Plymouth Argyle – Liverpool 0-1 (Leik lokið)

Leik lokið – Ef einhver hérna missti af leiknum þá bendi ég á að það er alls ekki þess virði að horfa á hann. Þetta var ekki skemmtilegt. En 0-1 sigur dugar, næst mætum við Jón Daða og félögum og fer fyrri leikurinn einnig fram á Anfield.

Já ég veit að það er ekki leikið heima og heiman í bikanum, nema auðvitað í tilviki Liverpool.87.mín Origi kórónar ömurlegan leik sinn með því að klúðra víti svo hrikalega illa að markmaðurinn greip frá honum. Sá hefur verið slappur í kvöld. Moreno fiskaði vítið, varnarmaður Plymouth braut á Moreno, Moreno style.

75.mín. Plymouth með skot í stöngina, mjög mikil heppni að staðan er ekki 1-1. Sturridge kemur af velli í kjölfarið og Ojo inná. Vægast sagt ekki merkilegur dagur hjá Sturridge.

60.mín Harry Wilson er kominn inná fyrir Coutinho, fyrsti leikur Wilson. Það er gjörsamlega það eina sem er að frétta úr þessum hrútleiðinlega seinni hálfleik.

Hálfleikur Eins gott að Lucas skoraði því þetta hefur vægast sagt verið leiðinlegur fyrri hálfleikur. Gef þó Plymouth það að þessi völlur er betri en margir af þeim völlum sem Liverpool hefur spilað á undanfarið. En já, ég er farinn að hrósa vellinum hvað helst fyrir þennan hálfleik. Segir allt sem þarf um leikinn.

20.mín Hey skoðið ummæli númer 1.

19.mín LUCAS LEIVA SKORAÐI!!!
1-0 hörkuskalli eftir hornspyrnu, Lucas Leiva. Hefði labbað af velli ef ég væri hann, veifað og farið til Ítalíu, helsáttur.

11.mín Sturridge snuðaður um nokkuð augljósa vítaspyrnu, felldur er hann fór nokkuð illa með varnarmann Plymouth.

19:50– Alves er nýorðinn 19 ára en hann kom til Liverpool frá Porto árið 2014, líklega fyrir tilstilli Pep Ljinders. Hann hefur lítið spilað með U23 ára liðinu í vetur. Gæti orðið stórt kvöld fyrir hann.


Byrjunarliðið
Það verður sterkt lið gegn Plymouth í kvöld.

Karius

Alexander-Arnold – Gomez – Lucas – Moreno

Coutinho – Stewart – Ejaria

Woodburn – Sturridge – Origi

Bekkur: Mignolet, Klavan, Randall, Williams, Alves, Ojo, Wilson

Spurning hvort um sé að ræða gríðarlega sókndjarft lið eða hvort Klopp ætli að fara Ítölsku leiðina eins og er í tísku núna og spila 3-5-2 með Lucas, Gomez og Stewart aftast og TAA og Moreno á vængjnum.

Hvernig sem þessu er stillt upp er um að ræða mjög sókndjarft lið. Á bekknum eru svo tveir sem spila mögulega sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld, Harry Wilson sem verður að teljast mjög líklegur til að koma inná og svo Paulo Alves sem einnig er á bekknum.73 Comments

 1. Er ekki hægt að filtera Lucas hatur sjálfkrafa út úr kommentakerfinu???

 2. Sælir félagar

  Ég hélt að Lucas væri hnjaskaður. En hvað um það hann ætti að duga ef hann er ómeiddur. Origi hægra megin líst mér vel á og Coutinho íf uþb. 45 ætti að nægja til að setja eitthvað af mörkum. Spái að Sturridge setji þrennu í þessum leik og Woodburn amk. eitt. Karius heldur hreinu og það fer að verða luxus vandamál hjá Klopp að velja markmann 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Gott: Ungir leikmenn áfram að spila. Coutinho ef meiðist ekki fær auka leik til að koma sér í spilaform. Winjaldum/Can/Henderson allir hvíldir.

  Slæmt: Þarf að nota bæði Origi/Sturridge í byrjunarliðinu? Nú er ég bara að hugsa um leikjaálagið hjá þeim. Þetta eru einu pure sóknarmenn sem eru hjá liðinu.

  Það er mikið framundan næstu daga.
  Swansea í hádeginu á laugardaginn.
  Southampton á miðvikudeginum.
  Vonandi bikarleikur á laugardeginum
  Chelsea á þriðjudeginum.

