Southampton – Liverpool 1-0 (Skýrsla)

Mörk:
1-0 Redmond 21.mín

UM LEIKINN
Það eru 190 mínútur síðan Liverpool átti skot á mark andstæðinganna sem ekki var gripið af markmanninum. Þessi frammistaða var líklega ein sú versta í vetur og öfugt við oft áður þegar Liverpool hefur tapað stigum í vetur áttu okkar menn ekkert meira skilið að þessu sinni. Blessunarlega voru ekki stig í boði í þessum leik og þáttöku okkar er ekki einu sinni lokið í þessari bikarkeppni. Til að komast í úrslit þarf Liverpool að vinna Southamton á Anfield. Höfum oft verið í verri stöðu en það.

BESTU LEIKMENN LIVERPOOL

Bókstaflega bara einn leikmaður sem kemur frá þessum leik í plús og af öllum mönnum er það Loris Karius, það er honum einum að þakka að þáttöku Liverpool í þessari keppni er ekki lokið.

VONDUR DAGUR

Allir hinir, án gríns. Holningin á liðinu var gríðarlega slæm og fjögurra byrjunarliðsmanna var sárt saknað. Lucas var á miðjunni og ber frammistaða hans öll þess merki að dagar hans á þeim vígstöðum er senn lokið í búningi Liverpool. Alltaf þegar Southamton gerði áhlaup skapaðist hætta. Hjá Emre Can gekk að ég held bara ekki nokkur skapaður hlutur upp í þessum leik, hann þarf heldur betur að fara rífa sig upp og mæta með læti á sunnudaginn. Vörnin var í tómum vandræðum mest allan leikinn og geta sannarlega þakkað Karius fyrir að þetta fór ekki verr. Mark Southamton er eitt af verri mörkum sem Liverpool hefur fengið á sig í vetur og er þó af nægu að taka. Clyne og Milner voru í sama veseni og miðverðirnir og sóknarlega hittu þeir að ég held bara aldrei á samherja í fyrirgjöfum sínum.

Wijnaldum bætti engu við á miðjunni og var fyrsta skipting. Firmino og Lallana komust aldrei inn í leikinn og voru báðir úr stöðu fannst manni. Þeir fara vonandi báðir að verða fullreyndir í þessum hlutverkum.

Daniel Sturridge er svo ekkert að fara festa sig í sessi í byrjunarliði Liverpool og satt að segja held ég að hann eigi ekki mikið meira en sex mánuði eftir í búningi Liverpool. Maður fær þetta á tilfinninguna eftir svona frammistöður en skiptir alveg um skoðun klári hann United í næsta leik á eftir.

UMRÆÐAN EFTIR LEIK

Þetta er enginn heimsendir og ef einhversstaðar að tapa leik eftir svona frammistöðu er það fínt í fyrri leiknum af tveimur í þriðju stærstu bikarkeppninni. Þetta einvígi er ekkert búið.

Lykilmanna er gríðarlega sárt saknað, mikilvægi Henderson hefur t.a.m. komið í ljós eftir að hann fór útaf gegn Man City, Liverpool hefur varla átt góðan kafla síðan þá. Lucas kom í hans stöðu í dag og munurinn á þeim er sjokkerandi.

Mané er farinn í Afríkumótið og miðað við þennan leik gæti þetta orðið okkur rándýr missir. Það er enginn í okkar hópi líklegur til að koma nálægt því að skila því hlutverki sem hann hefur verið að gera. Sturridge er alls ekki lausnin m.v. það sem boðið var uppá í dag.

Coutinho fékk hálftíma í þessum leik sem var frábært boozt fyrir United leikinn. EKki að hann hafi bætt miklu við að þessu sinni en við megum ekki við að vera án hans mikið lengur, alls ekki með Mané líka frá.

Joel Matip verður svo að fara koma aftur til baka, við sáum afhverju í þessum leik.

Þessi keppni er ennþá galopin og enginn meiddist (að ég held). Það er mikilvægt fyrir næsta leik, sá leikur er sá sem öllu skiptir í þessari viku.

