Man Utd – Liverpool 1-1 (leik lokið)

90 min – 1-1, leik lokið.

84 min – 1-1, Zlatan eftir þunga sókn heimamanna.

26 min – 0-1, Milner! Pogba slær boltann með hendinni eftir hornspyrnu og réttilega dæmt víti. Milner klikkar ekki á punktinum og skorar örugglega 0-1! Fram að þessu hafði United átt hættulegri færi.

Fyrir leik

Liverpool gaf frá sér yfirlýsingu rétt í þessu varðandi Matip. Hið fáránlegasta mál en Liverpool hefur ekki enn fengið það staðfest að Matip megi spila eftir að hafa ekki gefið kost á sér í afríkukeppnina.

Clyne er einnig frá vegna meiðsla og inn kemur Alexander-Arnold, heldur betur stórt verkefni fyrir strákinn!

Mané er auðvitað ekki með í dag og þeir Coutinho og Sturridge eru á bekknum en Henderson er orðinn klár, þannig að það er frekar vængbrotið lið í dag. En annars er liðið svona:

Mignolet

Alexander – Lovren – Klavan – Milner

Can – Henderson – Wijnaldum

Lallana – Origi – Firmino

Bekkur: Karius, Gomez, Moreno, Stewart, Ejaria, Coutinho, Sturridge.122 Comments

 1. Þetta Matip-mál er náttúrulega ævintýralegt klúður! Af hverju í ósköpunum var ekki búið að fá þessa hluti á hreint löngu fyrir þennan fokking leik.

  Djöfull er ég ógeðslega pirraður og þetta byrjunarliðier ekki til að bæta geðheilsuna hjá mér. Hvar í andskotanum er Clyne?

 2. Hef á tilfinningunni að okkar klúbbur hafi verið að skíta á sig í þessu Matip máli.

  En við vinnum 1-2.

  Afram Liverpool!

 3. Alexander – Lovren – Klavan

  Zlatan hlýtur að nudda saman höndunum núna af tilhlökkun. Það er ekki sama tilhlökkun hjá mér.

 4. Reglur eru reglur og það veit Matip og liverpool. Þetta hefur alltaf verið svona og mun ekki breytast. Lelegt hja Lfc að klara ekkk svona mal i tíma.

 5. Þetta er liðið skv. heimasíðu Liverpool

  Liverpool team: Mignolet, Alexander-Arnold, Lovren, Klavan, Milner, Henderson, Wijnaldum, Can, Lallana, Firmino, Origi.

  Substitutes: Karius, Gomez, Moreno, Stewart, Ejaria, Coutinho, Sturridge.

 6. Er Jordan Henderson klár í þennan leik? Dýrt að þurfa að spandera skiptingu á fyrsta korterinu ef svo fer að hann sé ekki 100%.
  Þetta byrjunarlið ber þess merki hve lítil breiddin er. Verður svakalega erfitt og spái ég 3-0 sigri Utd.

 7. Poolarar, verum jákvæðir fyrirfram þó svo liðið se ekki eins og við vildum hafa það.
  Koma svo LFC

 8. djöfulsins Prumpuhalar þarna hjá þessu fifa sambandi!! , ætli alexander arnold sé tilbúinn í þennan leik ?, KOMA SVO kominn tími fyrir móra að vefja sér inní pulsu í kvöld

 9. Aðal atriðið er að tapa ekki, jafntefli væri frábært. Áfram Liverpool.

 10. Staðan er bara þannig að það er full ástæða til að vera svartsýnn. Bæði hvað varðar gengi united að undanförnu og okkar byrjunarliðs. Breiddin er lítil og því miður töpum við þessum leik. Leiðinlegt að segja það en við erum að mæta United á skelfilegum tíma

 11. Núna er tíminn fyrir marga að stíga upp og sýna af hverju þeir eiga skilið að vera í hópnum okkar (TAA, Klavan, Can, Origi). Held að Klopp elski það þegar fólk býst ekki við neinu af okkur, þá virðist hann galdra fram heavy metal bolta. Við vinnum þetta 3 – 1, Lallana og Firmino með mörkin!

