Podcast – Botnliðið, auðvitað!

Helgin gat ekki verið mikið verri fótboltalega og líklega hafa aldrei jafn margir Íslendingar fagnað sigurmarki samlanda síns á erlendri grund eins afskaplega lítið. Fari þetta í kolbölvað bara. Strákarnir voru allir úti um helgina og fóru yfir það sem þeir mundu úr þeirri ferð og komu auðvitað inn á frammistöðu Liverpool undanfarið. Lundin er nú aðeins léttari í þessum þætti en frammistaða Liverpool um helgina gaf tilefni til.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Maggi.

MP3: Þáttur 137

Hvernig hlustar þú á Podcast Kop.is?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

25 Comments

 1. Eg var að vona að þið mynduð ekki minnast a þennan leik, manni verður örlitið óglatt.

 2. Er eitthvað til í þessu varðandi William Carvalho ? Eða ég á við, eru einhverjar alvöru heimildir á bak við þetta eða er þetta enn ein kjaftasagan?

  Annars eru stóru fréttinar varaðandi Coutinho og að hann hafi skrifað undir og svarar kannski afhverju Liverpool fer hægt í sakinar að kaupa stórstjörnu sem ekkert víst um að muni plumma sig með okkur, á sama tíma og við höfum heimsklassagæði í okkar röðum og er til í að vera hjá okkur lengur.

 3. Takk fyrir mig og já, frábærar fréttir með Kútinn okkar! Ég þurfti virkilega á góðum fréttum að halda.

 4. William Carvalho orðrómi var slátrað í fæðingu (James Pearce) rétt eins og öllum öðrum orðrómum um nýja leikmenn til Liverpool.

 5. Frábærar fréttir með Coutinho nýr 5 ára samningur bestu fréttir sem maður hefur lesið í langan tíma.

 6. Ég er ekkert að kaupa það sem að Klopp segir með að félög vilji ekki selja þessa leikmenn sem hann er á eftir og því sé bara ekkert hægt að versla.

  Vildi Liverpool selja Torres á lokadegi gluggans ? Nei
  Það eru fullt af leikmönnum sem að lið vilja ekki selja, en ef að rétti peningurinn býðst þá er flest allt til sölu.

  Hvað kostar það ef að við lendum í miklum meiðslavandræðum og missum af 4 sætinu og þar með meistaradeildinni á næsta ári og mótherji Liverpool fær þetta sæti og þar af leiðandi peningana sem því fylgir.

  Núna er tíminn til að þessir eigendur opni þetta fjandans veski og versli leikmenn til að koma okkur aftur í keppni þeirra bestu.
  Við erum í góðri stöðu og þetta er í höndum Klopp og hans manna og eigendur eiga/þurfa að bakka hann upp.

  Það þarf engin að segja mér að Klopp vilji ekki fá fleiri góða leikmenn inn.

 7. Held það sé nú ansi erfitt að bera saman Torres dílinn við það sem er í gangi núna hjá félaginu. Hann var búinn að gera stjórnendum það ljóst að hann vildi fara og Chelsea buðu háa upphæð í hann. Ef ekkert tilboð hefði komið eða of lágt tilboð hefði hann ekki verið seldur, eigendur félagsins vildu fá ákveðið verð fyrir hann og fengu það sem betur fer.

  Þeir leikmenn sem helst eru orðaðir við félagið vilja ekki fara frá sínum félögum eða hafa amk ekki lýst því yfir svo við vitum og félögin vilja ekki selja. Auðvitað er allt falt fyrir rétta upphæð en ég held að félagið sé ekki tilbúið til að henda risa upphæðum í leikmenn sem geta svo alveg verið til sölu í sumar fyrir sanngjarnari upphæðir. Liverpool hefur hingað til ekki keypt leikmenn fyrir himinháar upphæðir og það er ekkert að fara að breytast, allra síst ekki þegar Klopp er við stjórnvölinn, svona miðað við hvernig hann hefur keypt leikmenn í gegnum tíðina.

 8. Ertu þá að meina í sumar þegar að Klopp fer kannski að undirbúa liðið fyrir þátttöku í uefa bikarnum.
  Við eigum bullandi séns á topp 4 núna og menn vilja ekki borga fyrir leikmenn sem gætu komið okkur þangað. Vonandi haldast allir leikmenn heilir út tímabilið.

