ein skitan?

  (1)
 95. 95
  RH

  Þeir ættu að skammast sín fyrir að spila svona á Anfield , algjör ræpa , fyrst niðurlægðir af skítaliði Swansea sem er basicly með 1 leikmann sem getur spilað fótbolta og hann heitir Gylfi og svo þessi skita uppá hnakka. SHAMEFUL DISPLAY !

  (5)
 96. 96
  Elmar

  Eitthvað er þungarokkið hans Kloop að klikka.

  Nú ætti leikjarálagið ekki það trufla rokkið hjá Kloop.

  (2)
 97. 97
  Höddi B

  Jæja, vonandi kaupum við eins og tvo leikmenn til þess að bæta samkeppni og gæði hjá okkur. Leikmenn eru gjörsamlega búnir á því. Fer ekki þetta senegal lið að detta út úr keppni ?

  (0)
 98. 98
  Ingi sig

  „You Never Lose Alone“

  (3)
 99. 99
  Snake

  Af hverju er ekki hægt að taka almennilegar hornspyrnur?

  (1)
 100. 100
  Dassinn

  Vill ekki sjá einn einasta mann úr þessum leik í liðinu um helgina.

  (0)
 101. 101
  Gunnar

  Enginn furða að Manu séu alltaf að gera grín af okkur. Eg gef þeim 100% rétt á því.

  (6)
 102. 102
  Atlikris

  Tók einhver eftir hvað við fengum mörg horn? Ég tók allavega eftir því að við náðum ekki snertingu inní teig nema í seinasta horninu. Það var í átt að eigin marki og endaði með marki á okkur.

  (1)
 103. 103
  Sigkarl

  Nú er um að gera að gera langtímasamninga við alla þessa snillinga – en alss ekki að kaupa menn sem geta eitthvað

  (3)
 104. 104
  fótbolta áhuga maður

  Southampton átti skilið að fara á Wembley voru betri í báðum leikjum, hvað halda menn eiginlega hérna að lið spili bara eina og Liverpool óski eftir park the bus hvað fannst Saints mun betra lið og voru með miklu betri utfærðan leik og áttu fullt af hættulegum færum til hamingju Saints

  (4)
 105. 105
  birdarinn

  Slakasti varnarleikur í sögu Liverpool gatasigti.is

  (2)
 106. 106
  Bjarki

  Að halda með Liverpool er ákvörðun sem ég sé eftir

  (3)
 107. 107
  KristinnJ

  Jæja það er alltaf næsta season….

  (2)
 108. 108
  jonas

  of margir sem vilja bara klappa boltanum,,,fleiri sendingar aftur en fram…..hægt og það er auðvelt að verjast þessu. en það versta er að Klopp er búinn að sjá þetta oft en hann virðist ekki hafa ráð við þessu…

  (3)
 109. 109
  Gunnar

  Henda handsprengju uppí þennan Puel pappahaus

  (3)
 110. 110
  Ásmundur

  Glugginn er ennþá opin Klopp, drullist til að nýta hann. Þetta lið er andlega gjaldþrota og það vantar allavega 2 góða leikmenn í þetta lið hið minnsta.
  Gjörsamlega brjálaður með svona frammistöðu leik eftir leik.

  (0)
 111. 111
  Gunnar

  Að halda með Liverpool gerir mann þunglyndan. Það er ekki hægt að lækna þetta skítalið

  (1)
 112. 112
  Sigkarl

  Það er auðvitað glórulaust að kvarta undan andstæðingnum. Hann vann þetta verðskuldað og var betri bæði í skipulagi og mannskap. Það er vona að Klopp telji ekki ómaksins vert að reyna að styrkja þennan skussahóp.

  (2)
 113. 113
  Halldór

  kemur mér ekkert á óvart, ég var búinn að skjóta á þetta myndi enda 3:1 fyrir southhampton

  (0)
 114. 114
  Styrmir

  Ætla bara að hlusta á Slayer það sem eftir er kvölds. Það er þó alvöru Þungarokk!!!

  (1)
 115. 115
  birdarinn

  Ætla ekki að vera eins bjartsýnn og Stan Collimor, spái okkur 10 sæti……….

