Liverpool 0 – Plymouth 0 leik lokið

Leik lokið

ÖMURLEG frammistaða, þessar tvær klukkustundir af lífinu koma ekki aftur. Langt ferðalag og replay leikur í Plymouth miðvikudaginn eftir leik við United og fyrir ferðalag kop.is. Sannarlega ömurlegt. Skýrsla snögglega.

75 mín Einfaldlega þrot. Engin færi og hugmyndasneiðin alger. Sturridge, Lallana og Firmino komnir inná. Nennum ekki í replay!

60 mín 15 hundleiðinlegar mínútur að baki. Miðjan okkar týnd og Plymouth í engum vanda. Steindauð framlína. Því miður býsna leiðinlegt ennþá.

Hálfleikur Ágætis leikur fyrstu 25 mínúturnar en eftir það einfaldlega dó leikurinn. Við fórum að klappa boltanum og hægja á upphlaupunum svo að 10 manna varnarveggur Plymouth lenti einfaldlega ekki í vanda. Þetta er yngsta byrjunarlið í sögu félagsins og það eiginlega sást mjög greinilega eftir því sem á leið. Völlurinn steinþagnaður enda varla verið færi í leiknum. Bekkurinn er sterkur og ég er nú á því að ef að ekkert hefur dottið okkar veg eftir kortér í seinni verði einhverjir reynslumeiri og klókari fengnir í það að búa eitthvað til úr 85% posession.

30 mín Áfram það sama. Plymouth að verjast á 10 mönnum en við ekki enn búnir að nýta okkur alla posession í leiknum.

15 mín 84% með boltann, Plymouth liggja dýpra en djúpt og þessi leikur fer fram á þeirra helmingi þar sem iðulega 20 leikmenn eru staddir. Fengið ágæt færi en ennþá ekki kreist vörslu úr markmanni gestanna.

Leikurinn byrjaður!

Byrjunarliðið mætt:

Karius

Alexander – Lucas – Gomez – Moreno

Can – Stewart – Ejaria

Ojo – Origi – Woodburn

Vel gert hjá Óla í upphituninni – bara einn leikmaður sem var ekki sá sem hann reiknaði með!

Bekkur: Mignolet, Klavan, Clyne, Wijnaldum, Lallana, Firmino, Sturridge.

25 mínútur í að liðin verði tilkynnt. Kominn tími á að setja inn tístslóðina okkar, minni á að merkja færslur á twitter með myllumerkinu #kopis svo að þær detti inn á slóðina, endilega sem flestir vera með í því!


facupViðfangsefni LFC í dag er að hefja leik í FA bikarkeppninni.

Þá keppni unnum við síðast 2006 og við höfum satt að segja ekki verið að ná miklum árangri í henni síðustu tímabil en þar hefur hún verið ansi aftarlega í mikilvægiröðinni hjá félaginu.

Mótherjarnir koma frá suðvesturströndinni, býsna skemmtilegur fótboltaklúbbur víst sem hefur verið á neðrideildarflakki lengi. Ef einhverjir vilja kynnast Plymouth Argyle betur þá er best að kíkja á heimasíðuna þeirra.

Veðrið í Liverpool í dag er milt, 8 stiga hiti og rigning. Uppselt er á leikinn en þar munu gestirnir fá 8500 sæti, sem er um þrefalt meira en leyft er í deildinni. Svo reikna má með heljar stemmingu.

Við uppfærum þennan þráð í gegnum daginn og breytum honum svo í leikskýrslu þegar flautað verður til leiks um hálf tvö.

51 Comments

 1. Veðjaði á móti Liverpool í dag þökk sé ocd-inu.
  Hef misst af 3 leikjum á þessu tímabili (burnley, bournmouth og westham) og mun ekki ná að sjá leikinn í dag..

 2. Team to play Plymouth: Karius, Alexander-Arnold, Gomez, Lucas, Moreno, Stewart, Can, Ejaria, Ojo, Woodburn, Origi.

  Subs: Mignolet, Klavan, Clyne, Wijnaldum, Lallana, Firmino, Sturridge.

 3. Er virkilega spenntur að sjá Gomez og Ejaria og Woodburn!

  Þetta verður vonandi góð skemmtun sem endar vel fyrir okkur.

 4. Þurfum að læra að brjóta svona moyes leikkerfi í tætlur. Lið sem spila 11-0-0 leikkerfi.

 5. Markmaður Plymouth með fleiri útspörk í dag heldur en Karius á þessu tímabili.

 6. Þrátt fyrir alla þessa pressu er þetta frekar flatt og fyrirsjánlegt hjá LFC.

 7. Þetta verður ansi þungt að spila á mót Plymoth. Þeir spila eins og íslenska landsliðið, með ellefu manns fyrir aftan boltann og gefa lítið af færum á sér.

