Liverpool – Swansea 2-3 (leik lokið)

Leik lokið, skýrsla kemur þegar ég er búinn að telja upp á 10.000.000.

73 min – 2-3, Gylfi. Klúður í vörninni hjá okkar mönnum, Carroll labbar framhjá Lovren, Klavan tæklar boltann fyrir Gylfa sem klárar færið vel. Þegar ég talaði um comeback þá meinti ég ekki svona.

69 min – 2-2, Firmino. Frábærlega klárað eftir góða móttöku og sendingu frá Wijnaldum! Koma svo, ekkert 2-2 comeback bull, þrjú stig takk!

54 min – 1-2, Firmino. Frábær skalli hjá Firmino. Jafntefli gerir ekkert fyrir okkur, nú þarf að gefa í takk! Gefið kop-ferðinni endurkomu til að muna eftir!

51 min – 0-2, Llorente. Erum við búnir að eiga færi? Sturridge inn takk.

48 min – 0-1, Llorente. Liverpool að halda áfram sömu spilamennsku og þeir hafa verið að sína síðustu 1-2 mánuðina eða svo. Slök pressa, ekkert tempó. Margt þarf að breytast ef við ætlum ekki að tapa þessum leik.

Fyrir leik

Liðið er komið!

Clyne og Coutinho koma inn í liðið og Matip er kominn með leikheimild frá FIFA og fær sér sæti á bekknum. Það má því segja að við séum að nálgast okkar sterkasta lið, vantar auðvitað Mané inn í þetta annars er þetta allt í áttina.

Ferðalangar kop.is eru auðvitað á leiknum, ekki ólíklegt að við fáum eitthvað að upplifa þetta í gegnum twitter feed-ið hérna neðst!

Mignolet

Clyne – Lovren – Klavan – Milner

Can – Henderson – Wijnaldum

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkur: Karius, Sturridge, Moreno, Lucas, Origi, Matip, Woodburn



141 Comments

  1. Er að biða eftir að geta tekkað mig inn a flugvellinum (SUR) a Tenerife, veit einhver hvort hægt er að sja leikinn þar?

  2. Hvað ætli það þurfi marga leiki og þræði til að menn fari að bookmarka einhverja linka hjá sér eða hugsanlega nota google til að finna streymi. Ég er í besta falli slarkfær á tölvu og mér tekst alltaf að finna vel nothæfan link á innan við mínútu. Það koma alltaf, ALLTAF, acestream linkar og fleira stöff hér inn: https://www.reddit.com/r/soccerstreams/

    Vandræðalegt að sjá þessar sömu spurningar við hvern einasta leik. Eins og Liverpool aðdáendur séu meira og minna allir fastir á steinöld

  3. Mikið svakalega sakna ég heavy metal football i síðustu leikjum finnst alltof hægt spil i gangi vantar snöggu sendingarnar og pressuna i fremstu víglínu finnst mér

  4. Liverpool verður að skjóta fyrir utan teig, erfitt að spila sig í gegnum .ennan varnarvegg.

  5. Þetta er ógurlegt klapp með boltann. Liðið er ekki nógu direct finnst mér.

  6. Hvað kom fyrir hjá liðinu? Er Mané límið sem heldur þessu saman? Allavega ekki unnið leik án hans

  7. Svakalega slo mo dæmi í gangi.
    Það ætti ekki að vera mikil áhætta að kippa Can útaf og setja Sturrigde inná.
    Svo mega menn fara að taka gáfulegri og samhæfðari hlaup þarna í efstu línu.
    Klopp kveikir í þeim (ekki gerir stúkan það)
    YNWA

  8. Úffff….erfitt verkefni fyrir höndum. Swansea verjast djúpt á öllum mönnum. Spurning hvort að þörf sé að nota markverði í svona leikjum. Spila bara með djúpan miðjumann í marki.

    Hvað skemmtanagildi varðar myndi ég ekki sjá eftir þessu Swansea liði niður í Championship deildina.

  9. Ja hérna hvað þetta er afspyrnu dapur leikur nákvæmnlega ekkert að gerast. Verðum við ekki bara að vona að Swansea læði ekki inn marki. Held að Liverpool gæti spilað þennan leik í 4 tíma í viðbót án þess að skora.

  10. Pakka í vörn og nota skyndisóknir og Liverpool getur ekki skorað. það nota þetta öll lið í dag á móti Liverpool og þeir virðast ekki enþá í dag geta fundið svör við þessu ótrúlegt.