NÆSTA VERKEFNI

United á útivelli, þeir eru auðvitað á sínu besta skriði í nokkur ár fyrir þennan leik á meðan okkar menn hafa verið að hiksta töluvert undanfarið og margir lykilmenn frá. Ég held að maður setji öryggisbelti á sófann heima fyrir þann leik.

24 Comments

 1. það er kanski auðvelt að segja þetta eftirá en í ljósi þess að einn leikmaður spilaði á getu (Karius) allir hinir undir getu, að hafa unga ferska fætur til að spila þennan litið mikilvæga leik til að hafa okkar menn ferska á sunnudag á móti erkiféndunum hefði verið betra.

  þó við hefðum tapað þessum leik umfram það að við kæmumst til baka á Andfield þá væri það litill skaði, þetta er litla bikarkeppnin og ef við þurfum að velja titla vegna litillar breiddar, þá vildi ég frekar sleppa þessum litla fisk fyrir stærri.

 2. Miðað við hvernig þetta spilaðist þá voru þetta frábær úrslit.Við hefðum auðveldlega getað þurft að vinna upp 3-4 mörk í seinni leiknum.

  Er ekki komið mál að linni með Lucas? Af hverju spilar ekki Stewart frekar en hann? Getur ekki orðið verra. Og hvað er að gerast með E. Can? Hann er skelfilegur þessa dagana.

  Hef engar sérstakar áhyggjur af þessu einvígi. Tap 1-0 eftir útileikinn er ekki heimsendir. En ég hef áhyggjur af sunnudeginum. Eru undanfarnir leikir að fara hafa áhrif á sjálfstraustið? Erum að fara að mæta liði sem hefur unnið 9 leiki í röð. Og það á útivelli.

  Ég er ekki beint að farast úr spenningi.

 3. Gæti ekki verið meira sammála skýrslunni.

  Emre Can á auðvitað bara að ráða sig hjá Dressmann og hætta þessu fótboltagutli. Hvað gerðist eiginlega með þennan leikmann? Einhver?

 4. Sammála Siggi.
  Emre Can, Klavan og Lucas. Skammarlega slakir og hreint út ekki hæfir í LFC búning. Henderson er okkur mikilvægur og Sturridge fyllir ekkert upp fyrir Mané.
  United slátra okkur á Old trafford.

  Það sjá það allir sem vilja að Liverpool höndlar það ekki að missa út akkeri liðsins, breiddin er engin. Þegar allir eru heilir getur þetta lið keppt við þá bestu en nú þegar meiðsli og fjarvera herjar á okkur þá eru menn eins og Lucas ekki beint það sem þarf.

  En það eru eflaust einhverjir hérna á kop.is sem hoppa hæð sína. Liðið er ennþá í 2.sæti og í báðum bikarkeppnunum.

  Worst case. Dettum út úr FA cup og League Cup í janúar og endum í 5-6 sæti. Hafa menn þolinmæði fyrir því ?

  Svo gæti janúar farið vel, það er alveg sé s á að menn snúi þessu við, persónulega held ég að síðustu 3 leikir séu bara byrjunin á virkilega slæmum kafla. ……… Mun glaður éta sokk

 5. Menn virka þreyttir, slitnir, vantar hraða, ákveðni og við virðumst úr formi.

  Leikstíll Klopp er krefjandi og þegar leikið er jafnþétt og hefur verið að undanfarið og máttarstólpar liðsins falla í meiðsli og þegar kjúklingar eru komnir á bekkinn ásamt leikmönnum sem hafa fengið lítinn spilatíma í byrjunarliðið þá sér það hver maður að það þarf að styrkja hópinn asap, það þíða engar afsakanir.