  Þetta er rosalegt prógram og hefði ekki verið sniðugt að hafa annað hvort Origi eða Sturridge fremstan með Coutinho með sér og annan á bekknum.
  Fyrir utan að maður vonast að Coutinho meiðist ekki í þessum leik.

  En jæja klárum bara þetta verkefni og komu okkur áfram.

 4. Það er engin að spila þennan leik sem er lykilmaður í byrjunarliðinu nema Coutinho og hann þarf að komast i form og þetta verður vonandi það sem hann þarf.
  Sturridge og Origi eru ekki að drepast úr álagi þannig að þeir ættu að vera i lagi.
  Líst vel á þetta lið sem á að klára þennan andstæðing í kvöld.

 5. Frábært að fá annan svona leik þar sem hægt er að spila ungu leikmönnunum!

  Þetta verður vonandi skemmtilegt kvöld. Segjum 1-4.

  YNWA!!!

 6. Setjum 3 í seinni. Skyldusigur.
  Jákvæða er mark Lucas.
  Getur kvatt með reisn

 7. Fyrsta mark Lucas í 7 ár, kannski komin tími á það 🙂
  Vonandi koma menn með aðeins meiri ákafa i seinni hálfleikinn og klári þetta með 2-3 mörkum í viðbót.

 8. Nokkur orð í hálfleik.

  Má dómarinn spila með hinu liðinu?
  Moreno er bara ekki meðða.
  Studge ákvað að ánafna hálfum launum fyrir þennan leik til góðgerðamála og vinnur því bara fyrir hálfum launum.
  Kúturinn vill ekki meiðast, gott.
  Origi, so much potencial, so much bleh
  Ungir p***ar á fínu róli.
  Lucas, hetjan mín Lucas.

  Annars fínn og held áfram að rúlla þessu í gegn og sjá menn rúlla þessu upp í rólegheitum.
  YNWA

 9. Heimamenn eru að láta okkur hafa fyrir þessu. Eru að vinna okkur í háloftunum og um leið og þær ná smá samspili þá gera þeir varnalínuni okkar erfitt fyrir.
  Lucas skoraði virkilega flott mark og er maður sáttur við hans hluta en hann er búinn að vera að teyma sig úr varnarlínuni í fyrihálfleik og sitja smá eftir og það sem verra er Gomez hefur líka verið að lenda í vandræðum.

  Origi hefur varla sést og menn eru bara að bíða eftir að Coutinho geri einhverja galdra.

  Ég hélt að allt myndi opnast hjá heimamönnum þegar þeir myndu lenda undir en annað hefur komið á daginn og hafa þeir einfaldlega sýnt að þeir geta sótt gegn okkur. Vona að við náum að skora annað mark fljótlega og drepa aðeins þeira vonir.

 10. Núna væri bara fínt að skora annað mark og innsigla þessa hörmung. Er hræddur við þennan dómara og gæti alveg trúað honum til fólskuverka gagnvart okkur. Síðan má bara setja Lucas í senterinn í staðinn fyrir þessa tvo svokölluðu sentera sem eru búnir að gera minna en ekkert. En annars bara góður 🙂
  YNWA

 11. Magnað þetta Plymouth lið, þeir gera engin mistök.

  Við gerum hins vegar fullt af mistökum, enda með unga stráka og verðum heppnir ef við klárum þetta með sigri.

 12. Ooouccchh……átakanlega lélegt víti. Lucas með vinstri hefði gerð betur.

 13. Ojo og Wilson eru búnir að gera meira en Origi og Sturridge samanlagt í þessum leik

 14. Dirk Kuyt væri búin að skora tvö-þrjú og lagður af stað hlaupandi heim til Liverpool.

 15. þurfum nýja framherja, Origi heim með fyrstu vél og Sturrigde á eftir. Þvílík skita..!

 16. Ætla líta á björtu hliðarnar hérna , unnum leikin og héldum hreinu er eh slæmt við það ?

 17. Besti maður vallarins: Trent Alexander-Arnold
  Ekki svo mikið bestu menn vallarins: Sturridge, Origi og Karius.

 18. Dapurt, erum við alveg sprungnir.
  Verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af spilamennsku liðsins undanfarið, stutt milli hláturs og gráturs í þessu og önnur lið við toppinn líta mun betur út en við nú um stundir.

  Augljóslega ekki okkar sterkasta lið en kommon, alveg steingeld framistaða.