 12. Já hérna. Þetta verður eitthvað. Pogba kostar meira en allt byrjunarlið Liverpool.

 13. Ég er hræddastur um E.Can í þessum leik(ekki TAA) hann á það til að tapa boltanum á hættulegum stöðum og hlaupa úr stöðu. Ég vona að hann troði sokk uppí mig í dag og verður maður leiksins.

 14. Ef það er eitthvað að marka svartsýni stuðningsmanna að þá ltti Klopp bara að gefa leikinn!!!

 15. Er einhver með pottþétt streymi? Gengur illa að finna. Er blabseal búið?

 16. #24 Það virðist ekki virka hjá mér, búinn að prófa í 3 tölvum. Hvað um það, #22 bjargaði deginum

 17. Voðalega kann ég illa við Liverpool í þessum gangbrautavarðabúningum. Hvað um það … áfram Liverpool!

 18. hahaha Pogba ætlaði að taka dab inn í teig fær á sig hendi víti og Hames Milner skorar af öryggi.
  YES!!!!

 19. Yyyessssss!!!! Pakka i vörn og tefja og tefja. Taka boltann a hliðarlínunni og halda honum.

 20. Hversu sweet væri það ef bæði Liverpool liðin ynnu Manchester liðin á sama deginum!

 21. Milner hefur ekki tapað leik (45 leikir) í úrvalsdeildinni sem að hann hefur skorað mark í. Við vonum bara að það haldi áfram!

 22. Af hverju i HELVITINU var ekki dæmt a Pogba sóknar brot og gefið rautt?

 23. Pogba bara að taka menn hálstaki, spurning um að reka kvikindið útaf?

 24. yes, geggjað að vera vinna þennan leik! hefðum átt að vera svartsýnari!

 25. Eru einhverjar líkur á að leikurinn endi bara án fleiri marka? Helst bara núna!

 26. Er mignolet að verða maður leiksins ?

  En djöfulsins fantaskap fá utd menn að komast upp með

 27. þvílíkur munur að hafa kafteininn þarna liðið er ekki sama liðið án Hendo!

 28. Pogba ætti að vera kominn með rautt. Hann átti að fá spjald í vídóinu og aftur þegar hann braut á Henderson.

 29. Ég tuða venjulega ekki yfir dómgæslu en AFHVERJU Í ANDSKOTANUM er Paul Pogba ekki enn þá inná ? Þetta brot hja Henderson var svo fólskulegt að hann ætti að fá leikbann í næsta leik fyrir það. Henderson var tekin hálsataki og hent síðan niður á jörðina af honum.

  Ótrúlega íþróttamannslegt og lélegt í alla staði.

 30. Ekkert frábær spilamennska í fyrri en frábær staða engu að síður. Mignolet búin að halda okkur inni í leiknum með fínum vörslum. Pogba búin að komast upp með MMA takta og orðin vel pirraður, væri ekki leiðinlegt að hann sæi rautt í leiknum.

  Nú er bara að halda haus í seinni og sigla þessu heim.

 31. Hænan gaf okkur víti, enda með gult í hárinu eins og búningur LFC hahahahahaha

 32. menn sem eru að segja að eitthver sé ekki búin að skila sínu eða liðið ekkert búið að skapa mikið eða spila spes er á lyfjum , við erum á móti funheitu utd liði á fokkins Trafford og við vorum ekki búnir að ríða feitum hesti síðustu leikjum .
  Ef þeir halda áfram að spila svona þá vinnum við þetta.