  11. Við verðum að hætta að reyna að spila okkur inn að markteig andstæðingana. Þessi hvíti múrveggur er þéttur og það verður að skjóta fyrir utan teig. Liverpool er alltaf í vandræðum gegn svona liðum. Svo finnst mér bara eins og liðið sé orkulaust, eru menn bara sprungnir á limminu ?

  12. Við erum að sjá Swansea spila eins og Sundarland gegn okkur með 11 manna pakka nánast alveg inn í vítateig.
    Þetta þýðir að:
    1. Það er ekkert pláss fyrir aftan til að spila inní
    2. Það verða fá færi hjá liverpool.
    3. Það verða nánast engin færi hjá Swansea
    4. Liverpool verður með boltan nánast allan leikinn.
    Þetta Swansea lið var opnari gegn Arsenal í síðustu viku og sótti meira og voru ekkert síðri en þeir áður en Arsenal skoraði s.s við verðum að ná þessu marki sem fyrst svo að þeir brotni.
    E.Can enþá farðþegi í liðinu og Millner ekki að gera gott mót.
    Fá Lallana á miðjuna og Sturridge eða Origi með í fram(taka E.Can útaf). Þá fáum við skapandi miðjumann á miðsvæðið sem þarf varla að spila vörn.

    Þetta verður sami strögl í síðarihálfleik en ég vona að við getum náð að skora eitt mark okei ég trú því að við náum að skora eitt mark.

  13. #6
    Ennþá vandræðalegra er að stórhluti LFC stuðningsmanna á þessari síðu tíma ekki að borga fyrir að horfa á liðið sitt spila. Skammarlegt!

  14. #25 Er það skammarlegt að nýta sér þá tækni sem nútímin hefur uppá að bjóða ???

  15. Steindauður sóknarleikur. Inná með Sturridge. Færa Lallana á miðjuna og taka W eða Can útaf.

  16. #25 Það er nefnilega ekkert vandræðalegt að borga 365 tugþúsundir til að fá að horfa á fótbolta…..

  17. Algjört hrun leikmanna og þjàlfara á 1-2 mánuðum. Ekki að það komi nokkuð á óvart

  18. 0-2………. wtf

    Blaðran sprungin….búin að vera loftlaus frá áramótum

  19. Jæja er ekki bara komin tími á að slökkva á þessari vitleysu þvílík ræpa við höfum ekki getað rassgat árið 2017 einn sigur til þessa á móti liði 4 deild.

  20. #29
    Það er enginn að tala um 365 ég er með sling tv sem er fullkomlega löglegt og kostar mun minna en þeir rukka hjá 365.
    Það eru til fullt af áskriftarmöguleikum á netinu sem hægt er að nýta sér og styrkja það sem að maður styður.

  21. Hverning væri að hafa framherja inná í svona leik erum að spila á móti fokking Swansea á heimavelli og erum ekki með framherja inná, Og afh að hafa ekki okkar besta miðvörð inná skil ég einfaldelga ekki.

  22. Drullast til að gera breytingar klavan út clyne ut og can ut og matip sturridge og Origi inn

  23. Þvílík vörn, þvílíkur markmaður. Skelfilega lélegir leikmenn, setja Sturridge inná og ég vildi að það væri hægt að taka bæði lövren og klavan útaf. Þeir eiga ekki skilið að vera þarna inná.

  24. Hvað er mikið af sendingum sem eru sendar til baka sem hafa engan tilgang annan en að hægja á spilinu!

  25. Dreymdi 0-5 í nótt…. það kanski bara rætist…. shitt….kveikti á í hálfleik og hvaða drullu skita er í gangi :/. Jæja, það kom eitt meðan ég pikkaði þetta…..

  26. Og þulurinn var að segja
    “Swansea have never won a league game on this ground@

  27. #27
    Nei það er ákkurat það sem að ég geri nema að ég borga fyrir nútíma tæknina sem ég nota
    sling tv og/eða Iview iptv.

  28. Geturu hætt að hugsa með rassgatinu ÍG byrjað með Sturridge og sett þetta Can rusl á bekkinn framvegis!!!!

  29. #51 ekki ertu svo einfaldur að halda að Liverpool sé eitthvað að græða á þeim sem eru með Sling tv 🙂

  30. Já ok taktu bara okkar besta mann af velli þegar við erum að tapa. Ekki taka ruslið Can útaf

  31. Nú er bara að vona að draslið klavan fari útaf fyrir matip. Hver einasta hornspyrna er eins og víti hjá swansea.

  32. það vantar klárlega alvöru framherja sem skorar mörk. Þau lið sem eru fyrir ofan okkur eru með alvöru sentera.