  YNWA

 6. Ég á erfitt með að sjá hvað það er sem Georginho Wijnaldum á að gera í þessu Liverpool liði. Hann bætir ekkert. Hvorki í vörn né sókn. Spilar boltanum öruggt á næsta mann og joggar svo um. Vantar miklu betri mann í hans stöðu. Var versti maður vallarins í kvöld. 25M punda=3,6 milljarðar. Manni hefur fundist vera að fjara undan spilamennsku Liverpool síðustu vikurnar og þeir þurfa að bæta sig mikið að mínu mati ef þeir ætla að ná í góð úrslit næsta mánuðinn. Þar eru 7 leikir, m.a. gegn Man Utd, Chelsea, Arsenal, Leicester og Tottenham.
  Væri ekki bara fínt að losa sig við Lucas og Sakho (auk Ilori) í janúar og kaupa vængframherja og sóknardjarfann miðjumann??? Ná inn í þennan fokking topp 4 að lágmarki.

 7. Árið 2017 byrjar ekkert sérstaklega fyrir okkur. Þessi leikur er jafnvel enn verri en leikurinn á móti Plymouth og ekki vorum við núna með kjúllana. Guð hjálpi okjur ef við mætum með svona frammistöðu í utd leikinn, við verðum étnir lifandi. Lallana,Can,Firminho,Lucas,Milner,Clyne,Sturridge Winjaldum,Klavan og Lovren voru allir ömurlegir. Er virkilega svona mikil þreyta í mönnum ? Þarf ekki bara að hafa þessa leikmenn í ísbaði framm á föstudag ? Guð minn góður hvað við erum með RANGAN Ragnar ! !

 8. Andreas Kornmayer á verk fyrir höndum, liðið er gjörsamlega á rassgatinu og tankurinn er gjörsamlega tómur.

 9. Sammála öllu í skýrslunni, nema um Lucas. Hann var laaaaangbesti útivallarleikmaðurinn okkar. Can var aftur á móti ævintýralegur lélegur og fær 4 í einkunn hjá Echo.

  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/southampton-1-0-liverpool-player-12440697

  Hef verulega áhyggjur af liðinu okkar en það er eins og það sé bara tómur tankurinn hjá þeim. Sóknarleikurinn var beinlínis aumkunarverður í kvöld, ekkert öðruvísi.

  Nú reynir rosalega á Klopp. Hvernig hann nær að rífa liðið upp á rasshárunum fyirr sunnudaginn hef ég ekki hugmynd um………en hann bara verður! Það er ekki í boði að tapa þeim leik!!

 10. Besti leikmaður liverpool var klárlega A4 blaðið sem Sturridge fékk frá klopp í seinni hálfleik..hvað var það samt?

 11. Það veður að kaupa leikmenn í þetta lið. Lucas er búinn. Can hefur aldrei heillað mig síðan að hann kom. Það þarf að kaupa góðan miðjumanna kantar og miðvörð. Selja lucas, sahko

 12. Lugas minnti miga hann þegar hann var uppa sitt best fyrir meiðslin… i svona 20min, eftir það var hann einsog hann væri buinn að gleyma hvernig a að spila miðju.

  En hann var alls ekki einn um það að gleyma hvernig a að spila kloppbolta, allir nema Karius virkuðu þreittir og raðvilltir.

 13. Menn voru bara með hugann við annan leik en þennan, liðið mun spila betur á móti man utd, verðum bara að vona að það dugi.

  YNWA

 14. 1-0 eru e.t.v. ekki hræðileg úrslit í ljósi þess að seinni leikurinn er eftir á Anfield. Greinilegt er að liðið hefur verið að missa dampinn í undanförnum leikjum. Einhverra hluta vegna virðist liðið ekki finna taktinn og spila eflaust nokkrir þættir þar inní. Því er ekki að neita að brotthvarf Mane, Henderson, Coutinho og Matip vegur þar gríðarlega þungt. Þarna erum við að tala um fjóra lykilleikmenn. Það kæmi mér mjög á óvart ef leikur Man Utd. myndi ekki riðlast ef þeir Pogba, Zlatan, Bially og Herrera væru allir frá samtímis vegna meiðsla eða leikur Arsenal við brotthvart Özil, Sanches, Giroud og Koscielny.

