Podcast – Árleg bikarleikjavika

Liverpool ætlar líklega að slá met í fjölda bikarleikja á einum áratug, núna þarf tvo leiki til að vinna Plymouth og það þurfti tvo leiki, framlengingu og vító á sama tíma í fyrra til að vinna Exeter. Staðan er engu að síður ekki eins slæm og hún kannski hjómar og var farið yfir það í þætti dagsins. Tekin var umræða um þá leikmenn sem voru að fá stóra sénsinn í leiknum gegn Plymouth og undir lokin var svo rýnt í næstu tvo leiki sem báðir eru stórleikir á útivelli.

Stjórnandi: Einar Matthías.
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Hallur Ásgeirs.

MP3: Þáttur 135

8 Comments

  1. Slúðrið er svolítið farið að hitna um miðvörðinn Neven Subotic hjá Dortmund sem er víst fótboltalegt afkvæmi Klopp.
    Ég var reyndar hissa að hann skyldi ekki koma í fyrrasumar enda virkar þessi 191 cm gæi bara hjá Klopp.
    Matip og Subotic miðvarðapar = yummee

  2. Mér virðast litlar líkur á að við höfum áhuga á Subotic. Reyndar virðist hann heldur hafa dalað þannig að BVB hefur verið í vandræðum með að losna við hann.

  3. Búin að vera sjá þennan Alex Oxlade Chaimberlain orðaðan við LFC er þetta ekki bara eitthvað djufulsins kjaftæði ? afhverju ætti Klopp að vilja kaupa mann sem er búin að vera meiddur meira en Sturridge í gegn um tíðina ?

  4. Klopp hefur sagt að þessi slúður saga um Chaimberlain sé þvaður. Merkilegt hvað fjölmiðlar tönnlast ítrekað á sama bullinu, jafnvel þó það er búið að svara því.

  5. Mikið rosalega var gott að heyra ykkur tala um þennan Plymouth leik og undirstrika það að þetta var ekki einhver heimsendir.

    Yngsta lið í sögu Liverpool með miðvörð sem er að koma inn aftur eftir LANGA fjarveru í leik sem andstæðingurinn fær nánast engin færi. Þessi leikur átti auðvitað að vinnast, ég er ekki að halda öðru fram, en það er kannski erfiðara en það lítur út fyrir að vera þegar að það eru 10 menn (bókstaflega) í og við vítateiginn.

    Þetta var þeirra upplegg, gekk upp, KUDOS! Flott hjá þeim og þetta var mikilvægur leikur í reynslubanka þessara ungu leikmanna. Ejaria, Woodburn, Trent og Ojo eru klárlega menn sem eru að banka á dyrnar á aðalliðinu. Klárt mál að þeir fá einnig seinni leikinn svo að ég er ekki að kvarta. Við sjáum líklega kannski 1 til 2 nöfn úr aðalliðinu í þeim leik svo að ég sé ekki af hverju það er vont.

    Með félagsskiptin þá vonast ég til sjá mögulega kantmann og mögulega miðvörð. Sakho er klárlega að fara, vona eiginlega að hann fari út fyrir England en það kemur í ljós. Ef að hann og Lucas yfirgefa svæðið í janúar vonast ég eftir miðverði, annars ekki. Kantmaður er eitthvað sem hefur verið nefnt alveg síðan að Klopp var orðaður við okkur á sínum tíma, að hann vill spila með fljóta kantmenn. Sadio er kominn og nú er Ojo að stíga upp úr meiðslum og verður líklega notaður í fráveru hans. Það væri samt ekkert að því að eiga heilan Marcovich, en hvað veit ég 😉

    Southampton leikurinn verður erfiður. Southampton mun setja eins sterkt lið og þeir geta á móti okkur og ég vona innilega að við gerum það líka. Ég vill samt sem áður sjá Can á bekkinn ef að Henderson er kominn í gagnið. Ef ekki, þá er er Can inni. Vona að Studge og Origi verði báðir inná til þess að angra vörnina.
    Ég ætla að spá leiknum í kvöld 3-1 fyrir okkar mönnum þar sem Lovren setur eitt og Studge 2.

    Nú er bara að bíða og sjá.

    YNWA – In Klopp we trust!

Southampton: Fyrri hluti

Southampton – Liverpool 1-0 (Leik lokið)