  Mér finnst oft eins og Liverpool komi ferskara eftir hálfleik. Það er eins og Klopp sé þá búinn að átta sig á leikstíl andstæðingana og gerir einhverjar litlar taktískar breytingar sem umbreyta leiknum.

  Annars erum við með nóg af ásum á bekknum. Spurning að senda nokkra af þeim inn á. Eins og t.d Lallana eða Firmino og sturridge.

 8. Ungu leikmenn liverpool eru mikið í að pæla í að gera hlutina rétt í staðinn fyrir að vera einfaldlega graðir og gera árás.
  Mér er alveg sama hverjir andstæðingarnir eru þegar lið er með 11 menn nánast í eða við sinn eigin vítateig þá er lítið pláss til að spila nálagt markinu og lítið um opinn færi en boltin verður að færast aðeins hraðar til að búa til skotfæri.
  Ég hef samt rosalega gaman af svona leik þar sem litla liðið er að berjast og berjast og ef þetta væri ekki á móti Liverpool þá myndi maður halda með þeim og dást af þeira framistöðu. Það vantar samt bara þetta eina mark og þá verður þetta galopið.
  þetta fer annað hvort 0-0 eða 3-0 engin millivegur.

 9. Hef engar áhyggjur, við svoleiðis liggjum á þeim og það er bara tímaspursmál hvenær markið kemur. Það þarf bara smá þolinmæði og svo opnast allar flóðgáttir. Gleymum ekki að Firmino, Sturridge og Lallana eru þarna á bekknum ef krakkarnir fara að stressast eitthvað á markaþurrkinum.

 10. Held hann setji Lallana inná sem svo malar sig í gegn um vörnina hjá plymouth æi maður má vona allavega búið að vera frekar súr fyrri.

 11. “Kevin Steward er búinn að eiga jafn margar heppnaðar sendingar og allt lið Plymouth í fyrrihálfleik, alls 53” . Heimild; þulir á BT sport 😉

 12. Jæja nú byrja asarnir að koma inn vonum að sturridge se nog svo restin fai að hvila

 13. Held að Ben Woodburn verði stjarna í framtíðinni. Pollrólegur inn á vellinum.

 14. Liveepool gæti spilað í 2 mánuði án þess að skora eins og við spilum 🙁

 15. Af hverju getur þetta lið ekki bara valtað yfir litlu liðin á heimavelli? Alltaf eitthvað rugl þegar það kemur að svona leikjum

 16. Breiddin er ekki meiri og sterkari en þetta, þvílík drullu frammistaða !

 17. Sýnir okkur hvað breiddin er glæpsamlega lítil. Við erum að spila gegn 4. deildarliði en náum ekki að brjóta það niður. Utd hvíldi stjörnurnar í gær en Reading sem er gott 1. deildarlið var lítið annað en fallbyssufóður á Old Trafford.
  Um að gera að næla í erfiðan útileik í kartöflugarðinum þeirra sem verður líklega í kringum Chelsea leikinn.

 18. Stórkostlegir þessir ungu strákar okkar og ég nokkuð viss um að þeir eigi allir eftir að koma við sögu í næstu stórleikjum hjá okkur.

  Dísus kræst….

 19. Er þetta the “magic of the cup”? Að sjá neðrideildar lið koma á Anfield og pakka í vörn á meðan LFC unglingarnir sem hafa lítið spilað saman reyna og reyna að brjóta vörnina á bak aftur í hrútleiðinlegum leik.

 20. Sooooooooooooooorrrrrrrpppp…. kaupa ferskar lappir… þetta er ekki þýskadeildin

 21. Okkur vantar breidd, hefði verið best bara að tapa þessari vitleisu.
  Eigum ekki hóp í þrjár keppnir.

 22. Menn ekki bara að slaka á í dramanu. Sá að einn hér fyrir ofan á Twitter sagðist skammast sín fyrir að halda með Liverpool svoleiðis jólasveinn má nú bara fara eitthvað annað. Það var verið að nota stráka sem fæstir eru komnir yfir 20 ára. Ef Lucas hefði ekki verið í liðinu myndi ég halda að meðal aldurinn væri í kringum 20 ár.

  Þeir pressuðu og pressuðu en vissulega vantaði gæðin framá við en andstæðingurinn spilað Mourinho style fótbolta og parkeraði tveim rútum í vítateginn. Þeir gerðu það vel þrátt fyrir að vera 4. deildar lið.

  Enginn heimsendir þó vissulega sé pirrandi að þurfa að fara í replay. Mér fannst samt gaman að sjá þessa ungu stráka spila og margir sem maður fær vonandi að sjá meira af.