 19. Hvernig er hægt að bjóða okkur Púllurum upp á svona leiðinlegann leik. Ekki boðlegt og ég myndi fara að selja þennan áhugalausa Origi, sem getur ekki einu sinni skorað úr víti. Hann á að fara í stöuðmælavörslu. Áfram Liverpool.

 20. Eftir að finna albesta taktinn sem leið á haustið hafa meiðsli algjörra lykilmanna mikið þvælst fyrir. Missum Lallana, Coutinho, Firmino, Henderson, Matip og fleiri, oft í margar vikur. Og nú þetta FIFA rugl með Matip.

  Vonandi haldast þeir bestu heilir, það er fyrir öllu fram á vorið.

  Og já, þetta vannst með hálfgerðu U-23 liði. Það er fyrir öllu.

 21. Guðjón #42
  Nei, akkúrat ekki. Gott að vinna en annað mjög mikilvægt, spila betur og sýna framfarir. Tel það réttmæta kröfu að vissir einstaklingar standi sig betur.

 22. #43,

  Það er skorað úr ca 75% víta í þessari skemmtilegu íþrótt og galið að tauta þegar úrtakið hljóðar upp á eina spyrnu.

 23. Lugas að skora eftir bið frá áringu 2011, vel gert.

  Annars dapru leikur, Sturage Origi og Steward lelegir.

 24. Ef ég fengi milljón krónur hvert skipti sem Lucas scorar… þá væri ég ekkert voða ríkur

 25. Frábært að vera kominn áfram. Frábært að margir ungir fengu að spila en framistaðan í leiknum hjá liðinu í heild sinni var ekki merkilegt en hverjum er ekki drullusama í bikarkeppni.

  Já það er líklega vinsælt að taka út Origi sem átti ekki góðan dag eða Sturridge sem náði sér ekki á strik gegn D-deildar liði en liðið komst áfram .
  Eftir 10 daga er leikur gegn Wolves og vona ég þá að við verðum búnir að fá 3 stig í deildinni og farnir í úrslitaleik deildarbikar og jafnvel búnir að kaupa einn leikmann 😉

 26. Þetta svokallaða peysutog er ekki að hjálpa Liverpool. Finnst ótrúlega oft hægt á okkar mönnum án þess nokkuð se dæmt.
  Fannst gaman að sjá Woodburn í þessum leikum. Fannst hann lita vel ut.
  Origi ekki að gera ser neitt gott frekar en Sturrage. Bitlaus sókn.

  Frábært að vera komnir áfram í FA Cup.

 27. Annars er Iago Aspas búinn að skora enn eitt markið fyrir Celta Vigo og nú gegn Real Madrid. Ótrúlegt að sá mikli snillingur hafi bara náð einu marki á enskri grund.

 28. Þetta er nú varla til að æsa sig sérstaklega yfir, 0-1 sigur hjá liði sem er að mesu skipað U23 ára liði Liverpool í leik sem verður að mestu gleymdur um miðnætti.

 29. Reyndar hefur Lugas ekki skorað síða í september 2010 um 200 leikrir síða (ekki nakvæmt) og þar af leiðandi svona 18 þúsund minutur. það er eitthvað.

 30. Þessi leikur var alveg þess virði að horfa á hann bara því að Lucas skoraði og þvílík gleði sem að skein úr andliti hans eftir það. Það var eins og hann hafi verið að tryggja okkur titilinn.

 31. Plymouth koma tilbaka sterkari á næsta ári….þeir réðu bara ekkert við Lúkas í dag.

 32. Legg til að mynd af Lucas fagna markinu fari á bannerinn á síðunni. 🙂

 33. Það eru 2317 dagar frá síðasta marki LL!
  Það var haustið 2010, Ben Woodburn var ekki orðinn 11 ára!
  Ekki selja þennan mann! Alls ekki.

 34. Fínasti vinnusigur hja b-liðinu okkar og við afram. Enginn meiddist og allir glaðir…

 35. Erum við ekki að upplifa ‘okkulítinn’ snert af því þessa dagana að samkeppni sé góð milli markvarða?

 36. Yfir hverju eru menn að kvarta? fyrsti sigur ársins kominn í hús og hver annar enn king lucas sá um það

 37. Karius virkaði nú frekar óöruggur að mínu mati í því litla sem hann þurfti að gera í þessum leik. Var mun öruggari í síðasta leik sem hann fékk. Sé ekki að hann sé að fara að taka stöðuna af Mignolet á næstunni.

  Annars var þess virði að horfa á þennan leik bara til að sjá Lucas skora og alveg sama hvað nokkur annar gerði í þessum leik að þá er hann maður leiksins í mínum bókum.