  33. Hvað er að þessum emre can!!! Gjörsamlega eins og krækiber í helvíti….
    það mætti halda að öll hugmyndafræði fram á við hafi farið með mané í afríkukeppnina!!!

  34. Helvítið hann Mignolet…
    Rekum Klopp…
    Can er gangslaus…
    Borgum fyrir áhorf…
    Friminio er ónýtur…
    Henderson er aumingi…
    Klavan er litningaögraður…
    (þetta að ofan er bara til að vera í sama liði og margir hér að ofan)

    En annars: MAAAAARK!!!!

    YNWA!
    ÁFRAM STRÁKAR – ÞIÐ ERUÐ ALVEG MEÐ ÞETTA!
    YNWA!

  35. #63
    Ég borga sling tv sem borgar NBCsn sem kaupir réttinn af enska boltanum af enska knattspyrnu sambandinu og enska knattspyrnusambandið borgar LFC fyrir sýningarréttinn þannig að jú LFC græðir á því að ég sé að borga áskrift.

    Þú talar niður til mín með því að kalla mig einfaldan og kemur svo með broskall í endan eins og 12 krakki. Stay classy freeloader.

  36. Hvaða helvítis djöfulsins djok er þessi vörn með þennan klavan þarna alveg skelfilegir

  37. Það á bara ekki borga einum af þessum varnarmönnum laun!!!!!!! Ótrúlegt hvað þeir eru allir hræðilegir varnarmenn

  38. Hættið þessu helvítis tv stream umræðu hérna, djöfull er þið barnalegir!

  39. Selja ranga Ragnar sem fyrst, þvílíkt eintak. Með stoðsendingu á gylfa.

  40. Swansea með u.þ.b. mark í leik að meðaltali á tímabilinu og skora svo 3,þrjú!!! gegn Liverpool, þvílíkur klassi sem þetta lið er!!!

  41. tap hér eða jafntefli þýðir að við erum ekki lengur í titilbaráttu heldur að vera í topp 4, því miður elskurnar mínar.

    Ömurleg frammistaða liðsins í dag.

  42. Jæja við stiplum okkur út úr titilbaráttuni í dag spurning hvort við náum að halda okkur inni í baráttuni um top 4 núna miðað við spilamennskuna undanfarið er það ekki líklegt.

  43. Allt liðið fær -1. Heimavöllur á móti neðsta og lélegasta liði deildarinn og fá á sig 3 mörk er skandall

  44. Eins og liverpool er búið að spila síðasta mánuðinn þá því miður þá er enginn séns á topp 4 ef það verður ekki kúvending á spilamennsku öll lið sem mæta liverpool það er bara að vera allir í vörn og skyndisóknir eiga ekkert svar við því

  45. Ég ætla að hætta að láta þetta lið eyðileggja hverja einustu helgi hjá mér með því að gera eitthvað annað en ð horf á þetta miðlungslið og sætta mig við það að við munum aldrei vinna deildina

  46. Erum bara ekki betri en þetta og verðum að sætta okkur vid það, því midur.

  47. Hvað þetta er líkt Liverpool. Eigum við bara ekki að skipta um þjálfara enn eina ferðina og sjá hvort það breyti einhverju.

  48. Maður hefur eiginlega kvartað yfir öllu sem poolari en að tapa fyrir swansea eins og þeir eru að spila í dag er ekki ásætanlegt því miður.Og að fá á sig 3mörk á anfield er alveg út í hött.

  49. verður maður ekki bara að sætta sig við aðliverpool er bara miðlungslið. sérstaklega þar sem ekki eru keyptir betri leikmenn mér finnst t.d. emre can drullulélegur, svo má nefna fleiri

  50. Það var svosem ekki við öðru að búast en að það kæmi einhver svona hrottaleg skita eftir gengið undanfarna leiki…. það er nákvæmlega ekkert við liverpool liðið sem hefði verðskulda sigur í dag

    Þú uppskerð eins og þú sáir og það er nákvæmlega það sem gerðist hér í dag

  51. Árið 2017 er ekki okkar ár. Djöfulsins drulluframmistaða, varnarmenn okkar eru rannsóknarefni. Að vera með miðlungs eistnenskan varnarmann er bara grín. Hann leggur upp eitt mark fyrir þá og virkar frekar eins og leikmaður andstæðingana en okkar.