 23. Sorglega daprir þessir ungu strákar okkar. Og Lucas.

  Woodburn sá eini sem maður er eitthvað smá spenntur fyrir.

  Eins gott að Klopp láti þá sömu kjúlla og varaskeifur spila seinni leikinn og standa og falla með því.

  Virkilega, virkilega döpur frammistaða á heimavelli í dag. Með ólíkindum lélegt.

 24. Höfum séð þetta áður og eigum eftir að sjá þetta aftur þ.e.a.s. dramadrottningarnar á spjallinu 🙂 Auðvitað eigum við að klára svona leik en andstæðingurinn vann sína vinnu vel og ungt lið Liverpool hafði kannski ekki alveg reynsluna til að klára þetta. Gerum okkur samt grein fyrir því að þessi leikur fer í reynslubanka okkar ungu stráka og mun gera þá flesta að betri leikmönnum. Ég hef engar áhyggjur af þessum aukaleik, ungu strákarnir taka bara slaginn aftur og kom til bak sem mýs eða menn.
  YNWA

 25. Eina jákvæða við þennan leik er að Loris Karius átti sinn besta leik í Liverpool treyju.

 26. Sælinú og blessuð.

  Það er bara þrælerfitt að koma boltanum í mark. Origi fékk dæmt af sér mark sem mér fannst mjög strangur dómur. Markmaðurinn stóð sig vel. Svo er bara rosalega erfitt að plægja sig í gegnum svona þunga og þétta vörn. Þetta var kornungur hópur sem lærði þarna heil ósköp. Nú er bara að mæta með sama mannskap í re-matsjið og sjá hvort þeir eru ekki reynslunni ríkari.

  Þetta er svo sem enginn háleisti, en samt – sokkur upp í mig og aðra sem sögðu að unga fólkið hefði átt að spreyta sig á móti Sunderland. Nú vitum við af hverju Ojo og co. fengu ekki að vera með…

 27. Kæri Klopp /FSG

  Endilega verið ekkert að kaupa og ef þið gerið það engin gæði takk eða leikmenn sem vilja alvöru laun. Það er bara fyrir Chelsea -United – City.

  Sást berlega að breidd LFC og gæði eru meira en nóg til þess að vinna þetta allt saman.

  Reynum að vera í meiri plús næsta sumar.

 28. Ekkert annað en stjarnfræðileg skita hjá liverpool í dag… alveg sama þótt þetta hafi verið kjúllarnir… ekki einn einasti ungur leikmaður þarna gerði tilkall í aðalliðið of stóru strákarnir voru líka ömurlegir!!!!

  Það að sýna svona frammistöðu á heimavelli gegn liði sem er 80 eða hundrað sætum neðar en liverpool er hreinlega lögreglumál…

 29. Jæja strákar og stelpur allir að róa sig aðeins.
  FA Cup eru þekkt fyrir að vera með óvænt úrslit og að neðrideildarlið láta finna vel fyrir sér.
  Auðvita vill maður að liverpool klári þetta lið og það sanfærandi en það gekk ekki eftir. Það vantaði að skora þetta eina mark og þá hefði allt opnast uppá gátt hjá þeim.
  Okkar menn fengu líklega þau skilaboð að vera þolimóðir en mér fannst samt eins og þeir voru að bíða eftir því að þetta gerðist að sjálfum sér sem það gerði auðvita ekki.

  Mér finnst liverpool liðið vera með fullt af ungu og spennandi leikmönum. Ojo, Steward, Woodburn og Alexander(mitt uppháld af þeim ungu) og breytti þessi leikur ekki þeiri sín þótt að það hefði mátt ganga betur.

  Í sambandi við leikjaálag þá er mjög líklegt að það bitnar mjög lítið á aðaliðsmönnunum því að ég er viss um að Klopp leyfir kjúklingunum að spila aftur og fyrir utan það ef menn ætla sér að komast í meistaradeild þá er það lámark að menn venjast því að spila mjög þétt því að útileikur gegn Plymouth jafnast ekki á við útileik gegn t.d Barcelona, PSG, Bayern eða einhverju stórliði.

  Ég vona bara að við komust áfram það er eina sem skiptir máli í svona bikarkeppni. Var að horfa á heimildarmynd um 1986 double winners liðið okkar og þeir voru í tómu tjóni í bikarnum þótt að þeir voru að spila sínu sterkasta þar sem í 5.umferð var 1-1 leikur gegn York City sem York hefðu átt að vina og svo 3-1 sigur í síðarileiknum þar sem liverpool voru heppnir að ná í framleggingu.

  Ef Liverpool komast áfram þá verð ég bara sáttur. Þótt að ég hefði viljað klára þetta í dag.

Bikarleikur gegn Plymouth

Liverpool 0 – Plymouth 0 (skýrsla)