 33. Pogba átti að fá spald fyrir hendina, síðan annað fyrir júdo bragðið á Hendo í hornspyrnunni, svo er búið að kíla, eða allavega slá í andlit Fimino tvisvar, skólabókadæmi um heimadómar í þessum leik

 34. koma svo…. þetta verða rosalegar 48 mínútur…… shitt hvað ég vona að við setjum eins og eitt gott mark fljótlega til að róa taugarnar

 35. Spái svakalegum seinnihálfleik þar sem dómarinn missir tökin á leiknum og við fáum slagsmál og rauð spjöld.

 36. Shrek bara mættur í seinni hálfleikinn og Carrick, sem Utd stuðningsmenn tala um af þvílikri lotningu, fer útaf í hálfleik.

 37. Þið sem eigið í linkavanda:
  Hlaðið niður Acestream.
  Notið https://www.reddit.com/r/soccerstreams/ til að finna acestream stream (link).
  Í öllum browserum öðrum en Chrome er linkurinn copy/paste á nýrri browser-síðu.
  Acestream opnast sjálfkrafa (þarf etv að gefa leyfi og opna eldvegg first skiptið)
  Njótið!

 38. Er alltaf feginn þegar carrick er ekki með. Tefja, tefja og tefja!!!!

 39. Er ekki hægt að fara að spjalda þennan Martial bráðum hann er alltaf að henda sér á rassgatið þessi gaur.

 40. Hvað segiði um Origi útaf fyrir Coutinho ? Halda boltanum aðeins !

 41. Jæja Coutinho inn núna fyrir Origi, komið gott hjá honum. Virkilega kominn tími á að Can og Origi fari að sýna eitthvað, geta ekki verið bara efnilegir endalaust.

 42. Ef að tæklingin hká Lovren var gult, þá er þetta ekki minna hja Rooney !

 43. Klósettburstinn kominn inn á. Koma svo Liverpool setja annað mark í andlitið á þeim!!

 44. Rooney, Pogba, Fellaini og Zlatan – Er hægt að hafa fleiri fauta í einu liði ?

 45. Að það sé bara búið að spjalda Liverpool er rannsóknarefni!!!

  Migno búin að vera frábær

 46. Skelfilegur dómari leiksins kórónar frammistöðuna með rangstöðumarki

 47. þetta lá í loftinu… arrrrg…. og arrrrg að Valensia var rangstæður :S en þá er bara að koma með eitt til baka

 48. Afhverju hefur maðurinn ekki gert breytingar? Menn búnir að vera sprungnir síðustu 20 mínútur og markið lá í loftinu.

 49. Jæja núna vill ég fá kolólöglegt mark sem vinnur leikinn fyrir okkur!!!

 50. Ibra með rangstöðumark, ágætt að hafa Rooney inná samt, vá hvað maðurinn er búinn

 51. Þessi staðsetning á línuverðinum er fáránleg hann á að vera í línu við varnarmennina en það afsakar ekki þessa varnarvinnu hjá okkar mönnum þarna í markinu.
  Djöfull er maður pirraður yfir þessu helvíti!!!!

 52. Djöfulsins aumingi er Ander Herrera! Brýtur af sér með því að hanga í Firmino og reynir svo að fiska hann útaf þegar að hann snertir ekki á honum andlitið!

 53. Þangað til það verður byrjað að gefa beint rautt á svona augljósar dýfur þá munu aumingjar eins og Herrera gera þetta

 54. Hrikalega svekkjandi en svartsýnismenn hljóta að taka þetta sem sigur miðað við burstið sem þeir voru búnir að spá.

  Dómari leiksins þarf að fara í einhverskonar endurhæfingu því þetta var arfaléleg frammistaða hjá honum.

 55. Flottur leikur hjá strákunum í dag. Þeir gáfu sig 100% í verkefnið og vantaði lítið uppá að 3 stig hefðu litið dagsins ljós en fyrirfram hefði maður verið sáttur við 1 stig.

 56. súrt að tapa tveim stigum og þetta er væntanlega annar leikurinn sem Man udt menn eru sáttir við stigið…..