  52. Þá er það endanlega staðfest. Liverpool verða í baráttu um 4 sætið og allt annað er bónus!! Gylfi fokking Sigurðsson

  53. Vá hvað ég vorkenni ykkur Kop-urum og öllum þeim fjölda Íslendinga sem eru þarna úti.

    Þvílík hörmung en eins og Lúðvík #94 segir þá er þetta búið að liggja í loftinu. Liðið er bara ekki nægilega gott, þ.e. hópurinn er í heild sinni ekki nægilega sterkur. Menn að koma úr meiðslum og eru ekki að ná sér á strik. Allt of margir lélegir farþegar þarna á milli.

    2017 er búið að byrja ömurlega og við erum búnir að stimpla okkur út úr titilbaráttunni. Vinni Chelsea Hull á eftir eru þeir 10 stigum fyrir ofan okkur. Ef við ætlum að halda okkur í topp4 þá verður að versla a.m.k. topp 2 leikmenn.

  54. Hentum 2 framherjum inná sem gerðu nákvæmlega ekkert! Can er ekki góður leikmaður.

  55. Sælir félagar

    Uma þessa frammistöðu gönguboltaliðsins í Liverpool borg er ekkert annað að segja en ömurlegt. Þessi ömurlegi göngubolti sem liðið er að spila er fyrir neðan allar hellur. Það er ekki til hraði í sóknum og lullið er skelfilegt, sendingar til baka fleiri en fram á við og endalausar þversendingar á eigin vallarhelmingi. Þessi göngubolti sem liðið er að spila skrifast á Klopp alveg eins og hraði og árangursríki boltin sem spilaður var fram í desember var skrifaður á hann.

    Spurning líka af hverju Klavan spilar allan leikinn. Er ekki búið að vera bíða eftir að Matip fengi leikheimild. Var jafnteflið á móti MU ekki vegna þess að Matip var ekki í liðinu o.s. frv. Þessi frammistaða á heimavelli er liðinu, staffinu og Klopp til skammar. Leikmenn eins og Clyne sem sem er fullkomlega sóknarheftur og ekki nema meðalmaður í vörn eig ekki heima í þessu liði sem dæmi. Ég er brjálaður yfir þessum fótbolta sem liðið er að spila og svo frammistaða og þessi göngubolti sem það býður uppá.

    Það er nú þannig

    YNWA

  56. Söknum Mane Matip og Couthinho í formi alveg hroðalega mikið

  57. maður verður sjáfsagt koll rólegur ef við spilum við sterk lið en skjálfandi á beinunum þegar við spilum við slök lið héðan í frá.

  58. Þið hèlduð þó ekki að Klopp gæti sett saman fullkomið lið eftir aðeins einn sumarglugga?

    Það er kannski bakslag í liðinu uppá síðkastið en það hefur líka vantað inn menn sem teljast lykilmenn. Þetta tekur tíma, Eins og spilamennskan var í haust þá er liðið á réttri leið, alls ekki fullkomið en þó á leið í rétta átt…

  59. Ekki væri mikill söknuður þó þeir “stuðningmenn” Liverpool sem eru með eintómt skítkast og ljótt orðbragð skriðu aftur í holuna sína. Er nokkuð viss um að þeir flestir voru komnir í góðan gír þegar við jöfnuðum og hefðu örugglega ekki skrifað fleiri comment ef við hefðum síðan unnið. Ég er samt ekkert að draga fjöður yfir það að ósigur í þessum leik er ekki ásættanlegur, en svona er enski boltinn og þess vegna fylgjumst við með
    YNWA

  60. Hrikalega vont tap. Þerta byrjunarlið var sterkt og átti að taka þetta lið auðveldlega. Ætla rétt að vona að menn fari að girða sig í brók.

  61. Henderson var ekki sjálfum sér líkur.

    Mér finnst því miður líklegt að hann sé að glíma við einhver meiðsli. Vonandi bara ekki þetta plantar fasciitis sem var að drepa hann á síðustu leiktíð.

  62. set orðið ? við Klopp. Er hann með þetta ?. sýnist ekki, sama brasið á móti botnliðum og lið búin að lesa hann út. ekkert plan B . Sami hægi göngu boltinn og engar lausnir. Kaupa menn núna !

  63. Hvaða rugl er i mönnum hér að gagnrýna stuðnimgsmenn sem eru brjálaðir yfir þessum leik VIÐ VORUM AÐ TAPA FYRIR NEÐSTA LIÐINU Á HEIMAVELLI MAÐUR Á AÐ VERA BRJÁLAÐUR. Þetta er held ég eitt af stóru vandamálum liverpool það á að vera hörmung og menn eiga að fá að heyra það þegar leikir fara svona og maður á að vera glaður þegar vel gengur.