  Frammistaðan í kvöld verður ekki afsökuð með þreytu. Flestir leikmenn voru búnir að fá góða hvíld fyrir þennan leik en hins vegar virkuðu margir leikmenn eins og þeir hefðu verið að spila fyrir tveimur dögum síðan. Kannski liggur skýringin í einhverri andlegri þreytu en á köflum virkuðu menn einfaldlega ekki nenna leggja sig fram. Litil hreyfing án bolta, lítil vilji í að vinna seinni bolta o.s.frv..

  Næsti leikur á Old Trafford gegn funheitu liði Man Utd. verður virkilega erfiður. Eins og spilamennskan hefur verið síðustu þrjá leiki er nákvæmlega ekkert sem gefur tilefni til bjartsýni. Liðið hefur núna fjóra daga til þess að finna taktinn og gleðina á nýjan leik. Það er alveg klárt ef að Liverpool á að eiga einhvern séns, þá verða Henderson, Coutinho og Matip að byrja þann leik. Ekki nóg með það að þessir leikmenn verða koma inní liðið, þá verða aðrir leikmenn að fara stíga upp. Firmino hefur varla sést eftir að Coutinho meiddist og vonandi að endurkoma Coutinho boði jafnframt endurkomu Firmino.

  Maður heldur hins vegar í þá von að fyrir leiki gegn Man Utd. þarf ekki að mótivera leikmenn sérstaklega. Þetta er sá leikur sem allir vilja spila og allir vilja vinna. Hugsanlega kemur form liðanna í undanförnum leikjum ekki til með skipta svo miklu máli þar sem samba boltinn fær að víkja fyrir tæklingum og baráttu.

 15. #13.

  Ef það verður eins marks sigur Liverpool eftir 90 þá verður farið í framlengingu óháð því hversu mikið verður skorað.
  Hinsvegar, ef það fer 2:1/3:2/4:3 að lokinni framlengingunni þá gildir útimarkareglan.
  Af hverju gildir útimarkareglan bara eftir framlengingu veit ég ekki.

 16. “Worst case. Dettum út úr FA cup og League Cup í janúar og endum í 5-6 sæti. Hafa menn þolinmæði fyrir því ?”

  Þetta er u.þ.b mín spá fyrir tímabilið. Og miðað við hvað Tottenham eru sterkir yrði eg ekki hissa ef Liverpool yrði í baráttu um fjórða sætið fram á það síðasta í besta falli. Þetta er svipað og undir stjórn Rodgers, léleg vörn sem treystir á sóknina að skila stigum. Ég er ekki að bera saman Rodgers og Klopp. En liðið er svipað í gæðum gagnvart hinum stóru. Leikurinn í gær var skelfilegur. Og ég sé ekki miðað við spilamennsku síðasta mánuðinn hvernig við eigum að geta unnið Man Utd. En hver veit?

 17. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Einar Matthías ég er henni algerlega sammála í einu og öllu. Maður er að lesa að einhver lið hafi áhuga á Can og Sturridge fyrir 20 kúlur+ hvorn. Ég sé ekki ástæðu til að hafna þeim tilboðum. Eins er morgunljóst að burtséð frá næsta leik þá er hópurinn of þunnur af klassaleikmönnum. Það verður því að hugsa lengra en bara að næsta leik.

  Ég er sammála því að sem Hafliðason#15 segir að hópurinn er ekki nógu sterkur og þó kjúklingarnir verði ef til vill öflugir með tíð og tíma þá eru þeir það ekki núna. Það er því alveg ljóst að þennan hóp verður að styrkja og í það verður að leggja peninga. Þó Liverpool geti ekki keppt við við hin liðin á toppnum peningalega þá hlýtur að vera hægt að ná í menn sem eru betri en t. d. Can og hinn nýkeypti Winjaldum og svo einhvern í backup fyrir Mané.

  Það er nú þannig

  YNWA

 18. Maður sér í svona leikjatörn að þreytan er farin að segja til sín. Til þess að geta tekið þátt í þesum keppnum er mannskapurinn hjá LFC of smár. Við verðum að sætta okkur við svona úrslit og láta Klopp spila úr þessu eins og best hann getur. Áfram LIVERPOOL.