  (0)
 116. 116
  Broi

  Það er ekki hægt að bjóða uppá þetta…… rétt slefa í gegnum plymouth, tap gegn swansea og 2 töp gegn southampton í röð.

  Klopp þarf að greiða úr þessarri skitu

  (1)
 117. 117
  Birgir Örn

  Allt í lagi að tapa í undanúrslitum en að tapa þessu með því að eiga varla færi í 180mín er bara skammarlegt.
  Okkur vantar alvöru sóknarmann, selja þessa tvo sem við eigum á meðan við fáum einhverja aura fyrir þá……..
  Vonandi vekur þetta menn á anfield og fær þá til að kaupa áður en glugginn lokar!

  YNWA

  (1)
 118. 118
  Manstein

  „Evrópukvöld“ á Anfield og verkefnið var einfalt: Vinna fokkin Southampton og þá biði Wemblay og sigurdans um bikar! Helvítis skita.

  (3)
 119. 119
  Bjorn S

  Andstæðingurinn í dag barðist vel og hefði vel getað sett mark eða mörk í fyrrihálfleik. Seinni var svo okkar eign og aðeins ótrúleg óheppni og klaufaskapur kom í veg fyrir mörk. Þessi mannskapur á að klára svona leik en það er eins og trúin sé horfin úr liðinu og stjórinn nái ekki að gíra menn í gang. Henderson hefur oft barist betur og er ég hræddur um að hann sé ekki heill og það munar um minna. Það er auðvelt að spila og stjórna þegar allt fellur með manni en núna er brekkan svolítið brött og þá reynir á. Já þá reynir líka á stuðningmennina sem margir eru eins og léleg útgáfa af Ragnari reikás.
  YNWA

  (6)
 120. 120
  Villi

  Ohh, bara ef félagsskiptaglugginn hefði verið opinn frá 1. janúar, þá hefði mögulega verið hægt að bæta einhverju við þennan hóp.

  En þetta reddast allt saman, Klopp og strákarnir tóku góðan og langan fund eftir Swansea leikinn sem mun gera allt mun betra….

  (5)
 121. 121
  Selfyssingur

  Hræðilegt að horfa á þetta, litum ágætlega út á köflum en ég hafði því miður aldrei alvöru trú á því að LFC myndi skora og sú varð raunin. Henderson lelegur, Can. …. bara Can, og soknarmennirnir lélegir (fannst Firmino minnst lelegur) En þýðir ekkert að væla of lengi, þetta getur bara batnað héðan í frá. Áfram LFC

  (0)
 122. 122
  Henderson14

  Liðið er úrvinda, bæði andlega og líkamlega. Nú þarf Herr Klopp að horfa vel og lengi í spegilinn.

  (3)
 123. 123
  oddi

  Til hamingju félagar. Innilega.
  Við vorum búnir að vinna þetta allt í nóvember og við hinir sem dirfast að gagnrýna Klopp, kaupstefnuna og metnaðarleysi FSG vorum úthrópaðir.

  Ragnar Klavan, Emre Can, Origi.
  Semja við þessa menn strax. Megum ekki tapa haldi okkar á meðalmennskunni.

  Skammast mín fyrir þennan meðalmennsku klúbb sem því miður er ekkert nema sagan. Allt annað er horfið.

  (7)
 124. 124
  Henderson14

  …og skipta fyrr inná, for crying out loud!

  (1)
 125. 125
  di Stefano

  Mér fannst nú okkar menn reyndar góðir í seinni hálfleik… nema að klára færi, og þá vinnur maður ekki leiki.
  Drukkufúll og finnst ég alltaf vera að horfa á sama leikinn. Hvernig væri að sleppa hápressunni svo mótherjarnir komi kannski úr skotgröfunum… amk þar til við erum með mannskap til að spila þennan bolta

  (1)
 126. 126
  Gunnar

  Hæ hæ. Það vill svo til að liðið sem ég held með hefur ekki skilað sér heim síðan kl 10. um kvöldið 31.des 2016. Endilega látið mig vita ef þið hafið einhverjar upplýsingar. Hann er klæddur í rauða treyju,rauðar stuttbuxur og rauða sokka. Takk fyrir