  64. Anda með nefinu félagar , ömurleg úrslit og titil baráttu Liverpool er lokið enda byrjaði liðið aldrei að spila bolta 2017 , þeir héldu þetta væri búið 2016 sýndist manni.
    Við skulum róa okkur á skítkasti á hvort annað samt.

  65. Því miður nokkrir leikmenn sem eru að koma úr meiðslum og þar af leiðandi ekki alveg klárir í slaginn, vanmat og menn með hugann við Wembley. Þetta átti að vera létti leikurinn og virtist svo sem stefna í það þ.e.a.s. með þolinmæði átti að brjóta andstæðinginn niður. En við fengum þolinmæðina okkar beint í andlitið í seinnihálfleik. Ég bíð samt mest spenntur eftir því að meistari Klopp finni leið fyrir liðið til að takast á við varnir andstæðinganna þegar parkerað er við eigin vítateig. Ansi margir leikir komnir án þess að maður sjái að hann sé með lausnina.
    YNWA

  66. er ekki bara best að spila skyndisóknabolta á móti liðum sem er vitað að muni parkera rútunni? Fá andstæðinginn til að koma framar. Fella andstæðinginn á eigin bragði?

    Fkn. pirraður

  67. #119 maðu getur verið brjálaður án þess að hrauna yfir mann og annan með misgáfulegum skrifum. Ég er brjálaður yfir tapinu en það er ekkert samsemmerki á milli þess og að vera með eintómar úrtölur og jarða menn með fúkyrðum.
    YNWA

  68. Barnalegt að fara á taugum núna kæru stuðningsmenn. Þetta lið er í þróun hjá Klopp. Sáum 3 verulega flott kaup síðasta sumar sem styrktu liðið og væntanlega koma 3-4 önnur næsta sumar. Gæði hafa ekkert með þessa lélegu spilamennsku að gera það er þreyta sem spilar þarna inní og við erum sprungnir eftir að hafa hlaupið mest allra í mótinu. Klopp sér núna hverjir geta spilað á þessu háa tempói hina losar hann sig við.

  69. Hversu góður stjóri sem Klopp er og hversu árangursríkan fótbolta hann lætur liðið spila, þá endar alltaf með því að aðrir stjórar spotta veikleikana í taktíkinni og spila inn á þá.
    Það er augljóst að að þegar lið pakka í vörn ná þau að draga úr hraðanum í spilinu hjá LFC og þá verður að verið til plan B sem leikmenn geta notað

  70. Inná með fokking Sahko…
    3 mörk úr 4 skotum á mark hljómar allt of kunnuglega

  71. Þetta er skrítin leikur.
    Ekkert að gerast í fyrirhálfleik, þeir pakka í vörn og við erum að reyna að komast í gegn með lélegum árangri.

    Síðari hálfleikurinn fáum við á okkur mark eftir að Lovren ákvað að vera sniðugur að gefa horn.
    Þarna hélt maður að þetta væri helvíti erfit enda gáfu þeir engi færi á sér fyrstu 45 mín.
    Þeir komast 0-2 yfir og þá hélt maður að þetta væri búið – það mark var einfaldlega virkilega vel spilað hjá þeim.
    en okkar strákar gáfust ekki upp og Firminho jafnaði með tveimur flottum mörkum og 20.mín eftir – þarna var maður viss um að Liverpool myndi vinna leikinn. Stúkan var vöknuð, leikmenn á fullu og Swansea menn með skelfilega svip á sér.

    Svo kemur drullan. Þeir komast yfir miðju og varnamenn Liverpool ráðast ekki á boltan og gefa Swansea mönnum pláss og endar þetta eiginlega með frábæri stoðsendingu Klavan á Gylfa. Liverpool fékk mörg tækifæri til þess að koma í veg fyrir þetta en það gekk ekki eftir.

    Þarna dó leikurinn og liðið. Það var allt með liverpool í þessum leik eftir að þeir jöfnuðu 2-2 en heimskuleg misstök og titilbaráttan úr söguni og barátta um meistaradeildarsæti framundan og sú barátta verður hörð.

    Nokkur svör við spurningum hér að ofan:
    Matip byrjaði ekki af því að liverpool fékk bara að vita það í gær að hann mæti spila og Klopp og félagar búnir að setja upp liðið og fara yfir game planið og ætluðu ekki að breytta því (það er gott að vera vitur eftir á).

    Menn voru að gagnrína Klopp fyrir að setja Matip inná síðustu 2 mín. Ég vona að stuðningsmenn Liverpool séu það klárir að átta sig á því að Matip var bara að fara í framlínuna útaf því að við þurftum langar sendingar í blálokinn og hann er mjög sterkur skalla maður.