 38. Svo má nú alveg minnast á þann virðingarvott sem stuðningsmenn Liverpool sýndu á 25 mín þegar þeir heiðruðu minningu Daniel May sem lést á meðan faðir hans var á Anfield að horfa á fyrri leikinn. Sýnir enn á ný hvað þetta getur verið falleg íþrótt bæði innan og utan vallar.

  http://www.bbc.com/news/uk-england-devon-38610005

 39. Sælir félagar

  Já það var enginn glans yfir þessum sigri og eftir markið var greinilegt að liðið setti í lægri gír og sigldi þessu heim með því að halda hreinu á sérstakra átaka. Þetta drengjalið var nookuð öruggt í framgangi sínum á vellinum gegn miklu sterkari og reyndari mönnum líkamlega. Það útaf fyrir sig var gott

  Frammistaða þeirra eldri Sturridge, Origi var afar slök en Cotiniho hélt lífi í sóknartilburðum liðsins meðan hann var inná. Sturridge virtist hinsvegar vera að passa sig að sleppa ómeiddur frá þessu og tók enga áhættu. Hann hljóp þó meira en stundum áður og tók stundum þátt í vörninni amk. í föstum leikatriðum sem er auðvitað mjög erfitt að komast hjá. Frammistaða hans var samt með því slakara sem maður hefur séð. Karius var á pari.

  Það er alltaf að sýna sig betur og betur það sem ég hefi áður sagt og verið skammaður fyrir. Origi er bara ekkert sérstaklega góður í fótbolta. Þó maður sleppi ömurlegu víti hans þá sýndi hann í þessum leik (ásamt mörgum öðrum) hvað fótboltahausinn á honum er lélegur. Hann er seinn að hugsa, tengir illa, virðist ekki hafa sprengikraft til að stinga sér innfyrir, tekur æði oft afar illa á móti boltanum bæði í fætur og í loftinu og leggur sig lítið fram oft á tíðum.

  Enn og aftur kalla ég eftir kaupum á framherja eða vængmanni a la Mané. Mér sýnist að ef það á að reiða sig á menn eins og Origi og Sturridge þá séum við í frekar vondum málum. Hitt er þó ljóst að Sturridge er sínu betri í fótbolta en Origi og skilja þar himinn og haf á milli. Hinsvegar virðist hann vera alvarlega tognaður á heila og skilar því engan veginn því sem hann hefur getuna til.

  Liverpool á alveg að hafa efni á 30 til 40 kúlum í alvöru mann sem kemur til með að setja áðurnefnda í varanlega bekkjarsetu ef þeir fara ekki ekki að skila því sem vantar hjá þeim. Ég verð að segja að það er komin í mig talsverð óþreyja eftir því að Liverpool leggi til atlögu við einhvern fullþroskaðan leikmann eins og þegar Mané var keyptur á sínum tíma.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 40. Hélt að væri lögð áhersla á þennann bikar en nú virðist mönnum vera sama um hann. Hvers vegna.? Frekar að lufsast í þeim litla.

 41. Ég tek undir með Sigkarli #66# að Origi er ekki nógu góður í fótbolta. Getur verið alveg verið óþolandi að horfa á hann vera að klappa boltanum og reyna einhver trix sem hann ræður ekki við þegar góðir sendingarkostir eru í stöðunni. Kemur sér og öllu liðinu í vandræði, flæðið stöðvast, andstæðingurinn nær stöðu og tækifærið farið. Svo virððist hann ekki hafa nógan áhuga á þessu til að leggja sig almennilega fram. Það vantar tilfinnanlega alvöru framherja sem hefur kraft, Mané/Suarez týpu.

 42. Hvernig er það, eru engin tíðindi af kaupum hjá Liverpool? Ekkert skúbb

 43. Ef Liverpool er alvara með baráttuna í vetur, þá ættu þeir að næla í Payet. Þeim vantar framherja. Ég tek undir áhyggjur að spila Origi leik eftir leik, sérstaklega ef Sturridge meiðist (sem er líklega 100%)

 44. Ef Liverpool er alvara með baráttuna í vetur, þá ættu þeir að næla í Payet.

  Er ekki nóg komið af heilatognunum?

 45. Mér er alveg sama hvort það eru einhverjir aðrir möguleikar eða ekki. Maður sem hagar sér svona má bara finna sér eitthvað allt annað lið en Liverpool!!!

Liverpool mætir Plymouth… aftur!

Swansea á morgun