 19. Kaupa Dimitri Payet frá West Ham í janúarglugganum. Skortir hraða og tækni í fjarveru Mane og þarna er frábær leikmaður fáanlegur.

 20. Þa? sem payet er a? gera hja west ham nuna er eitthvad sem er a móti öllu sem jurgen klopp stendur fyrir. Ömurlegt hugarfar einstaklings sem heldur a? hann se stærri en li?i? og hreinlega neytar a? taka abyrg? a gengi lids síns. Hugafarslegur aumingi sem a aldrei eftir a? afreka neytt hé?an i fra. Vill ekki sjá hann hja liverpool.

 21. Það virðist allavega lítið vera í gangi í leikmannamálum hjá LFC. Spurning hvort við kaupum nokkurn leikmann í þessum glugga. Mér fannst samt í þessum leik við Southamton að menn eru orðnir of þreyttir fyrir þetta pressu leikkerfi Klopp, ég held það sé nokkuð til í því að svona leikkerfi býður ekki uppá meira en 1 leik á viku, annars eru menn bara á hælunum. Ég væri meira en lítið til í að fá einhvern fljótan og líkamlega sterkan miðvörð til okkar núna í janúar. Þessi Ragnar er tveimur númerum og lélegur fyrir klúbb eins og LFC. Lið sem sækja hratt á okkur í skyndisóknum leika sér að því að stinga þessa varnarmenn af hjá okkur, þeir virka eins og steingervingar, svo hægir.

 22. Liðið heilt yfir afar slakt og vöntun á Henderson er skelfilega augljós og maður vonar svo sannarlega að hann verði klár fyrir utd leikinn. En hvar er Grujic? Hann er tvítugur og Stewart o.fl. kjúllar hafa verið að fá leiki. Veit hann hefur verið e-h meiddur í vetur en hann hlýtur að vera nógu góður til að spila á miðjunni þegar Lucas og Can eru svona slakir. Varðandi utd leikinn þá er lfc alltaf mótiverað í þannig leik þannig að ég hef miklu minni áhyggjur af liðinu fyrir þann leik.

 23. Takk fyrir þessa skýrslu og frísklegar umræður. Er sammála mörgu en leiðist þegar menn gerast full neikvæðir á niðurrifslegan hátt. Fer að minna óþægilega mikið á stuðningsmenn ónefnds lið beint í austri frá Liverpool sem við viljum alls ekki líkja okkur við. Annað er jákvæð uppibyggileg gagnrýni sem liðið þarf á að halda. Fyrir það fyrsta hefur okkar liði gengið glimrandi vel í vetur og leikið hvað eftir annað stórvel, jafnvel betur en nokkur önnur lið. Liðið situr í 2. sæti í deildinni, á góða möguleika á að komast í úrslit í deildarbikarnum og er enn með í FA bikarnum. Ekkert er svosem komið í hús ennþá en engu hefur heldur verið tapað.
  E.t.v. var teflt fulldjarft í FA bikarnum með meira og minna óreyndu liði. E.t.v. er hópurinn ekki eins öflugur og við höldum. E.t.v. er Henderson mikilvægari en við höldum. E.t.v. eru miðverðirnir alls ekki nógu góðir fyrir toppbaráttu heilt tímabil. E.t.v. ætti Sakho að vera í liðinu. E.t.v. eru Firmino ofl ofmetnir þó góðir séu. E.t.v. hafa leikmenn ekki úthald heilan vetur til að hlaupa 10-20% meira en önnur lið. E.t.v. eru Chelsea, Man U, Man C, Arsenal og Tottenham með sterkari hóp en Liverpool. E.t.v. er Klopp ekki besti stjóri í heimi. E.t.v. er liðið einfaldlega búið að standa sig betur en efni stóðu til.

Southampton – Liverpool 1-0 (Leik lokið)

Old Trafford á sunnudag