    2017 hefur ekki farið vel á stað fyrir okkur
    2-2 jafntefli gegn Sunderland
    1-1 jafntefli við Man utd
    2-3 tap gegn Swansea
    Þetta eru deildarleikirnir okkar og eru þarna aðeins 2 stig þegar maður var að búast við 6-7 stigum(en dreyma um 9).
    Næsti deildarleikur
    Chelsea heima og verður það ekkert grín en ég er ekkert smeikur við þann leik sem við munum vinna þá 2-0 en það eru hinir leikirnir gegn lélegu liðunum sem eru vandamálið.

  72. Tók aðeins til í ummælum – minni menn á reglur fyrir umræður á Kop.is og þá sérstaklega 2 og 5 grein:

    2.grein

    Allt persónuníð (ad hominem) er með öllu bannað. Persónuníð þýðir að í stað þess að gagnrýna skoðun einhvers er viðkomandi einstaklingur gagnrýndur. Það er, umræðan er persónugerð á neikvæðan máta. Hér skiptumst við á skoðunum, ekki móðgunum. Öll ummæli sem innihalda persónuníð eða skítkast af einhverju tagi verða fjarlægð með öllu.

    5. grein

    Öll ummæli sem innihalda troll eða eru vísvitandi gerð til þess að pirra lesendur Kop.is verða fjarlægð. Við líðum engin troll á þessari síðu. Þetta á sérstaklega við um aðdáendur annarra liða sem halda að það sé sniðugt að æsa Liverpool-stuðningsmenn.

    http://www.kop.is/reglur/

  73. Biðst afsökunar á tognun á heila af minni hálfu….

    Fyrirgefðu gunnar með ómakleg ummæli í hita leiksins

  74. Sigur gegn Chelsea í næsta leik og tap gegn Hull í leiknum þar á eftir. Hljómar það kunnulega?

  75. Þrátt fyrir allt þá yrði dagurinn bærilegri ef man.utd tapaði, city og tot gerðu jafntefli og við ynnum síðan Frakka á HM. Góður sigur í næsta leik yrði svo kærkominn. Ef allt gengur eftir eigum við að geta stillt upp mjög sterku liði í komandi viku og þá er nú bara að duga eða drepast.
    YNWA

  76. Til hamingju LFC
    Núna er maður farinn að þekkja liðið.

    Sama sagan ár eftir ár eftir ár. … Eftir ár.

    Hef sagt það aftur og aftur það sem allir nema Klopp og FSG sjá að liðinu skortir þá breidd og gæði sem þarf til þess að keppa á toppnum.

    Núna þegar meiðsli hafa herjað á okkur þá sést svo greinilega að sjálfur Stevie Wonder sæi það að breidd liðsins er ENGIN.

    Menn verja jafntefli gegn Plymouth heima. Sunderland úti. Tapið gegn Southamton. Eflaust einhverjir sem verja þessa skitu í dag og tala um að þetta sé bara svona og bla bla bla. Nei Liverpool hefur bara sýnt veikleikamerki síðustu vikur enda engin gæði til að bakka upp Mané, Coutinho og Matip sem dæmi. ENGIN breidd í bakverðinum og tveir svona la la markmenn.
    Þeir reynslulitlu stuðningsmenn hafa trúað því að liðið gæti orðið meistari og fá það svo af fullum þunga í stellið í dag, við með reynsluna þekkjum þetta. Höfum varað við þessu í allan vetur.

    FSG vill ekki, getur ekki fengið til sín leikmann á besta aldrei, með reynslu af því að sigra (Zlatan) og í gæðaflokki sem gjörbreytir öllu. Nei FSG er í plús eftir sumargluggann og í janúar hefur ekkert gerst þrátt fyrir að allir sjái að breiddina vanti.

    Metnaðarleysi klúbbsins okkar er vanvirðing við okkur stuðningsmenn.

    Þeir Íslendingar sem voru á vellinum í dag geta verið stoltir af einu, Gylfa.

    Ömurlegt frá A til Ö en þetta var fyrirsjáanlegt.

    Nái Klopp ekki í topp 4 í ár? ????

    Hann er að vanmeta deildina og ofmeta safna sig. Fact

  77. Strákar (og stelpur)

    Slakið á.
    Þetta gæti verið verra.
    Lítið á björtu hliðina:

    Við höldum amk ekki með ManU.

  78. Tvennt sem stendur uppúr, einbeitningar og kraftleysi.

    Hræddur um að þungarokks hápressuboltinn á öllum hestöflum sé líka að hafa áhrif á formið, búið að spila mjög þétt í desember og lykilmenn hafa verið að meiðast sem hefur mikil áhrif á þunnan leikmannahóp.