  (0)
 127. 127
  Gunninn

  JÆJA! Sama gamla skitan….
  mér finnst bara ákveðinn hroki í okkar blessaða þjálfara, Jesús og aftur Jesús hvað þetta er dapurt. Bara stilla upp sama genginu og vonA það bezta, kvarta yfir okkur sem nennum ekki meir af vonlausum of borguðum spjátrungum sem geta ekki rassgat. Sorrý en fylgist vel með öllu hér inni faglegu sem bara áhuga manna en þetta er gott og meira en gott.
  Sat á bar á gran canary með Everton stuðningsmanni sem grét af gleði yfir þessu, get ekki meir. Kaupið gæði takk. Kv. Gunni

  (1)
 128. 128
  Sigurður Einar

  Það er eitt lið sem vinnur deildarbikarinn í ár og það verða ekki við en við höfðum allan möguleika til að komast í úrslit en það gekk ekki eftir og áttu gestirnir skilið að fara í úrslit(djöfull vona ég að þeir vinni Man utd).

  Það góða: TAA er virkilega flottur hægri bakvörður sem hægt er að treysta á. Karius sýndi aftur góðan leik og er það hið besta mál. Coutinho var ekki góður en hann fékk þó annan leik til að koma sér í gang(reyna að finna einhverja fleiri góða punkta).

  Það slæma: Of margir farþegar í dag. Matip var skelfilegur í vörn í fyrirhálfleik þegar reyndi á hann. E.Can er leikmaður sem má fara frá liðinu. Sturridge vill fá að byrja en gerir svo ekkert þegar hann fær að byrja.

  Það hræðilega: Við finnum ekki lausnir þegar lið stilla upp í 11 manna varnapakka. Þessi lið myndu ekki gera þetta gegn Chelsea, Man City, Tottenham, Man utd eða Arsenal því að þau vita að það er hægt að stilla svona upp í restina en ekki nánast heilan leik því að þessi lið finna leið til að skapa og búa til færi.
  Klopp er að lenda í sama og Rodgers gerði með Liverpool að finna ekki lausnir þegar lið pakka. Við erum ekki að opna vörnina og skapa mikið og þegar við sköpuðum þessi 2-3 færi í leiknum þá skoruðum við ekki.

  Hvað er þá hægt að gera?
  A) fara í fýlu. Vera ósáttur við liðið og leikmenn. Vilja fá nýja leikmenn strax og einfaldlega segja það að Klopp er ekki með þetta.
  B) Átta sig á því að Klopp tók við liðinu fyrir c.a 15 mánuðum og hann er ekki búinn að fylla allar stöður með sínum leikmönum og ég held að hann hafi vanmetið aðeins Enskudeildinna(eins og margir stjórar gera sem hafa ekki starfað þarna áður) en hans kraftur og hugsjón skína í gegn. Lykilmenn liðsins eiga bara eftir að bæta sig því að flestir eru ungir að aldri og liðið á bara eftir að verða betra.
  C) Samblanda af A og B. Vera alls ekki sáttur við liðið undanfarið en samt sjá stórumyndina að Klopp er að gera fína hluti þótt að hann sé ekki fullkominn.

  Ég ætla að velja C og ég held að Klopp og strákarnir hans munu finna lausn á þessum vanda að opna varnir andstæðinga sem liggja til baka með 11 manna varnarpakka og þegar sú lausn er fundinn þá geta andstæðingar liverpool farið að vara sig :)

  YNWA

  (3)
 129. 129
  Àki

  Góða kvöldið. Skelfilegur leikur . Hvernig versla ég lfc vörur sem býður uppá að senda til Íslands?. Lfc til að versla online virðist ekki bjóða uppá að senda til Íslands. Hvaða síða er best að versla lfc vörur á netinu. Við þurfum Lfc okkar men að vera jákvæðir og vinna wolves og chelse rífa okkur í gang og fá mane sem fyrst til okkar og versla 2 men kant og sóknarman. Og taka 3 til 4 í May klop finnur út úr þessu með okkar lið . Munum að hann vil helst kaupa no name spilara og gera þá góða men fyrir lfc.
  Àfram Liverpool í blíðu og stríðu ?. You never valk alone ??. Stöndum saman Lfc men og konur ?.

  (0)
 130. 130
  LFC Forever

  James Pearce hjá Liverpoo Echo súmerar þetta ágætlega upp: „SHAMBOLIC!“

  (0)