 57. Hræðilegur heimadómari. en eitt stig var meira en maður þorði fyrirfram að vona.

 58. Þetta fór betur en ég bjóst við fyrir leik en hefði klárlega mátt fara en betur. Getum líka sagt að dagurinn hafi endað með 5-1 fyrir liverpool borg á móti manchester borg YNWA

 59. Við getum þakkað dýrustu hænunni fyrir jafnteflið. betra en tap. Áfram Liverpool.

 60. Bjóst við engu… stig er gott á OT miðað við alla umræðu.. liðið er að skríða saman og erum en 5 stigum á undan þeim.. trúi að Costa ruglið muni taka af þeim

 61. Hugsa sér 1-3 í gulum spjöldum – segir allt sem segja þarf um dómgæsluna.

 62. Ósanngjarnt hja scums, við vorum virkilega flottir og nuna byrjar nýtt sigurrönn!

 63. hefðu alveg eins getað verið með leikmann utd að dæma þennan leik, utd heppnir að ná stigi með mikilli hjálp dómarans og svo loks rangstöðumarks.
  Algjör viðbjóður

 64. Klop á fréttamannafundi: “oh was he offside, so we won the game ageist ten men”

 65. Sæl og blessuð.

  Er mjög sáttur við frammistöðu okkar manna, sem léku á hálfum dampi með ótrúlega slagsíðu í meiðslum og öðrum fjarvistum.

  Vörnin var góð og miðjan yfir það heila. Vesen að nýta ekki úrvalsfæri í sókninni. Veit ekki hvað er í gangi með framlínuna, sem var alltaf til fyrirmyndar. Búið að vera ótrúlegt ströggl, en hugsið ykkur með þessa gutta, Ragnar og Alexander í vörninni, ásamt hinum mistæka Lovren (sem varð maður leiksins!) og svo alltmúlígt-Milner. Það er magnað að það skyldi þurfa rangstöðumark til að brjóta múr sem samanstóð af þessum drengjum.

  Það munar augljóslega um Henderson sem gerir félagana á miðjunni strax betri. Svo þegar Coutinho mætti þá fóru gæðin upp á við svo um munaði.

  Þetta er ekki amalegt, að stöðva þarna sigurgöngu Móra og co. á þeirra heimavelli með vægbrotið lið. Erum í þriðja sæti þrátt fyrir afar höktandi rönn undanfarið. Vona að þetta sé núna á uppleið með hækkandi sól!

 66. Athugið að einu stóru dómarnir, vitið og gulaspjaldið fyrir peysutog, sem við fengum frá dómaranum voru svo auljósir að jafnvel saur alex hefði sem dómari neiðst til að dæma þá, allt annað féll með sameinuðu síktælunum.

 67. Hefði tekið 1 stig fyrir leikinnn í dag. Við vorum mjög flottir og hefðum frekar átt skilð öll stiginn. Alexander Arnold stóð sig vel sem og R. Klavan. Mignolet átti síðan gríðarlega mikilvæga vörslu úr eftir aukaspyrnu Zlatans. Ég er hreint ekki viss um að Karius hefði tekið þessa bolta sem Mignolet var að taka í þessum leik.

 68. Þetta var betra en ég vonaði. Við erum EKKI með okkar sterkasta lið, en samt áttum við möguleika að vinna leikinn. Man utd. með sitt sterkasta lið en eru samt bara frekar lélegir.
  Gera jafntefli við okkur á Old trafford og það með rangstöðu marki. Við erum alltaf betri með Kútinn inná , sést langar leiðir hversu góður leikmaður hann er.

  En áfram Liverpool.

 69. #116.
  Var þetta betra en þú vonaðir 🙂
  Varstu að vonast eftir tapi ?

 70. Ég verð að viðurkenna að mér finnst vanta bit í sóknarleikinn. Man utd voru mun hættulegri þegar þeir nálguðust vítateig okkar en þegar við nálguðumst þeirra. Vantar kannski að við séum meira direct.

Old Trafford á sunnudag

Man Utd – Liverpool 1-1 (Skýrslan)