    Í smá gríni þá er búið að finna ástæðuna:
    Well this is awkward, Liverpool slips slips as soon as Stevie G signs as academy coach 🙂 🙂

    Næsta leik takk

  79. Sá Swansea-Arsenal um síðustu helgi og þvílíkt hvað Swansea voru ömurlegir. Hrein hörmung.
    Og hvað svo, mæta á Anfield og klára leikinn.
    Af hverju var Matip ekki í byrjunarliðinu?
    Af hverju er ekki verið að spila með Sturridge þessar fáu vikur sem hann er heill?
    Hvað er í fokking gangi hjá þessu liði þessa dagana?
    Það verður að fara að koma sér upp úr þessum drullupytti.

  80. Er eiginlega bara sleginn eftir að hafa eytt deginum á Anfield.

    Ég var hér líka í haust og horfði á mitt lið stúta Watford. Í dag komu Swansea með leikplan og stútuðu okkar mönnum. Hápressan okkar bara einfaldlega var ekki til staðar og einstaklingsmistök og sendingafeilar voru einfaldlega málið.

    En samt var einhver trú í hausnum á mér…hélt að við myndum vinna leikinn alveg þó við lentum 0-2 undir. Hins vegar þegar að Gylfi setti hann þá hafði ég enga trú.

    Ég hef haft miklar áhyggjur af leik liðsins okkar frá City leiknum, líka Plymouth leikjunum, við erum klárlega það lið í topp sex sem á erfiðast núna og mjög margir leikmenn líta illa út og alls ekki líklegir til að snúa við genginu…bara því miður.

    Gæti sagt miklu meira og ætli við reynum ekki að tala meira um heimsóknina í podcasti þriðjudagsins…en það er alveg ljóst að þolinmæði okkar fólks í stúkunni er alls ekki til staðar og ummælin um nokkra leikmenn eru bara alls ekki prenthæf. Þar voru helst nöfn Emre Can, Ragnar Klavan og Gini Wijnaldum görguð niður og umræðan um leikskipulag Klopp án alvöru senters er ansi mikið spurningamerki í okkar hugum hér.

    Það er allavega ljóst að á miðvikudag verða leikmennirnir að bretta upp ermar, það að komast ekki á Wembley mun einfaldlega kýla fólk fast í magann.

    Mín skoðun er sú að ef við ekki kaupum í janúar leikmann sem skiptir okkur máli verður mjög erfitt að ná Meistaradeildarsæti í vor.

  81. Lið sem fær á sig 3 mörk gegn botnliði er í verulega slæmum málum. Swansea gerði ekkert en skoraði 3 mörk. hvernig er það hægt ?

  82. Sælir aftur félagar

    Ég er búinn að anda inn og anda út aftur og aftur í klukkutíma – samt er ég ennþá brjálaður yfir þessum leik. Frammistaða leikmanna er fyrir neðan allt en á hitt ber að líta að þeir eru að spila þetta gönguboltaleikplan samkvæmt Klopp. Það er Klopp sem sér ekki ástæðu til að styrkja liðið. Það er Klopp sem er að stjórna þessu og hann fær mínusana alveg eins og hann fékk plúsana fyrir frábæran leik liðsins í ágúst, september, október og nóvember. Alveg eins og Herr Klopp fékk allt hrósið fyrir frammistöðu liðsins fær hann mínusana núna.

    Frammistaða einstakra leikmanna sýnir að þeir eru flestir ekki nógu góðir leikmenn.

    Minjo gat lítið gert í þessum mörkum – 6
    Clyne fullkomlega sóknarheftur og bara í meðallagi varnarlega -3
    Lovren er bar meðalskussi – 4
    Klavan slakari en Lovren – 3
    Milner átti stoðsendingu sem bjargar honum frá slakri frammistöðu – 6
    Henderson er góður en átti mjög dapran dag – 4
    Lallana hljóp mikið en kom lítið út úr honum – 5
    Gini með skárri mönnum liðsins – 6
    Can virðist oft á tíðum ekki betri í fótbolta en Origi – 3
    Coutinho var slakur – 5
    Firmino var eini leikmaðurinn sem var góður í þessum leik – 8
    Nenni ekki að tala um varamennina sem engu breyttu

    Ef Klopp heldur að þetta lið skili einhverju án verulegrar styrkingar þá er hann úti á túni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  83. sturrige er alveg áhugalaus, og sýnir enga baráttu, labbar bara um

  84. Vonandi sér fólk núna að þó Mignolet verji 1-2 í leik er hann ekki góður 🙁 Því ver og miður því hausinn á honum er rétt skrúfaður á. Mignolet og Klavan í kælirinn restina af seasoninu, gagnslausir þegar á reynir eru ekki unglingar sem eiga fá svona mikið af sénsum.