 9. Liðið er sem stendur í 4. sæti með 45 stig og er einungis 2 stigum á eftir Arsenal sem eru í öðru sæti
  Ranieri gerði Lessisster að meisturum með mun lakari hóp heldur en Liverpool, ekki fer nú mikið fyrir álaginu á hópnum í dag, engin evrópubolti þetta tímabilið og bikarkeppnirnar spilaðar að miklu leyti á ungum leikmönnum sem standa þó nokkuð utan við fyrstu 15 í hóp.

  Það að fara kaupa leikmann á uppsprengdu verði þegar staðan er eins og hún er tel ég vera algjörlega óþarft.

  Klopp og þeir leikmenn sem ertu nú til staðar hjá klúbbnum eiga að skila liðinu í top 4, annað er bara ekki boðlegt.

  Það styttist verulega í að Mané komi til baka og flest allir lykilleikmenn eru heilir, því sé ég enga ástæðu fyrir því að liðið fara að hirða upp fleiri stig heldur en það hefur verið að gera uppá síðkastið.

 10. Hvar á Android er hægt að hlusta á ykkur? Pocket Casts? Hvað heitir þátturinn?

 11. Hvernig er með útivallamörk í þessari keppni ?
  Fer southampton áfram ef þetta fer t.d 2-1 eða er þá framlenging ?

 12. Útivallarmörkin byrja telja eftir framlengingu eða er það ekki alveg rétt?

 13. Klopp hefur sýnt það á sínum ferli að hann er lítið að eyða í janúar. Lítið að eyða bara yfir höfuð en ótrúlega lunkinn engu að síður.
  Það er enginn að koma nuna í janúar.
  LFC friðar aðdáendur með að gefa Coutinho nýjan samning núna.
  Ótrúlegt samt miðað við hve þunnur hópurinn okkar er í raun og veru.
  Topp 4 baráttan verður svakaleg.
  Verpum að fara að finna formið aftur.

 14. Að kaupa árangur ??? eða hvað.
  Er það að virka ??
  Rússagullið virkaði ekki í fyrra.
  Olíu krónurnar eru ekki að gera mikið fyrir citty.
  Dollar úr ríki Trumps hafa ekki gert mikið fyrir man utd nema að þeir fjárfestu í dýrasta frakka sögunnar á sama tíma og það er hægt að fá nánast ónotaða pelsa frá Íslandi sem gera sama gagn og Pogba ræfilinn.
  Peningar sama og árangur, held ekki.

 15. Þetta fer 3-1 fyrir Southampton og Klopp brjálast og fær að kaupa Suarez til baka frá Barcelona og kaupir svo Messi í leiðinni 🙂

 16. Ég held þrátt fyrir allat að við eigum eftit að fara á run um miðjan febrúar fram til loka tímabilisins. Mane kemur til baka, vondi kaflinn búinn,önnur toplið í evrópu, erfiðir útileikir búnir og vonandi veruðum við aðeins heppnari með meiðsli.

  Top 3 er markmiðið og það væri frábært að ná því miðað við hópinn. Hef ennþá 100% trú á þessu hjá klopp og ég held að umræðan í þessu podcasti litist aðeins af því að stór hópur íslendinga og þar með talið kop.is voru á leiknum. Getur ekki verið frábært uppá stemmninguna að tapa fyrsta heimaleiknum í eitt ár.

  Spái því að við vinnum Chelsea í næsta leik í deildinni.

 17. Sælir félagar

  Auðvitað er tímasetningin á Coutinho samningnum algerlega meðvituð til að menn gleymi stöðunni og nískunni í eigendum. Hún hefur ekkert breyst og við höfum oft kvartað undan því að eigendur hafa látið eina til tvær millur skilja á milli. En á það má benda að þeir hafa líka verið til í sukk eins og Brendan Rodgers fékk að prófa og féll á því prófi.

  Hitt er annað að ég tel að það geti skilið milli feigs og ófeigs að kaupa 1 til 2 menn núna í janúarglugganum þó það komi til með að kost 10 millum meira en í sumar. Það verður dýrara að ná ekki meistaradeildarsæti en að kosta til 10 – 15 millum auka núna. Á það verður að horfa líka og einnig hvernig stuðningsmenn upplifa LFC. Treyjusala og önnur fjáröflunarsala sem viðkemur félaginu mun verða verulega minni ef liðið nær ekki M-deildarsæti.

  Það er nú þannig

  YNWA

Liverpool – Swansea 2-3 (Skýrsla)

Liverpool v Southampton [Leik lokið]