  85. Á nú að fara að kenna Mignolet um tapið? Þetta á vonandi að vera grín?

  86. Hvernig dettur þessum mönnum að mæta til leiks með minna en hálfum huga??????Hvernig dettur þessum mönnum að vanmeta andstæðinginn????Hvernig dettur þessum mönnum að það sé nóg að dansa með boltann í miðjunni???Hvernig dettur þessum mönnum að það sé nóg að fara í gang korter fyrir leikslok????Það lýtur út fyrir að það sé enginn fyrirliði í liðinnu!!!!!Hver ætlar að halda því fram að ekki þurfi að styrkja leikmannahópinn????Hvað er Klopp að hugsa???? Djö.. er ég svekktur!!!!!

  87. Horfandi á leikinn úr Anfield Road stúkunni var maður frekar súr með að vinna ekki vonlausasta liðið í EPL. Þeir komu hinsvegsr klárir í leikinn en okkar menn ekki. Þeir vörðust mjög vel og án Mane og Coutinio erum við lamaðir framávið í endalausum afturábak og þver sendingum. Can og Gigi sérstaklega sekir þar.
    Sturridge og Origi algjörlega týndir þegar þeir komi inn á og Mignolet hefði alveg eins getað setið í sæti 140 í röð 7í boxi 225 við hliðina á mér.

    Svona lendum við ekki í topp 4 eða í einhverjum úrslitaleikjum. Legg mitt traust á Klopp og vona innilega að hann komi liðinu á rétt track.
    Við gefumst ekkert upp sko.

  88. Ég skil ekki þetta tal um að hápressan sé ekki að virka og kenna henni eitthvað um.

    Það er ekki verið að spila hápressu þegar liðið er með boltan nánast allan leikinn en okkar menn voru 75% með boltan í leiknum og gestirnir áttu 3 skot á markið og skoruðu 3 mörk. Hápressa kemur meira í gagni gegn stóruliðunum þar sem þau reyna að halda boltanum og viti menn þar erum við gríðarlega sterkir.

    Mignolet 6 – ekkert að gera í þessum leik og átti lítið séns í mörkunum.
    Clyne 5 – virkaði bara ekki alveg tilbúinn og eru kannski meiðslin enþá að skemma fyrir honum.
    Lovren/Klavan 5 miðvarðaparið átti ekki góðan dag í dag. Voru ekki nóg grimir þegar á reyndi.
    Millner 4 – var í tómu tjónu frá fyrstu mín. Bæði í vörn og sókn.
    E.Can 2 – Jæja þetta er orðið ágæt með hann. Þungur, hægur, lengi á boltan, lélegar sendingar og les leikinn illa. = veikur hlekkur í þessu liði.
    Winjaldum 5 – var á fullu á miðsvæðinu en það kom lítið úr honum.
    Henderson 6 – fyrirliðinn reyndi að drífa liðið áfram með takmörkuðum árangri.
    Coutinho 7 – mér fannst hann mjög líflegur og alltaf einhver hætta þegar hann var með boltan.
    Lallana 7 – hljóp mikið, vann boltan og var ógnandi. Fannst mér þegar hann kom inná miðsvæðið þá kom smá kraftur í það svæði.
    Firminho 8 – okkar besti maður. Tvö frábær mörk og var okkar hættulegasti leikmaður.

    Sturridge 4- var ósýnilegur
    Origi 4 – ákvað að gera eins og Sturridge.

    Já þetta voru léleg úrslit og maður er drullufúll. Maður fannst samt koma kraftur í liðið eftir að það lenti 0-2 undir og var virkilega flott hjá okkar mönnum að jafna í 2-2 og hélt maður að við myndum þá bara klára leikinn en í staðinn fengu við 0 stig sem er ekki ásætanlegur árangur en eitthvað sem við verðum að lifa með hvort sem okkur líkar það eða ekki.

    Fyrir tímabilið hefði maður tekið meistaradeildarsæti og bikar fegins hendi og hef ég trú á því að við getum enþá náð þeim árangri.

  89. Sammála Sigurði Einari nema hvað varðar Milner og svo finnst mér einkunnir sem hann gefur mönnumm of háar flestar.

Swansea á morgun

Liverpool – Swansea 2-3 (Skýrsla)